Þjóðviljinn - 09.03.1965, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.03.1965, Blaðsíða 4
4 SfÐA ÞTÖÐVILIINN Þriðjudagur 9. marz 1965 Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, augiýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19. Slmi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 90.00 á mánuði. * ' : ' .’ '. Að stela frá framtíðinni jyjorgunblaðið boðar í fyrradag þá kenningu í for- ustugrein að raforkustöðvar knúnar vatnsafli séu að verða úreltar með öllu; kjarnorkuver sem framleiði rafmagn á miklu ódýrari og hagkvæm- ari hátt séu á næsta leiti, og því séu nú síðus'tu forvöð fyrir okkur að koma vatnsföllunum í verð. Samkvæmt þessari kenningu hafa samningamir við alúmínhringinn þann tilgang að narra hann og gabba til þess að kaupa hér vöru sem sé að verða óseljanleg. En er þá ekki hæpið af Morg- unblaðinu að skýra opinskátt frá þessu óheiðar- lega ráðabruggi? Enda þótt ráðamenn auðhrings- ins séu þvílíkir afglapar að þeir hafi ekki gert sér neina grein fyrir þróun orkumála í heiminum, hljóta þeir að fara að hugsa sig um eftir að Morg- unblaðið hefur skýrt frá bragðvísi hinna íslenzku snillinga. ,1 Í'M AjM «.# '4 étt* , J^J'álflutningur af þessu tagi er til marks um rök- þrot íslenzkra stjómafvalda.’ Það er víssulega rétt að kjarnorkan mun í sívaxandi mæli verða notuð til rafmagnsframleiðslu, og þáttaskil munu verða í orkubúskap mannkynsins þegar vísinda- mönnum tekst að hemja vetnisorkuna í þessu skyni. En vísindamönnum ber saman um að hag- kvæmar vatnsaflsstöðvar muni um ófyrirsjáanlega framtíð framleiða ódýrara rafmagn en kjarnorku- ver. Ástæðan til þess að iðnþróaðar þjóðir um- hverfis okkur eru engu að síður að reisa kjarn- orkustöðvar til rafmagnsframleiðslu er sú og sú ein, að búið er að hagnýta vatnsorkuna í þessum löndum; ísland má heita eina landið í Evrópu þar sem enn er hægt að láta vatn knýja verulegar raf- orkustöðvar. Þær auðlindir eru sannarlega ekkert úrelt þing sem við verðum að losna við sem allra fyrst, heldur færa þær okkur yfirburði sem okkur ber sjálfum að hagnýta af sem mestri skynsemi. Og það er mikil fjarstæða þegar stundum er kom- izt svo að orði að vatnsorka okkar sé „óþrjótandi“; sérfræðingar hafa reiknað út að með eðlilegri þróun íslenzkra atvinnuvega verði vatnsorkan full- nýtt á 60—70 árum; sú kynslóð sem nú er að fæð- ast mun á æviskeiði sínu þurfa að nota alla þá orku sem felst í íslenzkum vatnsföllum. Ódýr orka er undirstöðuatriði iðnaðarþjóðfélags, og það er ekki áhyggjumál heldur sérstakt ánægjuefni að við eigum orkulindir sem geta enzt okkur svo- lítið fram yfir næstu aldamót. Ef við hagnýtum orkuna sjálf jafnt til útflutnings og iðnaðar sem annarra þarfa mun hún margfaldast að verð- mæti, og það mun styrkja íslendinga mjög í við- skintum við aðrar þjóðir að við eigum kost á ó- dýrari og hagkvæmari orkulindum en þær. En ef við förgum þessum auðæfum fyrir ábata, sem skammsýnir menn þykjast geta reiknað út á blaði pT’ntn itía i vaiim'nm' aðpinc ori ^tela fra Irnrr tíðinni, börnum okkar og barnabörnum. — m. Ríkið beiti sér fyrir stofnun sani' taka til að annast síldarflutninga □ Á miðvikudaginn var kom til umræðu í Sameinuðu þingi tillaga Bjöms Jónssonar og Ragnars Arnalds um skipulega síldarflutninga og löndunarmiðstöðvar. Björn hafði framsögu fyrir tillögunni og fer framsöguræða hans hér á eftir: ÞINCSIA Þ|ÓÐVIL|ANS Herra forseti. Tillaga sú til þinggályk-tunar, sem ég flyt hér ásamt 5 landskjömum þing- manni, Ragnari Arnalds, fjallar um síldarflutninga og síldar- löndun. Efnislega er tillagan á þá lund, að Alþingi álykti að skora á ríkisstjómina að beita sér fyrir stofnun samtaka með síldarverksmiðjum og söltun- arstöðvum um rekstur flutn- ingaskipa, sem annazt gætu síldarflutninga til vinnslu- stöðva, þegar slíkir flutningar henta betur en flutningar veiði- skipanna sjálfra á eigin afla. Annað efnisatriði tillögunnar er svo það, að rannsakað sé, hvort ekki sé timabaert orðið og nauðsynlegt, að komið verði upp með samstarfi réttra aðila miðstöð, sem stjórni allri lönd- un síldveiðiskipa með tilliti til þegs, að sem fyllst nýting verði á afkastagetu vinnslustöðvanna og jafnframt á veiðimöguleik- um síldveiðiflotans. í greinargerð, sem tillögunni fylgir, er í megindráttum rakið. hvernig við höfum á undan- fömum áratugum reynt að að- laga verksmiðjukost okkar í síldarbræðslu