Þjóðviljinn - 20.01.1965, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 20, janúar [1965 — 30. árgangur — 15. tölublað.
Myndin er tekin á sáttafundinum í sjómannadeilunni, sem hófst kl. 2 ' e.h. í gaer, af samninga-
nefnd sjómanna. Talið frá vinstri: Magnús Guðmundsson, Kristján Jónsson, Tryggvi Helgason,
Kristján Jóhannsson, Jóhann Jóhannsson, Viimundur Ingimarsson, Jón Sigurðsson, Guðiaugur
Þórðarson og Guðni Sumarliðason. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.).
LIU vill knýjq fram samninga um aS
innka hlut sjó-
manna á þorskanót
ffl Það er fáheyrð ósvífni af stjórnar-
klíkunni í LÍÚ ef hún hyggst beita bola-
brögðum í sjómannadeilunni hér suðvest-
anlands til þess að minnka hlut sjómanna
á þorsknótaveiðum. Á þessum veiðum hef-
ur gilt og gildir enn víða um land sama
skiptaprósenta og á síldveiðunum, sam-
kvæmt samningum og í framkvæmd.
H Nú leggur LÍÚ stjórnin ofurkapp á
að lækka skiptaprósentuna á þorsknóta-
veiðunum og sjómenn þykjast vissir um,
að það sé einungis hugsað sem fyrsta
skrefið: Næst komi LÍÚ stjórnin og heimti
líka lækkun á skiptaprósentunni á síld-
veiðunum.
■ Langir sáttafundir hafa verið í k’jara-
deilu bátasjómanna og útgerðarmanna án
þess að LÍÚ-mennirnir hafi sýnt nokkurn
skilning á því að fyllilega eðlilegt er að
hlutur sjómanna stækki á línu- og neta-
veiðum, án þess að hluturinn minnki á öðr-
um veiðum.
i! Reykviskir sjómenn eru mjög svo
óánægðir með það að enginn fundur skuli
haldinn í Sjómannafélagi Reykjavíkur og
er það eðlileg krafa eins og á stendur að
bátasjómennirnir fái að fylgjast með því
sem verið er að ræða um kjör þeirra og
geti sagt sitt álit áður en til samninga
kemur.
Slippstöðin hf. á Akureyri
smíðar 335 tonna stálskip
— stærsta skip smíðað hérlendis
□ Slippstöðin á Akureyri hefur nú tekið að sér smíði 335 tonna stálskips fyrir
Magnús Gamalíelsson útgerðarmann á Ólafsfirði-
□ Þetta er stærsta stálskip, sem smíðað hefur verið hér á landi, og langstærsta skip,
sem Slippstöðin h/f á Akureyri hefur tekið að sér að smíða.
Samningar að þessu lútandi
voru undirritaðir í fyrrakvöld
og sagði Skapti Áskelsson, for-
stjóri Slippstöðvarinnar h.f.
blaðinu í gær að hafizt yrði
handa um smíði skipsins í apríl
og mun því væntanlega verða
Flytur erindi um
Flokka og ríkis-
vald í kvöld
Brynjólfur Bjarnason.
★ Félag róttækra stúd-
enta fær I kvöld Brynj-
ólf Bjamason til þess
að ræða um Flokka og
ríkisvald. Fyrst mun
Brynjóifur flytja erindi
en síðan svara fyrir-.
spurnum.
★ FRS hvetur félaga sína
til að koma og hlýða
á fyrirlesturinn, sem
verður í Tjarnargötu 20
og hefst kl. 20.30.
lokið að fullu sumarið 1966. 'S’
Það eru fyrirtækin Slippstöð-
in h/f og Bjarmi h/f á Akur-
eyri, sem sjá um smíðina, en
Bjarmi er dótturfyrirtæki Slipp-
stöðvarinnar. Á vegum þessara
tveggja fyrirtækja munu rösk-
lega hundrað manns vinna að
smíði skipsins.
Hjálmar Bárðarson, skipaskoð-
unarstjóri teiknaði skipið. Það
er 34 m. að lengd, 7,70 m. á
breidd og 3,80 á dýpt. Vél
skipsins verður af tegundinni
Mannheim.
Þetta skip verður mjög svip-
að Beykjaborginni, sem er ný-
komin til landsins, búið öllum
fullkomnustu tækjum. Kraft-
blökkin verður vökvaknúin, þá
verður á því hliðarskrúfuútbún-
aður eins og er á Höfrungi III.
og Reykjaborginni.
Slippstöðin á Akureyri er bú-
in að starfa í um 18 ár að því
er Skapti sagði okkur og stærsta
verkef ni hingað til er þegar
Þráinn frá Neskaupstað var
endurbyggður þar fyrir nokkru.
Stálsmiðjan í Reykjavík hefur
átt metið í stálskipasmíði fram
að þessu, en hún byggði Albert,
sem er 201 tn. árið 1957. Sæ-
hrímnir er hins vegar stærsta
heimasmíðaða fiskiskipið. Hann
Framhald á 9. síðu.
LENGI
LIFI
HOSTRUP
Leikfélag Reykjavíkur
hefur dottið í fjárhagsleg-
an lukkupott með sýningu
sinni á því danska lysti-
spili „Ævintýri á göngu-
för“.
Stórar biðraðir myndast
í hvert sinn sem miðasalan
opnar. Og í gær -seldust
upp á tuttugu og fjórum
mínútum miðar á fjórðu
sýningu Ævintýrsins frá
þeirri, sem næst verður
haldin. Líklega er þetta
met.
