Þjóðviljinn - 09.03.1965, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.03.1965, Blaðsíða 6
9 6. ÞIÓÐVnjINN Þriðjudagur 9. marz 1965 HÆ5TA HÚS HEIMS Innan skamms missir Empire Statc Building í Manhattan í New York sérstöðu sína sem hæsta bygging heims. Myndin hér að of- an er af „tvíburabyggingu” sem innan fimm ára á að rísa í að- eins 300-400 metra fjarlægð frá „methafan.um”. Empire State Building er 102 hæðir og 381 metri á hæð en „tvíburahúsið” sem á að heita „New York Trade Center” verður eitthvað um 450 metra hátt. Ætlunin er að eitthvað um fimmtíu þúsund manns vinni þar daglega og 230 lyftur eiga að flytja það fólk milli hæða. Ofan af byggingunni á að sjást 45 mölur í allar áttir. — Og þá mætti gjaman geta um bandarísku skilgreininguna á bjartsýnis- manni: Það er maður sem dettur ofan af 102. hæð á Empire State Building og heyrist tauta um leið og hann fer fram hjá annarri hæð: „Enn gengur allt vel”. • ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■■»■■■«■■» iihi Mynd af leigumorðingja í máiaHði Moise Tsjombes Sænskur höfuðsmaður, sem Interpol hefur leitað að um heim allan, hefur nú fundizt í Kongó og er það sænska stórblaðið „Dagens Nyheter” sem hefur þefað piltinn uppi. Höfuðsmaðurinn heitir Roy Earsson og er nú einn af leigumorðingjum Tsjombes. Fyrir nokkrum mánuðum strauk Larsson þessi frá Kýp- ur en þar var hann aðstoðar- maður yfirmanns sænsku frið- argæzlusveitanna. Hann hafði með sér allnokkrar birgðir af stolnum SÞ-ávísunum sem hann leysti svo út m.a. í Beirut og Suður-Afríku og þannig hefur verið unnt að fylgjast með ferðum hans. ★ „Dageng Nyheter" skýrir svo frá, að Larsson sé nú orð- inn einn af málaliðum Tsjombes og sé eini Svíinn í hernum þeim. Hinsvegar sé þar að finna tvo Dani og aðr- ir tveir séu á leiðinni. Flest- ir málaliðamir eru Belgíu- menn, Þjóðverjar og Suður- Afríkumenn. Larsson lætur svo um mælt, að nú sé hann loksins öruggur fyrir lögregl- unni' og honum falli „starfið” vel í geð. Og launakjörin verða að teljast sæmileg, hann fær 1800 bandaríska dollara hvem mánuð og þessi upphæð er lögð inn á bankabók — hinsvegar fær hann sem svarar 12 þúsund íslenzkum krónum í reiðu- fé til að mæta daglegum út- gjöldum. Það borgar sig að verja lýðræðið — stundum. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■.■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■■■••■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■»•» Hver samdi fyrstur manna orðtakið Járntjaldið'? Meiri kavíar fró Sovét vœntanlegur á markaðinn Meir en 90% af þeirri styrju sem veiðist í heiminum, berst > á land i Sovétríkjunum. í fyrra veiddust í Kaspíahafinuí> 153.000 hgk af styrju. Sovézk- ir fiskifræðingar búast við því, að í Kaspíahafinu séu allir möguleikar til þess að auka styrjustofninn. Þeir telja sig hafa fært sönnur á það, að án þess að skerða stofninn megi auka veiðina um nærri 500-000 hkg Rannsóknarráðið við styrjurannsóknastöð Sovétríkj- anna í Astrahan hefur nýlega haldið þing og gert áætlun um lausn þessa verkefnis. Á þinginu var rætt um við- hald á hinum gömlu klakstöðv- um styrjunnar í Volgu og að | stofna nýjar fyrir neðan Volgu- virkjunina. Ennfremur voru rædd fjölmörg vandamál í sam- bandi við að endurbyggja og færa í nýtízku horf styrju- vinnslustöðvarnar. Armstrong leikur í A-Þýzkalandi Vinur vor Louls Armstrong er enn á fcrð og flugi og ásamt tólf manna hljómsveit ætlar ar hann að halda þrenna hljóm- leika í Leipzig og Austur-Berl- ín dagana 22.