Þjóðviljinn - 20.01.1965, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.01.1965, Blaðsíða 9
ÞJÓÐVILTINN SlÐA 0 Míövikudagur 20. janúar 1965 Rennir augum til Afríku Framhald af 6. síðu. Þýzkalands í Portúgal og hefur verið ábyrgur fyrir því að her Zalazars í Angóla væri nægi- lega vel vopnum búinn. „Fullar sannanir“ Florentino Duarte, fulltrúi portúgölsku útlagastjórnarinn- ar í Kaíró, hefur gefið eftir- farandi yfirlýsingu: „Utanrík- isráðuneyti útlágastjórnarinn- ar hefur fullar sannanir fyrir því, að hermenn úr vestur- þýzka hemum standa nú vörð um járn, kopar manganese og demantanámur í Angóla. Komu þeirra hefur verið reynt að halda leyndri. En á það hafa verið færðar sönnur, að frá því í byrjun september 1963 hefur vestur-þýzki herinn lát- ið í té ekki aðeins vopn, held- ur einnig leiðbeiningar og sendir nú einnig lið til Ang- óla.« „Rífleg aðstoð“ Móbútú hershöfðingi í Kongó heimsótti Vestur-Þýzkaland snemma á síðastliðnu ári í<$>- boði von Hassels og Trettners hershöfðingja. Að sjálfsögðu var ekki opinberlega frá því skýrt, hvað þeir ræddu sín á milli, en orðrómur hefur, verið trppi um það, að Móbútú hafi verið heitið ríflegri hemaðar- aðstoð. Þessi orðrómur fékk svo Sulla staðfestingu í nóvember 1964 er stjómin í Bonn veitti Moise Tsjombe 10 miljón marka lán til þess að. heyja stríð sitt gegn alþýðu manna í Kongó. Bæði Belgía og Bandaríkin ráðfærðu sig við vestur-þýzku stjómina áðuren þau hófu vopnaða íhlutun sína í innanríkismál landsins. Enn halda nokkrir aðilar því fram, að ráðuneyti von Hassels sé að nokkru leyti ábyrgt fyrir þeirri ákvörðun að senda hvíta málaliða á vettvang. Að minnsta kosti lét hann svo um mælt við vestur-þýzka þingið, það var 2. desember sl„ að stjóm hans styddi fullkomlega aðgerðir Vesturveldanna í Kongó og „útilokaði ekki“ þann möguleika, að vestur- þýzku liði yrði einnig beitt. f desember kom Tsjombe í opinbera og mjög auglýsta heimsókn til Bonn. Aftur áttu viðræður sér stað og enn var uppi orðrómur um vopnaða að- stoð við Kongóstjóm. Nýr öxull Von Hassel hefur sýnt Suð- ur-Afríku sérstaka samúð Fyrrverandi yfirmaður leyni- þjónustu Rommels hershöfð- ingja, Friedrich Wilhelm von Mellenthin, nazistahershöfðingi á eftirlaunum, er nú i Jóhann- esarborg og er látið í veðri vaka, að hann sé fulltrúi fyrir vestur-þýzka flugfélagið Luft- hansa. Þetta gerir honum kleift að hafa skipulagt eftirllt með vopnasendingum til landsins, en sumar þeirra fara fram gegnum undirdeild hins mikla v.-þýzka Henckel-auShrings. Bonnstjórnin er nú orðin svo nátengd Suður-Afríku, að í dagblöðum heims er talað um öxulinn Bonn-Pretoria. Afríka ufifcfandi En Afríka er farin að ugga að sér vegna þeirrar sjjórn málastefnu sem Kai-Uwe von Hassel rekur. Afríkuleiðtogar hafa varað við henni. Og gagn rýnin tekur að láta á sér kræla í Vestur-Þýzkalandi. For- sætisráðherrann í Hesse, dr. August Zinn hefur lýst hern- aðaraðstoð við Afríku sem „mjög vafasamri pólitík". — Verkalýðsforinginn Gerhard Vater hefur á ráðstefnu með ungum verkamönnum í Her- ford fordæmt hina nýju ný- lendustefnu. Það væri, sagði hann, skynsamlegra að senda verkfræðinga, tæknifræðinga og kennara til aðstoðar við friðsamlega framþróun Afríku. Kuldahrollur Og vestur-þýzki þingmaður- inn Hellmut Kalbitzer hefur mótmælt því að von Hassel væri skipaður forseti „Félags- ins til aðstoiðar vanþróuðum