Þjóðviljinn - 06.01.1965, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.01.1965, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 6. janúar 1965 ÞI6ÐVIUINN SlÐA 3 Úrsögn Indónesíu úr SÞ enn a**1*"1 fa“)i*lwlí ekki formleg, en staðfest, Súbandrio utanríkisráðherra segir Indónesa eiga erfitt ár í vændum, en er þó vongóður um sigur NEW YORK og DJAKARTA 5/1 — Enn hefur fram- kvæmdastjórn Sameinuðu þjóðanna ekki borizt formleg úr- sögn Indónesíu og indónesíski fáninn blaktir enn við bæki- stöð samtakanna í New York. Súbandrio utanríkisráðherra hefur hins vegar staðfest ákvörðun Indónesa um úrsögn-t, ina og sagt að hún hafi verið tekin að vel athuguðu máli. Að sögn indónesísku frétta- stofunnar Antara sagði Súband- rio að Indónesíustjórn . hefði gert sér fulla grein fyrir afleið- ingum ákvörðunar sinnar, en hún yrði ekki afturkölluð. Árið sem nú væri að hefjast myndi marka spor í sögu Indó- nesíu. Efnahagur landsins myndi batna og aðstaða þess gagnyart Malasíu styrkjast, en landið mun verða utan Sameinuðu Bættsambúi Tyrkja og Sovétríkjanna ANKARA 5/1 — Nikolaj Pod- gorní, einn af helztu ráðamönn- um Sovétrikjanna, sagði í Ank- ara, höfuðborg 1%rklands, í dag, að ekkert væri til fyrirstöðu góðri og vaxandi vináttu milli landanna. Podgorní sem er í opinberri heimsókn í Tyrklandi hafði áð- ur í dag rætt við Ismet Inönú forseta í þrjár klukkustundir. Fréttamenn spurðu hann hvort nokkuð hefði verið um það rætt að Sovétríkin veittu Tyrkjum efnahagsaðstoð og svaraði hann því til að ósk Tyrkja um slíka aðstoð myndi verða tekið mjög vel. Sambúð Tyrklands og Sovét- ríkjanna hefur verið brösótt lengi, en heimsókn Podgorní til Ankara er talinn ótvíræður vottur um að hún fari batnandi. Kirkjuþing aftur í Rém í haust » RÓM 5/1 — Páll páfi kunn- gerði í dag að fjórði og síðasti fundur Vatíkan,þingsins myndi hefjast 14. september n.k. Þegar þriðja fundinum lauk í vetur var enn ólokið afgreiðslu margra mála, sem sum hver hafa verið í deiglunni allt frá fyrra kirkju- þinginu í Páfágarði árið 1870. Breytt steína USA í Þýzkalandsmáli? BONN 5/1 — Vesturþýzka stjórnin kom saman á sérstak- an ráðuneytisfund í dag til nð fjalla um afstöðu vesturveldanna til þýzka vandamálsins. Vestur- þýzk blöð ræða mjög orðróm um að Bandaríkjastjórn sé að cndurskoða stefnu sína í því máli og eru mjög harðorð i hennar garð. Bonnstjórnin hefur undanfar- ið, m.a. á ráðherrafundi Atjanz- bandalagsins í desember, reynt að fá vesturveldin til að hefja nýjar viðræður við sovétstjórn- ina um þýzka vandamálið, en í bandarískum blöðum hefur ver- ið fnllyrt að Bandaríkjastjórn hafi sett skilyrði fyrir því að fitjað verðiv upp á nýjum við- ræðum við hana. Þessi skilyrði eru ■ sögð þau að vesturþýzka stjórnin lýsi afstöðu sinni til þeirra mála sem upp gætu kom- ið i slfkum viðræðum, t.d. hver skuli vera endanleg landamæri Þýzkalands og hvaða ráðstafan- ■ ir hún sé fús að fallast á til að auka öryggi á meginlandi Evr- ópu. Fullyrt hefur verið í Bonn