Þjóðviljinn - 20.01.1965, Blaðsíða 2
SlÐA
ÞlðÐVIUINN
Benedikt Þorsteinsson:
VIB ÁRAMÓTA UPPCJÖRIB
Kétt um það leyti sem jóla-
hátíðin var að halda innreið
sína í borg og bæ og við átt-
um okkur einskis ills von um-
fram venjulega áramótarukk-
ara, þá barst okkur sú frétt á
öldum ljósvakans, að ríkis-
stjófnin hefði komið sér sam-
an /um að hækka söluskatt um
2‘/s%. Það þyrfti að hækka
skattana til þess að geta greitt
niður vöruverð, eða réttara
sagt þyrfti að lækka kaupmátt
launa til að geta hækkað kaup-
máttinn eða a.m.k. haldið hon-
um við. En Bjarni blessaður
lækkaði þessar skattaálögur
aftur um V2%- Hann stóðst
ekki mátið þegar fulltrúar
verkalýðssamtakanna minntu
hann á að með þessu frum-
varpi væri ríkisstjórnin að
rjúfa það heit sem hún hafði
gert með júnísamkomulaginu
svonefnda síðastliðið vor.
Það hefir farið fyrir honum
líkt og sagt er um fálkann,
þegar haqn er búinn að rífa
rjúpuna á hol og kominn að
hjartanu, þá minnist hann
skyldleika síns við hana cg
rekur upp angistarvæl mikið.
Svipað hefir farið fyrir
Bjama þegar hann var minnt-
ur á júní-samkomulagið og að
með þessum griðrofum væri
verið að hleypa nýju dýrtíð-
arflóði yfir þjóðina. Þetta virð-
ist hafa snert einhvern streng
í brjósti hans líkt og fálkans
er hann smakkar hjarta rjúp-
unnar og má segja að þeUa
hafi verið mannlegt, þó það
hafi ekki verið mikilmannlegt.
Og það er nú einu sinni svo
að við alþýðufólk höfum aldrei
vænt okkur mikils til hagsbóta
frá hendi ráðamanna Sjálf-
stæðisflokksins. En nú eru
aðrir með þeim í ríkisstjóm.
Það eru svokallaðir Alþýðu-
flokksmenn. Það eru þeir menn
sem telja sig sjálfkjörna for-
ystumenn íslenzkrar alþýðu
og tóku sér á tímabili alræð-
isvald í þeim málum, svo ó-
neitanlega hefði verið skemmti-
legra fyrir þessa alþýðuvini að
frá þeim hefði komið þó ekki
væri nema smá athugasemd
viðvikjandi þessum skatti, að
ég tali nú ekki um ósk um að
lækka hann um þó ekki væri
nema V2%- Nei, slíku var ekki
að fagna frá þeirra hendi. Jafn-
vel sjálfur höfuðpaur þeirra,
Emil Jónsson, lýsti því yfir
í útvarpsumræðum um málið,
að nú loksins væri Alþýðu-
flokkurinn búinn að leggja á
hilluna það mál flokksins að
leggja áherzlu á beina skatta,
miðaða við efni og aðstæður
og þá að sjálfsögðu að láta
þá ríku borga mest.
Nú voru þeir komnir á þá
skoðun að höfuð áherzluna
ætti að leggja á neyzluskattana
eins og söluskattinn, sem þýð-
ir það að þeir fátæku með
stórar fjölskyldur þurfa að
borga tiltölulega mesta skatta.
Þetta er nú orðið eftir af
þeirra jafnaðarmennsku. En
Emil hafði á reiðum höndum
viðhlítandi skýringar á þessu.
Þeir í Sovétríkjunum hafa
sinn söluskatt, sagði hann, og
það jafnvel hærri en íslend-
ingar, og finnst mér þá langt
gengið, þegar ríkisstjóm er
farin að vitna til þess í Sovét
sem einhverskonar fyrirmynd-
arskipulags. En það má vel
vera rétt að þeir þar hafi sinn
söluskatt og það eitt eigi að
sætta okkur vinstri menn við
hann.