Góðir menn telja það
ekki óeðlilegt, að fyrir
framan byggingu væntan-
legs borgarleikhúss í
Reykjavík verði reistar
styttur af þeim Jens
Christian Hostrup og Jökli
Jakobssyni.
13 S-Afríkubúar
komnir til Eyja
B Enn streyma útlendingamir til Ey'ja. Nú hafa 13
Suður-Afríkubúar bætzt í hóp Færeyinganna, írsku skóla-
piltanna og spönskur senjoranna, er komu þangað í fyrri
viku.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar í Vestmannaeyjum
hefur útlendingum í atvinnuleit
enn fjölgað þar á staðnum
Hópur Suður-Afríkubúa, 13
talsins, komu þangað í fyrradag.
Kváðust þeir vera ráðnir til
fiskvinnu, en er farið var að
SfórviSburSur i tónlisfarlifinu:
Louis Armstrong heldur tón-
leiku hér 7. og 8. febrúur
í
Árla morguns sunnudaginn
7. febrúar n.k. kemur hingað
með flugvél frá New York
sá rpaður, sem nefndur hef-
ur verið konungur jazzins,
hinn heimsfrægi Louis Arm-
strong.
Hérlendis mun hann halda
ferna tónleika í Austurbæj-
arbíói. Þeir verða dagana 7.
og 8. febrúar kl. 7.15 og 11.15
bæði kvöldin. Verð aðgöngu-
miðans er 325 kr. Aðgöngu-
miðasala hefst fimmtudaginn
21. janúar og munu bóka-
búðir Lárusar Blöndals í
Vesturveri og á Skólavörðu-
stíg sjá um söluna.
Er fólki ráðlagt að tryggja
sér miða í tíma, því engir
aukahljómleikar veröa haldn-
ir og mun Armstrong hverfa
af landi brott ásamt hljóm-
sveit sínni á þriðjudags-
kvöld.
Þeir, sem leika undir á
tónleikum Louis er Billy
Kyle, píanó, Awell Shaw,
bassaleikari, Danny Barce-
lona, trommuleikari, Russel
Moore, leikur á trombón,
Eddie Shu, klarínet og loks
er rétt að geta söngkonunnar
Jewel Brows.
Framangreind hljómsveit
heitir All Star.
Meðal laga, sem búast má
við að flutt verði á tónleik-
unum eru Hello Dolly, So
Long Dearie, St. Louis Blu-
es, Mack the Knife, I Can’t
give You Anything but Love,
Blueburry Hill, Margie o.fl.
o.fl.
Hljómleikarnir taka hálfan
annan tíma og kynnir verð-
ur jazz-sérfræðingurinn Jón
Múli Ámason.
Louis Armstrong er fædd-
ur á þjóðhátíðardegi Banda-
ríkjanna 4. júlí árið 1900. 17
ára að aldri hóf hann nám í
trompetleik hjá „King“ Oli-
ver og hóf að leika með
hljómsveit hans árið 1922.
Síðan hefur veldi Armstrongs
farið sívaxandi í heimi jazz-
ins og enn þann dág í dag
ryður hann unglingastjömun-
um til hliðar á vinsældalist-
um blaða og útvarpsstöðva.
Nú má t.d. varla á milli sjá
hvovt Bítlamir hafa í fullu
tré við hann í óskalagaþátt-
um hins íslenzka ríkisútvarps
eftir að síðasta plata hans
„Hello Dolly” kom á mark-
aðinn.
Það er knattspymudeild
Víkings, sem gengst fyrir
þessum stórviðburði í tón-
listarlífinu.
1
»
grafast fyrir um málið reynd
ist það rangt vera. Ekkert út-
lit er fyrir að þeir geti orðið
sér úti um vinnu á staðnum,
þar sem nóg framboð er af inn-
lendu verkafólki, auk hinna 300
útlendinga, sem fyrir voru. Hafa
þessir menn því hvergi höfði
sínu að halla pg varð lögreglan
að skjóta skjólshúsi yfir þá í
fyrrinótt og gefa þeim að borða.
Er útlendingastraumurinn orð-
inn mikið vandamál í Eyjum.
Kvað lögreglan all róstursamt
hafa verið þar um helgina og
hefðu þar bæði innlendir og er-
lendir verið að verki. Fylltist
fangageymslan á staðnum.
Gísli Gunnarsson heldur fyr-
irlestur í Tjamargötu 20 annað
kvöld kl. 20.30. Efni fyrirlesturs-
ins er Saga erlendrar verka-
lýðshreyfingar. Á eftir mun
Gísli svara fyrirspurnum. —
Félagar fjölmennið. — ÆFR.
LÁNGUR
FUNDUR
Fundur sáttasemjara með
aðilum í sjómannadeilunni
stóð enn þegar Þjóðviljinn
fór í prentun í nótt. Héfst
fundurinn kl. 2 í gærdag, og
er þetta þriðji langi fund-
urinn síðan á sunnudags-
kvöld. — Þegar Þjóðviljinn
haf^i samband við Tryggva
Helgason laust fyrir mið-
nætti kvað hann ekkert
markvert hafa gerzt, ein-
göngu hefði verið fjallað um
ýms smærri samningSatriði.
★
★
★
★
★
★
★
★
*
★
★
★
★
★