Þjóðviljinn - 20.01.1965, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.01.1965, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 20. janúar 1965 ÞI6SVIUINN SIÐA J Fundur Erhard og de Gaulle hófst í dag Jafnframt því sem Tsjombe forsætisráðherra er fyrirlitnari um gjörvalla frjálsu Afríku vex orðstír Soumaliot Ieiðtoga uppreinarmanna eftir því sem menn kynnast betur viðhorfum hans og markmiði uppreisnarmanna. Hann sést hér til vinstri á myndinni á blaðamannafundi í Kairó. Enn streyma málaliðar til Kongó þvert ofaní bann SÞ LEOPOLDVILLE 19/1 — Öruggar heimildir í Leopoldville skýra frá því að síðastliðnar tvær vikur hafi um 200 mála- liðar frá Evrópu komið til Leopoldville. Flestir eru þegar í stað sendir annað hvort á víglínuna í norðausturhluta landsins eða til herstöðvarinnar í Kamina í Katanga. Sumir sendimenn erlendra ríkja í borginni telja að ríkis- stjórnin vilji skipta á málálið- um frá Suður-Afríku og Rhod- esíu fyrir málaliða frá Evrópu. En suðurafrískir herforingjar f Leopoldville sögðu frá því í gær að þeir hafi ekki verið beðnir að fara úr landi. Enskumælandi málaliðar hættu í gær við verkfall sem hafði aðeins staðið í nokkra klukkutíma. Hermennimir hófu verkfallið til að styðja kröfur sínar um útborgun launa, en hættu þegar foringjar þeirra sýndu þeim bankareikninga þar sem laun þeirra höfðu verið færð inn. Málaliðarnir höguðu verkfalli sínu svo, að þeir skyldu verja stöðvar sínar við Stanleyville, Paulis og Bunia, en neituðu að sækja fram. Flestir vora þeir frá Suður-Afríku og Rhodesíu. Fréttamenn segja að yfirvöld- •in hafi ekki verið ýkja ó'hyggju*- full vegna verkfallsins, því málaliðarnir hafi hvors sem er verið of fáir til að sækja fram. Sagt er að nú séu um 100 málaliðar frá S-Afríku og Rhod- esíu eftir í Kongó, en hafi áður verið um 400 frá þessum lönd- um. En major Mike Hoare yf- irmaður málaliðanna er væntan- legur á fimmtudag frá Suður- Afríku með nýja málaliða. Her- fræðingar telja að hann muni koma með 300 manna lið með sér. Bardagar Um 60 belgískir málaliðar og 'rjar tillögur um Cmcorde áætlun PARÍS 19/1 — Ludwig Erhard forsætisráðherra Vestur- Þýzkalands hóf f dag tveggja daga viðræður sínar við de Gaulle Frakklandsforseta. Þeir munu ræða um þýzk- franska samvinnu, einingu Evrópu og fjölda alþjóðamála. Á sama tíma halda utanríkisráðherrar landanna fund með París. þegar hefði náðst í efnahags- samvinnu Evrópuríkja — sér- staklega einingin um sameigin- legt kornverð í EBE — ætti að ser í Við komuna til Parísar í morgun sagði Erhard að við- ræðurnar mundu snúast um fjölda mála. Hann sagði að sá árangur sem vera góður umræðgrundvöllur. Bandaiikin vilja kjamorkufloti nn WASHINGTON 19/1 — Joseph Luns utanríkisráðherra Hollands ræddi í gær brezku tillöguna um sameiginlegan kjarnorkuflota Atlanzhafsríkja við starfsbróður sinn Dean Rusk í Washington. Eftir fundinn sagði L/uns blaðamönnum, að Bandaríkin héldu enn fast við sína eigin til- lögu um sameiginlegan kjarn- orkuflota Nato. hermenn úr stjórnarhernum hafa hörfað úr bænum Aketi £ Norður-Kongó. 1 yfirlýsingu yfirvaldanna 1 Leopo-ldville er einnig skýrt frá því í dag, að stjórnin hafi bæinn Uvira í Austur-Kongó á sínu valdi og hafi hermenn uppreisnarmanna sem gerðu árás á bæinn verið hraktir til baka. Jafnframt þessu er það haft eftir öraggum heimildum í Leo- poldville, að útvarpssamband við Uvira hafi ekki náðst í tvo daga — og fréttir hafa borizt af miklum aðgerðum uppreisnar- manna í þessum landshluta. Súkarnó DJAKARTA 19/1 — Ambassadorar Júgóslavíu, Egyptalands óg Ceylon ræddu í dag við Sukarno Indónesíuforsea um á- kvörðun