Þjóðviljinn - 09.03.1965, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.03.1965, Blaðsíða 12
 Þriðjudagur 9. marz 1964 — 30. árgangur — 56. tölublað. AKUREYRI Stærsta dísilrafstöðin Éslandi tekin í notkun a D Á laugardaginn var tekin í notkun á Akureyri ný dísilrafstöð sem er hugsuð til að tryggja aukið rekstrar- öryggi Laxárstöðvarinnar. Dísilrafstöð þessi er hin stærsta á íslandi; 12 strokka 2820 hestöfl og snýst 500 snúninga á mínútu. . .. , B Knútur Otterstedt sagði, er rafstöð þessi var tekin í notkun, að með henni hefði rekstraröryggi kerfisins breytzt til muna og er þess vænzt að þessi stöð ásamt miðlunarmannvirkjum við Mývatnsósa geti tryggt full- nægiandi öryggi næstu árin, en sem kunnugt er hefur verið allmikið um truflanir af völdum íss í Laxárvirkj- uninni. Knútur Otterstedt lét blaðinu m.a. í té þær upplýsingar, að á vegum Laxárvirkjunar hefði verið sent út tilboð í 2000 kíló- vatta dísilvélasamstæðu. Einn- ig var hér óskað eftir tilboðuin í 3000 kílóvatta gastúrbínu. Var þetta gert vegna sívaxandi raf- magnsnotkunar og vegna kröf- unnar um aukið rekstraröryggi Laxárvirkjunarinnar. Alls bárust 48 tilboð í vélar , og 3 tilboð í gastúrbínu. Tilboð frá enska fyrirt.ækinu Ruston og Hornsby var lægst og endan- legt verð vélanna frá því var 4,2 milj. kr. Rafall og rafútbún- aður var einnig keyptur í Eng- landi fyrir 1,8 milj., Endanlega var svo gengið frá kaupunum í ágúst 1963 og veittu seljendur 5 -ma lán á 80°/n af kaupverðinu. Vél sú, sem tekin hefur ve:- 'ð í notkun er 12 strokka 2820 hestöfl og snýst 500 snúninga á mínútu sem áður getur. Hún er sjókæld og kælivatnið feng- ið úr þrem borholum, sem eru norðanvert við stöðina á Lauf- ðy.götu. Kælivatnsþörfin er mjög mi.kil eða 20 lítrar á sek. Vélin eyðir 250 gr. olíu á klst. og er olíukostnaðurinn á hver.ia kílóvattstund ekki yfir 50 aura. Ráiast fískvinnslu- stöðvar Vestfjarða / rekstur minkabús? Stjórn Félags fiskvinnslustöðva á Vestfjörðum hefur samþykkt að sækja um leyfi til minkaeldisstöðvar og beita sér fyrir stofnun félags um rekstur slíkrar stöðvar. Frá þessu segir í svofelldri frétt sem Þjóðviljanum hefur borizt. frá félaginu: Nýlega hefur verið lagt fram á alþingi frumvarp til laga, þar sem gert er ráð fyrir að minnka- eldi verði leyft aftur í landinu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að fyrst í stað verði 5 aðilum leyft að stunda ban^ a‘vinnurekstur Þar sem vita'!' er að minnka- eldi getur verið og er annars staðar verulegur stuðningur við j fiskvinnslustöðvar, hefur stjóm' Rafveita Akureyrar hefur séð um tengingu rafbúnaðar en hr. Dench frá fyrirtækinu Rustcn og Homby hefur séð um upp- setningu vélanna. Með tilkomu dísilstöðvarinnar er rafstöðin orðin 400 kflóvött eða 30°/o vatnsaflsins. Knútur sagði, að hér væri að- eins um tímabundna lausn á raforkumálum Akureyringa að ræða og þess vegna yrði þess freistað að fá heimild til nýrr- ar virkjunar í Laxá á Alþingi því sem nú situr. Taldi raf- veitustjórinn miklar líkur á því að heimildin fengist. ☆ Eins og skýrt var frá í frétt- ☆ um á sínum tíma Iokaði ís ☆ höfninni í Ólafsfirði algjör- ☆ lega einn daginn í siðustu ☆ viku. ísspöngin lá þvert yfir ýr fjörðinn og jakaburður var ☆ nokkur innan hafnargarð- ☆ anna. Fréttamaður Þjóðvilj- ■fr ans á Ólafsfirði, Sveinn Jó- ☆ hannesson, tók þessa mynd ☆ af íshrönglinu innan hafn- ☆ ar. Rætt um almanna- tryggingar á þingi — tillögur Alfreðs Gíslasonar voru allar felldar D í gær urðu umræður í efri deild Alþingis um frum- varp til laga um breyting á lögum um almannatrygging- ar. Frumvarp þetta er stjóm- arfrumvarp og felur í sér, að bótaupphæðir skuli hækka samkvæmt grunnkaups- hækkun verkamanna við al- menna fiskvinnu. D Félagsmálanefnd deildar- innar náði ekki samstöðu um málið og skilaði Alfreð Gísla- son sénáliti, sem hann mælti fyrir og flutti hann einnig breytingartillögur, sem voru felldar, en breytingartillögur meiri hlutans samþykktar. Heilbrigðis- og félagsmála- nefnd flutti tvær breytingartil- lögur við frumvarpið, sem voru samþykktar. Sjálfkjörið varð / Sjó- mannafélagi Reykjávíkur Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur var haldinn á sunnudaginn, og var þar lýst stjómark'jöri, varð stjórn- in öll hin sama og sl. ár og komu ekki fram aðrir listar en listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs. Fundurinn gerði samþykktir úm Lindarbæ, öryggismál við Reykjavíkurhöfn, skattamál, byggingarmál og hálfr- ar aldar afmæli félagsins. Sem áður segir voru breyting- artillögur Alfreðs felldar en til- lögur nefndarinnar samþykktar. Að því búnu var málinu vísað til 3. umræðu. Breytingartillögur Alfreðs voni þrjár og fer hér á eftir nefnd- arálit þar sem gerð er grein fyrir þeim: 1. í 1. grein er gert ráð fyrir að upphæðir bóta megi breytast í samræmi við grunnkaupstaxta verkamanna. Hér er aðeins um heimildarákvæði að ræða og ráðherra í sjálfsvald sett hverju sinni, hvort því gkuli beitt. Fátt er þó sjálfsagðara en að bætur almannatrygginga hækki til jafns við almenn vinnulaun, enda hlýtur réttmæti þess að hafa vakað fyrir ríkisstjórninni með flutningi frumvarpsins. Því leggur minnihlutinn til, að í stað Framhald á 9. síðu. Um tíuleytið í gærmorgun valt bíll á Keflavíkurveginum rétt við Hafnarfjörð. ökumaðurinn var einn í bílnum og var að koma frá Grindavík og ætlaði til Reykjavíkur. Þar sem bifreiðin fór út af er vegarkanturinn 6—7 metra hár. ökumaðurinn henti sér út úr bifreiðinni þegar hann sá hvað verða vildi og slasaðist hann ekki. Bifreiðin skemmdist mjög mikið. Arekstar í gær var árekstur á mótum Rauðarárstígs og Miklubrautar. Renobíl var ekið suður Rauð- arárstíg og inn á Miklubraut og lenti þar í árekstri við sendi- ferðabíl sem ekið var austur Miklubraut. Áreksturinn varð allharður og lentu báðir bíl- arnir upp á götueyjunni. Kona sem sat í framsæti Renobílsins slasaðist og var flutt á Slysa- varðstofuna. Formaður félagsins gaf skýrslu um starfsemi félagsins á umliðnu ári. Reikningar félagsins og sjóða þess voru lesnir og skýrðir og samþykktir einróma. Skýrt var frá kosningu stjórn- ar, en stjómin varð sjálfkjörin 20. nóv. sl., þar sem ekki kom fram nema aðeins einn listi, listi stjómar og trúnaðarmannaráðs félagsins. Stjómin er skipuð sömu mönn- um og voru í stjórn síðastliðið ár og er sem hér segir: Formaður: Jón Sigurðsson, Kvisthaga 1, varaform. Sigfús Bjamason, Sjafnargötu 10, ritari: Pétur Sigurðsson, Tómasarhaga 19, gjaldk.: Hilmar Jónsson, Nes- vegi 37, Varagjaldk.: Kristján ar síðar. Jóhannsson, Njálsgötu 59, með- stjómendur: Karl E. Karlsson, Skipholti 6, Pétur H. Thoraren- sen, Laugarlæk 6. Varamenn í stjórn: ÓIi S. Barðdal, Rauðalæk 59, Jón Helgason, Hörpugötu 7 og Sig- urður Sigurðsson, Njörvasundi 22. í