Þjóðviljinn - 24.04.1965, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 24.04.1965, Qupperneq 1
Laugardagur 24. apríl 1965 — 30. árgaugur — 91. tölublað. Studentspróf á næstu grösum 315 stúdentsefni undirbúa sig fyrir prófin nú í vor <•>- Fj&isétt hátíðahöid sumardaginn fyrsta Hátíðahöld Barnavinafélagsins Sumargjafar á sumardaginn fyrsta voru mjög fjölsótt.' Hófust þau með skrúðgöngum barna úr Austur- og Vesturbæ í Lækjar- götu en þar fóru útihátíðarhöld fram. Myndirmar sem hér fylgja eru teknar í Lækjargötunni. Sú stærri er af þjóðdansaflokki er þama skemmti en hin þarfnast ekki skýringar. Síðdegis voru leiksýningar. fyr- ir börn í Þjóðleikhúsinu og i Tjamarbæ og einnig voru kvik- myndasýningar fyrir böm í nokkrum bíóum borgarinnar. Voru þær skemmtanir allar vel sóttar. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.) Þjóðviljinn aflaði sér í gærdag upplýsinga um fjölda stúdenta, sem nú undirbúa sig undir próf í menntaskólun- um þremur og Verzlunarskólanum. Alls verða 315 stúd- entar útskrifaðir nú í vor, ef allt gengur að óskum, 144 úr stærðfræðideild, 147 úr máladeild og 24 úr stúdenta- deild Verzlunarskólans. ■ Þetta verður nokkru fámennari hópur en í fyrra. Staf- ar það af verulegri fækkun í Menntaskólanum í Reykja- vík, en stúdentsefni eru hins vegar fleiri við hina mennta- skólana en í fyrra. Verzlunarskólinn er með svipaðan fjölda og áður. f gær fóru 167 stúdentsefni við Menntaskólann í Reykjavík í upplestrarleyfi. Þar af eru 10> utan skóla, allt piltar, en 102 piltar og 55 stúlkur ganga undir prófið sem skólanemendur, Hóp- urinn skiptist þannig á milli deilda, að 82 eru í stærðfræði- deild en 85 í máladeild. í fyrra útskrifuðust 211 úr Menntaskólanum í Reykjavík, og nú eru 187 í fimmta bekk. Þann. ig að stúdentafjöldinn í ár og næsta ár nær ekki fjöldanum, sem var í fyrra. Fyrsta stúdentsprófið verður 21. maí en það síðasta 12. júní. Stærsti hópurinn á Laugarvatni Stúdentsefnin á Laugarvatni Framhald á 9. síðu. sprengj- um varpað á N-Víetnam Keflavíknr- i ■ : | ganga 9. maí, — | I lagt af stað kl. 8 i I ■ ★ Cndirbúningur er uú í : | fullum gangi fyrir menning- : 5 arviku hcrnámsandstæðinga ■ • 1.—9. maí og Keflavíkur- 5 5 gönguna 9. maí í lok vikunn- : ■ ■ : ar. • ★ Ákveðið hefur verið að ■ • Ieggja af stað úr Reykjavík : : tveim tímum síðar en venju- : ■ lega eða klukkan átta. Er á- > ■ ætlað að göngufólk komi í ; • bæinn kl. 10.45 um kvöldið og j : þá hefst útifundur við Mlð- : j bæjarskólann i Reykjavík, ■ • sem mun standa í 20—30 jj ; mínútur. Nóttina eftir útí- j j fundinn eða aðfaranútt hins > j 10. maí eru 25 ár liðin frá ■ ■ því að fsland var hernumið í : ; fyrsta sinn. j ★ Þegar hafa allmargir látið • ■ skrá sig í gönguna og er fólk ■ ■ hvatt til að hafa samband við : : skrifsofu Samtaka hernáms- : j andstæðinga í Mjóstræti 3 hið • ■ fyrsta og láta skrá sig. Sím- : ■ inn er 24701. SAIGrON 23/4 — 200 flugvélar Bandaríkjamanna og stjómarhersins í Suður-Vietnam gerðu í dag mestu sprengjuárásir sínar til þessa á Norður- Vietnam. Bandarískir flugmenn, sem þátt tóku í árásunum, skýrðu svo frá, að samtals hafi 750 lestum af sprengjum verið varpað á hrýr, þjóð- vegi og aðrar samgöngumiðstöðvar í N-Vietnam. _______________________4190 af þeim flugvélum, sem þátt tóku í árásun- um, voru bandarískar, hinar tíu úr her Saigon- ftjómarinnar. Furðuleg tillaga Nielsens Fregnir frá Kaupmann.ahöfn herma að prófessor Westergaard Níelsen hafi á furali með þingnefnd þeirri sem fjallar um handrita- málið lagt fram tillögu vísindamanna þess efnis að danska þingið sendi samninganefnd til íslands til að semja um málið. Þessar tillögur vísindamancnanna hljóta að vekja furðu hér á fs- landi þar sem löngu er búið að semja um málið milli fslands og Danmerkur og danska þingið búið að gjalda jáyrði við þeim samn- ingum og þar af leiðandi ekkert frekar