löndum“ „Það setur að manni hroll við þá hugsunæina", seg- ir hann, „að maður með aðra eins nýlendufortíð sé skipað- ur í slíka lykilaðstöðu“. Vissulega setur að manni hroll, og ekki eingöngu vegna þessarar embættisveitingar heldur og vegna stefnu Bonn- stjómarinnar í Afríkumálum yfirleitt. Michelangelo Framhald af 7. síðu. um blaðamönnum. Tugir vöru- bíla og lítilla strætisvagna fluttu gestina á staðinn og skiluðu þeim af sér í tvö hundruð metra hæð. Til að gera allt sem æsilegast var sá orðrómur borinn út, að tölu- verð hætta væri á ferðum — brot úr marmaraflykkinu gætu sært viðstadda — svo ekki sé nú minnzt á þann óþekkta It- ala sem kom f stað Hestons í þessu atriði. Til að fullkomna allt saman komu á vettvang sjúkrabílar, læknar og hjúkr- unarkonur með blóðgjafarút- búnað. Kvikmyndavélamar vora varðar með stálplötum, fyrirskipanir voru aðeins gefn- ar um litlar sendistöðvar. Þetta fyrsta atriði í hinu í- burðarmikla Micelangelo- i,show” tókst víst eins og til stóð. Marmarinn valt niður hlíðina með hæfilegum skraðn- ingum, kvikmyndavélamar suðuðu í tólf sekúndur — og hver sekúnda kostaði tíu milj- ónir líra. Oxnadalsheiii átti að ryðja í gærdag □ Þjóðviljinn hafði sam- band við Vegamálaskrifstof- una í gær og fékk þar eftir- farandi upplýsingar um færð á þjóðvegunum. Þess ber þó að gæta að veðurútlit er ekki sem bezt og því hætt við að færð spillist næstu daga. Að undanförnu hefur verið á- gæt færð um Suðurlandsundir- lendið og Suðvesturland, en í fyrrinótt og gærmorgun gerði hríðarveður svo að Suðurlands- vegur um Þrengsli og Suðurland varð þungfær nema stærri bíl- um. Þegar leið á daginn lygndi og skánaði þá færðin á þessum stöðum og er nú allgóð. Vesturlandsvegur um Hval- fjörð er vel fær í Bqrgarfjörð. í gær átti að ryðja veginn um Bröttubrekku og var búizt við að fært yrði í Dali að' því loknu. Á Snæfellsnesi var víðast greiðfært í byggð, en fjallvegir aðeins færir stórum bílum og jeppum. Ófært var víðast hvar á Vestfjörðum Norðurlandsvegur úr Borgar- firði um Holtavörðuheiði var sæmilega fær stóram bílum allt norður á Blönduós og þaðan um Svínvetningabraut til Skaga- fjarðar. í Eyjafirði hefur verið afar mikil ófærð undanfarið en í nærsveitum Akureyrar hafa yegimir nú verið ruddir svo þaðan er sæmilega fært til Ak- ureyrar. í rnorgun var lagt upp frá Akureyri með snjómokstri og var ferðinni heitið um Öxna- dal og Öxnadalsheiði og var bú- izt við að Öxnadalsheiðin yrði fær stórum bílum seinnipartinn í gær. í gær var vegurinn út Strandir mokaður og stóðu von- ir til að fært yrði til Hólma- víkur í gærkvöld. Á Norðausturlandi og Aust- fjörðum var yfirleitt alls stað- ar ófært. Kvikmyndir Framhald af 7. síðu. til halla valdhafanna, þar sem hægt er að koma í veg fyrir styrjaldir og þar sem dipló- matísk mistök era margfalt hörmulegri en mannlegar á- virðingar hermanns í orastu. Losey er hrósað fyrir góða og öragga stjóm, hánn fari gáfulega með efnið og falli aldrei í þá freistni að gefa áhorfendum blóðugar upp- bætur á það stríðsfjandsamlega erindi sem verkið flytur. Opið kl. 1-10. 