Þjóðviljinn - 09.03.1965, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 9. marz 1965 ---------------------------------------- ■ ÞlðÐVILIINN..................... -----------------------------------------—---------------------- SlÐA 3
Ban.darískar sprengjuflugvélar leggja upp til árása á Norður-Vietnam frá flugstöðinni í Danang þar
sem sveitir landgönguliða úr bandariska flotanum voru settar á Iand í gær.
Bandaríkin færa enn
út stríðið í Víetnam
Ihlutun þeirra í það komin á nýtt stig með sendingu
landgönguliða; vopnahlésnefndin fordæmir loftárásir
SAIGON 8/3 — Tvær sveitir (bataljónir) úr landgöngu-
liði bandaríska flotans komu í dag með flugvélum og
skipum til hafnarbæjarins Danang í Suður-Víetnam. Þetta
eru fyrstu bardagasveitirnar sem Bandaríkjastjórn send-
ir þangað og hefur hún því stigið enn eitt spor á þeirri
braut að færa út stríðið í Vietnam.
Skæruliðar Þjóðfrelsishreyf-
ingarinnar skutu á bandarísku
flugvélamar sem fluttu land-
gönguliðana til Danaiíg, hæfðu
a.m.k. eina þeirra, en ekki varð
neitt tjón á mönnum að sögn.
önnur sveitin var flutt flugleið-
is frá Okinawa, þar sem land-
gönguliðið hefur eina helztu
bækistöð sína, en hin kom sjó-
leiðis.
I báðum sveitunum eru um
3.500 menn og er nú fjöldi
bandarískra hermanna í Suður-
Vietnam orðinn 27.000. Þessar
Það var staðfest í Jerúsalem
í dag að þangað væri komin
vesturþýzk sendinefnd til undir-
búningsviðræðna vegna upptöku
stjórnmálasambands milli ríkj-
anna. Bonnstjórnin tók ákvörð-
un um stjórnmálasambandið við
fsrael um hetgina, eftir að ljóst
var að ekki var samkomulag í j
henni um að flíta stjórnmála-
tengslum við Egypta í refsingar-
skyni fyrir heimboð þeirra til I
Ulbrichts.
Þessi ákvörðun Bonnstjómar-
innar hefur þegar haft þær af-
leiðingar að Hassan Marokkó-
konungur sem ættaði í opinbera
heimsókn til Vestur-Þýzkalands
í næstu viku þefur hætt við
hana og stjóm íraks hefur kall-
að heim sendiherra sinn frá
Bonn. Ekki er ósennilegt að á
fundi arabaríkjanna í Kaíró
verði ákveðið að taka upp
stjórnmálasamband við Austur-
Þýzkaland ef Bonnstjórnin gerir
alvöru úr ákvörðun sinni að taka
upp samband við fstael. Sam-
kvæmt Hallstein-kenningu $inni
yrði hún þá að slíta sambandi
við arabaríkin.
sveitir sem sagt er að eigi að
gæta hinnar mikilvægu flug-
stöðvar Bandaríkjamanna við
Danang í stað suðurvietnamskra
hersveita sem ekki er talið
treystandi til þess eru fyrstu
hersveitir Bandaríkjamanna í S-
Vietnam sem gætu barizt ein-
ar síns liðs. Allt hitt liðið hef-
ur þangað verið sent til að
stjórna suðurvietnömskum her-
sveitum í baráttunni við skæru-
liða.
Málgagn sovétstjómarinnar,
„Isves.tía“, sagði í dag að send-
mælum Vestur-Þjóðverja um að
tekið yrði upp stjómmálasam-
band milli þeirra, en talið er víst
að þeir muni fallast á það nú.
Martin Luther King, blökku-
mannaleiðtoginn sem stjórnað
hefur aðgerðum þeirra í Selma
og annars staðar f Alabama,
sagði f dag, að aftur yrði hald-
ið á stað á morgun. Hann kvaðst
myndu re”na að fá sambands-
öómctói m úrskurða að Wail-
ing landgönguliðsins til Suður-
Vietnams markaði tímamót í of-
beldisaðgerðum Bandaríkjanna í
Vietnam og bæri greinilega meS
sér að Bandaríkjastjórn stefndi
að því að færa út stríðið.