En ég hygg að það þurfi þá
meira til úr sovétskipulaginu
ef það á að sætta okkur við
sífellt hækkandi söluskatt eða
tilsvarandi neyzluskatta. Ef
Emil vill taka allan stór-at-
vinnurekstur í hendur ríkisins
og þó fyrst og fremst innflutn-
ings- og útflutningsverzlunina
úr höndum heildsala og ann-
arra auðhringa, og aðra þá
verzlun sem er í höndum ein-
staklinga, þá. -gatuc.... dálítið
breyzt viðhorfið til söluskatts-
ins, því þá eru þó líkur til
að hann skili sér allur í rík-
iskassann, og þá munu kannski
hverfa nokkrír helztií skatt-
svikararnir. Nei, málið er ekki
eins einfalt eins og þér hald-
ið, herra ráðherra.
En nú brá svo við að dr.
Gylfi var óvenju sanngjarn f
sinni ræðu við útvarpsumræð-
urnar um söluskattinn. Hann
hafði víst gleymt heima gömlu
húsmóðursvuntunni sinni sem
hann setti upp fyrir síðusfcu
kosningar og hefur oft notað
síðan við hátíðleg tækifæri,
eða þegar hann hefur í eyru
alþjóðar reynt að sýna framá
hve dásamlegt sé að lifa í
allsnægtalandi undir stjórn í-
halds og krata. Nei, því mið-
ur. Ég held að hann, Alþýðu-
flokksmaðurinn hafi aldrei séð
yfir eldhúsbekk ráðherrafrú-
arinnar. Ég held að hann hafi
ekki sett sig í spor húsfreyju
einyrkja-kotbóndans eða konu
hins óbreytta verkamanns. Og
hvað sem um það er að segja
að flestir búi við sæmileg lífs-
kjör hér á landi, þá er hitt
þó sannleikur að til þess að
skapa sæmilega lífsafkomu
þarf hinn almenni verkamað-
ur að vinna óhæfilega lang-
anp., vinnudag, og hvað sem
herra Gylfi eða aðrir ségja um
ágæti lífskjaranna þá má hitt
þó satt vera að enginn fjöl-
skyldumaður f verkamanna-
stétt lifir sómasamlegu lífi af
8 stunda vinnu, slíkt veröur
aldrei annað en hundalíf í nú-
tímaþjóðfélagi, enda er nú
þannig komið að allt virðist
benda til þess að hinn al-
menni verkamaður sé að hverfa
burt úr íslenzku þjóðlífi. Það
er orðið sjaldgæft fyrirbrigði
að ungur maður geri hina al-
mennu erfiðisvinnu verka-
á hinum nýja starfsvettvangi
Wm m HTj v ^ H 1 sínum. Þess verður vart að sumir óttast að Alþý ðuf lokkurinn
«8»! P Wj d | gjj
hafi oftekið sig á þessu mikla verkefni. Þrátt fyrir allt eru til fleiri Alþýðu- flokksmenn á Islandi en Bragi Sigurjónsson, án þess að jafn rösklega sé tekið til hendi í þeirra þágu. Til að
Hug-
sjónabarátta
Alþýðuflokkurinn er sem
kunnugt er mjög vaskur þeg-
ar hann vill það við hafa.
Þótt hann sé samvinnulipur
f hinum smærri málum hvik-
ar har.n hvergi þegar að
sjálfum kjamanum kemur,
heldur rfsa leiðtogar hans þá
í ofurmannlega stærð, og á
þvílíkum stundum má smæsti
flokkur þjóðarinnar virðast
sá voldugasti. Slfkt gerðist
til að mynda þegar veita
skyldi bankastjórastööu við
útibú Útvegsbankans á Ak-
ureyri. Þá var komið við
kviku þess flokks sem um-
yrðalaust hafði fallizt á
gengislækkanir, óðaverðbólgu
og vinnuþrælkun, og um
leið og hann kenndi sín varð
hann harður eins og stál.