þeim mikla breytileik, sem verið hefur á veiðísvæðum sildarinnar. Sú þróun, gem þar er greint frá, hefur að flestu verið næsta eðlileg. Fram á síðustu ár voru síldveiðar að langmestu leyti stundaðar á tiltölulega litlum bátum allt niður í 30—40 tonna og jafnvel enn minni og sjaldn- ast yfir 100 tonna. Möguleikar slíks flota, til þess að sigla langleiðir með afla og það jafn hættulega farma og síldin er, voru litlir. Umskipun í stærri skip til fiutninga var útilokuð af tæknilegum ástæðum og geymsluþol aflans lítið. Afleið- ingin varð því sú, að árangur í veiðum og vinnslu byggðist á því, að nægur kostur síldar- verksmiðja og söltunarstöðva væri nærri veiðisvæðunum og þá var sá kostur einn fyrir hendi að byggja nýjar verk- smiðjur eftir því, sem unnt var í námunda við hin breytilegu mið, Þannig höfum við í dag eignazt mikinn fjölda síldir- verksmiðja í öllum landshlut- um og söltunarstöðvar hið sama. Mikil fjárfesting f engri atvinnugrein hefur verið meiri fjárfesting nú um langt skeið en í síldariðnaðin- um, og hún telst jainvel í hundruðum miljóna króna allra síðustu árin og allt bendir til þess, að hún muni fara vax- andi á næstu tímum. Það er augljóst, að árangur af þessari miklu fjárfestingu í verksmiðj- um, söltunarstöðvum, skipum og síðast en ekki sízt margs jconar tækniútbúnaði hefur orð- ið mikiil og hlutur síldariðn- aðarins i þjóðarframleiðslunni er nú orðinn stærri og vænt- anlega árvissari heldur en nokkru sinni áður. Þannig mun t.d. verðmæti síldarafurða 28,4% af heildar- útflutningl 1962 og um 32% af heildarútflutningi árið 1963. HIuíut sildariðnaðarins gæti þó vafalaust vaxið enn. ef meiri áherzla væri lögð á meirj fullvinnslu til manneldis en gert hefur verið, en á þvi sviði virðast möguleikamir vera stórkostlegir. En þó að segja megi, að árangur hafi vissulega orðið mikill og möguleikar í heild vaxið á því að taka við þeim síldarafla, sem flotinn er færumað skila að landi, stönd- um við þó í rauninni enn í miðjum þeim vanda, sem ávallt hefur verið til staðar í þessari atvinnugrein, þ.e.a.s. þeim að aðlaga vinnslumöguleikana í landi þeim veiðimöguleikum, sem miðin bjóða. Norður- oe Suðvestur- land Undanfarin sumur hefur síld- veiði fyrir Norðuriandi, þar sem langsamlega mestur verk- smiðju- og vinnslustöðvakostur er fyrir hendi tregazt mjög og Björn Jónsson þó mest á s-1. sumri, þegar nær engin síld veiddist fyrir vest- an Melrakkasléttu. En jafn- hliða hefur veiði út af Aust- fjörðum orðið óhemjumikil og staðið yfir lengri tíma heldur en nokkru sinni áður. Og nú hefur það svo enn skeð, að síldveiðí við Suður- og Suð- vesturland sem virtist vera nsesta örugg að hausti og fyrri hluta vetrar síðustu 4—5 árin, hefur svo til alveg brugðizt á nýliðnu ári, en jafnframt hefur farið fram vetrarsíldveiði fyrir Austfjörðum og mjög mikill afli borizt þar á land langt fram á vetur. Á s.l. sumri voru verksmiðj- umar á Norðurlandi, sem eru nú 11 að tölu, flestar aðgerðar- litlar . þrátt fyrir afkastagetu, sem mun nema um 60 þúsund málum á sólarhring og nægan mannafla, og 40 söltunarstöðv- ar voru einnig vpl mannaðar en því nær algerlega verkefna- lausar og því reknar flestar með geigvænlegu tapi. Á s.l. hausti og vetri hafa svo verksmiðjumar og söltun- argtöðvamar á Suðvesturlandi hlqtið ekki ósvipað hlutskipti. Afleiðingar þessara sviptibylja i atvinnulífinu og á vinnumark- aðinum eru svo auðvitað marg- víslegar og leiða af sér marg- vísleg vandamál, m.a. mikla lægð í atvinnu og atvinnu- rekstri í síldarbæjunum á Norð- urlandi, sem að verulegu leyti hefur byggzt á síldveiðum og sildarvinnslu. Fleiri slík ár í röð munu vafalaust leika þá svo, að þeir bera sumir hverj- ir varla sitt barr og almennur fólkgflótti frá ónýttum at- vinnutækjum, eignum og hús- um brestyr á, ef ekki koma Framhald á 9 síðu. Eins og venjulega er deilt og þráttað um margt á íslandi í dag, menn geta ekki einu sinni verið sammála um hvort það séu Raunhæfar kjarabæfur að eiga kost á jafn góðri vöru og JURTA- SMJÖRLÍFI er, fyrir ótrúlega lágt verð. En allir ættu þó að geta verið sammála um að JURTA-SMJÖRLÍKI er framúrskarandi gott, og staðreynd er að pakkinn kostar að- eins 12 krónur og 20 aura. — Juria «4* jurta Minnist þess að: HAGStN HOSMÓÐIR NOTAR JURT A-SM JÖRLÍKI. AFGREIÐSLA SMJÖRLÍKISGERÐANNA HF v-í jurta

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.