Þjóðviljinn - 06.01.1965, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.01.1965, Blaðsíða 2
2 SÍÐA ÞIÓÐVILJINN Miðvilcuda^ur 6. janúar 1965 Ljóðakveðja í tilefni myndbirtingar ★ Steingrímur í Nesi hefur sent ljóðakveðju til Þjóðviljans út af mynd í jólablaðinu af fjórum þingeyskum hagyrðingum en hún var tekin á sólbjörtum sumardegi að Laugum í Þing- eyjarsýslu. ★ Við birtum hér aftur umrædda mynd af fjórmenningunum og eru þeir taldir frá vinstri: Baldur á Ófeigsstöðum, Karl á Húsavík, Steingrímur í Nesi og Egill á Húsavík. v, Svo gefum við Steingrími í Nesi orðið: „Mistök verða í mörgum greinum. Myndásmiðum stundum fatast: Heilabúið hefur af einum hagyrðingnum alveg glatazt. Ljóssins töfrar löngum blekkja lýð, sem nægir yfirborðið, en vitrir kjarnann vilja þekkja. Veitum myndasmiðnum orðið: „Upptök strauma úr andans lindum enginn séð né myndað getur, en jarðneskt efni, saurgað syndum, sýnir filman öllu betur.” ★ Það liggur ekki ljóst fyrir um hlutdeild prentmyucjasmiðs, prentara og myndasmiðs, en benda má á þá staðreynd, að þeir eru allir Þingeyingar. Tveir þeir fyrmefndu Suður-Þingeying- ar og myndasmiöurinn Norður-Þingeyingur í læri hjá suður- þingeyskum myndasmið. Kannski hafa einhver dularfull öfl tekið völdin i atburða- rásinni og kveðjum við með vísu: Hjá myndasmiðum mistök verða oft, en myndin þín hún engu við það tapar, þótt heilabúið leysist upp í loft, því loft er það sem Þingeyinginn skapar. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Hver er hræddur vfö Virginíu Woolí? Æfingar sanda nú yfir í Þjóðleikhúsinu á leikritinu „Hver er hræddur við Virginíu Woolf?“ eftir Edward Albee. Leikstjóri er Baldvin Halldórs- son og leikarar aðeins fjórir, þau Helga Valtýsdóttir, Róbert Arnfinnsson, Gísli Alfreðsson og Anna Herskind. Þýðandi leiksins er Jónas Kristjánsson, en leiktjöldin gerði Þorgrímur Einarsson. Leikurinn mun verða frúmsýndur um miðjan mánuðinn. Kunnur fyrir einþáttunga sína Um þetta leikrit hefur verið mikið rætt og ritað, og er það af mörgum talið eitt mark- verðasta leikrit, sem frumflutt hefur verið hin síðari ár. Höf- undurinn, Edward Albee, er jBandaríkjamaður, fæddur í Washington 12. , marz 1928. Hann stundaði nám í Colum- bia háskólanum og byrjaði kornungur að semja leikrit. Albee segist hafa skrijað fyrsta leíkritið þegár hánn vár 11 ára, en segir jafnframt að' þau hafi flest hafnað í rusla- körfunni. Fyrstu leikrit hans, sem athygli vöktu, voru ein- þáttungar. „Saga úr dýragarði" var það fyrsta, sem sýnt var eftir hann, en það hlaut ekki náð fyrir augum amerískra leikhúsmanna. Það var frum- flutt í Vestur-Berlín í sept- ember 1959. Nokkrum mánuð- um síðar var það sýnt í Banda- ríkjunum og þá var hinu unga leikskáldi fagnað. Næstu ein- þéttungar hans voru: „Ðauði Bessie Smith“, „Sandkassinn" og „Ámeríski draumurinn“. Öll þessi verk hafa verið sýnd í leikhúsum bæði í Bandaríkj- unum og í Bvrópu og þótt merkur leikhúsviðburður. f fremstu röð leikskálda Edward Albee skrifaði „Hver er hræddur við Virginíu Woolf?“ árið 1961 og 'það var frumsýnt á Broadway árið eft- ir. Þetta var fyrsta þriggja Edward Albee þátta leikritið, sem Albee samdi og hlaut hann mikið lof allra gagnrýnenda fyrir þenn- an leik. Leíkritaskáldið Tenn- essee Williams kvað hafa sagt, að Albee væri búinn að „slá öllum leikritahöfundum Banda- ríkjanna við“ með þessu verki sínu. Eftir frumsýninguna á Broad- way hefur leikrit þetta fárið sigurför um allan heim. í því sambandi er rétf að geta þess að er sænski leikstjórinn Ing- mar Bergman tók að sér að vera leikhússtjóri í þjóðleik- húsi Svíþjóðar, þá var „Hver er hræddur við Virginíu Woolf?