um málið að ræða milli landanna. ■■■■■■■•■'S"B■■»■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! j j j Osannindum „Frjálsrar þjáðar" hnekkt ) Yfirlýsing frá samninganefnd miðstjórnar Sósíal- istaflokksins um skipulagsmál Alþýðubandalagsins Árásirnar stóðu í rúmlega hálfa klukkustund og segja bandarískir flugmenn, að 43 m. löng brú hafi verið eyðilögð í árásunum, en alls hafi sjö brýr verið eyðilagðar. Það fylgir þess- um fréttum, að veðurskilyrði 1 nýútkomnu tölublaði af vikublaðinu „Frjáls þjóð” eru birtar fjórar æsifréttaklausur um undirbúning að myndun Alþýðubandalags í Reykjavík. 1 „fréttum” þessum er því haldið fram, að Sósíalista- félag Reykjavíkur hafi neitað aðild að Alþýðubandalaginu í Reykjavík, en miðstjórn Só- síalistaflokksins hins vegar tekið af skarið og haft þá neitun að engu. Án þess að elta ólar við annan slúðurburð blaðs þessa viljum við hér með lýsa þennan fréttaflutning af gangi mála innan Sósíalistaflokksins alrangan.- Við tökum fram, að Sósíalistafélag Reykjavíkur hefur þvert á móti samþykkt aðild að væntanlegu Alþýðu- bandalagi í Reykjavík, oginn- an samninganefndar mið- stjómar Sósíalistaflokksins, en í henni á formaður Sósíal- istafélags Reykjavíkur sæti, var full samstaða um bréf það frá 15. apríl s.l., sem „Frjáls þjóð” telur svo mikið fagnaðarefni. Við viljum vænta þess, að Sósíalistafélag Reykjavíkur og Málfundafélag jafnaðar- manna, sem lengi hafa átt gott samstarf, beri gæfu til að leiða samninga þá, er komnir eru vel á veg, um skipulag Alþýðubandalagsins í Reykjavík til farsælla lykta, enda þótt nokkrir aðstandend- ur „Frjálsrar þjóðar”, sem enga aðild eiga að samning- unum, haldi uppi samfelldum tilraunum til að spilla frekara samstarfi. Adda Bára Sigfúsdóttir Einar Olgeirsson Guðmundur Hjartarson Ingi R. Helgason Kjartan Ólafsson Páll Bergþórsson Tryggvi Emilsson. hafi verið „ákjósanleg“. Engar^ flugvélar Norður-Víetnam veittu árásarflugvéluhum viðnám og skothríð úr loftvamarbyssum er sögð hafa verið nær engin. Á- rásarflugvélarnar voru ýmist frá flugstöðvum í Suður-Víetnam eða flugvélamóðurskipum Banda- ríkjanna á Kínahafi. Víetkongsókn. Herlið Víetkong var í gær í sókn í grennd við hina mikil- vægu flugstöð Bandaríkjanna, Da Nang. Gerð var árás á lest eina ca. 11 km. norðaustur af Da Nang. Aðrir hermenn Víet- kong gerðu árásdr á herstöðvar stjómarhersins suður af flug- stöðinni. 1 gær reyndu stjórn- arliðar án árangurs að hrekja Víetkong úr stöðvum sínum að- eins 50 km suður af Da Nang, en urðu að hörfa eftir blóðug á- tök. Allan fimmtudag bárust fregnir af hörðum bardögum Ví- etkong og stjómarhers og Bandaríkjamanna og er hvergi nærri unt að henda reiður á því hvemig þeim bardögum hafi lyktað. Sjálfsmorðstilraun í Saigon í dag reyndi 22 ára gömul Búdda-nunna að svipta sjálfa sig lífi með því að gegnbleyta föt sín benzíni og kveikja síðan í. Fólk sem statt var þar í grennd gat hindrað konuna í því að bera eld að sjálfri sér. Nunnan hafði skrifað bréf þar sem hún sagði, að hún hefði svipt sig lífi með þessum hætti og fórn- að Búdda lífi sinu til þess að stuðla að friði í vietnam. G«gn stöðvum Vietkong Þá berast fregnir af því, að Bandaríkjamenn hafi í dag gert árásir á meintar stöðvar Viet- kong, en ekkert er þó sagt frá því, hvaða „árangur“ árásimar hafi borið. Bandarísk hemaðar- yfirvöld í Da Nang skýrðu svo Framhald á 9. síðu. ísbjörn í Kaupmannahöfn Oft hefur verið minnzt á hvítabirni I íslenzkum blöðum nú I vetur. Sá sem myndin er af gæti sem bezt verið að spóka sig einhvers staðar á Norðurlandi — ef hann væri ekki lokaður inni i dýragarðinum I Kaupmannahöfn, en þar var myndin tek- in nýlega, þegar vetrarferðarmenn af Gullfossi brugðu sér þang- að. — Önnur grein Sigurðar Guðmundssonar „1 vetrarferð” er á 7. síðu. — (Ljósm. Helga Sigurðardóttir). é. i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.