2-16-55. Málaskólinn Mímir. T I L S Ö L U : EINBVLISHÚS - TVtBÝLISHÚS og íbúðir af ýmsum stæranm t Povkjavík. Kópavogi og nágrennl HÚSA :;::r SALAN suni 16637 Fm Uh Jv M B ■ Kviknar í skurðgröfu Um tvöleytið í gærdag kvikn- aði í skurðgröfu sem verið var að vinna með í Blesugróf hér 1 borg. Skurðgrafan sem er eign Hafnarsjóðs varð alelda og var slökkviliðið kallað á staðinn. Engin slys urðu á mönnum. Fjölmörg mál til nmræðn á fundi VARSJÁ 19/1 — Fundur stjórnmálanefndar Varsjár- bandalagsins hófst í dag. Ekki hefur verið gefin út nein opin- ber tilkynning um umræður á fundinum, en fréttamenn telja að forystugreinar £ dagblöðun- um i Varsjá gefi nokkra vis- bendingu um það sem um er rætt. Talið er að áætlanir vestur- veldanna úm sameiginleg kjarn- orkuvopn verði mikið ræddar á fundinum, svo og afvopnunar- mál; minnkun hernaðarútgjalda; ástandið í Vestur-Þýzkalandi fyrir kosningarnar sem eiga að fara þar fram í haust; stefna Bandaríkjanna í utanríkis- og hermálum og stefna brezku Verkamannaflokksstjómarinnar. I meistara flokki á Skákþinglnu Dokið er nú 7 umferðum í meistaraflokki á Skákþingi Reykjavíkur Úrslit úr fimmtu umferð í meistaraflokki: Bjöm Þorsteinsson vann Hauk Hlöðver, Bragi Björnsson vann Helga Hauksson, Gylfi Magnús- son vann Hauk Angantýsson, Jón Hálfdanarson vann Jóhann Sigurjónsson, Jón Kristinsson og Benóný Benediktsson og Magnús Sólmundarson og Sig- urðu Kristjánsson gerðu jafn- tefli. 1 biðskák úr fjórðu umferð vann Jón Kristinsson Bjöm Þorsteinsson, en skák Hauks Hlöðvers og Sigurðar Kristjáns- sonar fór aftur í bið. Úrslit úr sjöttu umferð f meistaraflokki: Haukur Hlöðver vann Gylfa Magnússon, Jón Hálfdanarson vann Sigurð Kristjánsson, Björn Þorsteinsson og Magnús Sól- mundarson gerðu jafntefli, aðr- ar skákir fóra í hið. Urslit í sjöundu umferð f meistaraflokki: Bragi Björnsson vann Sigurð Kristjánsson, Magnús Sólmund- Stálskip Framhald af 1. síðu. var smíðaður í Stálvík í Amar- vogi 1964. Magnús Gamalíelsson útgerðar- maður á Ólafsfirði hefur um nokkurt skeið gert út Guð- björgina þaðan. Þetta 335 tonna fiskiskip verð- ur með alstærstu síldveiðiskip- um hér við land. Stærstu skipin eru yfirleitt um 300 tonn en minni skipum á síldveiðum hef- ur fækkað mjög seinni árin einkum þeim sem eru undir 100 tonnum. arson vann Gylfa Magnússon, Benóný Benediktsson vann Hauk Hlöðver, Bjöm Þorsteins- son vann Jón Hálfdanarson, Jó- hann Sigurjónsson vann Helga Hauksson, Haukur Angantýsson vann Jón Kristinsson. Staðan í meistarflokki eftir sjö umferðir: Björn Þorsteinsson 51/? vinn- ing. Magnús Sólmundarson 51/? vinn- ing. Jón Hálfdanarson 5 vinninga. Benóný Benediktsson 41/? vinn- ing og hiðskák. Bragi Björnsson 41/? vinning og biðskák. Jón Kristinsson 41/? vinning og biðskák. Haukur Angantýsson 3 vinninga og biðskák. Jóhann Sigurjónsson 2 vinninaa og biðskák. Gylfi Magnússon 2 vinninga og biðskák. Haukur Hlöðver 1 vinning og biðskák. Sigurður Kristjánsson */? vinn- ing og biðskák. Helgi Hauksson 0 vinning og biðskák. Keppni er lokið f 1. flokki. Sigurvegari varð Karl Sigur- hjartarson með ^ 6 vinninga af 7 mögulegum, Ólafur H. Ólafs- son fékk 5 vinninga og Sigur- geir Ingvarsson 41/v í öðram flokki eru þeir Bragi Halldórsson og Jóhannes Lúð- víksson efstir með 614 vinning hvor. Biðskákir verða tefldar á miðvikudag og áttunda umferð á fimmtudag kl. 8 í Mírsalnum, Þingholtsstræti 27. Sennilegt er að biðskákir Braga Björnssonar og Jóns Kristinssonar séu unnar, og yrðu bá fjórir með 51/? vinning, sézt at' bví hve keppnin er hörð og jöfn. BLADADREIFING Þjóðviljann vantar nú þegar blaðbera í eftirtalin hverfi: VESTURBÆR: Laufásvegnr Seltjarnarnes 2. Skúlagata AUSTURBÆR: Meðalholt. Brúnir. Sími 17-500. fþrótlir Newcast. 