Þjóðviljinn - 20.01.1965, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.01.1965, Blaðsíða 10
10 SlÐA UNDIR MÁNASIGÐ Skáldsaga eftir M. M. KAYE komast leiðar sinnar og Akbar Khan lofaði að sendi sterkan herflokk til að fylgja þeim yfir fjallaskörðin. Undanhaldið átti sér stað í byrjun hins nýja árs. Her fjögur þúsund vopnfærra manna og fylgdarlið sem var tólf þúsund manns og hafði tekið þátt í her- ferðinni, meðal annars fjölmarg- ar konur og böm, þrömmuðu með erfiðismunum útúr búðun- um og upp í snjóinn og nístandi kuldann í fjöllunum, er aðskildi þau frá virkinu Jalalabad, þar sem Sale hershöfðingi hélt enn velli. En þegar þau voru komin upp í bratt fjallaskarðið, yfirgaf fylgdarsveit Akbars Khans þau og ofurseldi þau hefnd óvin- veittra ræningjaflokka. Hundruð- um saman dó fólkið úr kulda og þeir sem gáfust upp og lágu eftir við vegbrúnina, féllu fyr- ir morðingjahöndum. 1 annan tíma á þessu langa og skelfilega undanhaldi, hafði Akbar Khan — með hliðsjón af framtíðinni — boðið hinum fáu eftirlifandi ensku konum og eiginmönnum þeirra og Elphin- stone hershöfðingja vemd sína. Þau áttu ekki annarra kosta völ en þiggja boð hans og snúa við með hinum. Hinir reyndu að brjótast áfram gegnum hríðar- bylji og árásir óaldaflokka. Þrítugasta janúar kom útvörð- ur í Jalalabad-virkinu auga á einstakan reiðmann; tærður, rytjulega klæddur, blóðugur og örmagna korh hann ríðandi á úttauguðum hesti. Það var dokt- or Brydon — hinn eini eftir- lifandi af sextán þúsund sálum, sem lagt höfðu af stað fré -Ka- bul. I einu af þessum hræðilegu FLJÚGUM: ÞRIDJUDAGA FIMMTUDAGA > ‘ *r LAUGARDAGA , FRÁ RVÍK-KL. 9.30 FRÁ NORDFIRÐI KL. 12 F L U G S Ý N SÍMAR: 18410 18823 fjallaskörðum meðal þúsunda annarra fómarlamba heimsku Aucklands lávarðar hafði Mar- cos de Ballesteros látið líf sitt. Þetta skelfilega undanhald var upphafið að þeirri upp- reisn sem átti eftir að úthella blóði og mannslífum um allt Indland. Því að vald og álit „Indlandsfélagsins” hafði beðið óbætanlegan hnekki. Her þess hafði verið gersigraður, brytjað- ur niður eins og dýr í slátur- húsi, og bar þess vitni að 12 John Company væri ekki al- máttugt. Fregnin barst eins og eldur í sinu frá norðri til suð- urs og austri til vesturs um allt Indland og margir hvöttu sverð sín í leynum — og biðu átekta. 1 litlu höllinni f Lucknow sat Júaníta og þrýsti litlu mun- aðarlausu bróðurdóttur sinni að sér og grét yfir dauða Maroosar. Þegar fyrstu sorgina hafði lægt nokkuð, skrifaði hún jarl- inum af Ware bréf og sendi það af stað ásamt bréfi Sabrínu og nokkrum skjölum varðandi eignir Ballesteros fjölskyldunn- ar. Marcos hafði beðið hana að senda þetta til Ware lávarðar, ef eitthvað kæmi fyrir hann. Hún skrifaði í marz, en það var ekki fyi-r en að sumrinu loknu, þegar haustlaufið var að byrja að falla, að pakkinn komst til Ware. Jarlinn var áttræður að aldri, er. sýndist mun yngri. Hann las bréf Juanítu sem greindi frá dauða bróður hennar og erfða- skrá sem Marcos hafði gert einkabami sínu í hag og þar sem hann á viðeigandi flöknu lagamáli lýsti yfir samþykki sínu við þá ósk eiginkonu sinn- ar að jarlinn af Ware yrði fjár- haldsmaður dóttur þeirra. Það var með sýnilegri vanþóknun að jarlinn leysti silkibandið ut- anaf litla brókaðipokanum, sem ilmaði enn af sandelviði. Bréf- ið sem f honum var, var inn- siglað með stóru vaxinnsigli með persneskum teikningum. Hann braut það sundur með silfur- hníf og þeytti burt vaxbitunum eins og þeir væru óhreinir. Bréfið var skrifað á frönsku og á stöku stað var skriftin óljós eins og- tár hefðu fallið á papp- írinn. Jarlinn las bréfið hægt til enda og las það síðan aftur. Og allt í einu seytluðu tár nið- ur vanga hans. En hann lét þau afskiptalaus. Hann var búinn að gleyma umhverfi sfnu og tók ekki eftir undrunar- og vandræðaaugnaráðunum sem fjölskylda hans og þjónalið sendi honum. HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofu STEINU og DÖDO Laugavegi 1« III hæð nvfta') 3IM1 2 46 16 P E R M A Sarðsenda 21 — SlMl: 33 9 68 Hárgreiðslu og snyrtistofa. D 0 M U R 1 Hárgreiðsla sdð allra hæfi — TJARNARSTOF AN - Tjamar götu 10 — Vonarstrætismegin - SIMI: 14 6 62. HARGREIÐSLUSTOFA A’JST- URBÆJAR — María Guðmunds dóttir Laugavegi 13 — StM' 14 6 56 - NUDDSTOFAN ER J SAMA STAÐ. Vetra