Þjóðviljinn - 20.01.1965, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 20. janúar 1965
ÞJÖÐVILJINN
SlÐA 7
B
Ef við þvingum okkur til að hlæja'
Hörð gagnrýni á tveim gamanmyndum sem skarta með fjórum
skærustu kvikmyndastjörnum Stala og Frakka
náttúrlega sölugiltíið hundrað-
falt: það skaðar aldrei að
blanda dálitlu af mannesk.iu-
legheitum saman við grínið,
það vita allir. Og það veit
franski leikstjórinn líka. f hans
mynd eru tveir rosknir menn
(Gabin og Femandel) að reyna
að pússa saman þá „anda-
rassa“ sem þeir hafa ungað
út og þessu fylgja auðvitað
mikil umsvif og gauragangur.
Þessa smávægilegu skrýtlu
reynir Grangier að dubba til
„lýsingar á siðferði".
Hinn maeddi blaðamaður lýk-
ur máli sínu á þessa leið: tvær
stærstu stjömur ftala — þetta
er það sem þeim er boðið upp
á, og þetta fallast þær á að
gera. Tveir mestu leikarar
Frakka (því Fernandel og Gab-
in eru, þrátt fyrir allt, snill-
ingar) hér höfum við það sem
þeir hafa sig til að gera þegar
þeir eru sínir eigin framleið-
endur. Þetta er ekkert til að
.hlæja að, og ef menn gera það,
eða, nánar til tekið, þvinga
sjálfa sig til þess, þá hlæja
menn að vesaldómi.
bophia Loren’ og Marcello Mastroanni
að þessu.
Að þau skuli vera
Tvær kvikmyndir, önnur
frönsk en hin ítölsk, hafa ný-
lega verið sýndar í París. í
báðum koma fram vinsælustu
leikarar þessara landa: Sophia
Loren og Marcello Mastroanni
í „ftalskt hjónaband“ eftir
Vittorio da Sica og Jean Gabin
og Femandel í „Vanþakklátur
aldur“ eftir Grangier. Af sjálfu
leiðir, að þessar myndir báð-
ar eru líklegar til vinsælda og
það ekki lítilla. Það játar líka
gagnrýnandi franska viku-
blaðsins L’Express, Claude
Tarare. En sjálfur er hann
öskuvondur og telur báðar
myndimar einstakt afrek í
lágkúru og smekkleysi og megi
ekki á milli sjá hvor sé verri.
Hann er til að mynda ákaf-
rv* %
v.''''' íj
I?
. — L,Hiö iagöist tyr-
ir kappann.
lega hneykslaður á kamra-
spaugi því sem fer töluvert
fyrir í myndunum báðum. Til
dæmis: bam Sophiu Lo.ren hef-
ur étið kíló af kirsuberjum
með steinum. Því er sett stól-
pípa, það sett á koppinn og
hvatt til aðgerða lengi vel.
Glæsilegum nærmyndum af
Sophiu fylgir skruðningur
steina, dettandi ofan í kopp-
inn. Þá sendir De Sica á vett-
vang kerlingu nokkra sem
stamandi biður Sophiu um
þetta óumræðilega áhald. Hefði
hann, segir Tarare, sýnt okkur
gömlu konuna á koppnum líka
hefði honum verið sigurinn
vís. En Grangier byrjar sína
mynd einnig á ákafri leit Gab-
infjölskyldunnar að klósettum
í ókunnu húsi, og þeim vand-
ræðum sem upp koma þegar
^að finnst en reynist upptek-
ið.
í mynd De Sica hittir Mar-
cello Sophiu Loren í „húsi“,
nemur hana á brott þaðan,
kemur hpnni fyrir ippan um
mublur sínar, en neitar að
giftast henni. En með slóttug-
heitum kemur hún sér í hjóna-
band ásamt með þeim þrem
strákum sem hún hefur eignazt
í vistinni hjá Marcello, en
hann er ef til vill faðir eins
beirra. Gagnrýnandinn segir
bessa sögu alla, viðbjóðslegri
og heimskulegri en öll önnur
hrottaleg heimskupör ítölsk á
sviði kvikmyndagerðarinnar.
Og ekki bæti það úr skák, að
De’*Siea hafði af köldum flátt-
skap sölumannsins blandað
saman við sína grófu fyndni
nokkrum tárum, sem auka
Gauragangur
vegna
Mkhelangehs
Vesalings Michelangelo, ekki
fær hann að hvíla í gröf
sinni í friði fremur en margir
aðrir löngu látnir ágætismenn.
Nú er hafin á Italíu taka
kvikmyndar um hann og skal
hún byggð á allþekktri skáld-
sögu eftir Irwin Stone.
