Þjóðviljinn - 06.01.1965, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.01.1965, Blaðsíða 10
20 SÍÐA H0ÐVILI1MN Miðvikudagur 6.- janúar 1965 Jonathan Goodman þá virðist hann hræðilega óþol- inmóður. ®Hún stóð upp og hljóp fram fyrir og Alex heyrði smellinn þegar útidymar voru opnaðar. Hann gekk að arinhillunni og léit á spegilmynd sína. Hringing- in hætti og hann heyrði manns- rödd, heyrði nafn sitt nefnt. Hann gerði sér í hugarlund að hann væri í búningsherbergi í leikhúsi eins og svo oft áður að bíða eftir kalli byrjenda í þriðja þætti á lokasýningu leikrits sem enga lukku hafði gert. Þagar farartæki óku eftir • að- alveginum, feyktust fðlnuð lauf- in á vegbrúninni upp með hjól- um bílsins sem stóð kyrr. Menn- imir tveir sem sátu í bílnum, höfðu ekki talazt við í meira en hálftíma. Eldri maðurinn sat með hálfiokuð augu og hvíldi vinstri handlegginn í opnum glugganum. Hann var að hugsa um hvað Chelsea hefði gert hon- um slæman grikk í dag .. All- sérfræðingamir höfðu spáð: fgegnum framrúðuna. þvi alla vikuna, að Chelsea tap- aði, yrði burstuð svo að um munaðí, og hvað skeður? Chelsea sigrar með þrem gegn engu, auðvitað. Það er ekki að spyrja að Chelsea, aldrei hægt að reikna þetta út. Ef ég hefði veðjað réttu megin, hefði ég fengið smáskilding í dag. Að vísu engin ósköp, þegar ekki er meira lagt undir, en nokkrir aurar hér og þar drýgja þetta auma vikukaup. Og ekki veitir af þegar hillir undir eftirlaunin. Eftir níu tungl get ég tekið af mér stígvélin fyrir fullt og allt. Guði sé lof að ég á ekki lengra eftir, ef þessi vitsmunaVera á að vera fastur fylgifiskur minn í ekilssætinu). Þessir unglingar eru allir eins, hugsaði hann; enginn persónuleiki, engin sér- Jrenni, þetta eru allt saman eins og bannse'1'- gervimenn. Og þeir halda tíeir yiti alla skap- aða hluti, það er það versta, það er engu tauti hægt að koma við þá. Þessi félagi minn, hann kór- ónar allt. Maður skyldi ætla að hann væri í þann veginn að taka við af prófessor Bron- owski í sjónvarpinu, það er engu líkara. Ekkert nema bókalestur og kjaftæði. Það er svo sem allt í lagi að hafa dálítinn heilbrigð- an metnað á unga aldri, en þessi náungi slær öll met. Sést ekki fyrir .. 35 Ungi maðurinn var leiður, eirðarlaus. Hann var þreyttur i bakhlutanum eftir langar kyrr- setur. Hann horfði óhmdarlega FLJUGUM ÞRIÐJUDAGA FIMMTUDAGA LAUGARDAGA FRÁ RVÍK KL. 9.30 ;l FRÁ NORÐFIRÐI KL. 12 F L U G S Ý N SÍMAR: 18410 18823 HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofu STEINU og DODO Laugavegi 18 III hæð flvfta) SIMI 2 4616 P E R M A Garðsenda 21 — SlMl: 33 9 68 Hárgreiðslu og snyrtistofa D 0 M U R I Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN — Tjamar- götu 10 — Vonarstrselismegin — SlMI: 14 6 62 HARGREIÐSLUSTOFA AUST- URBÆJAR — Maria Guðmunds- dóttiT Laugavegi 13 — SIMI: 14 6 56 - NUDPSTOFAN ER A SAMA STAÐ. Ljós lýstu upp þjóðveginn þegar bíll ók framhjá, í norður- átt á leið til London. Vauxhall Velox .. ’57 eða ’58, hugsaði ungi maðurinn. Hann var hreykinn af því hve snjall hann var að þekkja bíla að næturlagi. Það er aldrei að vita hvenær það kem- ur að gagni, hugsaði hann. Hvaða tegund skyldi þetta vera sem nú kemur? .. Sunbean