Þjóðviljinn - 06.01.1965, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.01.1965, Blaðsíða 6
0 SfÐA ÞIÖÐVILTINN Midvikudagur 6. janúar 1965 Vlð stríðslok hófst nýtt tíma- bil finnskrar sögu. Með vopna- hléinu var bönnuð starfsemi hinna fasistísku afla í landinu, jafnframt því scm lýðræðis- réttindi voru tryggð. Dyr fang- elsanna opnuðust, þeir sem flú- ið höfðu land gátu snúið heim á ný. Framfarasinnuð félaga- samtök gátu aftur hafið starf- semi sína. Fljótlega komu upp allmörg framfarasinnuð blöð — segir í litlum bæklingi um Finnland. Það er ástæða til að minna á þau orð hér vegna þess, að í stuttu máli gefa þau svar við þeirri fullyrðingu, sem enn heyrist, að Sovétríkin hafi ætlað að skipta sér af innan- rikismálum Finna. i Spurningum svarað 30. nóvember í ár — það er ekki lengra um liðið — birti Berlingur kjallaragrein eftir „norska sagnfræðinginn og lög- fræðinginn Sverre Hartmann“ sem í greininni „sannar .... að Kuusinen-stjórnin átti að vera kjarninn í nýrri, finnskri 'fetjórn eftir rússneskri fyrir- mynd“. f greininni segir m.a.: „Það er ekki unnt að gefa nokkurt öruggt svar við svo óvissri spurningu sem þess- ari . . . Kuusinen-tilraunin hefur gert hina sögulegu sönnunarbyrði Rússunum þunga ...“ Það virðist hafa farið fram- hjá viðkomandi sagnfræðingi, að bæði Rússamir og sagan hafa svarað fyrir sig. Bæði á éftir „Vetrarstríðið“ og „Fram- haldsstríðið" voru Finnar neyddir til þess að ganga að Vopnahlés- og friðarskilmálum Sovétríkjanna. Fulltrúar Ráð- Stjómarríkjanna sýndu hóg- værð, sem alla furðaðj á og ékki hvað minnst Finna sjálfa. Meðan á „Framhaldsstríðinu“ stóð, höfðu Vesturveldin hvað eftir annað gert Finnum það ljóst, að ef þau leituðu ekki sem fyrst eftir friði við Sov- étríkin, yrðu þeir látnir „sigla sinn sjó“. Þrátt fyrir þessar aðvaranir héldu Finnar stríð- inu áfram unz ljóst var orðið, að vopnabróðirinn hafði tapað og það var fáránlegt að búast Porkkala-skaginn, sem Ráðstjórnarríkin höfðu leigt sem herstöð í 50 ár, var aftur fenginn Finnum í hendur 1956. — Myndin er frá Porkkala. við því, að herir Hitlers, sem börðust fyrir eigin lífi, gætu varið Finnland. Undir þessum kringumstæðum var Finnland upp á náð eða ónáð Sovétríkj- anna komið. En Ráðstjórnar- ríkin æsktu ekki eftir þv; að skipta sér af innanrikismálum Finnlands að öðru leyti en framgengur af inngangi þess- arar -greinar; Fasistasamtökin yrðu leyst upp og það tryggt, að lýðræðisöflin í landinu gætu í friði reist nýtt, Finn- land úr rústum, Finnland, sem ekki væri stjórnað af Lappo eða álíka ’samtökum. Og friðarskilmálarnlr, sem frá upphafi voru vægir, voru enn mildaðir á komandi árum. Porkkala-skaginn, sem Ráð- stjórnarríkin höfðu leigt sem herstöð i 50 ár, var aftur feng- in Finnum í hendur 1956, stríðsskaðabæturnar verulega minnkaðar. Á síðustu árum hefur verið enn rýmkvað um ákvæðin um herbúnað Finn- Iands. í stuttu máli sagt, eftir að það var ljóst orðið, að Finn- land og stjórn þess hafði full- an hug á því að uppfylla frið- arsamningana og gerast góður nábúi, hafa Sovétríkin hvað þeim viðkemur fært sönnur á það, að friðarskilmálarnir voru samdir með það fyrir augum að tryggja landamærin og skapa trausta vináttu með þessum þjóðum. Ný