Þjóðviljinn - 09.03.1965, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.03.1965, Blaðsíða 7
ÞIÖÐVILTINN SlÐA 7 Þriðjudagur 9. marz 1965 Fyrir nokkrum vikum, er Norðurlandaráðstefnan stóð sem hæst, gat prófessor Al- exander Jóhannesson þess í grein í Morgunblaðinu, að Danir hafi ætlað endur fyr- ir löngu að flytja alla Is- lendinga til Danmerkur og gróðursetja á Jótlandsheiðum. I gærkvöld talaði Gísli Krist- jánsson ritstjóri um józka heiðabændur, og það var varla von að hann stæðist freist- inguna og segði aftur söguna gömlu um það, er Danir ætl- uðu að flytja alla Islendinga á józku heiðarnar, enda er sagan „góð“ í þeim skilningi, að hún er skemmtileg til frá- sagnar. En því miður — ligg- ur mér við að segja — er sagan lygasaga. Hinir fornu Kínverjar höfðu það að máltæki, að ekkert væri léttara en orðið — en hið talaða orð væri svo þungt, að miljón hestar fengi ekki hreyft það úr stað. Hvað mætti þá ekki segja um hið ritaða orð! Allt frá þeirri stundu er mennirn’r lærðu að draga til stafs hafa þeir jafnan hneigzt til þess að leggja trúnað á allt, sem ritað er, enda hið skráða orð í ætt við galdur og töfra, og höfum vér vesalings menn oft mátt gjalda þessarar guðs- trúar vorrar á sannindi þess, sem skrásett er. Sagan um að Danastjórn hafi ætlað að flytja alla Is- lendinga á Jótlandsheiðar var opinberlega borin til baka fyrir 20 árum. Það var Þor- kell heitinn Jóhannesson pró- fessor, sem gerði þessa gömlu þjóðsögu höfðinu styttri 1 grein, er hann skrifaði f Andvara 1945: Við Skaftár- elda. Þrátt fyrir þessa aftöku gengur sagan um Islendinga og Jótlandsheiðar ljósum logum í hugskoti Islendinga, lærðra sem ólærðra. Árið 1961 kom út I< þindi blaðagreina Jóns Sigurðsson- ar á vegum Menningarsjóðs, og sá ég um þá útgáfu. I þessu bindi var prentuð grein á dönsku eftir Jón Sigurðs- son: P. C. Knudtzon contra „Island og dets Handel“, er birtist í danska blaðinu Kjöbenhavnsposten í júní 1840. 1 sambandi við verzl- nnareinokunina segir Jón Sigurðsson eftirfarandi: „Man troede — mirabile dictu — at det klogeste var at flytte Be- folkningen bort o«t sætte den ned paa Alheden í Jylland. Allerede var Planen lagt til Overförelsen da man pludse- lig besluttede af forsöge det yderste Middel — at lette Aaget noget“. Neðanmáls vitnar Jón Sigurðsson í rit- aða heimild máli sínu til sönnunar: Magazin for al- meenyttige Bidrag I. S. 188, 205. Rit þetta gaf út sá mæ*i maður, Carl Pontoppidan, forstjóri hinnar konungleau verzlunar á Grænlandi. ts- landi. Finnmörku og Færeyi- um. I „Skýrinaar og áthuga- semdir" við útgáfuna á blaðagreinum Jóns Sigurðs- sonar skrifaði ég eftirfarandi (bls. 413): „I heimildinni. sem vitnað er í, er ekkert sagt um að flytja eigi alla fbúa landsins Um eina þjóðsögu Islandssöaunnar Eftir Sverri Kristjánsson til lyngheiða Jótlands. Það hafði komið upp sú hugmynd í rentukammerinu að flytja 500 manns, einkum úr sjáv- arplássum Gullbringusýslu og Snæfellsnessýslu, en um al- mennan þjóðflutning var aldrei að ræda. Þetta er Ijóst af