Þjóðviljinn - 24.04.1965, Page 6

Þjóðviljinn - 24.04.1965, Page 6
6 SIÐA HðÐVILIINN Stríðsdrengurínn frá síðustu dögum Þríðju ríkisins Sagan bak við fræga Ijósmynd f maí 1J545 fór mynd víðs- vegar um heiminn. Hún sýndi 16 ára dreng í einkenn- isbúningi nazistaflughersins. Drengurinn grét. Hénn varð tákn bess ósigurs, er Þýzka- land nazismans hafði beðið. En hvað varð svo um þennan dreng? Fyrir nokkr- um vikum birti austurþýzka tímaritið „Freie Welt“ mynd- ir af þessu tagi og spurði lesendur sína, hvort þeir gætu þekkt viðkomandi fólk aftur — og ef svo væri, hver hefðu orðið örlög þess. Einn hinna fyrstu, sem svaraði, var „drengurinn" á þessari frægu mynd. Frásögn hans var á þessa leið: Ég heiti Hans-Georg Henke. Ég er nú 36 ára gam- all og bý í Finsterwalde í Austur-Þýzkalandi. Ég hef þar yfirumsjón með starfsliði sjúkrahússins á staðnum. Þegar ég sá þesa mynd í tímariti fyrir mörgum árum. gerði ég mér þegar Ijóst, að þessi mynd var af mér. Mér kom nokkrum sinnum til hugar að segja frá þessu en hætti við það; vildi ekki láta þannig á mér bera. Ég var á þeim tíma, er myndin var tekin, ekki einn úr hinum svonefndu „Ach-Ach- hjálparsveitum“ heldur her- maður í loftvarnaliði flug- hersins. — 16 ára gamall. Ég var kvaddur í herinn í nóvember 1944, hálfu ári eft- ir 16 ára afmælisdag minn. Ég fór nauðugur í einkenn- "iábúninginn, ekki aðeins vegna þess að ég væri hræddur við stríðið, heldur einnig vegna þess, að ég þekkti nazismann, en það var meira en margir skólafé- lagar mínir gerðu. Faðirminn, sem var iðnverkamaður, hafði alltaf haft samúð með kommúnistunum og það voru þrír kommúnistar í kunn- ingjahópi okkar. Mér hafði með þvi að nota allar hugs- anlegar afsakanir tekizt að halda mér utan við Hitlers- æskuna. Ég hlaut nýliðaþjálfun í aðeins fimm vikur og svo var ég sendur til Magdeburg, þar sem ég lifði margar erf- iðar sprengjuárásir. En nazistarnir notuðu sér allt og 1945 var ég sendur til austurvígstöðvanna, sem þá nálguðust Stettin. 16 ára gamall var ég í fremstu víg- línu. Fyrsta raunverulega á- rás Rauða hersins hrakti okk- ur úr vígstöðunni. Sam- kvæmt fyrirskipunum eyði- lögðum við fallbyssur okkar og tókum þátt í almennu undanhaldi. Einhversstaðar tókst mer að ná í kvenreiðhjól. Ég hengdi stálhjálminn ásamt síðustu matardósinni á böglaberann og stefndi til vesturs ásamt herskörum af dauðsljóum flóttamönnum og hermönnum, sem orðið höfðu viðskila við herdeildir sínar. Henke i dag Ég er ekki alveg viss lím það, hvar og hvenær myndin MYNDIN var tekin, en það hlýtur að hafa verið að morgni dags 1. eða 2. maí. Á þessum slóðum var margt um stríðsfréttarit- ara, en ég tók ekki eftir því, að tekin væri mynd af mér. Við vorum á að gizka 120 talsins, sem sváfum í hlöðu í grennd við Rostock. Snemma morguns heyrðum við skot- hríð, við hlupum út og lent- um beint í flasinu á sov- ézkum hermönnum. Við hugsuðum um það eitt að komast aftur á aðalveginn í ímyndað „öryggi“ með aðal flóttamannastrauminum. Við hlupum yfir engi, dauðir og særðir hnigu _ til jarðar í kringum mig. Ég kastaði frá mér reiðhjólinu, sem aðeins tafði fyrir mér, ég missti stálhjálminn, matinn og ein- kennishúfuna. Að lokum náði ég flóttamannastraumin- um ásamt ca. 15 manna hópi úr _ hlöðunni. Ég hafði hlotið smásár á fæti og ég vil ekki halda því fram, að ég hafi hugsað neitt sérstaklega skýrt. Ég veit það eitt, að mér fannst ég aleinn í flóttamannafj öldanum, for- FIIÆGA. eldrar