árslok voru eignir félagsins kr. 1.739.343.60. Eignaaukning á árinu var kr. 258.264.14. Eignir Styrktar- og sjúkra- sjóðs félagsins voru í árslok kr. 1.079.128.44. Bótagreiðslur á ár- inu urðu kr. 125.929.00. Samþykkt aðalfundarins um öryggismál Reykjavíkurhafnar er birt á öðrum stað á síðunni, en aðrar samþykktir verða birt- Framsókn stóð með íhaldinu ★i Til viðbótar fyrri frétt- um hér í blaðinu um umræð- ur í borgarstjórn um bæjar- útgerð Reykjavíkur og sölu tveggja togara útgerðarinnar skal þess getið að Framsókn- armennirnir tveir í borgar- stjóm stóðu fast með íhald- inu þegar greidd voru at- kvæði um frávísunartillögu borgarstjóra við tillögu Guð- mundar Vigfússonar, borgar- fulltrúa Alþýðubandalagsins, í málinu. Nafnakall var við- haft við atkvæðagreiðsluna og féllu atkvæði þannig. ★i Já (við frávísun borgar- stjóra) sögðu íhaldsfulltrúam- ir: Geir Hallgrimsson, Gísli Halldórsson, Gróa Pétursdótf- ir, Baldvin Tryggvason, Olf- ar Þórðarson, Þór Sandholt, Þórir Kr. Þórðarson, Birgir Isleifur Gunnarsson og Auð- ur Auðuns, og Framsóknar- mennirnir tveir: Björn Guð- mundsson og Kristján Bene- diktsson. Kratafulltrúarnir greiddu ekki atkvæði um þessa tillögu. Oryggismál Reykjavíkur- haínar er „borgarskömm" Sjóma nnafélag Reykjavíkur krefst tafarlausra úrbóta Félags fiskvirmslustöðva á Vest- fjörðum samþykkt að sækja um leyfi til minnkaeldisstöðvar og beita sér fyrir stofnun félags um rekstur stöðvarinnar. Innan vébanda félags vors eru '11 frystihús á svæðinu Patreks- ;:rður — Súðavík, 14 að tölu. 'fó benda á í þessu sambandi, a bessi frystihús em með bol- 'kvinnslu um lengri tfma en! -,-'|rar vinnslustöðvar í landinu. | og hafa því betri skilyrði til fóðuröflunar. FloKkurinn Sósíalistafélag Reykjavíkur tilkynnir: Výju flokksskirteinin eru komin. Sparið félaginu tíraa og tilkostnað með þvi xð koma sjálfir i skrif -tofuna og vitja þeirra. — lpið alla virka daga kl '0—12 og 5—7, nema laug- 'rdasa kl. 10—12 f.h. Simi 1751C. ★ Undanfarlð hefur komið fram hvöss gagnrýni á hinum lélegu öryggisráðstöfunum við Reykjavíkurhöfn í Þjóðviljanum, Al- þýðublaðinu og fleiri blöðum, og kröfur um úrbætur. é Á aðalfundi Sjómannafélags Reykjavíkur sl. sunnudag var gerð cinróma samþykkt um málið og er þar skorað á hlutaðeigandi yfirvöld að gera í samráði við stéttarfélög sjómanna og Slysa- varnafélagið úrbætur á þeirri borgarskömm sem nú ríkir i ör- yggismálum Reykjavíkurhafnar. tilmælum til hafnarstjóra og lög- reglustjóra að þá þegar yrði auk- in varsla við höfnina og öll að- staða bætt til þess að draga úr slysahættu. Þessi tilmæli voru síðan árétt- uð með samþykkt sem gerð var Samþykkt Sjómannafélags R- kur er á þessa leið: „Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur. haldinn 7. marz I 1965, vill minna á að 27. nóv- ember 1963 beindi stjóm Sjó- ' mannafélags Reykjavíkur þeim á síðasta aðalfundi félagsins og send var sömu aðilum. Aðalfundurinn vill enn á ný skora á þessa aðila og borgar- stjóm Reykjavikur að gera sitt ýtrasta til að fyrirbyggja svo geigvænleg slys sem orðið hafa i Reykjavíkurhöfn á undanföm- um mánuðum. Fundurinn skorar á viðkom- andi yfirvöld að taka höndum saman við Slysavamafélagið og viðkomandi stéttarfélðg sjó- manna um úrbætur á þeirri borgarskömm sem nú ríkir í ör- yggismálum Reykjavíkurhafnar.’1 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.