Brot á Gcnfarsáttmála.
í dag vom birtar í London á-
litsgerðir fulltrúa í eftirlits-
nefndinni með vopnahléi í Indó-
kína sem sett var til að fylgj-
ast með að haldin yrðu ákvæði
Genfarsamninganna frá 1954.
Meirihluti nefndarinnar, fulltrú-
ar Indlands og Póllands, lýsa
þeirri skoðun sinni að Banda-
ríkin hafi gert sig sek um brot
á Genfarsamningunum með loft-
árásum sínum á Norður-Viet-
nam að undanfömu. Fulltrúi
Kanada segir hins vegar að þess-
ar loftárásir hafi verið bein af-
leiðing af aðgerðum Norður-Vi-
etnams og geti því ekki talizt
brot á Genfarsamningunum.
Skýrt var frá því í Hanoi í
dag að sex bandarískar og suð-
urvietnamskar flugvélar hefðu
ráðizt á þorp eitt í Norður-Viet-
nam með sprengjum og vél-
byssuskothríð.
Barizt við Saigon
I Saigon var sagt að hermenn
úr stjórnarhernum hefðu í dag
hrundið áhlaupi skæruliða á
eitt virki hans norðaustur af höf-
uðborginni, og hefði orustan um
það staðið í margar klukkustund-
ir. 33 Saigon-hermenn féllu.
Sendiherrar Bandarikjanna í
14 Asíulöndum koma saman á
fund í Manila á Filipseyjum á
morgun og verður William P.
Bundy aðstoðarutanríkisráð-
herra í forsæti á honum. A dag-
skrá er stríðið í Vietnam.
1 báðum deildum Bandaríkja-
þings var í dag farið hörðum
orðum um framferði löfeglunn-
ar í Alabama. Einn þingmað-
ur í fulltrúadeildinni, Demókrat-
inn O’Hara frá Illinois, líkti
lögreglusveitum Wallace fylkis-
stjóra við stormsveitir nazista.
I öldungadeildinni féllu orð á
þá leið að kominn væri tími til
að sambandsstjórnin léti til
skarar skríða gegn þeirri ógn-
arstjórn sem ríkti í Alabama.
egar þetta er skrifað eru
enn ekki að fullu kurm
úrslitin í kosningunum cil
fýikisþingsins í Kerala á Ind-
landi sem fram fóru á
fimmtudaginn var, en eng-
um blöðum er um það að
fletta að sigurvegari kósn-
inganna var Nambúdiripad,
fyrrverandi forsætisráðherra
fylkisins og annar höfuðleið-
togi þess flokksbrots ind-
verskra kommúnista, sém
verið hefur hliðhollt Kínverj-
um og lengst til vinstri. Þeg-
ar úrslit voru kunn úr öli-
um kjördæmum nema tveim-
ur (kósið er í einmennings-
kjördæmum) höfðu vinstri-
kommúnistar Nambúdiripads
hlotið 41 þingsæti, sjö sætum
meira en Þjóðþingsflokkurinn
sem kom næstur, en samta.s
eiga 133 sæti á fylkisþinginu.
