Þjóðviljinn


Þjóðviljinn - 06.01.1965, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 06.01.1965, Qupperneq 4
4 SlÐA ÞJÓBVILJINN Miðvikudagur 6. janúar 1965 nviiiiniN Otgefandi: Ritstjórar: Sameiningarflokkur alþýðu — 'JBósíaiistaflokk- urinn. — Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Snnnudags: Jón Bjarnason. ♦ Préttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson. , , j Rltstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja, Skólavörðust 19. SímJ 17-500 (5 Imuri Askriftarverð ki 90,00 á mánuði fívert skal halda? Jvö blaðanna, Vísi'r og Tíminn, hafa gert fáein orð úr áramótagrein Einars Olgeirssonar að umtalsefni, og þáð sannarlega ekki með þeim hæíti að blöðunum sé sómi að. Vísir telur að Ein- ar sé nú farinn að viðurkenna einkaframtakið og Tíminn blossar upp í afbrýðissemi og óttast að foringjar íhaldsins séu teknir að keppa um hylli Einars Olgeirssonar! Jjau orð sem vitnað hefur verið til munu felast í þessum setningum í grein Einars: „Efnahags- vandamál íslands verða aðeins leyst með sameig- irilegu skipulögðu átaki meirihluta landsmanna. Einkaframtaksboðskapur 19. aldarinnar getur ekki orðið almenn þjóðfélagsleg lausn á vandamálum okkar samtíma, þótt einkaframtak eigi enn sína möguleika innan skipulagðs íslenzks þjóðarbú- skapar. Stefna félagslegra átaka og heildaráætl- ana um framkvæmdir er orðið kjörorð 20. aldar- innar, jafnt í hinum borgaralega sem hinum sósí- alistíska heimi. Nokkuð hefur þó hinn borgaralegi heimur lært af sósíalismanum“. Það virðist ekki auðvelt að lesa út úr þessum ummælum einhverja játningu um mikilleik einkaframtaksins! . i«i<* i■ •• • ri • ’ geíri hugmynd hefðú. lesendur Vísis ög Tímans fengið um andann í áramótagrein Einars, ef þeir hefðu vitnað í framhald áðurgreindra orða, en þar segir orðrétt: „í allri baráttunni fyrir lausn efnahagsvandamálanna, bættum lífskjörum og styttum vinnutíma, má það^ ekki gleymast, að bar- áttan fyrir þessu efnhagslega öryggi og afkomu er þó aðeins barátta fyrir undirstöðu menningaflífs- ins. Hið raunverulega líf sjálft felst í mennjng- unni, manngildinu, fegurðinni. Peningaþjóðfélag borgarastéttarinnar á íslandi er að murka lífið úr menningunni, gera hana að innantómu stássi, setja yfirborðsmennskuna. sýndarmennskuna, í stað manngildis og hugsjónar. Með hinum langa vinnu- tíma og þrotlausum borgaralegum áróðri er aftur- haldið um leið að reyna að drepa verkalýðs- og starfsmannastéttirnar andlega. Samtímis reynir það að villa svo um fyrir menntamönnum landsins og spilla þeim, að þeir þori ekki að sjá eða geti ekki séð. neina leið út úr andlaúáu þrældórnshúsi peningaþjóðfélagsins. Einmitt hinar starfandi stétt- ir handa og heila eru vaxtarbroddar þióðarinnar. Ef þær eiga sér ekki framtíðarsýn og andlegan stór- hug. þá geta bær hpldur ekki sefið þjóðinni hann og leitt hana út úr þrældómshúsi peningaþjóðfé- lagsins“. Qg Einar Olgeirs.son leggur á það þunga áherzlu að öll samtök launþega og hinir pólitísku flokk- ar verkalýðshreyfingarinnar verði að sameinast til að knýja fram nýja efnahagsstefnu og þar með nýja stiórnarstefnu í landinu, og tryggja sér sam- starf allra heilbria'ðra og þjóðlegra afla utan launa- stéttanna. Rökstuðningur Einars fyrir nauðsyn slíks samstarfs er skýr og sannfærandi, þar er fekið