Skrivelse fra den Kongel. administrerende Direction for den grönlandske, islandske, finmarkske og færöiske Handel til det Kongel. Rentekammer 21. jan. 1785, prentað í Pontoppidans Maga- zin, bls. 205—208, sjá einnig: Rentekammer-Skrivelse til Kammerherre Levetzow ang. nogle med Hensyn til Island paatænkte Foranstaltninger, 15. jan. 1785 (Lovs. f. Island V. bls. 106—108); sbr. og Þor- kell Jóhannesson: Við Skaft- árelda, Andvari 1945, bls. 85—89. — Jón drepur á þessa fólksflutninga í bréfi til Maurers, 20. nóv. 1864: „Um fólksflutningana frá Is- landi hefi ég helzt byggt á því, sem Pontoppidan segir í Magazin for almeennyttige Bidrag, I, 205—208, Cfr. p. 188. — Mér hefir skilizt á honum, að það hafi lauslega verið stúngið uppá að flytja mart burt, eða allt, og það hafi einúngis verið fyrsta á- ætlun um, hvað kostaði að flytja 500 manns. Eg hefi einhverstaðar séð, að þessar skepnur hefði átt að fara til Jótlands, á heiðarnar þar, þegar þær hefði komizt híng- að“. (Bréf, 1911, bls. 365). Þessi skilningur á heimildar- skjalinu fær ekki með neinu móti staðizt. Bæði Espólín og Magnús Stephensen segja þessa sögu í ritum sínum. Sennilega stafar þetta af mis- skilningi á ummælum Pont- oppidans: Forslaget om Folke- Transporten, þ.e. mannflutn- ingur, ekki þjóðflutningur, bls. 188“.- Mér virðist mega ráða það orðalaginu í bréfinu tfl Maurers, að Jón Sigurðsson hafi verið farið að gruna að sagan um að flytja alla ís- lenzku þjóðina til Danmerkur væri dálítið vafasöm. En hann sýnist ekki hafa hirt um að kanna sannleiksgildi sögunnar frekar. Nú geta menn að vísu haft sínar skoðanir á verksviti danskra stjórnardeilda einveldisins, en áð þeim hafi nokkurn- tíma dottið í hug að flytja um 50 þúsundir Islendinga yfir hafið og gera þá að józk- um heiðabændum — það er einum dropa of mikið. Nú eru Danir sem óðast að búast til að gefa okkur hand- ritin (sumir vilja lfka gefa okkur sjónvarp, þeir vita hvað okkur kemur bezt). Væri það þá ekki vinargre'ði og í anda norrænnar sam- vinnu, að við Islendingar gæfum upp á bátinn söguna um þjóðarflutninginn til Jótlandsheiða, þótt Islands- sagan verði einhverri beztu skrýtlu sinni fátækari. 4. marz 1965. Sverrir Kristjánsson. Lánbrók e&a langbrók Frú M.E. virðist líða mikl- ar hugarkvalir þessa dagana vegna heilabrota um Hallgerði Höskuldsdóttur. Má nærri geta að ég vorkenni henni. Ég veit varla. hvort ég á að auka sál- arkvalir hennar með orðagjálEri mínu. En þar sem frúin virð- ist heldur trúa vesælum skóla- manni. sem varla er hálfnað- ur við nám, get ég ekki orða bundizt. Mér finnst harla ié- leg kímnigáfa hjá frúnni að hæða ungan skólamann og jafnvel valda því að hann missi áhuga á þessari fræði- Crein, alveg burtséð frá því, hvort hann hafði rétt fyrir sér í Höfuðlausnarmálinu. Ég vona, að frúin sjái þetta líka. En það get ég upplýst, að íslenzku- kennari við M.L. lýsti yfir fullu samþykki við álit nem- anda síns. En þar sem frúnni virðist svo mikil alvara í grein sinni í Þjóðviljanum 24. febrú- ar, vil! þessi ungi