—24. marz. — Hljómplötur Armstrongs voru áður heldur illa séðar í Aust- ur-Þýzkalandi og taldar „úr- kynjaður innflutningur” en nú virðist hann hafa sigrað þann hluta heimsins líka — víst er um það, að mikil eftirspurn j eftir hljómplötum hans er nú i í Austur-Þýzkalandi. ' Hver var það sem fann upp og fyrstur notaði hugtakið „Járntjaldið?" Churchill hefur lengst af verið eignaður „heið- urinn“ af þvi enda var gamli maðurinn orðhagur. Þetta er,s>-_ þó ekki með öllu rétt. R. Palme Dutt hefur sýnt fram á það í bók sinni „Problcms of Con- temporary History", að Churc- hill tók hugtakið ófrjálsri hendi frá dr. Joseph Goebbels, áróð- urssérfræðingi Hitlers John Peet, ritstjóri blaðsins „Democratic German Report“ í Berlín, hefur lagt fram ljós- mjmdaða forsíðu nazistadag- blaðsins „Frankfurter Anzeig- er“ frá 12. febrúar 1945. Hér eru þau orð þanin yfir forsíð- una alla: „Hinter eisemem Vor- hang“ eða Bak við jámtjaldið. Greinin, sem á eftir fer, er sögð vera byggð á frásögn hlut- lausra aðila í Búlgaríu og Rúm- eníu. blað og ólíklegt til sérstakra áhrifa”. Hvernig sem því er farið er það nú fullvíst og sannað, að þetta hugtak, sem Churchill og auðvaldsblöð um allan heim hafa reynt að gera ódauðlegt, er runnið undan rifjum þýzkra nazista. („Daily Worker“). Kennir dagblöðum ósigur Soldwaters Palme Dutt hafði hinsvegar rekizt á „járntjaldið" í mál- gagni Goebbels, „Das Reich“ þann 25. febrúar 1945. John Peet segir um þetta: „Vera má, að einhverjum starfsmann; í á- róðursvél nazistanna hafi kom- ið þetta hugtak í hug snemma í febrúar 1945 og sent það tíl dagblaða utan Berlínar ásamt beim fyrirmælum öðrum, sem áróðursstjórnin lét daglega frá sér fara.“ „Sennilega náði hugtakið heimsfrægð fyrir tilstilli áróð- urstækja „Þriðja ríkis“ naz- istanna ásamt aðstoð enska stórblaðsins „The Times‘.‘ — og Churchills. „Frankfurter An- zeiger“ yar hinsvegar lítt þekkt Nútmatónlist í algleymingi „Charlotte Moorman leik- ur nútímatónlist á cello“ stóð í tilkjmningunni fyrir utan listaháskólann í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Þetta var dramatískt kvöld fyrir þá 400 menn sem keyptu sig inn og bó enn meir fyrir þá 200 sem hlýddu á „konsertinn“ til enda. Konsertinn hófst ekki með þýðum strokum bogans við cellóið heldur fjórum skamm- byssuskotum, jkerandi og eft- ir því löngu kvenmannsópi og þrumuslögum á heljarmikla trumbu Síðan hamaðist ung- frú Moorman nokkra stund á hljóðfæri sínu. Það stóð á endum. að þegar áheyrendur héldu sig komna í að minnsta kosti sæmilega örugga höfn. greip ungfrúin hamar og braut rúðu ásamt nokkrum bambusstöngum. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■n■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■ — Sonur sæll, hefur þú velt því fyrir þér hvað sé innan í þessari trumbu? Áheyrendur héldu nú að ungfrú Charlotte Moorman gæti tæpast risið öllu hærra í list sinni, en þeir höfðu far- ið villir vegar. Ungfrúin steig nefnilega upp í stigatröppu með cellóið sér í hönd og lék upphafið af „Svaninum“ eftir Saint-Saens. Þegar eíst í tröppuna kom stakk hljóm- listarkonan sér hátíðlega' — með hljóðfærið í hönd — nið- ur í heljarstóran vatnsbala. Líkt og Anadýómene forðum steig hún svo upp af öldun- um, lamdi höfðinu við jám- stöng svo blóðið rann og hélt svo áfram að leika Saint- Saens — meðan þar til fengin hjúkka gerði að sárum henn- ar. Hinn þekkti Kóreumaður og nútímatónskáld Nam June Paik, aðstoðaði Charlotte með því að fletta nótnablöðunum. Ungfrú Moorman skýrði svo frá, eftir „hljómleikana“ að henni hefði verið ráðlagt að hafa tal af sálfræðingi þar eð hún væri „ógnun við tónlist- ina“. Sjálf kvaðst hún hins- vegar sannfærð um varalengt gildi verka sinna. Eins og. kunnugt er var for- maður Repúblikanaflokksins bandaríska Dean Burch, neydd- ur- til þess að' láta af embætti eftir ósigur flokksins í forseta- kosningunum, en við á að taka Ray Bliss. Burch hefur nú látið