á meginatriðum og um þau fjallað af einurð og stór- hug, svo af ber í stjórnmálaskrifum áramótanna. s. StjórnarEiðið felldi margar tillögur við f járlögin til merkra umbótamála Nokkur atriði úr ræðu Einars Olgeirssonar frá 14. desember sl. fyrir breytingartillögum við fjárlögin fyrir 1965 ÞINGSIÁ ÞIOÐVILJANS ★ I Þingsjánni í dag verður gerð grein fyrir breytingar- tillögum Einars Olgeirsson- ar við fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1965 með því að stikla á nokkrum atriðum úr ræðu hans er hann tal- aði fyrir þeim við 2. umr. fjárlaga hinn 14. des. sl. T*r Tillögur þær, sem Einar bar fram voru felldar eins og aðrar tillögur stjórnarand- stæðinga. Þó svo hafi farið þykir rétt að geta þessara tillagna þar sem það sýnir bæði vilja Alþýðubanda- lagsins til að bæta nokkuð úr þar sem verst horfir og eins skilningsleysi stjórnar- Iiðsiús til ýmissa umbóta- mála. ★ Síðar verður birt stutt á- grip af ræðum þeirra Björns Jónssonar, Gils Guð- mundssonar og Ragnars Arnalds, er þeir mæltu fyr- ir breytingartillögum sínum við fjárlögin. Einar Olgeirsson átaldi harð- lega í upphafi ræðu sinnar þann hátt. sem nú er á hafð- ur við afgreiðslu fjárlaga. Fiárhagsumræður fyriú allt ár- ið eru hespaðar af á örfáum klukkutímum í stað þess að gefa þingheimi kost á að ræða málin ýtarlega á lengri tíma. Einar taldi að afgreiðslá fjárlaganna að þessu sinni géngi í þveröfuga átt við júní- samkomulagið, verðbólgan ætti sýmlgga 7 að halda áfram að ;vaxa. Þá þeptj hann á,.3ð fjÓT- framlög eru veitt til nýrra at- riða eins O? almajmavarna. ferðalasa og veizlna fyrir Atlanzhafsbandalagið. Þá sasði Einar það hinn mesta óþarfa að auka framlög til kirknanna^* um 2 milj. kr. og væH það þó um þverbak keyrt er ísleoding- ar evddu stúrfúlgum til trú- boðsstarfa í Kaupmannahöfn. Handritastofnunin Þá vék ræðumaður að breyt- ingartillögum sínum. Sú fyrsta var við 14. grein um að hækka fjárframlög til Handritastofn- unarinnar úr 925 þús. upp í 1.5 milj Síðan rökstuddi ræðu- maður bessa tillögu ,með "t- irfarandi orðum: ,.Nú sem stendur stöndum við í deilu við Dani um handritin oy það er fvlgzt með því hvað við ger- um í heim efnum. Ýmsir Dan- ir, jafnvel danskir vísinda- menn og heil vísindafélög þar i 'landi tala hátt og djarflega um þessi mál og láta mikið til sín taka i blöðum. En ég man eftir því, og það ekki fyrir mjög mörgum árum, að þann- ig var búið að Árnasafni, með. an það var í hluta af háskól- anum, að ár rftir ár var sótt til danska þingsins um að fá oappahvlki utan um beztu handritin, sem þarna voru, til að rykið kæmist ekki að þeim. en þeirri beiðni var alltaf neitað. Þetta hefur nú verið skilningur Dana og vísinda- mannanna þar á nauðsyn þess að vemda íslenzku handritin. á meðan fslendingarnir, sem ,-þar unnu og vinna voru að reyna að bjarga þeim. Svona var nú skilningurinn áður en við íslendingar fórum að gera kröfur til handritanna. svo að Dönum er bezt að hafa hægt um sig í samþandi við bessi efni En ég held, að við þurfum að sýna dálítið meiri skilning heldur en við gerum i bessum efnum. Ég held, að við hurfum t.d. að hafa fleiri menn á launum við Handritastofn- unina. Ég tel því, að það sé alveg nauðsynlegt að við sýnum við- leitni til að hækka verulega þessa styrki, laun og ránn- sóknarstyrki og það