að þessi blaðaskrif hafi valdið bvf Harrim9n ræðir við de Mnrville PARÍS 5/1 — Averell Harri- man, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi í dag við Couve de Murville utanríkisráð- herra í París. Harriman var sendur til Parísar að sitja viku- ' legan fund Atlanzráðsins, þar sem fjallá á um Kongómíií?! að ósk Belga. að Erhard forsætisráðherra kom fyrr heim úr jólaleyfi sínu en hann hafi ætlað. þjóðanna. Okkur er mikill vandi á höndum, sagði Súbandrio, en við erum staðráðnir í að sigrast á honum. Stuðningur vcrklýðsins Forseti indónesíska alþýðu- sambandsins, Múhameð Munir, sagði í dag að ákvörðun Súkamo forseta að segja Indónesfu úr SÞ bæri vott um röggsemi og föður- landsást. Formaður hins stóra kommúnistaflokks Indónesíu Aidit, hefur áður lýst fullum stuðningi við ákvörðun stjórnar- innar. Þessari ákvörðun hefur einn- ig verið fagnað í Kína og Norð- ur-Vietnam. Blaðið „Nhan Dan“ í Hanoi segir að Indónesía hafi haft fullan rétt til að segja sig úr SÞ í mótmælaskyni við kjör Malasíu f öryggisráðið, þar sem Malasía sé nýlenda í höndum Bandaríkjanna og brezkra heimsvaldasinna. Bretar halda áfram að senda liðsauka til Singapore og er nú verið að flytja 500 fallhlífarher- menn þangað. Þá er sveit brezkra sprengjuþotna reiðuoú- in að fljúga fyrirvaralaust til Malasíu, en tekið er fram að hún muni þá aðeins búin „venjulegum" sprengjum, ekki kjarnavopnum. Volgu-Þjóðvcriar fyrir rangri sök MOSKVU 5/1 — í síðustu þingtíðindum Æðstaráðsins er skýrt frá því að teknar hafi verið aftur ásakanir frá árinu 1941 á: iændur . hinum svonefndu Volgu-Þjóðverjum fyrir að hafa unnicí í þágu þýzku nazistanna. Volgu-Þjóðverjar sem eru af- komendur þýzkra manna sem fluttust til Rússlands á 18. og 19. öld voru fluttir úr heim- kynnum sínum við Volgu til af- skekktra héraða, þegar nazistar réðust á Sovétríkin. Sagt er nú og þessar ásakanir hafi verið algerlega tilefnislausar. ,0 veno mikil. anduoaraiua í garö rianaarikjamanna á Filipseyjum, einkum vegna þess að varðmenn við bandarískar herstöðvar á eyjunum hafa hvað eftir annað skotið á Filips- eyinga sem nálgazt hafa stöðvarnar, og hafa þeir drepið 32 menn, síðast 14 ára gamlan dreng. — Myndin er tekin í Angeles City, þar sem 2000 Filipseyingar mótmæltu þessum stöðugu mann- drápum. Á einu spjaldanna .stendur; „Aðrir drepa ykkur, þið drepið okkur. Gætið ykkar!“ Ben Bella ítrekar stu&ning við uppreisnarmenn í Kongó Þróun mála þar er ógnun við allar þjóðir Afríku, og leita verður pólitískrar lausnar á vandanum TIJNIS bg LEOPOLDVILLE 5/1 — Ben Bella, forseti Al- sírs, hefur ítrekað að Alsírmenn muni veita uppreisnar- mönnum í Kongó allan þann stuðning sem þeir geti, enda stafi öllum þ’jóðum Afríku mikil hætta af þróun mála * Kongó undanfarið. Ben Bella segir í viðtali við hið kunna timarit „Jeune Afri- que“ sem gefið er út í Túnis- borg, að með því að styðja úþp- reisnarmenn séu Serkir að gera skyldu sín'a gagnvart Kongó og. allri Afríku. Það sem gerzt hefur í Kongó