Þjóðviljinn - 09.03.1965, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.03.1965, Blaðsíða 10
JO SÍÐA ÞI6ÐVILIINN Þriðjudagur 9. marz 1963 UND9R MÁNASSGÐ Skáldsaga eftir M. M. KAYE upp að höku. Skelfingin skein úr dökkum galopnum augunum. — Farðu út. Farðu burt und- ir eins. Rödd hennar var hás al ótta og viðbjóði. Þú getur ekki verið hér í nótt. Farðu burt. Conway hló ánægjulega. Ertu feimin, litla jómfrú? Já, það er eins og vera ber. En nú ertu gift kona, elskan litla. Hann horfði niður til hennar og í blóðhlaupnum augum hans var svipur sem hún hafði fyrr séð. Svipurinn sem hún hafði séð í augum Carlyons. — Sem ég lifandi! Þú ert bráð- falleg. Það var næstum lotning í þvoglulegri röddinni. Vegna allra þessara peninga hefði ver- ið tilvinnandi að giftast skrímsli, en að fá fegurðardís í kaup- bæti .... Hann rétti út höndina og tók í svartan hárlokk. Vetra sló ofsareið í fálmandi höndina. — Snertu mig ekki! Þú vog- ar þér ekki að snerta mig! Conway þreif til hennar þvert yfir rúmið. Hún varpaði af sér ábreiðunni og þaut fram úr rúm- inu, en eiginmaður hennar þreif í hárið á henni og með hrana- legu átaki kippti hann henni afturábak, svo að hún datt — . og komst ekki undan. 19 Alex var bæði sterkur og . hraustur og Niaz þekkti nógu mikið inn á heilahristing og við- beinsbrot til að vita hvernig j hann átt að bera sig að. Þegar í hann var búinn að ganga úr i skugga um að meiðslin væru ; ekki lífshættuleg, færði hann Al- 50 FLJUGUM ÞRIÐJUDAGA iigig FIMMTUDAGA '* LAUGARDAGA . FRÁ RViK KL. 9.30"'\, £RÁ NORDFIRDI KL. 12 F L U G S Ý N SÍMAR: 18410 18823* Smurt brauð Snittur við Óðinstorg Sími 20-4-90 AN Hárgreiðslu- og snyrtlstofa STEINU og DÖDÖ Laugavegl 18 III hæð flvftal SlMl 1 46 16 P E R M A Garðsenda 21 — SIMl • 33-9-68 Hárgreiðslu- og snvrtistofa D 0 M U R I Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN - Tjamar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SIMI: 14 6 62. HARGREIÐSLUSTOFA AUST- URBÆJAR — María Guðmunds- dóttir Laugavegi 13 — SIMI 14 6 56 — NUÐDSTOFAN ER 4 SAMA STAÐ. ex varlega úr jakkanum, setti viðbeinið saman og batt ramm- lega um með höfuðlinda sínum. Þegar hann var búinn að ná Shalini, reið hann til baka í smáþorp, sem þeir höfðu farið um skömmu áður. Þar gat hann útvegað hrörlegan burðarstól og nokkra burðarmenn og klukku- tíma seinna var Alex kominn - í kofa æðsta þorpsbúans í umsjá gamallar konu sem kunni grasa- lækningar. Hann hafði ekki rankað við sér fyrra en að morgni næsta dags og allan þann dag hafði hann talað og talað, meðan Niaz sat hjá honum og sá um að hann hreyfði ekki særða handlegginn. Hann hafði ýmist talað á ensku, urdu eða pushtoo, , umlandi og slitrótt. Hann gaf fyrirskipanir til vegagerðarmanna, hermanna, ræddi heimspeki við prest og stjórnmál við sendiherrann — umlaði sitthvað um Khanwai og hvítar geitur og heimskingja sem hvþrki/. vildu .heyra né sjá. En undir kvöld hafði hann farið að róast og hafði talað hvíslandi við Vetru. Eftir sólarhrings svefn vaknaði hann, ringlaður af deyfilyfjum og með þjakandi höfuðverk. Hann mundi ekkert frá síðustu vikum. síðast mundi hanri eftir