Þetta segir þó ekki alla sög-
una um þingstyrk vinstri-
kommúnista, þar sem náið
samstarf var í kosningunum
og verður á þingi milli þeirra
og Sameiningarflokks sósía-
lista, Samyutka, sem fékk 11
kjöma. Auk þess styðja sjö
af ellefu kjörnum utanflckkn-
mönnum vinstrikommúnista,
svo að samanlagt þingfylgi
þeirra og þessara banda-
manna er 59, Hitt flokksbfot
kommúnista sem fór miklar
hrakfarir í kosningunum
hlaut þrjá menn kjörna. Tal-
ið er hugsanlegt að .samstarf
geti tekizt með þeim og
bandalaginu sem styðurNam-
búdiripad, þannig að hanr
hefði á bak við sig 62 þinr
menn. Enn myndi þó van! '
fimm þingsæti á hreinar
meirihluta, og því er talið
sennilegast að sambands-
stjórn Þjóðþingsflokksins í
Nýju Delhi muni notfæra sér
heimild í stjórnarskrá alrík-
isins til að láta forseta þess
skipa fylkinu stjóm, en slík
forsetaskipuð stjóm hefur
verið við völd í Kerala síðan
1 september, og var það
reyndar ekki í fyrsta sinn,
sem þessi stjórnarskrárheim-
ild var notuð — eða misnot-
uð.
Ifylkiskosningunum sem
fram fóm í marz 1957
hlutu kommúnistar sem þá
voru óklofnir 60 þingsæti og
höfðu stuðning 5 óháðra, svo
að þeir höfðu meirihluta á
fylkisþinginu sem var þá
skipað 126 fulltrúum. Nam-
búdiripad, formaður komm-
únista í Kerala, myndaði
stjórn sem hófst handa um
að framkvæma víðtæka um-
bótastefnuskrá sem kjósend-
ur höfðu lýst samþykki sínu
við í kosningunum og var 1
fullu samræmi við stjómar-
skrá landsins og reyndar
einnig við stefnuskrá Þjóð-
• þingsflokksins. Allar þær
framkvæmdir miðuðu að
auknum afkösbum, bættum
lífskjörum og meira lýðræði.
Samþykkt voru lög um ný-
skipan í landbúnaði, sem
gerðu ráð fyrir skiptingu
stórjarða milli jarðnæðis-
leysingja og einnig þjóðnýt-
ingu jarða í eigu erlendra
auðhringa, en sambands-
stjórnin í Nýju Delhi lýsti
þau lög ógild. Stjórnarand-
staðan beitti sér gegn þess-
um umbótum með öllum ráð-
um, og þegar stjómin lagði
fram á þingi frumvarp um
nýja skipan fræðslumála tóku
leiðtogar kaþólskra, sem
hvergi em öflugri á Indlandi
en í Kerala, höndum saman
við stórjarðeigendur og aðra
andstæðinga stjórnarinnar,
efndu til óeirða sem urðu
sambandsstjórninni tilefni til
að setja Nambúdiripad af í
júlí 1959. 1 kosningunum
1960 var bandalag milli and-
stæðinga kommúnista, sem
urðu í minnihluta á þingi,
bótt þeir bættu við sig fylgi og
fengju fleiri atkvæði en
nokkur annar flokkur. Þjóð-
bingsflokkurinn myndaði
-tiórn f Kerala ásamt banda-
mönnum sínum, en hún
missti meirihluta sinn á
hingi í september s. 1. þegar
hópur þingmanna úr Þjóð-
þingsflokknum sagði skilið
við hann. Þessir þingmenn
voru óánægðir með afskipti
sambandsstjómarinnar af
málefnum Kerala og í kosn-
ingunum á fimmtudaginn
hlaut flokkur sá, sem þeir
hafa stofnað, Þjóðþingsflokk-
ur Kerala, 25 þingsæti. Beint
tilefni klofningsins í Þjóð-
þingsflokknum var eins kon-
ar indverskt Profumo-mál
(innanríkisráðherrann Chac-
ko var staðinn að ósæmilegu
kvennafari), en undirrótin er
almenn óánægja með verð-
bólgu, matvælaskort, verkföil
og síðast, en ekki sízt þá á-
kvörðun sambarjdsstjómar-
innar að gera hindi, sem
ekki er talað i suðurhlutum
Indlands, að ríkismáli. For-
setaskipuð stjórn var sett
aftur yfir Kerala í haust, og
nú em sem sagt taldar horf-
ur á að hún muni sitja á-
fram. Það segir sína sögu um
hvernig komið er fyrir þing-
ræðinu og lýðræðinu á Ind-
landi.