Rapier, auðveldur, ók ekki nema fimmtíu til sextíu, á löglegum hraða. jUngi maðurinn hugsaði um bæklinginn frá bréfaskólanum sem komið hafði í pósti þá um morguninn. Hvernig á að öðlast frama? hét hann. Hann hafði lesið hann spjaldanna á milli, gleypt í sig staðreyndir og tölur, marglesið vitnisburði ánægðra nemenda og velt' fyrir sér hvort hann hefði efni á að „borga jafnóðum”. Það er dýrt að mennta sig, hugsaði hann; ég er enn að borga Moryarty bækum- ar þrjár og Lögfræðihandbækur Stones, og þetta námskeið myndi fara með fjárhaginn. Þettabjarg- ast einhvern veginn. Það er allt í lagi, svo framarlega sem það gefur eitthvað í aðra hönd. En það væri hræðilegt, ef ég stæð- ist skriflega- prófið og svo segði einhver af þessum snillingum: Fyrirgefðu, lögregluþjónn, en ég er hræddur um að hækkun í tign komi ekki til greina eins og -allt er í pottinn búið. Hvað hefurðu tekið marga fasta síð- asta árið? Varla nokkurn mann. Þú virðist hafa sóað allri orku þinni í bækumar í stað þess að sinna starfinu eins og vera ber. Gerðu svo vel að loka á eftir þér þegar þú ferð. Þegar ungi maðurinn gerði sér þetta í hitgarlund, fann hann smánarbylgju gagntaka sig; hann greip fastar um stýrið. Það eru þá líka margir möguleikar sem maður fær til að sýna hvað í manni býr, hugsaði hann; sitj- andi á rassinum á hjara verald- ar með aldgömlum grasasrta sem hefði átt að fá hvíldina fyrir mörgum árum .. Bfll ók hjá í áttina að strönd- inni. Hugsanir unga mannsins höfðu beint athygli hans frá umferðinni, og bíllinn var kom- inn framhjá hliðargötunni áður en honum tókst að þekkja gerð- ina. , — Hann var dálítið að flýta sér, tautaði ungi maðurinn. —I Ha? — Bíllinn, sá sem var að fara framhjá ’.. Gamli maðurinn glotti syfju- lega, hæðrislega. Nú, sá .. já, ætli hana hafi ekkrekid á íjöru- tíu eða vel það ha? Heldurðu kannski að það hafi verið Stirl- ing Moss? Ungi maðurinn ræsti bílinn og steig á kúplinguna. Fjörutíu, að heyra þetta, hrópaði hann yfir hávaðann í vélinni. Hann losaði handhemilinn og setti í gír. Bíllinn ók hratt upp á þjóðveg- inn. Roskni maðurinn settist upp. Hvað er verið að æða? Þfessi sem fór framhjá okkur núna, hann ók ekkert of hratt, hann var á fyllflega löglegum hraða .. Bfllinn beygði og roskni mgð- urinn varð 'að grípa í handfang- ið til að hann rynni ekki til í sætinu. Hver fjandinn hefur hlaupið í þig? hrópaði hann. Ungi maðurinn svaraði ekki. Hann setti í annan gír og síðan í þriðja. Hann horfði fram á veginn í leit að bakljósunum á bílnum. Bernard opnaði gluggann. Ekki má maður missa af fyrsta sjáv- arilminum, hugsaði hann ánægð- ur. Golan þaut innum gluggann og ýfði á honum hárið. Það var þægileg tilfinning. Nálin á hraðamælinum flökti á ' milli fimmtíu og sextíu. Ljósin við veginn flugu framhjá eins og byssukúlur. Bjarminn frá hafn- arbæ lýsti upp himininn til hægri handar. Hvernig skyldi mínum fyrr- verandi samherjum líða núna? Sjálfsagt hefur atburðarásin haft leið áhrif á þá. Það kæmi mér ekki á óvart. Skyldi Alex enn- þá vera í örmum ástvinunnar eða á leið í næsta tukthús með tvær löggur eins og bókastoð- ir við hvora hlið? Já, þetta er dálítið spaugilegt, því verður ekki neitað. Og vesalings Cliff, ég hefði átt