þá að segja rík- ið úr SÞ. Fréttamenn segja að ambassadoramir ' hafi' fáérf honum orðsendingar frá ríkisstjórnum sínum, þar sem skorað er á Sukarno að íhuga þetta mál betur. Luns sagði að hann væri með- mætur tvíhliða viðræðum rík- isstjóma í Natólöndum — Engin ríkisstjóm hefur enn tekið á- kvörðun, og mikið er undir væntanlegum fundi Wilsons for- sætisráðherra Breta og Erhard forsætisráðherra Vestur-Þjóð- verja komið sagði hann. Bandaríkin vilja semja um sameiginlegan kjamorkuflota við bandamenn sína i Nato og það stendur alls ekki til að stinga þeirri áætlun undir stól. Utanríkisráðherrar fimm Nato- landa áttu að ræða brezku gagn- tillöguna á fundi í Haag í þess- um mánuði, en fundinum hefur verið frestað þar til hinum tví- hliða umræðum er lokið, sagði Luns. Erhard og de Gaulle munu hittast mörgum sinnum þessa tvo daga sem heimsóknin varir. Fyrsti fundur þeirra var hald- inn í dag og voru ekki aðrir viðstaddir en túlkar þeirra. Viðræður de Gaulle og Er- hard era fjórði fundur þeirra síðan fransk-þýzki samvinnu- sáttmálinn gekk í gildi 22. jan- úar 1963, en samkvæmt honum eiga leiðtogar landanna að hitt- azt tvisvar á ári í París og Bonn til skiptis. Fransk fréttastofan AFP tel- ur að vandamál sameiningar Þýzkalands verði mjög til um- ræðu á fundum þeirra í þetta skipti. Vestur-Þjóðverjar vona að hægt sé að ná einingu vest- urveldanna í því. Líklega verður mikið rætt um varnarmál Evrópu, sérstaklega hínar mismunandi áætlanir sem hafa komið fram um sameigin- leg kjarnorkuvopn. Þá er talið að Erhard vilji fá skýr svör hjá de Gaulle varðandj frumkvæði Vestur- Þjóðverja til að koma samn- ingum um stjórnmálaeiningu EBE landanna frekar fram. De Gaulle og Erhard hittast aftur í fyrramálið og búizt er við sameiginlegri yfirlýsingu um viðræðurnar annað kvöld áður en Erhard heldur aftur til Vestur-Þýzkalands. Utanríkisráðherrarnir sátu tveggja tíma fund í dag og eftir hann var frá því skýrt, að þeir hefðu skipzt á skoðun- um um hugsanlegar leiðir til nánari einingar Evrópu og væra þeir sammála um framtíðar- þróun EBE. Æðsta ráð Indón- esíu á rökstólum PARÍS 19/1 — Harold Wilson forsætisráðherra hefur sent starfsbróður sínum Pompidou orðsendingu þar sem lagt er til að haldið verði áfram við fyr- irhugaða smíði nýrrar gerðar farþegaþotu, en áætluninni verði breytt og hún skorin niður. Bretar vilja einskorða starfið að því að smíða tvær tilrauna- gerðir af flugvélinni, áður en hafizt verði handa um fjölda framleiðslu Franskra heimildir telja að franska stjórnin vilji aftur á móti halda fram Concorde á- ætluninni í sinni upphaflegu mymd. Franskir sérfræðingar og leið- togar verkalýðsfélaga í flug- vélaiðnaðinum benda á að það muni auka kostnað og valda tveggja ára töf á fjöldafram- leiðslu, ef áætlunin verður að- eins látin ná til þess að smíða tvær tilraunavélar. Og muni þetta eyðileggja markaðsmögu- leika Concorde vélanna. Áætlunin um Concorde hefur verið í lausu lofti síðan brezka stjómin lét að því liggja í haust að taka þyrfti hana til endur- skoðunar. Talið er að smíði tveggja til- raunavéla muni kosta um 120 miljón pund, en aftur á móti muni kostnaður við upphaflegu áætlunina nema um 350 miljón pundum. DJAKARTA 18/1 — Sukarno forseti hlaut í dag einróma stuðning við úrsögn landsins úr SÞ á fundi 33 manna æðsta ráðs ríkisins. Utanríkisráðherra Indónesíu dr. Subandrío sagði í dag, að sérstofnanir SÞ UNESCO, UNICEF og FAO ættu að hætta störfum sínum í landinu, en starfsfólk annarra sérstofnana samtakanna ætti að vera um kyrrt. Þá skýrði Subandrío frá því, að hann fari á miðvikudag í heimsókn til Burma og Kína. Hann