mínir voru látnir og ég hafði ekkert heyrt frá bróður mínum. Ég hljóp sem fætur toguðu. Ásamt tveim hermönnum öðrum reyndi ég að komast heim. Við vörpuðum frá okkur öllum vopnum og fest- um í þess stað á okkur hvít armbindi. Að lokum vorum við teknir til fanga, það hlýtur að hafa verið 8. eða 9. maí. Ég var sendur í stríðsfangabúðir og fékk taugaveiki, sovézkir læknar stupduðu mig unz ég komst til heilsu. í september 1945 var ég látinn laus. Nú vissi ég hvað mér bar að gera. Tveim mánuðum eftir að ég var kominn heim gekk ég í Kommúnistaflokk- inn og varpaði mér af hrifn- ingu út í vinnuna ásamt ungu fólki. Siðar gekk ég í alþýðulögnegluna og var í henni þangað til sjúkdómar neyddu mig til þess að hætta því starfi. Ég hóf svo vinnu við sjúkrahúsið í Finster- walde, og hin síðari ár hefi ég verið yfirmaður starfsliðs sjúkrahússins. — Hann hefur aldrei gert skyssu. — Né annað! (Salon Gahlin). Laugardagur 24. apríl 1965 Hver er það sem fer með stjórn v-þýzka flotans? f júlí 1956 tók Ruge aðmíráll hátíðlega við list- anum yfir 30 skip í endurreistum herskipafloía Vestur-Þýzkalands. Það er hreint ekki svo lítið vatn sem runnið hefur til sjávar frá þeim tíma, vestur-þýzki herinn er orðinn sannkölluð vítis- vél og flotinn hefur vaxið stórlega. Þess er þegar tekið að gæta, að flotastjómin hef' r mikil áhrif innan hersins og eins á stjómina í Bonn. Hvaða menn em það svo sem fara með þessi völd? Hækkiin skatta á bOum í Oiumörk KHÖFN 21/4 Poul Hansen fjár- málaráðherra lagði í dag fyrir danska þingið frumvarp um aukna skatta sem eiga að færa ríkissjóði 1200 miljónir danskra króna. M.a. er gert ráð fyrir auknum sköttum á sölu notaðra bíla, og hækkuðum tolum á bíla frá öðr- um löndum en eru í EFTA. Slík spurning á fullan rétt á sér, enda hafa hershöfðingj- ar bæði Hitlers og keisarans gert sitt til þess að halda við lýði þýzkum hernaðaranda. Hér er þess enginn kostur að rekja allt það ódæði, sem þessir menn hafa á samvizk- unni, í þess stað verður reynt að geía smávegis yfirlit yfir það, hverjir það eru. sem nú stjórna vestur-þýzka flotanum Staðreyndirnar eru þær, að nær allir flotaforingjarní voru hátt settir í flota Hitle'-' Henrich Gcrlack, sem e æðsti maður v-þýzka flotan nú, hefur verið. atvinnuher- maður frá 1926. Er nazistar hófu innrás sína í Pólland, var hann annar æðsti maður kafbátaflotans. Hann tók þátt í árásunum á Noreg og Dan- mörk, hann er einn af þeim, sem ber höfuðábyrgð á fram- kvæmd landgöngunnar í Nar- vik og hernámi Noregs. I launaskyni fyrir framgöngu sina varð Gerlack skömmu áður en stríði lauk hægri hönd Dönitz aðmíráls. Karl Adolf Zenker aðmíráll. ’elztur umsjónarmaður v- 'iýzka flotans, tók þátt í und- ú-búningi landgöngunnar í Danmörk, Noreg og Holland. Hans Barthel aðmíráll hefur haft með höndum verkfræði- deild v-þýzka flotans. Hann var ráðgjafi í flota Hitlers og gegndi auk þess ýmsum mikil- vægum störfum. Werner Erhard stjórnar nú skóla þeim í Kiel, er sér um menntun liðsforingja í v-þýzka flotanum. Hann gegndi svip- uðu starfi á árunum 1939—43 og ætt hans öll er bundin þýzkum hernaðaranda, allt frá því snemma á keisaratimabil- inu. Bolf Johannesen aðmíráll hefur verið í þýzka flotanum frá 1918. Hann stjórnaði her- skipi í árásunum á Pólland og Noreg og 1941 var hann út- nefndur meðlimur í herráði Heise aðmíráls. Frá 1943 til 1944 var hann yfirmaður flota- deildar við Norður-Noreg. Ernst Tineman aðmíráll