skólamaður svara henni og koma með nokkrar uppástungur. T.d. lambbrók. Hallgerður gat þafa átt brók úr lambaskinni, sem hún notaði á vetrum. Band- brók. Brók Hallgerðar gat hafa verið ofin úr bandi. Landbrók. Brók Hallgerðar gat hafa verið úr ull, sbr. myndun orðsins föðurlandsbrækur. Svo langar mig til að koma með nýjar tillögur í sambandi við orðið Iangbrók. Getur ekki nafnið langbrók verið dregið af því, að hár Hallgerðar hafi verið svo sítt, að það hafi náð niður á brók? Heldur finnst mér það nú samt ólíklegt, — og þó. Líklegast finnst mér nú samt, að brækur Hallgerðar hafi bara verið lengri en þá var í tízku; sem sagt, að Hall- gerður hafi verið hagsýn og verið annt um heilsu sína í veturharðindunum. Þetta lán- brókarnafn lízt mér ekkert á. Þó má til sanns vegar færa þetta með hamingjubrækurnar. Hinar eru algerlega út í hött. En — svo ég segi eins og Ari fróði foröum — hvakti es mis- sagt es i fræðum þessum, þá es skylt at hafa þat heldur, es sannara rcynisk. Aður en óg lýk bréfi mínu, vil ég fara þess á leit, sem formaður Eókmenntaklúbbs M.L., aö fxú M.F. geri sér ferð hingað austur og kynni fyrir lærdómsfuliuni firðum spekú- úlasjónir sinar um íslenzkar bókmenntir. Víst er, að frúin er hjartar.Iega vclkomin. Guðmundur Sæmundsson M.L, Fréttir af enskum bókamarkaöi Mannkynssagan Haraldur Jóhannsson hag- fræðingur hefur dvalizt undan- farna mánuði í höfuðborg Malasíu-sambandsins í Suð- austur-Asíu, kennt þar við há- skólann eins og skýrt hefur verið frá áður hér í blaðinu. 'Hann hefur sent Þjóðviljanum eftirfarandi pistil frá Kúala Lúmpúr: What Happened in History By V. Gordon Childe. Penguin Books, 5 s. Bók Gordon Childe What happened in history (Það sem gerðist í sögunni) hafði verið mér kunn um mörg ár, er ég í London í september 1963 tók mig til og las bókina og varð Ijóst, að bókin er lítið meist- araverk. „Hvernig hefur mað- urinn tekið framförum þessi nokkur hundruð árþúsund til- vistar sinnar á jörðunni?" er leiðarhnoða bókarinnar og upp- hafsorð formála Gordon Childe að henni. Á háskólaárum sín- um „lét Gordon Childe heiil- ast af einstæðum eiginleikum evrópskrar siðmenningar, eins og ef til vill þá eina getur hent sem koma frá annarri heimsálfu". Sjálfur hefur hann sagt frá, að hann hafi gefið sig að forsögu til að komast fyrir rætur þeirra. 1 upphafi bókarinnar kemst hann svo að orði: „Með tU- stuðningi fornleifafræðinnar verður sagan ásamt inngangi sínum, forsögunni, framhald náttúrufræðinnar. Hin síðar- nefnda les úr lögum jarðar „þróun" margskonar tegunda lífvera fyrir atbeina „náttúru- vals‘“, víðhald lífs þeirra og margföldun þeirra, sem líkam- lega falla bezt að umhverfinu. Maðurinn er síðasta mikla teg- undin, sem fram hefur komið; í skjölum jarðfræðinnar er steingervinga hans að leita í efstu lögunum, svo að í þess- um bókstaflega skilningi er maðurinn hæsta afsprengi þess- ara ferla. Forsagan hefur fyr- ir sjónum viðhald lífs og margföldun þessara tegunda sakir umbóta tækjakosts henn- ar, tilbúins og ekki áfasts (við manninn), sem tryggir aðlögun mannfélagsins að umhverfi sínu og umhverfis þess að hon- um. Og fornleifafræðin getur rakið þessa sömu ferla í sög- unni með tilstuðningi ritaðra heimilda að auki sem og rt þeim jarðsvæðum, þar sem dögun skráðrar sögu hefur seinkað. Án nokkurra breyt- inga á starfsaðferðum getur hún til þessa dags fylgzt með framgangi hneigða, sem greind- ar verða þegar í forsögunni*. . . Framfarir mannsins verða þannig ekki sökum brevtinsa á líkama mannsins, heldur felast í breytingum á tækjum hans og á skipulagningu mann- félagsins, sem maðurinn beit.ir í viðureign sinni við náttúr- una. Og það er einmitt sið- menningin, sem maðurinn hef- ur umfram dýrin sem í við- ureign sinni við náttúruna eiga allt sitt undir kjafti og klóm. Gordon Childe ræðir um þrjá þróunaráfanga siðmenn- ingarinnar eða með öðrum orðum þrjú framfarastig mannsins. Fyrsti áfanginn, stig Gordon Childe villimennsku, hófst fyrir 250.000 til 500.000 árum (en sumir mannfræðingar segja enn fyrr). Á þessu stigi var maðurinn sníkjudýr í náttúrunni, lifði af veiðum eða söfnun ætis. Stig þetta nær til nálega 98°/a tilvistardaga mannsins. Annar áfangi, stig vansiðunar, hófst fyrir 8.000 til 12.000 árum* sennilega fyrir botni Miðjarð- arhafs, með því að maðurinn tók að hafa samvinnu við nátt- úruna og auka þannig fæðu- kostinn, sem til staðar var með ræktun jurta og tamningu dýra. Þriðji áfan.ginn, stig sið- menningar, hófst með hinni svonefndu borgarabyltingu á flóðsléttum í Nílardalnum og Tigris.-Efratesdalnum fyrir um 'þáð bil 5.000 árum. Aðstaðan til j^rðræktar í flóðdölum þessúm var hin ákjósanlegasta. Bygg, meginfæðutegundin, gaf að jafnaði 86-faIda uppskeru. Bændur voru taldir á eða neyddir til að láta af hendi stóran hluta uppskerunnar, sem hafður var til viðurværis ým- isskonar sérhæfðum starfshóp- um, sem nú koma fyrst til sögunnar, (að nokkru marki), iðnaðarmönnum, kaupsýslu- mönnum, embættismönnum. Gordon Childe skiptir sið- menningarstiginu í þrjú skeið: bronsöld, sem nær til fyrstu tvö þúsund ára tímabilsins; frumjárnöld, sem hefs.t með fundi hagkvæmrar leiðar til vinnslu jáms i)m 1200 f. K. og spannar hina klassisku (grísk-rómversku) fomöld, léns- skipulagið í Evrópu; og loks nýöldina, sem hófst með landa- fundunum miklu, en komst í algleyming með iðnbyltingunni á 18. öld. Einkenni þessarar þróunar er, að sívaxandi hluti þjóðfélagsþegnanna er leystur af klafa framleiðslu lífsfram- færis. Niðurlagsorð bókarinnar er: „Framfarirnar eru tvíræðar, þótt braut þeirra sé hlykkjótt. Á braut þeirra upp á við skiptast á ölduhryggir og öldu- dalir. En á því sviði, sem forn- leifafræðin, sem og sagnfræðin nær til, fellur enginn öldudal- ur eins djúpt og sá, sem á undan fór; sérhver öldudalur rís yfir fvrirrennara sinn“. K.L. 24. 2. 1965 — H.J. BLAÐADREIFING Þjóðviljann vantar nú irtalin hverfi: þegar blaðbera í eft- AUSTURBÆR: VESTTmRÆR: Brúnir Tjarnargata Skipholt. Þ.IÓÐVILJINN — Sími 17-500. * t í> \ t i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.