Hann tilkynnti Sjálfstæðis-
flokknum það stoltur og
æðrulaus að stjómarsam-
vinnunni yrði slitið, ef Bragi
Sigurjónsson hreppti ekki
embætti bankastjórans; þar
var loks fundið mál sem los-
aði úr læðingi allan þrótt
Alþýðuflokksins og gnæfði
hátt yfir hversdagslegt pex
um þjóðarhag. Og eins og
ævinlega þegar Alþýðuflokk-
urinn beitir sér bar hann
glæstan sigur af hólmi, og
fer sannarlega ekki ofsögum
af þvi hvernig meginhugsjón-
ir Alþýðuflokksins halda
þrátt fyrir allt áfram að
móta þær ákvarðanir sem
skipta sköpum í íslenzku
þjóðfélagi. Og ánægjulegt
hefur verið að fylgjast með
því af hve mikilli hörku
flokkurinn hefur síðan haldið
á þessum ágæta málstað sín-
um; þegar bankamenn hafa
uppi þjóðhættulegt tal um
heiðarleik í embættisveiting-
um er þeim ofureinfaldlega
bent á tukthúsið. Er auðséð
að leiðtogum Albýðuflokks-
ins væri hugleikið að rúmt
yrði um Braga Sigurjónsson
mynda hafa margir sjómenn
á ýmsum stöðum við Faxa-
flóa haldið tryggð við Al-
þýöuflokkinn allt til þessa
og m.a. tryggt Jóni Sigurðs-
syni margvíslega titla í sam-
tökum sínum. Þeim er nú
sumum spurn hvers vegna
Alþýðuflokkurinn hóti ekki
stjórnarslitum nema sjómenn
nái tafarlaust rétti sínum og
gengið verði að kröfum Jóns
Sigurðssonar. Ýmsir þeirra
undrast það hgers vegna Al-
þýðuflokksráðherrarnir bendi
ekki Einari rfka og félögum
hans á tukthúsið fyrst þeir
þverskallast við óhjákvæmi-
legum kröfum bátasjómanna.
En þvílíkar spumingar eru
sprottnar af misskilningi.
Alþýðuflokkurinn sóar ekki
baráttuþreki sinu á hvem
sem er, heldur elnvörðungu
á valda og verðuga menn.
Kunna þó hinir tryggu sjó-
menn að fá uppreisn æru
hjá þessum ágæta flokki sfn-
um áður en lýkur. Hver veit
nema Jón Sigurðsson eigi eft-
ir að verða bankastjóri?
— Austri.
mannsins að sínu lífsstarfi,
þeir sem ástæðu hafa til að
leita sér einhverrar menntun-
ar fara í allt annað en hina
illa launuðu stritvinnu og þeir
ungir menn, sem ekki ganga
menntaveginn fara miklu
fremur til sjós eða í eitthvað
annað en hina almennu verka-
mannavinnu, enda er nú svo
komið, að segja má að ekki
sé til nægur vinnukraftur til
að vinna úr þeim sjávarafla
sem að landi berst. Bjarga
þar miklu þeir bændur sem
alltaf em að flosna upp frá
búum sínum eða bændasynir,
sem lítið hafa að gera heima
fyrir á vissum árstfmum. En
þó má segja að nú sé 'þannig
komið að annað hvort verði
að fara að takmarka fram-
leiðslu sjávarafla eða að stór-
bæta kjör þeirra sem við hana
vinna og önnur almenn erfið-^
isverk.