„I þjáningu og gleði”.' Allar
bumbur voru barðar, þegar
verkið hófst, en því stjórnar
Carol Reed, og aðalhlutverkið
leikur Charlton Heston.
„Skruðningur af hrynjandi
marmara; 130 miljónir líra
fyrir atriði sem tekur tólf
‘sekúndur að sýna á tjaldj”:
„Upphæðin sem eytt var á
fyrstu snúninga kvikmynda-
vélarinnar hefði nægt til að
gera tveggja klukkustunda it-
alska kvikmynd” — á slíkum
fyrirsögnum hófust lýsingar
blaðanna á því „sögulega
augnabliki” þegar kvikmynda-
takan hófst.
/
Fyrst af öllu var tekið atriði
í marmaranámu, þegar
!''lichelangelo heggur utan úr
fjallshlíð griðarmikið marrn-
araflykki, tvö hundruð tonn
að þyngd, og það veltur í dal
niður með feikilegum gaura-
gangi. Þetta atriði tekur tólf
sekúndur að sýna, sem fyrr
^egir, en marmarinn einn, sem
fer til spillis, kostar þrjár milj-
ónir líra. Framleiðendur mynd-
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■,
Ný mynd eftir Zavattini
Ég skal hreppa
verðlaunin
Hinn þekkti ítalski kvik-
myndajöfur, Cesare Za-
vattini, vinnur nú að mynd
sem hann nefnir „Ég má
engan tíma missa”. I viðtali
við Paese Sera kveðst hann
ætla að sýna í þessari mynd
bókmenntaheim Rómar og
það laumuspil sem haft er
í frammi þegar bókmennta-
verðlaun eru veitt.
Hetja myndarinnar er ung-
ur rithöfundur utan af landi
sem kemur til höfuðborgar-
innar til að vinna sér frægð
og ein helztu bókmerintaverð-
laun ársins. Hann’ svífsí
einskis til að koma fram
þessum hugðarefnum sínum.
og færir sér óspart í nyt
meðfædda leikarahæfileika
sína. Hann gengur fyrir ráð-
herra og biskup, bregður sér
uppi til kvenna, gerir sér
hvern mann að einkavini
sem gæti orðið honum að
liði. Eftir því sem við á þyk-
ist hann vera ýmist stuðn-
ingsmaður abstraktlistar, eða
ákafur byltingamaður, eða
sjúklingur eða verðandi
sjálfsmorðingi eða ómót-
stæðilegur hjartaknosari.
Þessi ungi maður lýgur, lof-
ar, hræsnar, ógnar.
Að lokum hefur hann sitt
fram — bók hans hlýtur
verðlaun. Og þá kemur á
daginn, að hann er í raun
og veru góðum gáfum gædd-
ur og sagan hans átti verð-
laun fyllilega skilin.
Myndin gerist á einum
sólarhring — daginn áður en
verðlaunum er úthlutað. Za-
vattini vill fá þekktan at-
vinnuleikara í aðalhlutverk-
ið, en öll önnur „ekta” rit-
höfunda og bókmenntagagn-
rýna.
Zavattini kveðst sjálfur
með engu móti vilja beina
geiri sínum gegn bókmennta-
verðlaunum yfirleitt, þótt
hann hæðist að því hvernig
þeim er úthlutað á Italíu í
dag. í landi þar sem svo lít-
ið er lesið. segir hann, eru
bókmenntaverðlaun ákaflega
gagnleg og mætti þeim
fjölga mikið. Hugmynd hans
er að sýna að það sé óhjá-
kvæmilegt að líf bókmennta-
manna og líf þjóðfélagsins
renni saman f eina heild,
draga upp mynd ekki aðeins
af samtíðarrithöfundi heldur
fyrst og fremst af ungum
borgaralegum menntamanni
og tækifærissinna, sem hvorki
býr yfir þolinmæði né sjálfs-
virðingu, trúir ekki á fram-
tíðina og reynir því að hrifsa
sem mest til sín nú f dag og
hér á staðnum.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■1 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
arinnar buðu 135 bandarískum
blaðamönnum að horfa á þessi
ósköp, og þar að auki slatta
af ítölskum, frönskum og ensk-
Framhald á 9. síðu.