stefna Allmargir sagnritarar hafa reynt að láta líta svo út, sem beizkjan hafi verið svo mikil með finnsku þjóðinni yfir hinni „rússnesku árás“, að jafnvel finnskir kommúnistar hafi í striðum straumum hald- ið til vígvallana með vopn í hönd til þess að berja á óvin- inum. Geri menn sér það ómak að rannsaka þau skjöl, sem fyrir hendi eru um handtökur, vinnubúðir, fangabúðir, mála- ferli gegn fólki, sem reit grein- ar gegn stríðinu eða eingöngu gegn Þjóðverjum, — þá þarf maður ekki lengi að lesa til þess að komast að raun um það, að allar slíkar sögur eru úr lausu lofti gripnar. Þær eru liður í þeirri tilraun' að firina „sönnunina" fyrir hernaðar- árás Ráðstjórnarríkjanna á hið litla, lýðræðiselskandi og smáa Finnland — Finnland Lappos og Mannerheims. Og gamanblaðið „Garm“ reyndist hafa rétt að mæla er það reit þessi orð 10. okt 1944: „Með þolinmæði og aðdáun- arverðri ró hefur þjóðin þolað sorgir sínar og þjáningar. Og með aðdáunarverðri ró hefur „Vetrarstríðið"— lokagrein liún afborið þá raun að vera nær algjörlega sambandslaus við umheiminn og áhrif hans. Samkvæmt vorri reynslu (þvi miður!) hefur mikill hluti mcðborgaranna méí sjálfstjórn sem jaðrar við nægjusemi þol- að andlega myrkvun. Sauða- hjörðin hefur verið blekkt, en hvað á þá að segja- um þá menn, sem með fullum ásctn- ingi hafa stuðlað að því að vcfa þennan vef af fordómum, Iygum og tortryggni? Um þann, sem veit staðreyndir og hefii átt að skýra satt og rétt frá, en kýs í þess stað að strá um sig ósannindum. Svo ckki sé nú minnzt á þá, sem sam- einuðu á eins auðveldan hátt og raun bar vitni vísindalega sannleiksást og aðdáun á því stígvclatrampi, sem marði starfsfélaga þcirra úti í heimi. Það tckur nokkurn tíma áð- ur cn ástandið í hciminum 10.000 börn eiga um sárt ai binda vegna thalidomid I nýútkominni árbók lækna er m.a. að finna grein um börn þau, er liðið hafa tjón af völd- um thalidomid. Það kemur í Ijós, að hvorki meira né minna en tíu þúsund börn ciga um sárt aj) binda vegna þessa lyfs, sem í greininni er nefnt ein- hver örlagaríkasta skyssan i læknisfræðum vorra daga. / Saxen dósent leggur áherzlu á það, að helzti lærdómurinn, sem draga beri af thalidomid- harmleiknum sé þessi: Nei- kvæður árangur af tilraun sem er visindalega og með gagn- rýni gerð á dýrum er engin trygging þess, að viðkomandi læknislyf sé óskaðlegt mann- legu fóstri. FINNLAND EFTIR STRIÐIÐ Finnsk utanríkissfefna: FRIÐUR OG VINÁTTA VIÐ SOVÉTRÍKIN hafa sýnt, að svq er ekki. Fyrsta stjóm í Finniandi eftir stríðið var mynduð af „hinum þrem stóru“, sósíal- demókrötum, bændaflokknur.? og Alþýðubandalaginu, sem eftir stríðið var myndað af kommúnistum og vinstrisósíal- demókrötum. Þessi samsteypu- stjóm sat að völdum til 1948, þegar sósíaldemókratinn K. A. Fagerholm myndaði stjórn. Samtals hefur Fagerholm set- ið í forsæti þriggja ríkis- stjóma, og hin síðasta þeirra, sem mynduð var 1958, hlaut nafnið „næturfrostsstjórnin" vegna kuldalegrar afstöðu til Sovétríkjanna og tilrauna hennar til þess að eyðileggja verzlunina við ríki sósíalism- ans. Af stjórnmálaflokkunum er það fyrst og fremst hinn aft- urhaldssami samsteypuflokkur, sem hefur reynt að vinna gegn Juho Paasikivi (1870—1956). Samvinna og vinátta