að gefa honum Rennies við magapínunni. Það hefði verið hugsunarsemi af mér. Háljós annars bíls birtust í baksýnisspegli Bemards, urðu á stærð við krónupening. Bem- ard mjakaði sér út á vinstri brún. Hinn bíllinn jók ekki ferð- ina heldur hafði óbreytt bil á milli þeirra. — Nú, ætlarðu að fara framúr eða ekki? tautaði Bemard. Ég get ekki farið utar ,nema með því að aka sjálfur út í skurð. Mjólkurbfll á leið til London þaut framhjá, Ijósin á honum lýstu fyrst upp bíl Bernards, síðan bílinn sem á eftir kom. Það var eins og hjartað í Bem- ard hætti' að slá þegar hann horfði í spegilinn. Spegrlmyndin döknaði aftur og aðeins ljós- keilurnar sáust. Lögreglubíll .. Ö, almáttugiy guð á himnurp. nei .. Ósjálfrátt, án þess að hugsa steig fótur Bemards fastar á bensíngjöfina. Nálin á hraða- mælinum færðist ofar .. sextíu .. sjötíu .. áttatíu. Ljós lög- reglubflsins fjaríægðist í ‘spegl- inum, stækkuðu síðan aftur, urðu stærri en fyrr. Bernard laut fram á $týrið, steig bens- ínið niður í gólf og vindurinn æddi inn um opinn gluggann, tár fylltu augu hans og vindur- inn feykti þeim inn í stuttklippt hárið~“við gagnaugun. ^ Lögreglusírenan gall við í næt- urkyrrðinni. Guð minn góður, hugsaði Bernard ofsalega: slökkvið á þessu apparati áður en ég verð vitlaus. Get ekki hugsað skýrt í þessum djöfulsins háváða. Hvernig í fjandanum höfðu þeir upp á mér? Það er óhugsandi Hvernig gátu þeir vitað um bátinn, hvemig vissu þeir hvaða leið ég myndi fara? Lögreglubíllinn var nú kom- inn upp að hliðinni á honum, stuggaði honum nær og nær brúninni. Ytri hjólin óku upp á óslegið gras og bíllinn hökti í blautri mold. Hann steig enn bensínið í botn þegar framhjól- ið fór útaf skubðbrúninni og hann fann hvemig hann þeytt- ist fram á við og framrúðan þaut á móti honum. Hann hafði engan tíma tfl að æpa. Hurðum lögreglubílsins var skellt harkalega í næturkyrðinni. Bemard heyrði aðeins óljóst fótatak lögregluþjónanna sem færðist óðum nær. Það var þlóðþefur í vitum hans og blóð- bragð í munni hans. Hann var þreyttur, of þreyttur til að hreyfa sig Hann lokaði augun- unum og reyndi að rifja upp nafnið á lögfræðingsblókinni, sem einu sinni áður hafði reddað honúm úr klípu. ENDIR SKOTT BRUNATRYGGINGAR á Kúsum í smíðum, vélum og áhöldum, efni ogi lagerum o.fl. Heimistrygging hentar yður Heimllísfpy0gIngar Innbús Vatnstjóns Innbrots Glertryggingar TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRS | tlHDAtG^TA 9.REYKJAVUC SlMI 2 1 260 S I M'N EFNI i SURETY ^CineFeátarM Ef þetta er bíll af árgerð 1947 með jafngömlum dekkjum, þá er það örugglega einhver að heimsækja mig. Kartöflumús * Kókómalt * Kaffi * Kakó. IÍK0JN BtJÐmNAK FERÐIZT MEÐ LANDSÝN 9 Sefjum farseðía með ffugvélum oy skipum Greiðsfuskilmáfar Loftleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR 9 Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ YIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN LA N a S V N nr TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK. UMBOÐ LOFTLEIÐA CONSUL CORTINA bílalelga magnúsar sklpholtl 21 slmar: 21190-21185 ^Haukur ^ju&mundóóon HEIMASÍMl 21037 .feilí LILJU BINDI FÁST ALSTAÐAR A

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.