Það er sagt að atvinnuveg-
irnir þoli ekki að greiða h.ærra
kaup. En ég vil spyrja á móti,
þolir þjóðfélagið það að það
búi svo illa að þegnum sín-
um sem vinna að undirstöðu-
atvinnuvegi þjóðfélagsins að
enginn fáist til að vinna við
hann nema þeir sem af ýms-
um ástæðum hafa engin skil-
yrði til að stunda aðra vinnu;
og í öðru lagi væri gaman að
fá hagfræðilegan útreikning á
því hvað verður af raunveru-
legu verðmæti framleiðslu-
vörunnar.
Það var upplýst af fjármála-
ráðherra í útvarpsumræðunum
fyrir jólin að fyrir eitt kg.
af saltfiski fengist um 17 kr.
og svo greiddi ríkið með hinu
sama kflói 9 kr., svo þá er
saltfiskkílóið komið uppí 26
krónur og þá finnst okkur orð-
inn nokkuð mikill mismunur á
því og því sem framleiðand-
inn fær, þ. é. utgérðafmaðúr-
inn og sjómaðurinn, en hann
fær um 3 krónur og er mis-
munurinn þá 23 krónur. Þetta
finnst mörgum nokkuð mikill
mismunur og væri mjög fróð-
legt að fá sundurliðaðan út-
reikning á því hvemig þessi
mismunur skiptist. Það kem-
ur enginn mér til að trúa því
að óreyndu að þessi mismun-
ur þurfi að vera svona mikill
án þess að þeir aðilar sem
mest hafa fyrir þessari fram-
leiðslu, þ.e. sjómaðurinn og
verkamaðurinn, fái meiri hlut-
deild í arði þessarar og ann-
arar slíkrar framleiðslu. Ég
held að þetta þurfi að breytast
áður en framleiðslan stöðvast
eða dregst stórlega saman
vegna þess hve léleg kjör þeir
búa við sem erfiðustu óþrifa-
verkin vinna.
Nei, góðir hálsar. Það þarf
engan að undra það þó við
fulltrúar verkamanna á sfð-
asta alþýðusambandsþingi
gleyptum ekki við því að taka
fulltrúa fhalds og krata f
stjóm Alþýðusambandsins. Við
þekkjum okkar heimafólk bet-
ur en svo, að við treystum
þeim mönnum, sem búið hafa
að okkur á síðustu árum eins
og raun ber vitni, til þess að
fara með okkar mál. Við e.á-
um það bezt þar hversu mikið
er að marka tal þeirra um
umhyggju fyrir verkalýðssam-
tökunum, þegar þeir geta
ekki einusinni samþykkt mál
sem þeir telja lífsnauðsynleg
fyrir samtökin, án þess að
setja það skilyrði að þeir verði
sjálfir teknir inn í sambands-
stjóm. Slíka hrossakaupmenn
kærum við okkur ekki um.
Ég veit að það má finna inn-
an þessara flokka menn sem
af alhug vilja vinna til hags-
bóta fyrir íslenzka alþýðu, en
hvað verður af þeirri baráttu
þeirra, þegar þeir síðan ganga
að kjörborðinu og kjósa sem
fulltrúa sína á löggjafarþing
þjóðarinnar þá sem alltaf eru
reiðubúnir til að ganga á rét.t
þeirra sem við verst kjör búa?
Það má segja um þessa menn
að þeir taka það með annarri
hendi, ' sem þeir gefa með
hinni.
Nú á vori komandi atanda
fyrir dyrum nýir samningar
um kaup og kjör.
Það væri vonandi að réða-
menn þjóöarinnar tækju með
skilningi á móti sanngjörnum
kröfym ' verkafólks um ba?tt
kjör. Þar gætu eflaust komið
til greina ýmis atriði sem
jafngilda kauphækkun ásamt
með henni, t. d. skattfríðindi
ýmisleg. Það er vitað mál, að
allir þeir sem einhvern at-
vinnurekstur stunda, allt nið-
ur í það að eiga einn vörubíl
geta á einn eða annan hátt
svikið undan skatti sem hinn
almenni launamaður getur
ekki. Þar af leiðir að allir
skattar á launafólki verða
hærri heldur en þeir ættu að
vera. Því tel ég mikla nauð-
syn á að þetta fólk verði að-
njótandi einhverra skattfríð-
inda og mætti t. d. benda á
skattfrelsi allrar yfirvinnu, a.
