Þjóðviljinn - 09.03.1965, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.03.1965, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 9. marz 1965 — 30. árgangur — 56. tölublað. Nambúdiripad sigurvegari. Sigur kommúnista í þingkosningunum í Kera/a á Indlandi Sjá síðu @ SANNANIRN- AR ERU HÉR ¦ Vísir segir í forustugrein í gær: „Fullyrðingar Þjóðviljans um alúmínbræðslur tvær, auðhringa- afl og nýjar stórvirkjanir norðanlands að kröfu Svisslendinga eru úr lausu lofti gripnar . . . Því er hér um vítaverðar falsanir Þjóðviljans í mál- inu að ræða. Auðhringadraugurinn er ekki annað en uppvakningur blaðsins sjálfs". ¦ Af þessu tilefni er hér birtur kafli úr skýrslu stóriðjunefndar til ríkisstjórnarinnar, dags. 6. fe- brúar s.l., þar sem frásögn Þjóðviljans er stað- fest í einu og öllu. Samkvæmt „vilyrði" auð- hringsins um 60.000 tonna alúmínbræðslu við Eyjafjörð gerir stóriðjunefnd síðan áætlun um kostnaðarhlið á virkjun við Dettifoss sem skuli vera lokið að fullu 1978 og á að tryggja auðhringn- um 110.000 kílóvött til viðbótar við sama magn frá Búrfellsvirkjun. ¦ Niðurstáða stóriðjunefndar í skýrslunni er að mæla eindregið með því að bæði verði virkjað við Búrfell og Dettifoss í þágu auðhringsins og erlendrar alúmínbræðslur bæði reistar við Straum og Akureyri. STÓRIÐJUNEFND 6. febrúar 1965 Framhaldsskýrsla til rikisstjórnarinnar um alumimumverkstnigja og storvirkjatij FramhaldsviB- raeður hafa síöan far'itt fram vitt hitt svissneska alumihiumfýrirtaeki og full- trúa AlþjoSabankans í Zurich um mittjan d'esember s.I. Fellst Swiss Aluminium þar kaX greitta 3 mill fyrir raförku fyrstu 10 árin, en síttan 2 1/2 mill,' en lagtti um leitt megináherzlu á þatt, att því vrtti gefinn kostur a raforku til þ'ess att stækka aluminiumverksmittjuna- upp í 60 þús. tonna árs- afköst innari fárra ára. Jafnframt gaf fyrirtæMS vilyrtti um, atS þatJ mundi ¦ taka til vinsamlegrar athugunar att reisá. nýja aluminiumverksmittju i nágrenni Akuréyrar, eftir aö -60 þús. tonna verksmitSju syttra yrtSi JokiS. Vegna þessara nýju vitthorfa-var nauttsynlegt att taka" raforkureikníngana til endurskottunar og kanna, hva.ga^áhrif ðrari' uppbygging aluminii^iSnal':¦'>¦" hefKi a þröun raforkumalanna^BH ¦:-'-' : '¦:. : ':¦:.¦---:-:::::::-¦::¦::>::-] w w frá S-Aíríku jókst um tæp 30% áríð '64 Alvarkgt umferða- slys á Miklubraut Þessi mynd var tekin í Ólafsfirði á dögunum, þegar isrekið var hvað mest þar í firðinuin og frostið komst upp í 14 gráður. Önnur mynd frá Ólafsfjarðarhöfn er á baksíðunni. — Ljósm. S.J. Lítil tíðindi af hafísnnm Náttúran heldur áfram sínu harmoníkuspili með ísinn fyrir Norðurlandi, en fremur sakleys- isleg er sú tónlist orðin miðað við þær ísfréttir sem bárust að norðan fyrir viku. í gærmorgun bárust ýmsar bjartsýnar fréttir að norðan, meðal annars tilkynntu varðskip Veðurstofunni að ísinn hefði nú fjarlægzt Hornstrandir og væri siglingarleiðin fyrir Horn fær skipum, að minnsta kosti í björtu. Hinsvegar hafði flugstjór- inn á SIF nokkuð aðra sögu að segja er hann kom út ísflugi í gærkvöld. Isinn lá þá upp að Hornströndum á stóru svæði og var sú leið þar með aftur lokuð skipum. Allmikil ístunga gekk langt suður á Húnaflóa, talsvert innar en Selsker. Skagafjörður var svo til íslaus, en hinsvegar teygðu ísspangir sig suður að mynni Eyjafjarðar og suður til móts við Flatey á Skjálfanda. Þær breytingar sem hafa orð- ið á stöðu íssins síðan lagt var í ísflugið eru þó þær, að ísinn fyr- Framhald á 9. síðu. Frei vann sigur í þingkosningum SANTIAGO 8/3 — Kristilegi demókrataflokkur Eduardo Frei forseta Chile vann mikinn sigur t þingkosningunum þar í gær, en flokkurinn hefur til þessa verið í algerum minnihluta á þingi. . Hann fékk nú meiri- hluta í fulltrúadeildinni þarsem kosið var um öll 147 þingsætin, hlaut 82. Aðeins var kosið um hluta öldungadeildarinnar. Kristi legir fengu nú 12 af