í vestur-þýzka flotanum gegndi á stríðsárunum ýmsum hátt- settum embættum. Baron Huber von Wangen- heim er nú yfirmaður flota- skóla. Hann tók þátt í árás- inni á Noreg og hafði yfir skipi að ráða. Og þennan lista mætti lengja í nær það óendanlega. Sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem fyrir liggja, íeynast nú 'kki minna en 160.000 fyrrver- Framhald á 9. síðu. Nýr njósnastjóri Bandaríkjanna Lyndon B. Johnson, Banda- ríkjaforseti, tilkynnti það ný- lega, að hann hefði skipað William F. Rabom yfirmann bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Rabom þessi er fyrrver- andi aðmíráll og gegnir nú starfi sem undirstjóri við flug- vélaverksmiðju í Kalifomíu. Hann er sextugur að aldri. Raborn leysir af hólmi John A. McCone, en sá var skipað- ur í stöðuna af Kennedy og tók við af Allen Dulles. Und- anfarið hefur verið uppi um það orðrómur í Washington, að McCone vildi losna úr stöðunni, enda hefur hann ekki þótt gegna henni sem bezt. Blöð vestanhafs hafa haldið þvi fram, að mat leyniþjónustunn- ar sé of afturhaldssamt, eink- um þegar Suðaustur-Asía eiga hlut að máli! Frantz von Papen fer enn á stjá Þeir Frantz von Papen, fyrr- um ríkiskanzlari Þýzkalands og Willi Becker, sósíaldemókrat- ískur borgarstjóri í Dússeldorf, eru nú komnir í hár saman. Einnig hefur kastazt í kekki með von Papen og varnarmála- ráðuneytinu £ Bonn. Ástæðan er sú, að von Pap- en hefur ritað grein í afmæl- isrit herdeildar einnar í West- phalen, en í þeirri herdeild var hann á æskudögum sínum. Hann notar nú tækifærið til þess að ráðast harkalega að Roosevelt Bandaríkjaforseta. Af þessum sökum hefur borg- arstjórinn neitað að taka þátt í fyrirhuguðum hátíðahöldum herdeildarinnar og vamar- málaráðuneytið hefur einnig mótmælt. 1 umræddri grein segir von Papen m.a.: — Árið 1939 reyndu örlögin enn einu sinni að opna nýja möguleika fyrir skapandi afl Evrópulandanna. En leiðtogar beggja aðila voru slegnir blindu. Ef einhver sameiginleg sök þjóðanna er til, má nafn Franklin D. Roosevelts og þeirrar þjóðar, er hann veitti forystu, ekki vanta á listann. Svíþ/óð sósíaldemokrat- ísk Sódóma og Gémóra A/ // í september næstkomandi fara fram þingkosningar í V- Þýzkalandi og flokkamir hafa þegar tekið að nokkru til við kosningabaráttuna. Og það er bersýnilegt, að hér verður öll- um tækjum beitt. Stjórnar- flokkurinn, Kristilegir demó- kratar, hafa þegar ákveðið að leggja ekki svo litla áherzlu á trú og siðferði í kosningabar- áttu sinni. Og sem dæmi þess, hvað sé í vændum, ef sósíal- istar nái völdum, taka þeir gjama dæmi af Svíþjóð, sem sé hvorki meira né minni en sósíaldemókratísk Sódóma! Sósíaldemókratar hafa hvað þeim viðkemur reynt að halda fram fordæmi Skandínavíu hvað velferð og þjóðfélagslegt öryggi snertir og segja, að Þjóðverjar geti ýmislegt lært af þeim. Gegn þessum áróðri vilja svo kristilégir sósíal- demókratar vinna . með áður- nefndum „röksemdum’’. Þeir reyna að halda því fram, að hér, sé um að ræða algjörlega „guðlaus lönd“ sem séu á leið inn í „siðferðilega upplausn" og annað þaðan af verra. „Demokratie ohne Gott“ eða „Lýðræði án guðs“ — slíkar eru fyrirsagnir blaðanna, sem flokki Adenauers fylgja að málum. Yelferðarmálin enn... — Og svo lcgg ég tii, herrar mínir, að við dcilum 30 miljón krónum í arð til þeirra hluthafa, sem kveljast og þjást af vel- ferðarvandamálum . . . i i á

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.