m.k. nætur- og helgidagavinnu
eins og oft áður hefur verið
bent á. Það er f hæsta máta
ósanngjarnt að faka kannski
meirihlutann í skatta af því
fé, sem fólk vinnur sér inn í
• Miðvikudagur 20. janúar 1965
nætur- og helgidagavinnu, á
þeim tíma, sem það á að hafa
til hvíldar, og er þar að auki
með þessari aukavinnu sinni
að bjarga þjóðarverðmætum,
sem annars mundi aðcins bíða
eyðilegging. Ég held að það
yrði minnst af fiskinum gert
að verðmætri útflutningsvöru
ef fólk legði ekki á sig nætur-
og helgidagavinnu og hvað
mundi t. d. Skipaútgerð ríkis-
ins segja ef við hættum að af-
greiða skipin á nóttunni eða
á helgidögum. Ég held, að það
mundi taka tíma fyrir þau að
tína upp hafnirnar kring um
landið ef svo færi, en, allt
þetta liggur fyrir af ekki verða
gerðar á þessu úrbætur. Það
gefast allir upp á því að leggja
á sig allt þetta erfiði og and-
vökur aðeins til að láta ríki
og bæ hirða þetta í skatt-
pening.
Því segi ég að lokum: Bæt-
ið kjör þeirra sem lægst hafa
launin og erfiðust verkin
vinna áður en þið standið
frammi fyrir þeirri staðreynd,
að verkamaðurinn hverfi úr
íslenzku atvinnulífi. Hvar
stæðu stórgróðamennimir þá?
Höfn á gamlársdag 1964,
Benedikt Þorsteinsson.
V örubílst jóraf élagið
Þ R Ó T T U R
AUGL YSING
eftir framboðslistum
í lögum félagsins er ákveðið, að kjör stjóm-
-arr trúnaðarmannaráðs og varamanna skulí
fara fram með allsherjaratkvæðagreiðslu
Og viðhöfð listakosning.
Samkvæmt því auglýsist hér með eftir
framboðslistum og skulu þeir hafa boriz’t
kjörstjórninni í skrifstofu félagsins eigi
síðar en miðvikudaginn 20. jan. kl. 5 e.h.,
og er þá framboðsfrestur útrunnínn.
Hverjum framboðslista skulu fylgja með-
mæli minnst 22ja fullgildra félagsmanna.
KJÖRSTJÓRNIN.
Bifreiðahappdrætti
Styrktarfélags vangefinna
Dregið var í happdrætti Styrktarfélags vangefinna
24. desember 1964. Út voru dregin eftirtalin númer:
1. R-12091 Ramblerbifreið. — 2. R-10780 flugferð
fyrir tvo til New York og heim. — 3. S-199 Ferð
með SÍS-skipi til Suður-Evrópu. — 4- R.16524
Flugfar fyrir tvo til Kaupmannahafnar og heim. —
5. H-422 Ferð með Gullfossi fyrir tvo til Kaup-
mannahafnar og heim. — 6. X-Í.781 Húsgögn eftir
eigin vali. — 7. G-84 Vörur eftir eigin vali. •—
8. U-634 ísskápur. — 9. G-2964 Saumavél. —
10. Ö-702 Vörur eftir eigin vali.
Vinningar verða afhentir á skrifstofu félagsins,
Skólavörðustíg 18, sími 15941.
Sveinafélaj? pípulafmingarmanna
FUNDUR
verður haldinn að Aðalstræti 12 fimmtu-
daginn 21. þ.m. kl. 8.30 s.d.
■Fundarefni: Nýir samningar.
Félagar fjölmennið. — STJÓRNIN.
4
r
t