við Sov- étríkin var stefna hans. stjórn, er. vilji hefja andsov- ézka stefnu. Finnska stjórnin hefur í „Vetrarstríðinu" og „Fram- haldsstríðinu“ orðið að greiða dýru verði ranga stefnu, og hún kærir sig ekki um það, að þessi stefna sé upp tekin á ný. Og síðustu sveitastjórn- arkosningar, sem veittu verka- lýðsflokkunum þrem meiri- hluta atkvæða, benda einnig til þess, að fiímska þjóðin óski eftir breyttri stefnu í innan- landsmálum. Helge Larsen. Við friðarsamningana skiptu Sovétríkin sér ekki af innanlandsm álum Finna utan að krefjast þess, að lýðræðisöfl landsins gætu í friöi reist nýtt Finnland úr rústum. Á myndinni sést útifundur 1 . maí í Helsinki, og voru það verkalýðsfélög höfuðborgarinnar, sem að honum stóðu. Nú gátu verkalýðssamtökin lok s aftur haldið slíka fundi, eftir margra ára ofsókn. Árbókin kemur út samtímis • í Danmörku, Noregi og Sví- þjóð og hefst í þetta skipti á grein um thalidomid eftir finnska dósentinn Lauri Sax- en. Saxen skýrir svo frá, að í lok árs 1961 hafi farið að bera á fósturvansköpun í Þýzka- andi og Ástralíu, og tiltölulega fljótlega hafi mátt færa sönn- ur á að thalidomid væri um að kenna. Lyfið var eftir það fljótlega tekið af markaðinum, en þá vár það þ|gar um sein- an, og eins og fyrr segir hafa nú fæðst af þessum sökum tíu þúsund vansköpuð börn. Eitt þeirra barna sem vansköpuðust af Thalidomid vcrður þjóðinni almennt ljóst. Að viðurkenna orðið vanmat staðreynda er sársaukafull skylda, íþrótt, sem tæpast get- ur búizt við vinsældum“. Og þessi íþrótt varð heldur ekki vinsæl. Þeir sem ábyrgir voru og meðábyrgir fyrir þeirri stefnu, sem fram hafði verið haldið, reyndu bæði strax eftir stríðið og síðar, í endurminningum sínum, að kenna aðgerðir sínar göfugum hvötum. En þrátt fyrir það hlaut hemaðarstefna Manner- heims að víkja fyrir friðar- stefnu þeirri, er kennd hefur verið við Paasikivi forseta. Raunskynjun hans hafði fært honum heim sanninn um það, að fyrir Finnland væri aðeins ein leið til friðar og framfara: Samvinna og vinátta við Sovét- ríkin. Og þesssi stefna er þeim- mun sterkari hinni, sem hún á dýpri rætur með finnsku þjóðinni. „Næturfrost" Það væri hlægilegt að halda það, að allir Finnar elski Ráð- stjómarríkin, og ýmsir atburð- ir — einnig á síðari árum — stefnu Paasikivis — og illu heilli með nokkrum stuðningi sósíaldemókrata, sem árum saman áttu sér Tanner að for- manni, dæmdan stríðsglæpa- mann. Ýmislegt bendir þó til þess, að sósíaldemókratar séu nú — til þess neyddir a£ stjórnmálaástandinú í landinu almennt — að breyta um stefnu í jákvæðari átt, en þó buðu þeir við síðustu for- setakosningar fram ásamt aft- urhaldinu lögfræðing nokkum, Honka að nafni. Maður þessi hafði á árunum fyrir heims- styrjöldina orðið illræmdur fyrir það að hafa krafizt þess að verkamenn og aðrir frjáls- lyndir menn væru dæmdir til þyngstu refsingar fyrir að berjast gegn fasistastefnunni, en það taldi Honka jafngilda landráðum. Með uppgjafaliðs- foringjum leyndist enn draum- urinn um „Finnland Manner- heims“, en þrátt fyrir það, að borgarstjómir síöustu , ára séu í andstöðu við hagsmuni alls almennings í Finnlandi, er ekVj unnt að mynda neir,á v'á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.