er ekki mikil hækkun, sem ég fer fram á, aðeins rösk 500 þús. Handritastofnunina eigum við ekki að láta fara fram' hjá okkur við afgreiðslu fjárlaga án þess að athuga okkar gang. Við eigum í sífellu að hækka fjárveitingamar“. Þjóðminjasafnið Næsta breytingartillaga Ein- ars var um Þjóðminjasafnið, en þar leggur hann til að fjár- veiting til safnsins vegna að- 'stoðar tímavinnu, til að útvega gripi o.fl. yrði hækkuð úr 410 í 500 þús. Um þessi atriði sagði Eiriar m.a.r „Því miður er það svo, að margir af embættis- mönnum okkar á hinum þýð- ingarmestu stöðum og ekki hvað sízt menntamenn, eru hógværir og þekkja ekki þá frekju, sem „bisnessmenn“ temja sér, sem eru sífellt nauð- andi i fjárveitingamefnd, og ota sínum tota hvar sem því verður viðkomið annars stað- ar. Hógværð menntamannanna verður oft til þess að stofnan- ft- þeirra líða fyrir. Þess vegna eigum við sjálfir að taka það upp að ýta undir slíkar stofn- anir með þvi að veita þeim aukið fé. Og þetta er sannar- lega ekki mikil hækkun, sem ég fer fram á á þessum lið“. — Hins vegar flyt ég aðra breytingartillögu, sem felur hlútfallslega i sér rriun méiri hækkun og það er til ránn- sókna og ferðalaga á fslandi og Grænlandi, sagði ræðumað- ur. f fjárlagafrumvarpinu var Einar Olgeirsson lagt til að til rannsókna á fs- landi á sviði fomminjaleitar yrðu veittar 50.000. Hins vegar lagði Einar til, að rannsóknar- styrkur yrði bæði veittur með tilliti til íslands og Grænlands og yrði 400 þús. Einari fórust orð á þessa leið, er hann rökstuddi tillögu sína: „Það er vitanlegt að fom- minjar okkar em ekki ein- ungis á íslandi,- í>ær em líka í Grænlandi í mjög ríkum mæli og jafnvel vestar, í hinu aldna Vínlandi. , 50 þús. kr. til rannsókna og ferðalaga fyrir þjóðminjasafn, sem á.að sjá um allt er snert- ir fornleifarannsóknir íslend- inga er raunverulega ekki neitt. Ég hygg því, að þó að við bætum Grænlandi við og hækkum fjárveitinguna upp í 400 þús. þá sé það það minnsta, sem við getum kom- izt af með. Það er líka í sam- ræmi við kapp okkar til að endurheimta handritin að, vinna að slíku“. Þá gat ræðumaður tillögu er hann flutti um að hækka fjár- veitingu til plötusafns Þjóð- minjasafnsins úr 5 í 25 þús. Einar flutti þessa tillögu við fjárlögin fyrir 1964 en hún var felld þá og eins núna. Fomritaútgáfa Ein breytingartillaga Einars var að hækka framlag til Fom- ritaútgáfunnar úr 125 upp í 250 þús. Um þetta atriði sagði ræðumaður m.a.; „Fornritaútgáfan hefur pkki verið eins öflug og skyldi og það er að miklu. leyti að kenna fjíárskorti. Með Hliðsjón af handritamálinu erum við und- ir smásjá hvað snertir þessi atriði og við þurfum að sýna að við reynum að gera eitthvað af okkar litlu efnum“. — Þá lagði Einar til að 400 þús. yrðu veittar til viðhalds Viðeyjarstofu. Ríkisstjórnin á- kvað eftir aðra umræðu að taka málið þeim tökum að mannvirki í Viðey yrðu keypt og hæfileg lóð í kring. Þess vegna dró Einar sína tillögu til baka. • Grænland Þá gat ræðumaður síðustu breytingartillögu sinnar, sem hann flutti líka í fyrra en var felld þá, um að kosta mann samkvæmt vali félagsmála- ráðuneytisins til að ferðast um byggðir Grænlendinga, kynna sér kjör þeirra og rita bók um félagslegan aðbúnað þjóðarinn- ar og sé bókin síðan gefin út. Leggur Einar til að fjárveit- ing til