sagðist mundu vera viku í ferðalaginu og væru erindi hans einkum í sambandi við efnahagsmál. Seinna fer þriðji varaforsætis- ráðherra landsins Chaerul Saleh, sem einnig er ráðherra námu- vinnslu og þungaiðnaðar til Peking. Á fundi æðsta ráðsins sagði Sukarno m.a. að mikil óánægja ríkti í Indónesíu vegna hækk- andi verðlags og framkvæmd jarðnæðisbóta í landinu hefði sums staðar leitt til óhæfuverka. Kommúnistar og aðrir vinstri- menn hafa oft farið í kröfu- göngur að verzlunarráðuneytinu i Djakarta til að mótmæla hækk- andi verðlagi, og blöðin hafa skýrt frá árekstri milli lögreglu og bænda vegna ágreinings í j arðnæðismálum. Blað í Djakarta segir frá því í morgun að öryggissveitir Indó- nesa hafi handtekið 90 vopnaða Malasíumenn, sem höfðu laum- ast inn í landið á Austur-Sú- mötru. 5- Víetnam aflýst SAIGON 19/1 — Fjórir hers- höfðingjar í Suður-Víetnam, sem voru skipaðir ráðherrar í ríkis- stjómina í gær létu ekki sjá sig í forsetahöllinni í dag, þegar Tran Van Huong forsætisráð herra átti að kynna hina nýju ráðherra sína fyrir þjóðhöfð- ingjanum við hátíðlega viðhöfn. Forsætisráðherrann, sem hafði tekið hershofðingjana fjóra í ráðuneyti sitt til að styrkja að- stöðu sína gagnvart Búddatrú- armönnum varð að aflýsa við- höfninni. Einn hershöfðingjanna Nguyen Cao Ky sem er yfirmaður flug- hersins, skýrði Suu forseta frá því, að hann vildi ekki taka sæti í ríkisstjóminni fyrr en henni hefði verið breytt enn meira. Allsherjarverkfall PARÍS 19/1 — í dag boðuðu frönsk verkalýðssambönd 48 klukkustunda verkfall um Iand allt í lok þessa mánaðar í mótmælaskyni við stefnu stjómarinnar í Iaunamálum. Verkalýðsleiðtogar hafa skýrt frá því að verkfallið verði enn víðtækara en verkfallið 11. desember síðastliðinn, en þá var skrifstofum stjórnarstarfsmanna, skólum, pósthús- um, gas- og rafmagnsstöðvum Iokað og opinberar sam- göngur lamaðar. BIFREIflR TRYGGING Þegar IOg]ttldin eru allsstattar þau sttmu, þá er það þjónustan sem sklpUr mestu máll. ALMENNAR TRYGGINf yttur göOa þjónustu. KOMIÐ EDA HRINGID SlMI 17700 ALMENNAR TRYGGINGAR "I PASTHÚSSTRÆTI 9 Ky sagðist ekki vilja víkja úr stöðu sinni sem yfirmaður flug- hersins, en með ákveðnum skil- yrðum gæti hann hugsað sér að taka líka að sér embætti ráð- herra. Hann sagði blaðamönnum, að ríkisstjórnin hefði verið helzt til fljót á sér að tilkynna nýja ráðherralistann, og hefði ekki ráðfært sig nægilega við hann og hina hershöfðingjana þrjá. Seinni hluta dags hætti Ky við að hitta Huong forsætisráð- herra eins og áður hafði verið ákveðið, en ræddi þess í stað á- standið við hina hershöfðingj- ana. Bardagar Um sama leiti og ríkisstjórn- inni var breytt bárust fréttir af bardögum stjórnarhersins við Víetkong í Binh Tuy héraði um 120 km. norðaustur af Saigon. Þessi bardagi hófst á laugar- dag og sagt er að stjórnarher- menn hefðu verið um 200 en Víetkong hefðu haft 500 manna lið. Bandarískur hernaðarráðu- nautur hefur skýrt frá því, að stjórnarherinn hafi orðið að hörfa og tveggja Bandaríkja- manna sé saknað. Seinni partinn í dag voru fimm Víetkongliðar felldir og 20 særðir í Duo Hoa í vestur- jaðri Saigon. Þá hefur flugherinn verið mjög athafnasamur um helgina og gert hverja árásina af ann- arri á ýmsar stöðvar uppreisn- armanna. Fréttastofa Norður-Víetnam skýrði frá þvi í dag, að sveitir hliðhollar kommúnistum í Laos hefðu skotið niður fjórar banda- rískar þotur 13. janúar síðastL Bandaríkjamenn hafa sagt að aðeins hafi tvær þotur verið skotnar niður, þegar 24 þotur fóru saman og gerðu loftárásir á aðflutningsleiðir í Laos. •»

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.