“ fyrsta verkið á sýn- ingarskrá í því fræga leikhúsi, þar sem hann var sjálfur leik- stjóri. Sagt er að Albee hafi orðið fyrir djúpstæðum áhrifum af Eugene O’Neil og Strindberg. Lýsir það sér bezt í persónu- sköpun Albee og hve vægðar- laust hann afhjúpar lífslygina, unz persónur hans standa ber- skjaldaðar á sviðinu fyrir framan augu leikhúsgesta. Hvers vegna ? Oft hefur Morgunblaðið skrifað fjálglega um nauðsyn þess að Sjálfstæðisflokks- menn veljist til forustu i verklýðsfélögum. Þar séu leið- togar sem ekki lúti stjórr Rússa og hins alþjóðlega kommúnisma, þeir egni ékki fólk til pólitískrá verkfalla, heldur séu þeir þjóðhollir menn og vilji leysa hvem vanda með sámningum og skilningi. Þeir beiti sér fyrir því að tryggja launþegum raunhæfar kjarabætur og kjarabætur án verkfalla og nái með þvílíkum vinnu- brögðum miklu meiri árangri en þeir vondu kommúnistar sem einvörðungu hafi hug á því að steypa þjóðfélaginu í glötun. Þannig geti Sjálfstæð- isflokksmenn leyst hvern vanda með gagnkvæmri góð- vild og skilningi, því at- vinnurekendur muni leggja sig alla fram af rausn og gjafmildi þegar þeir hafi rétta viðsemjendur. Ef Sjállf- stæðisflokkurinn fái að ráða muni lömbin leika sér með ljónum í þeirri paradís sem ber einkunnarorðin stétt með stétt. Þótt orýðin séu til alls fyrst kemur loks að því að menn verða að sýna trú sína í verki. Og nú að undanförnu hefur verið einstaklega hag- kvæmt tækifæri fyrir Sjálf- stæðisflokkinn að sanna kenningu sína. Bátasjómenn hafa borið fram kröfur um bætt kjör og meðal þeirra sem mælir fyrir þeim er verk- lýðsleiðtoginn Pétur Sigurðs- son, en f honum hefur stefna Sjálfstæðisflokksins verið tal- in birtast holdi klædd. Varla dregur Morgunblaðið i efa að kröfugerð Péturs Sigurðsson- ar sé ýtrasta sanngirni og réttsýni, vottur um þjóðholl- ústu og skilning. En hvers vegna er þá látið koma til verkfalls? Hversvegna koma útgerðarmennimir — flokks- bræður Péturs — ekki hlaup- andi með kjarabætur án verkfalla á silfurbakka? Eða Sva<éar Gests, hinn landskunni forustumaður Sjálfstæðisflokksins. Hvers vegna verður hann að leiða lið sitt út í erfitt verkfall þegar hann þráir það eitt að fá raunhæfar kjarabætur í sátt og samlyndi og myndi vera fús til að leika ókeypis undir sameiginlegum dansi Ijóna og lamba í paradís Sjálfstæðisflokksins? — Austri Þjóðviljann vantar nú þegar blaðbera í eftirtalin hverfi: VESTURBÆR: Seltjarnarnes 2. Skjólin Tjamargata. AUSTURBÆR: Laufásvegur Þórsgata Njálsgata Bergþórugata Meðalholt Skúlagata H;;fðihverfi Langahlíð Mávahlíð , Múlahverfi. KÓPAVOGUR: Holtagerði Hófgerði Kársnesbraut. Umboðsmaður: Ásbraut 19, Sími 40319. Sími 17-500. * BILLINN Rent an Icecar Sími 1 8 8 3 3 Jólatrésskemmtun Glímufélagsins Ármanns verður haldin í Sjálf- stæðishúsinu fimmtudaginn 7. ’jan. kl- 3.45 s.d. Aðgöngumiðar eru seldir í bókabúðum Lárusar Blöndals, Vesturveri og Skólavörðustíg 2, Sport- vöruverzluninni Hellas og Verzluninni Vogaver og við innganginn. Glímufélagið Ármann. Tilkynning frá landssímanum Drengi eða stúlkur vantar við skeytaútburð á rit- símastöðina í Reykjavík. Vinnutími kl. 9—12 eða 13—17. — Nánari upplýsingar í síma 2-20-79. KaHmannaföt Verð frá kr. 1.998,00. TERYLENEBUXUR Verð kr. 698,00. Klæðaverzlunin Klapparstíg 40 — Sími 14415.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.