Um sama leyti s. 1. haust
sem Þjóðþingsflokkurinn
í Kerala klofnaði, var stað-
festur klofningurinn í röðum
indverskra kommúnista — R
«-"*omber stofnuðu vinstri
Nambúdiripad heldur ræðu
á kosningafundi.
kommúnistar, sem höfðu ver-
ið í minnihluta bæði í mið-
stjórn flokksins og í þing-
flokknum í Nýju Delhi, sinn
eigin flokk, marx-leníníska
kommúnistaflokkinn. 11 af
32 þingmönnum flokks.ins á
sambandsþinginu gengu í
hinn nýja flokk, þ.á.m. Gop-
alan sem hafði verið formað-
ur þingflokksins. Nambúdiri-
pad var annar helzti leiðtogi
hans. Aðdragandi þessarar
flokksstofnunar hafði verið
langur. Strax eftir að Ind-
land fékk sjálfstæði 1947 hóf-
ust deilur milli „vinstri” og
„hægri“ manna í kommún-
istaflokknum. Þeir fyrrnefndu
vildu leggja höfuðáherzlu á
stéttabaráttuna, samfylkingu
róttækra afla gegn hinni
innlendu auðstétt og er-
lendum auðhringum sem héldu
miklum ítökum í landina.
Hinir lögðu megináherzluna
á samstarf við vinstriarm-
inn í Þjóðþingsflokknum á
grundvelli þess borgaralega
þingræðisþjóðfélags sem
Indverjar höfðu fengið í arf
frá Bretum. Þótt oft yrðu
hörð átök milli þessara
tveggja arma í flokknum, var
það ekki fyrr en í október
1959, að leiðtogi hægrimanna,
Dangc, lýsti opinskátt fyrir
andstöðu sinni með fordæm-
ingu á samþykkt flokksstjóm-
arinnar um landamæradeil-
una við Kínverja, sem hann
taldi að ekki hefði verið
nógu harðorð í garð þeirra.
Á flokksþingi, sem haldið var
í apríl 1961 lögðu hinar and-
stæðu fylkingar fram hvor
sitt uppkast að nýrri stefnu-
skrá. Ekkert samkomulnn
tókst, en þingið fól nýkjör
inni miðstjórn að ganga fr'
stefnuskránni. 1 henni áttu
sæti um 40 vinstrimenn, 50
hægrimenn, en 20 miðstjórn-
armenn (einn þeirra var Nam-
búdiripad) voru ekki dregnir
í dilka. Þegar Ghosh, for-
maður flokksins, sem lengi
hafði tekizt að setja niður
deilur í flokknum, lézt í apr-
íl 1962, varð samkomulag um
að Dange yrði formaður.
Nambúdiripad, sem þá var
þegar tekinn að hallast að
vinstrimönnum, varð fram-
kvæmdastjóri, en sagði því
starfi af sér í febrúar árið
eftir. Enn hörðnuðu átökin
innan flokksins, og í apríl í
fyrra gengu 32 vinstrimenn
af fundi miðstjómarinnar,
en meirihluti hennar sem eft-
ir sat ákvað nokkrum dögum
síðar að reka þá úr henni.
Vinstrimenn sem nú höfðu
fengið í lið með sér ýmsa
þeirra sem áður höfðu verið
á milli fylkinga efndu fil
ráðstefnu í Tenali í júlí i
fyrra og var þar samþykkt
stefnuskrá, sem Nambúdiri-
pad var talinn aðalhöfundur
að, enda var í henni ekki
gengið eins langt og í upp-
kasti vinstri manna frá 1961
(þannig varað við þeirri
„vinstrivillu“ að hafna skil-
yrðislaust öllu samstarfi við
einstaka Þjóðþingsmenn), en
boðuð „stofnun alþýðulýð-
veldis sem byggt væri á sam-
steypu allra þeirra afla sem
einlæg væru í baráttunni
gegn lénsherravaldinu”. Sam-
tímis gaf flokksstjórnin sem
nú var eingöngu skipuð
hægrimönnum út sína stefnu-
skrá og var þar talað um
lýðræðisfylkingu allra „þjóð-
hollra afla“ og sérstaklega
um samstarf við „framfara-
öflin í Þj óðþingsf lokknum“,
og lýst fullu fylgi við hlut-
leysisstefnu Nehrus, en Kín-
verjum kennt um að vikið
hefði verið frá henni.