því að póstvagninn hafði oltið á leiðinni frá Calcútta. Hann gerði ráð fyrir að hann hefði meiðzt, en hvað hafði komið fyr- ir geðvonda majórinn? Niaz gerði sér Ijóst að bezt var að láta Alex standa í þeirri trú, því að hann vissi að um leið og Alex myndi hvers vegna hann hafði riðið af stað, myndi hann halda áfram hvort sem hann þyldi það eða ekki. En Al- ex var ringlaður, sljór og kval- inn. Hann drakk auðsveipur jurtaseyðið sem kerlingin færði honum og sofnaði síðan aftur. Það var ekki fyrr en að morgni sjötta dags að hann mundi hvað gerzt hafði í Delhi. Það tók hann nokkra stund að átta sig á því hve langt var lið- ið síðan hann hafði riðið á eftir Vetru og Carlyon. Hann reis upp og studdist við heilbrigða hand- legginn og bölvaði Niaz í sand og ösku fyrir að hafa látið hann liggja þarna og fyrir að hafa deyft hann í stað þess að setja hann upp á hrossið og drösla honum til Dunjore eða aftur til Delhi. — Ef ég hefði gert það, hefði farið illa fyrir þér, svaraði Niaz hinn rólegasti. — Legðu á hestana. Við förum af stað undir eins. — Til Delhi? — Til Lunjore. Niaz hristi höfuðið. Ef við för- um að stað í dag, geturðu ekki riðið nema örfáar mílur. Bíddu hér einn dag í viðbót og ég skal ríða til Delhi og sækja föggur okkar. Ég er búinn að senda boð til Frasers sahib í Delhi og til Bartons sahib um að þú hafir orðið fyrir slysi. Það er engin ástæða fyrir þig að fara af stað. Ég kem til baka á morgun og þá getum við haldið áfram til Lunjore. — Við leggjum af stað í dag — innan klukkustundar, sagði Alex. Niaz horfði hugsi á hann og sagði svo kæruleysislega. Ég sendi mann niður að vaðinu. Fljótið lækkaði fyrir þremur dögum og lávarðurinn er farinn aftur til Delhi með vagninn, hestana og þjónustufólk sitt. Alex leit á hann. Var ungfrú sahib með honum? — Nei. En maðurinn talaði við einn af þjónunum og það átti svo að heita að ungfrúin hefði hitt vini á leiðinni og hefði hald- ið áfram til Lunjore með þeim. Alex lagðist með hægð útaf aftur og starði upp í sótugt loft- ið. Hann þagði svo lengi, að loks ræskti Niaz sig og spurði með hægð: Eigum við að leggja af stað í dag? — Nei. Alex lokaði augunum og hélt áfram án þess að horfa á hann. Ég bíð hér. Sæktu dót- ið okkar til Delhi. Hann sneri sér á hægri hliðina og horfði inn í vegginn. Niaz var burtu í tvo daga og Alex hafði nægan tíma til að hugsa. Hann verkjaði í hand- leggina og hann var enn með höfuðverk, en hann drakk ekki meira af deyfandi jurtaseyðinu, svo að hann var ekki syfjaður lengur. Hugsanir hans voru skýr- ar. Sem snöggvast hafði hann freistast til að ríða til Delhi og heimta skýringu af Carlyon lá- varði, en honum varð fljótlega lióst að slíkt væri tilgangslaust. hann hafði ekki minnsta rétt til að krefjast skýringa af Car- lyon lávarði, enda mátti gera ráð fyrir að Abuthnot ofursti sæi um þá hlið málsins. Hann gat ekkert gert í sambandi við Vetru heldur. Ef hún hefði hitt vini á leiðinni og haldið áfram með þeim, hefði hún getað verið komin til Lunjore fyrir mörgum dögum. Hún vissi nú þegar hvemig Conway Barton var og trúlega byggi hún nú hjá þessu vinafólki sínu, þangað til hún fengi