þessa verði 250 þús. Sem rökstuðning með þessari tillögu mælti Einar eftirfarandi m.a.: „Nýlega var flutt hér á Al- þingi þingsályktunartillaga um aðstoð við þróunarlöndin, sem fékk að verðleikum góðar und- irtektir og allir þingmenn virt- ust sammála um. Hér í ná- grenni okkar höfum við sér- Framhald á 9. sfðu. Steinunn Þorsteinsdóttir Steinunn Þorsteinsdóttir hús- freyja að Kverná í Eyrarsveit lézt í sjúkrahúsi í Stykkis- hólmi þann 15. nóv. s.l. Hún var fædd 11. jan. 1888 að Kirkjufelli í Eyrarsveit og for- eldrar hennar hjónin Guð- björg Bergsdóttir og Þorsteinn Bárðarson bóndi og hrepps- nefndaroddviti að Gröf í sömu sveit. , Árið 1911 giftist Steinunn eftirlifandi manni sínum, Ás- mundi Jóhannssyni, hinum á- gætasta manni í hvívetna. Þau hjón stofnuðu bú að Kverná hjá foreldrum Ásmundar, Höllu og Jóhanni, og bjuggu þar svo síðan af miklum mynd- arskap í meira en hálfa öld. Síðustu áratugina sátu þau hjón jörðina í samíbýli við syni sína, Þorstein og Jóhann, — og má með sanni segja að jörð- in Kverná, eins og hún er nú í dag, tali skýru máli um at- hafnasamt líf og þjóðnytsam- legt afrek, sem erfitt er að meta eins og vert væri, svo ekki sé fjölyrt um þá hlið ævi- starfsins, sem veit að því að koma til manns stórum og glæsilegum hópi barna, en um það eitt mætti semja veglegan þátt í sambandi við ævistarf þeirra Kvernárhjóna. Undirritaður kynntist Stein- unni er hann var enn á barns- aldri en hún glæsileg heima- sæta í Gröf, og frá þeirri tíð hefir hann átt þau hión bæði að góðvinum, enda notið frábærr- ar og rómaðrar gestrisni þeirra MINNINGARORÐ í óteljandi skipti, fyrst sem nágranni og *síðar sem ferða- maður. Steinunn var Eyrsveit- ingur, eins og áður er getið. Að henni standa traustir ætt- arviðir þar í sveit og nágrenni frá gamalli tíð. Foreldrar hennar, Guðbjörg og Þorsteinn í Gröf, voru þar um slóðir al- þekkt mannkostafólk. Afar hennar, Bárður í Gröf ogBerg- ur í Hellnafelli voru svo mikl- ir fyrir sér á sinni tíð, að um þá lifa sagnir og munnmæli, er nægja til að skipa þeim á bekk með þjóðsagnahetjum vorum. Hvað um það hygg ég að se|ja megi um þau Grafar- systkin, börn Guðbjargar og Þorsteins, að þau hafi í sjón og raun borið þess vitni að þau áttu til kjarngóðra manna að telja. Enn minnumst við, gamlir Grundfirðingar, atgerf- ismannaúna Bárðar, Bergs og Kristfinns og þeirra systkina allra í Gröf. Það var sönn lífs- gleði og hlýja í návist þessa þróttmikla og trygglynda fólks. eitthvað í ætt við landkostina og umhverfið, eitthvað stór- brotið og hlýlegt í senn. Fyrir mér er og verðurmynd þessarar konu greypt inn í heildarmyndina af þessu góða fólki og lífsumhverfi þess í endurminningum mínum. Það hefur vissulega orðið mikið skarð 1 frændgarð þeirra Kvernárbænda og vina, — og engum fornkunnugum. ^em þar á leið um garð, mun sjást yf- *ir hið auða sæti húsfreyjunn ar góðu. En sú er þá huggui harmi gegn, að góður orðstí: deyr eigi, að minning henna: varir meðal vor og ævistar hennar lifir meðal komand kynslóða. Ég vil enda þessá: fáu línur með samúðarkveðji til nánustu vandamanna Stein (unnar, en þó einkum mín: 'gamla vinar, Ásmundar Jó hannssonar, sem næSt' • hefú verið höggvið með fráfalli á- gætrar eiginkonu ,og lífsfélaga J. R. > V

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.