de Ballesteros, condesa de los Aquilares. kom þó ekki til Ware fyrr en haustið 1844, því að póstsamgöngur voru hæg- fara og ferðalög seinleg. Vegna skipsskaða glataðist fyrsta bréf- ið frá jarlinum og ennfremur þurfti að fresta för barnsins frá Indlandi langa hríð, vegna þess að konan sem tekið hafði að sér að annast barnið á heimleið- inni, lézt úr taugaveiki. Vetra var hálfs sjöunda árs, og Iafði Júlíu og þjónustuliðinu til mik- illar undrunar var þeldökk kona í fylgd með henni, Zob- eida. Litla condesan vakti ekki neina hrifningu nema hjá ein- um aðila. Hún var lítil og grann- vaxin og • að áliti lafði Júlíu var húr. ósköp veikluleg. Hvítt hörundið, sem hafði minnt Sab- - ÞlðÐVILJINN Miðvikudagur 20. janúar 1965 rínu á dánarbeðinum á snjóinn' í Ware, hafði í hinni austrænu sól fengið á sig gullinn blæ, sem lafðin sagði, að væri gulur. Hin óvenjustóru dimmbrúnu augu og blásvarta lokkana kölluðu þau „útlendingslegt” og spænski titillinn urgaði í eyr- um þeirra. Hún var kyrrlátt barn og enskan hennar hikandi og stirð og hreimurinn framandi. Hið gerólíka umhverfi hafði ógn- andi áhrif á hana. Mismunur- inn á hinni hlýju, litskrúðugu og áhyggjulausu tilveru í „Gulab Mahal” og köldum, skuggaleg- um stofunum í Ware' heimilis- aganum og hátíðablænum gerði hana vansæla og innilokaða. Ef hún hefði grátið og látið í ljós ótta sinn og einmanaleik, hefði hún ef til vill vakið samúð, jafnvel hjá hugmyndasnauðri og skilningslausri mannveru á borð við lafði Júlíu. En bamið hafði til að bera virðuleik og fálæti sem sjaldgæft var hjá bömum á hennar aldri. Þögul, vonlaus sorg hennar var útlögð sem þrjózka og léleg enska hennar sem heimska; þvi að ættingjar hennar vissu ekki enn- þá að hún talaði fjögur tungu- mál og enskuna verst, því að hana hafði hún lært af konu sem var af fransk-spænskum uppruna. Júlíu var það nokkur rauna- bót að dóttir Sabrínu skyldi- vera svo þögul og óásjáleg, því að lafði Júlía var afbrýðisöm að eðlisfari, og Sybella dóttir hennar var augasteinninn henn- ar. Hún hafði ekki fagnað til- hugsuninni um keppinaut og hún hafði haft illan grun. Dótt- ir Sabrínu hefði hæglega getað orðið hættulegur keppinautur. En léttir hennar varð ekki lang- vinnur, því að sá eini sem ekki var samdóma hinum tignu ætt- ingjum um litlu telpuna, var gamli jarlinn. Milli gamla mannsins og fá- skiptnu telpunnar þróaðist djúp- ur skilningur og kærleikur. Hann einn skildi hversu mjög bamið þjáðist af heimþrá og yfir skiln- aðinum við sína nánustu og þótt hún væri ung, fann hún ósjálfrátt einmanakenndina og þrána eftir kærleika sem leynd- ist bak við hranalegt yfirbragð og kuldalega framkomu gamla mannsins. Það var einmitt þetta sem Júlía hafði óttazt. Hún leit á það sem persónulega móðgun að hin fríða dóttir hennar skyldi þurfa að víkja úr sessi hjá iarl- inum vegna návistar þessarar fálátu óhraustu fransk-spænsku stelpu. Hún gat ekki fyrirgefið dóttur Sabrínu að stela „frum- burðarrétti” Sybellu, og gremja hennar fékk útrás í ýmsum s.má nálstungum. Vetra sjálf skildi ekki orsök- ina til andúðar lafði Júlíu; hún fann hana bara og gerði það sem hún gat til að forðast hana. Algerlega hamingjusnauð urðu þessi fyrstu ár þó ekki, þótt hún mætti hvergi áhuga né kærleika nema hjá langafa sín- um og Zobeidu. Það var ofur- skiljanlegt, því að hún var ekki eðlileg nema í návist þessara tveggja sem elskuðu hana. Hún átti enga að nema hina þöglu, indversku konu og gamla gigt- veika manninn. Þv£ var ofur- eðlilegt að Indland yrði í end- urminningu hennar fagurt og dásamlegt land, þar sem alltaf var sólskin og fólk reikaði um fagra skrúðgarða með fallegum, BIFREIÐAEIGENDUR: Bjóðum yður dbyrgðar og kaskó- tryggingu tí bifreið yðar. HEIMISTRYGGING HENTAR YDUR KRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIRE LINDARGATA 9 SIAU 21260 BIFREIÐA TRYGGING S KOTTA — Víst fer ég á ball í kvöld, heídurðu að ég ætli að pipra eða hvai? FERÐiZT MEi LANDSÝN ® Se!(um farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loffieiða: ® FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GRÉITT SÍÓÁR © Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN LAN □ SVN 1- TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK. UMBOÐ LOFTLEIÐA. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.