ferð til Englands. Hvort hann óskaði þess að Vetra færi aftur til Englands var önnur hlið málsins, sem hann vildi helzt ekki hugsa um. Hann hafði forðazt að tengjast neinum böndum við konur af sinni þjóð og stétt, einkum vegna þess að hann var þeirraf skoðunar að skyldustörf ogkven- fólk ættu ekki samleið í svo ó- heilsusamlegu loftslagi og við svo erfiðar aðstæður. Annað- hvort myndi það bitna á starf- inu eða hjónabandinu. Þær kon- ur sem voru kyrrar á láglend- inu hjá mönnum sínum heitasta tímann eltust fyrir tímann, og ef þær fóru upp í fjöllin var um að ræða margra mánaða að- skilnað, og böm höfðu enn auknar áhyggjur í för með sér. Vinur hans hafði árið áður misst einkabam sitt og Indland var morandi í bamagröfum. Ef hann sæi nú Vetru aft- ur? Myndi hann þá koma £ veg fyrir að hún færi aftur heim til Englands? Hann vissi það ekki. Fyrir viku eða svo hefði hann með gleði horft á eftir henni á skipsfjöl. En það var áður en hann kyssti hana. Hann gat ekki gleymt þeirri stundu, þegar hann hélt henni í fangi sér. Hann sá fyrir sér litla, hjarta- lagaða andlitið og dökk augun, sem ýmist ljómuðu af von og hamingju eða voru áhyggjufull eða kvíðin. Hún hafði lært að stilla sig, bera höfuðið hátt og leyna einmanakenndínni og von- brigðunum. Ef til vill gæti hún líka lært að stjórna augnasvip SKOTTA CONSUL CORTINA brialelga magnúsar skipholfi 21 símar: 21190-211^^ > 4 '-fíTrjPrí, v r-^r* ^íaukur Gju&muHdóóOH. HEIMASÍMI 21037 VÖRUR Kartöflumús * Kókómalt * Kaffi * Kakó KR01N BtJÐIRNAR. * BILLINN Rent an Icecar Sími 1 8 8 3 3 Þú hlýtur að vera að gera að gamni þínu. an bíl gegn þjófnaði”? Hefurðu tryggt þenn- Námkeið í fíugumferðarstjórn Flugmálastjórnin á Keflavíkurflugvelli mun gang- ast fyrir námskeiði í flugumferðarstjórn fyrir pilta á aldrinum 19—25 ára. Námskeiðið verður kvöld- námskeið, sem stendur um 12 vikna skeið og mun kennsla fara fram í Keflavik. Væntanlegir þátttakendur skulu hafa a.m.k. gagn- fræðapróf og er góð enskukunnátta skilyrði. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í nám- skeiði þessu hafi samband við hr. Boga Þorsteins- son, yfirumferðarstjóra, í síma (92) 1442, milli kl. 10 og 12 f.h. Þátttökutilkynningar skulu hafa borizt eigi síðar en fÖstudaginn 12. marz 1965. Flugvallarstjórinn, Keflavíkurflugvelli. Trésmiður óskast Óskum eftir að ráða trésmið að Kópavogshælinu. — Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítal- anna, Klapparstíg 29, fyrir 25. marz n.k. Reykjavík, 6. marz, 1965. SKRISTOFA RÍKISSPÍTALANNA. FÉLAGSMERK! Hérmeð er óskað eftir tillögum um félagsmerki fyrir Læknafélag íslands. Tillögur sendist til skrifstofu félagsins, Brautar- holti 20 fyrir 15. maí n.k. Réttindi áskilin til þess að hafna öllum tillögum, en kr. 10.000 er heitið fyrir þá sem valin yrði. Stjóm L. f. Skóli ísaks Jónssonar Sjálfseignarsíofnun. ORÐSENDING TIL FORELDRA Þeir, gem hafa átt böm 1 skólanum og eiga börn fædd 1959, þurfa að láta innrita þau nú þegar eigi þau að sækja skólann næsta skólaár. Innritun fer fram þessa viku kl. 16—17. Sími; 32590 Skólastjórinn. i s 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.