Stofnun hins nýja, „marx-
lenínska" flokks í septem-
ber í fyrra var þannig að-
eins staðfesting á klofningi
sem þegar var orðinn. Allir
þeir sem höfðu verið á Ten-
ali-ráðstefnunni voru reknir
úr hinum upphaflega komm-
únistaflokki, en tæplega
þriðjungur af fulltrúum
kommúnista á hinum ýmsu
fylkisbingum (49 af 170) gekk
í nýja flokkinn, flestir í
fylkjunum Andhra, "Vestur-
Bengal og Kerala. Þjóðþings-
flokkurinn taldi sig nú eiga
góðan leik á borði. Kommún-
istar höfðu verið eini and-
stöðuflokkurinn sem Þjóð-
þingsmenn höfðu haft ástasðu
til að óttast. Klofningurinr. í
röðum kommúnista var þeim
því auðvitað kærkominn, bó
með því skilvrði að hinn ný-
stofnaði flokkur vrði ekki
öflugri hinum. Ráðið til að
koma í veg fyrir það var að
stimnla leiðtoga hans „Kína-
vini“ og „þióðsvikara" og
fangelsa þá fyrir „landráð”.
Handtökurnar hófust 30. des-
ember og var haldið áfram
eftir áramótin. Uppundir eitt
þúsund vinstrikommúnistar
voru handteknir, þ.á.m. allir
helztu forvfgismenn beirra,
að undanskildum Nambúdiri-
pad (sem vel að merkja er
af einni göfugustu bramína-
ættinni í Kerala) og Basu
frá Vestur-Bengal. Það var
ekki tilviljun að flestir vora
handteknir f Kerala þar sem
kosningar stóðu fyrir dyrum.
Stjórn Þjóðbingsflokksins og
sambandsstjómin í Nýju Del-
hi vonuðust til að bessar
handtökur myndu spilla svo
fyrir vinstrikommúnistum að
eftir algeran ósigur þeirra í
Kerala myndi hinn gamli
kommúnistaflokkur verða
einn eftir á vettvangi stjórn-
^íianna, en fvlgissnauðari en
'ður og auðsveiparí Þjóð-
'■mcrnmönnum. Það dæmi var
■'”>vkt reiknað eins og áður
-’kin úrslit kosninganna f
s fimmtudaginn bera
'n->
Fyrstu árin eftir að Israelsrífci
var stofnað (og einnig vestur-
þýzka sambandríýðveldið) höfn-
uðu ísraelsmenn ítrekuðum til-
iid tíl af i-anna gönguna né
sira. lögreglu sinni
gegn göngufólkinu.
Rjúfa arabaríkin
tengsl við Bonn?
KAÍRÓ og JERÚSALEM 8/3 — Stjórnarleiðtogar allra
arabaríkja hafa verið boðaðir á fund sem hefst í Kaíró
á morgun og er ætlunin að fjalla um afstöðu ríkjanna
til Vestur-Þýzkalands, eftir að stjórnin í Bonn hefur á-
kveðið að taka upp stjórnmálasamband við ísrael.
Blóðugar kynþátta-
óeirðir í Alabama
SELMA 8/3 — Fylkislögreglan f Alabama í Bandaríkjun-
um réðst með svipum, kylfum og tóragasi á hóp blökku-
manna sem í dag lögðu upp í göngu frá Selma til Mont-
gomery, höfuðborgar fylkisins, til að fylgja eftir mann-
réttindakröfum sínum. Var gangan stöðvuð.
Kosningar í Kerala
1