27 17 4 6 58-31 38 Northam. 27 12 10 4 35-30 34 Norwich 26 13 5 8 38-30 31 Bolton 24 13 4 7 56-36 30 Crystal P. 27 12 6 9 40-35 30 Derby 2£ 1 11 7 8 56-48 29 Southam. 25 10 8 7 55-40 28 Coventry 27 11 5 11 48-50 27 Preston 27 9 9 9 49-55 27 Plymouth 26 11 4 11 37-47 26 Rotherh. 25 10 5 10 48-46 25 Ipswich 27 7 11 9 45-50 25 Middelsb. 25 9 5 11 47-42 23 Cardiff 23 6 9 8 33-34 21 Bury 26 8 7 11 37-40 23 Swindon 26 11 1 14 43-54 23 Charlton 25 9 4 12 41-48 22 Swansea 26 7 8 11 41-51 22 Leyton 27 8 6 13 37-54 22 Huddersf. 26 7 6 13 29-38 20 Portsm. 27 6 7 14 34-55 19 Skotland: Airdrie 0.— Rangers 4 Celtic 1 — Hearts 2 Dundee 4 — Motherwell 2 Dunfermline 1 - Kilmarnock 0 Hibernian 3 — Dundee Utd. 4 Dund. U. 20 5 4 11 27-36 14 St. Johnstone 3 Morton 0 St. Mirren 3 — Falkirk 0 Th. Lamark 0 — Clyde 4. Hearts 22 15 4 3 63-29 34 Kilm. 22 14 5 3 40-18 33 Hibem. 21 14 3 4 50-27 31 Rangers,-, 20 11 6 3 ,56-21 28 Dunfl. 20 13 2 5 43-21 28 Clyde 21 10 5 6 39-34 25 Morton 21 10 4 7 36-26 24 Dundee 21 9 5 7 46-37 23 Celtic 21 10 3 8 38-32 23 Moth.w. 20 7 5 8 33-32 19 St. Mirr. 22 6 5 11 25-42 17 Partick 21 5 6 10 31-43 16 St. Jnst. 20 5 5 10 32-40 15 Aberd. 20 5 5 10 33-46 15 Th. Lan. 20 3 1 16 16-56 7 Falkirk 21 4 6 11 22-48 14 Airdrie 21 3 2 16 24-66 8 Húsbyggjendur Smíðum oliukynta mið- stöðvarkatla fyrir sjálf- virka olíubrennara. Ennfremur sjálftrekkjandi olíukatla, óháða rafmagni. H ATH: Ndtið spar- neytna katla. Viðurkenndir af öryggis- eftirliti ríkisins. Framleiðum einnig neyzlu- vatnshitara (baðvatns- kúta). Pantanir í síma 50842. Vélsmiðja Alftaness. Nasser forseti KAIRO 19/1 — 1 höfuðborginni Kairo og f jölmörgum öðrum stöð- um í Egyptalandi fór mikill mannfjöldi í hópgöngur til stuðnings við kröfur sínar um að Nasser verði endurkjörinn forseti eitt kjörtímabil í viðbót. Lögreglan hafði sett sérstak- an vörð við erlend sendiráð og í miðbænum í Kairo urðu miklar umferðartruflanir. Egypzka þingið kemur saman á miðvikudag til að kjósa forseta til næstu sex ára, en kjörtíma- bili Nassers er nú lokið. Það þykir vafalaust að Nasser verði eini frambjóðandinn. \ Eftir að þingið hefur útnefnt frambjóðanda með tveim þriðju hlutum atkvæða gengur þjóðin til kosninga hinn 25. marz. TIL SÖLU Vöndnð 4 herb. íbnðarhæð í Hlíðahverfinu íbúðin er rúmgóð og sól- rík. Eldhús með borðkrók. Hitaveita Sér inngangur. Bílskúr táíl|lytnlní»ikrl(»lo(«i ý ;. Þorvaríyr K. ÞorsIejiUjon Mlklubrau) 74. „ •; F»»telfln»vlí»klptli ’ GuSmundur Tryggvason Sínil 55790. ÚTSALA T ækif ærisverð á lítið eölluðum prjónavörum. Priónastofan SNÆLDAN Skúlagrötu 32. Búnaðarbankinn Framhald af 12. síðu. stjórnin hafði samþykkt að veita, en annaðhvort hafði ekki verið vitjað fyrir árslok eða einstök lánsskjöl vantaði. Afstaða bankans gagnvart Seðlabankanum hefur enn batn- að mikið á árinu 1964. Innstæða á viðskiptareikningi ingi var í árslok 158,8 milj. kr. og hafði hækkað um 61,7 nnilj. kr. á árinu. Insstæða á viðskiptareikningi var í árslok 63,5 milj. kr. og hafði hækkað á árinu um 10 milj. kr. Heildarinnstæða Búnaðar- bankans í Seðlabankanum var því f árslok 222 milj. kr. Endurseldir afurðalánavíxlar námu í árslok 60 milj. kr. Yfirdráttarskuld við Seðla- bankann .varð aldrei á áriiju. * t (

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.