frá sér fara skilgreiningu á því, hversvegna flokkurinn hafi beðið slíkt afhroð, og segir þar meðal annars, að Repúblikana- flokkurinn hafi aldrei verið einhuga í koshingabaráttunni,^ enda þótt stefnuskrá flokksins og forsetaframbjóðandi hafi verið staðfcst með miklum meirihluta atkvæða á flokks- þinginu í San Francisco. Kosn- ingabaráttan innan flokksins hafi verið bitrari en dæmi séu til áður, og eigi blöðin þar mik- inn þátt í. þau hafi notað hvert tækifæri til þess að næla sér í forsíðufyrirsagnir frá flokkn. um. — Demókratar fengu við undankosningamar innan flokksins allt sem þeir þurftu á að halda í kosningabarátt- unni, segir Burch um leið og hann tekur hatt sinn og staf og kveður. Hann heldur því fram, að Repúblikanaflokkurinn og þá ekki síður forsetaframbjóð- andi hans, Barry Goldwater, hafi verið fómardýr stöðugrar gagnrýni „sem tæpast hafi ver- ið innan takmarka þess sem er ábyrg og hlutlaus blaða- mennska". Eins og eðlilegt má teljast, neitar Burch því með öllu, að Því miður! öfgafull hægrisjónarmið Gold- waters hafi nokkru ráðið um úrglit kosninganna. Hann held- ur því hinsvegar fram, að Goldwater hafi háð kosninga- baráttu sem byggist á sjónar- miðum er njóti víðtæks stuðn- ings með bandarísku þjóðinni. Það er 1. apríl næstkomandi, sem Burch lætur af embætti flokksformanns og Ray Bli§s tekur við. Benny Goodman. „KING OF SWING 1 „The King og Swing“ var Benny Goodman nefndur á ár- unum eftir 1930 og 1935 stjórn- aði hann vinsælustu „swing“- hljómsveit Bandaríkjanna. Enn er Goodman í fullu fjöri og „gullaldarplötur“ hans sem áð- ur voru sjaldgæfar og gengu manna á milli fyrir of fjár, eru nú óðum að koma á markaðinn aftur. „Swing, swing, swing“ heitir nýútkomin hæggeng hljómplata þar sem heyra má ýmsar beztu plötur Goodmans. Af meðleikurum hans má nefna Teddy Wilson, Lionel Hampton og Gene Kruba. — Ó guð minn goður, hversvcgna þurfti nú leik- húsið að lenda í klónum á leikhúsmönnum? (Ronald Bryden í „Ncw Statesman"). — Ekki nema tvo i rcikningi! — Því miður pabbi, við þessu er ekkert að gera. Ég er ekki -ins greindur og ég lit út fyrir! — Því miður! Enskir ungkratar gera uppreisn Enskir ungkratar hafa ný- lega haldið þing — en flokk- urinn vill ekkert af þeim vita! Leiðtogar Verkamannaflokksins hafa neitað að viðurkenna þingið sem svo aftur neitar að viðurkcnna flokksforystuna. Þetta vár fimmta ráðstefna ungkratanna sem haldin er Morecambe og eru hvatamenn hennar ungir vinstrimenn flokksins. Þeir eru það langt til vinstri, að þeir voru rekn- ir úr flokknum eftir ráðstefn- una í fyrra, og flokksforystan telur þá hálfkomma, nánar til- tekið trotskíista! Verkamannaflokkurinn neit- aði því að viðurkenna þetta þing en segir hinsvegar, að raunverulegt ungkrataþing verði haldið í maí. Eigi að síð- ur ko>mu um 1000 manns til þings en að sögn fundarboð- enda var það nokkuð tilvilj- unum háð, hvort þeir nutu fulltrúaréttinda. Þingið var ein samfelld árás á undanlátsstefnu Verkamannaflokksins. Þess var krafizt, að Wilson færi frá völdum, víðtæk þjóðnýting væri hafin og Englendingar hypji sig heim frá Malasíu. Fréttamenn segja >að hafa ver- ið athyglisvert, hversu vel þing. ið hafi farið fram, þingfulltrú- ar hafi setið hinir rólegustu oc samþykkt hverja ályktunina eftir aðra og ræðumenn talað vel og málefnalega. Hið virðulega íhaldsblað „Times“ lætur meira að segja í ljós undrun yfir því, að slíkt þing megi halda með fulltrú- um, sem „við fyrstu sýn lítur ekki út fyrir að geta setið í átta klukkustundir samfellt án þess að vera með hávaða". — Lífið er erfitt. Hann er jafnvígur á tíu tungumál og samt skilur konan hans hann ckki. (Salon Gahlin)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.