samtals 45. Kommúnistar fengu 2 í öld- ungadeildinni og 18 í fulltrúa- deildinni, sósíalistar 3 og 15. „Róttse.kir" 3 og 20. Ihaldsflokk- arnir misstu mikið fylgi. ¦ í janúarhefti Hagtíðinda er yfirlit um innflutning til^" og útflutning frá viðskiptalöndum okkar allt árið 1964 og í desember mánuði 1964 sérstaklega. Af þeim skýrslum. kernur í ljós að heildarinnflutningur okkar frá Suður- Afríku árið 1964 hefur numið 8.128 milj. en árið 1963 hins vegar samtals 6,302 milj. Aukning milli ára er því um 29 af hundraði. * Útflutningur til Suður-Afríku og var 567 þús. '63, en 1.902 milj. 1964 og hefur hann því einnig stóraukizt. I desembermánuði einum árið 1964 nam innflutn- ingur frá þessu ríki 31 þús.; en var enginn 1963 í sama mán- uði. Útflutningur til S-Afríku í desemþer 1963 var fyrir 6 þús. kr., en í sama mánuði 1964 fyr- ir 17 þúsund og hefur því lið- lega þrefaldazt. Allur innflutningurinn á s. 1. ári er í vörudeildinni „ávext- ir og grænmeti", en það em Orange appelsínur, Crape Fruit og Golden Jubilee. Þetta verður að teljast ugg- vænleg þróun og sannarlega tím'i til kominn að við hér för- um að dæmi frænda okkar á Norðurlöndum og spornum við. henni. Aðfaranótt sunnudagsins varð mjög alvarlegt umferðaslys við gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar. Unglingspiltur ók stolinni bifreið út af veginum með þeim afleiðingum að bíllinn fór margar veltur og hafnaði í gryf ju sem er á aðra raaimhæð að dýpt. 1 bílnum voru 5 far- þegar auk ökumannsins og slös- uðust allir meira og minna, 5 þeirra voru fluttir á Slysavarð- stofuna og Iiggur einn pilturinn nú mjög þungt haldinn á sjúkra- húsi. Pilturinn sem ók bílnum er 17 ára og tók bílpróf fyrir nokkr- um dögum. Hann stal Mosk- vitsbíl um miðnætti aðfaranótt sunnudagsins og fór rakleitt að Alþingi á Þingvöllum? I gær var svohljóðandi þingsályktunartillögu útbýtt á Alþingi: Alþingi ályktarað samtímis sveitarstjórnarkosn- ingum árið 1966 fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um það, hvort stefna skuli aðþví að Alþmgi verði háð á Þing- völlum. Flutningsmenn þessarar til- lögu eru þeir Agúst Þorvalds- son, og Gísli Guðmundsso.i, báðir þingmenn Framsóknar. í greinargerð er rakin í stórum. dráttum saga aðset- ursstaðar Alþingis og :nvS- ferðar þeirrar, sem það mál hefur hlotið á Alþingi fram til þessa og í lok greinar- gerðarinnar er sagt svo, að stjórnskipuð nefnd, sem hafi haft það verkefni að athuga aðsetur ríkisstofnana, hafi gert það að tillögu sinni að bióðaratkvæðagreiðsla færi fram um málið. Segi flutn- ingsmenn síðan, að með til- löguflutningi sínum séu þeir að vinna að framgangi þeirr- ar samþykktar nefndarinnar. veitingahúsinu Lídó og hitti þar 5 unglinga 16—17 ára og baiið þeim með heim. Pilturinn ók austur Miklubraut og við gatna- mót Grensásvegar og Miklu- brautar skeði slysið. Á þessu svæði hafa miklir skurðir verið grafnir vegna vinnu við gatna- gerð. Pilturinn virðist hafa verið ókunnugur á þessum slóðum og líklega ekið mjög hratt. 1 stað þess að þeygja eins og vegurinn gerir ók pilturinn beint af aug- um, og lenti bifreiðin á um- ferðarmerki og lagði það alveg niður. Pilturinn reyndi þá að beygja inn á veginn en lenti þá á steinstöpli og skipti það eng- um togum að bifreiðin valt margar veltur og hafnaði loks J kvos sem er á aðra mannhæð að dýpt, og stöðvaðist þar á hjólunum. Sumir farþegarnir munu hafa kastast út úr bílnum í veltunni og slösuðust allir meira og minna. Allir unglingarnir voru fluttir á Slysavarðstofuna, nema önnur stúlkan sem í bílnum var, en hún virðist hafa sloppið ó- sködduð. Hin stúlkan hlaut á- verka á höfði, tveir piltanna meiddust á fótum, ökumaðurinn handleggs- eða axlarbrotnaði og fiórði pilturinn liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi og er tví- sýnt um líf hans. Billinn er gjör- ónýtur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.