Gakktu hægt innum gleðinnar dyr_
Argentína er töluvert kvikmyndaveldi þótt sjaldan sjáist kvik-
myndir þaðan hér norðurfrá. Argentínsk gamanmynd komst þó
til Hafnar fyrir skömmu og var allvel tekið. Hún gerist í heldur
vafasömu húsi, sem selur herbergi til skyndiásta. (Þar eru sjö
pör stödd, þegar þau ótíðindi spyrjast, að cinn gestanna hafi
tekið alvarlega drepsótt og látizt. Og þetta fólk, sem þar var
saman komið til litils gamans, verður nú að búa saman í sóttkví
í heilan mánuð. Sambúðin . verður nokkuð erfið, ekki sízt milli
þeirra, sem saman hlupu af holdsins girnd einni saman, og þau
einu sem geta að lokum yfirgefið húsið og borið höfuðið hátt
eru ung stúlka og pilturinn hennar, sem höfðu hvergi átt höfði
að halla, og svo barnahjón, bílstjóri sem vinnur á næturnar og
hans kona — þau höfðu aldrei getað verið ein fyrir krökkunum.
Það er því séð um að siðferðilegar niðurstöður séu tryggðar. —
Myndin sýnir skötuhjú, sem að lokum hata hvort annað eins og
pestina — þumbaralegan forstjóra og simavændisstelpu.
Tom Courtenay leikur hermanninn með ágætum, og virðist þessi Icikari vaxa af hverri raun. —
Hér sést hann í „Lygarinn Billy“ ásamt Julie Christie.
Hann var leiður á stríðinu
og gekk burt
Konungurinn og föðurlandið
nefnist ný ensk kvikmynd
eftir Joseph Losey. Hún segir
frá óbreyttum brezkum her-
manni í fyrri heimsstyrjöldinni,
og því er haldið fram, að hún
sé byggð á sönnum atburðum.
Þessi óbreytti hermaður er
fyrir herrétti, ákærður fyrir
liðhlaup, þar eð hann tók sig
til einn dapran stríðsdag og
gekk burt af vígvöllunum. Af-
staða manna til styrjalda hef-
ur breytzt, síðan þessi tíðindi
gerast, og margir myndu á-
líta, að hermaður, sem ' hlypi
æpandi burt frá skothríð, sýndi
fullkomlega eðlileg viðbrögð
við hræðilegum kringumstæð-
um. Þessi hermaður hefur samt
sem áður ekki æpt og ekki
hlaupið; hann gekk einfaldlega
burt vegna þess að honum
fannst að nú hefði hann feng-
ið nóg af svo góðu. Hann var
ekki herskyldaður, heldur gerð-
ist sjálfboðaiiði, hefur verið 3
ár í helvíti skotgrafanna, og
er einn eftir af þeirri hersveit
sem hann. var í upphaflega.
Því segir Gow í „Films
and Filming” að her-
maðurinn hafi helzt
til margar röksemdir með sér
þegar hann mætir þeim harð-
svíruðu styrjaldarsinnum, sem
eiga að dæma hann. Það er
því mikil heppni, að með hlut-
verk hermannsins fari Tom
Courtenay, sem geti túlkað
sakleysi og einfeldni án þess
að nokkurntíma beri á tilfinn-
ingasemi.
En Tom Courtenay er leikari
á hraðri framaleið og
marglofaður fyrir frammistöðu
sína í „Lygarinn Billy” og
mynd eftir sögu Sillitoes, sem
hér var sýnd fyrir skömmu og
nefndist „Einmana sigur”.
E'n gagnrýnandinn segir enn-
; fremur, að höfuðstyrkur
myndarinnar sé tengdur per-
sónu liðsforingja þess, sem
settur er til að verja liðhlaup-
ann, en þann mann . leikur
Dick Bogarde með miklum á-
gætum. Strangur agi er þess-
um stríðsmanni orðinn eðlileg-
ur, og hann heldur uppi vörn-
um fyrir þann óbreytta aðeins
vegna þess, að honum hefur
verið skipað að gera það, og
skipun hlýðir hann af skyldu.
En hann hefur tilhneigingu til
að harma bá staðreynd, að
hermaðurinn hefur brugðizt
skyldu sinni, en hann ha ði
áður sýnt af sér hetjuskap. En
sem á réttarhaldið líður. verð-
ur liðsforinginn óþægilega var
við misræmi milli eigin
skyldurækni og eigin sam-
vizku, og þessi innri, barátta
nær voldugu hámarlri undir
lokin. Þá hefur skipt um á-
herzlur: það óréttlæti sem
hermaðurinn hefur verið beitt-
ur hefur fyrst kallað fram
reiði og beiskiu en síðan
hefur það orðið vfirsterkara,
að meðan styriöld seisar. gefi
haganlegar huemvndir um
skyldur litið svierúm sam-
vizku oe mannúð Oa þar-
með er ákæru óbeinlínis stefnt
Framhald á 9. síðu.
i
!