síðustu mánuði er í rauninni ekki annað en áframhald á því sem gerðist í Katanga 1960>—’61, segir Ben Bella, og á þar við tilraun auðhringsins Union Mini- ere til að kljúfa K'atangafylki X Dansskóli HERMANNS RAGNARS REYKJAVÍK Skólinn tekur til starfa mánudag- inn 11. janúar að loknu jólaleyfi. — Þeir nemendur, sem voru fyrir- jól, mæti á sama stað og tíma. Endurnýjun skírteina fyrir seinni helming skólatfmabilsins, 4 mánuði, fer fram í Skátaheimilinu á morgun fimmtudaginn 7. janúar og föstudaginn 8 janúar frá kl. 2—6 báða dagana. — Nýir nemendur verða innrit.aðir í dag. miðvikudaginn 6. janúar >og fimmtudaginn 7. janúar í síma 33^222 frá kl 10—12 f.h. og 1—6 e.h báða dagana. JÓLADANSLEIKIR skólans, sem fresta varð vegna veðurs verða haldnir við fyrsta tækifæri og auglýstir þá. frá Kongó til að geta setið einn að auðæfum þess. — Þessi þró- un mála gerist í hjarta Afríku og ógnar þánnig "Öllum þjóðum Ben Bella álfunnar, segir hann ennfremur, bæði þeim sem berjast fyrir frelsi sínu og hinum sem þegar hafa öðlazt það. — Um leið og við gerðum okk- ur grein fyrir þessari hættu, á- kváðum við að vinna gegn henni. Við munum ekki beygja okkur fyrir neinum hótunum, heldur gera skyldu okkar, sagði ‘Ben Bella. — En þrátt fyrir þetta er ég þeirrar skoðunar að finna verði pólitíska en ekki hernaðarlega laus'ti’á Kongóvandamálinu, hélt hann áfram Þetta segi ég enda bótt ég viti að uporeisnarmenn- irnir verði ekki sieraðir og að beir muni vinna fullan sigur, begar til lengdar lætur. Pólitisk lausn vandamálsins verður að unnfylla þrjú skilyrði: Tshombe verður að víkja. Ueita verður samkomulags við uppreisnar- menn og málið verður að leysa innan vébanda Bandalags Afr- íkuríkjanna. Alsír mun styðja hverja þá lausn sem er í sam- ræmj við óskir og hagsmuni Afrikubjóða, sagði Ben Bella að lokum. Enn barizt Til Leopoldvillé hafa borizt fréttir af þvi að enn sé barizt í námunda við bæina Paulis og Buina, sem málaliðar Tshombes náðu af uppreisnarmönnum. Tshombe kom sjálfur í dag til Stanleyville, en á föstudag fer hann til Brussel að semja við ^"igisku stjórnina. Orustan við Binh Gia Miklar hrakfarir stjórnarhermanna SAIGON 5/1 — Stjórnarherinn hefur farið miklar hrakfarir í orustunni sem staðið hefur í rúma viku við baeinn Binh Gia, um 60 km frá Saigon, og mun enn ekki lokið. Skæruliðar hafa náð á sitt vald miklu af vopnum og skot- færum, en mannfall í liði stiórn- arhersins verið mun meira en þeirra. „Alþýðudagblaðið" í Pek- ing segir í dag að þjóðfrelsis- hernum í Suður-Víetnam hafi nú vaxið svo fiskur um hrygg að hann sé fær um að heyja stórorustur og. valda miklu manntjóni í liði andstæðings- ins. 1 Þegar svo sé komið, geti vígstaðan í landinu breytzt, svo að auðveldara verði að finna lausn á öllu vandamálinu, segir blaðið Enn ríkir sama önbveitið í \ Saigon. Það háfði verið ætlunin að í dag yrði haldinn fundur herforingjanna, foráetans og for- en ekkert varð úr honum. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.