Þjóðviljinn - 24.04.1965, Qupperneq 7
Laugardagur 24. aprfl 1965
<*
MdÐflLIINN
SlÐA J
.Vlynd eftir ALEXANDER CALDER, á sn.œviþakinni grasflöt við
Louisiana-safnið. (Ljósm. H.S.).
Þegar komið er í erlenda
höfn dreifist hópurinn af Gull-
fossi Þó . nokkrir reyni fyrst
að herja saman verður það
brátt augljóst að hver ætlar
sína leið, leitar einhvers ann-
ars en tilviljunarbundinn ferða-
félagi.
Þeim sem aldrei hafa séð út-
lönd fyrr er gjamt að hugsa
sér þau öll sem sólarlönd,
samkvæmt auglýsingum frá
ferðaskrifstofum, og þeir verða
fyrir vonbrigðum að finna Sví-
þjóð og Danmörku í vetrarklæð-
um, ganga í slyddu og logn-
drífu um Gautaborg, rétt eins
og heima á Reykjavíkurgöt-
um. En svo hressast menn
sinn við hvað, því enginn fer
í vetrarferð til þess að láta
sér leiðast. Verst er hve mað-
ur er ókunnugur og tíminn
naumur að kynnast borginni,
þar þyrfti einhver skipulagning
að koma til, að vetrarferðafar-
þegum stæði til boða kynnis-
ferðir um merkisstaði.
Flestir íslendingar mundu þó
sennilega í stuttri Gautaborg-
ardvöl kjósa að líta inn á
Sjóferðasafnið, („Sjöfartsmuse-
et“), sem er vel staðsett við
höfnina. Drögin að því voru
lögð 1913, en 1933 var fullbúið
yfir . það stórfenglegt safnhús
og höfðu sænskir útgerðarmenn
gefið stórgjafir til hússins.
Rétt við safnhúsið gnæfir Sjó-
mannsturninn sem reistur var
til minningar um drukknaða
sjómenn í fyrri heimsstyrjöld,
með höggmynd Ivar Johnsons
af sjómannskonu efst. Turninn
er útsjmistum, 62 metra hár.
Á neðstu hæð safnsins er sjó-
dýrasafn, en á tveim efri hæð-
um er að finna margan fróð-
leik um sjóferðir og siglingar,
fiskveiðar, skipasmíðar, sjó-
hernað. Minnt er á haffræði
og gildi hennar fyrir menning-
ar- og efnahagsframfarir
landsins.
Þarna er ekki einungis hægt
að fylgjast með sögu skipa og
siglinga frá víkingaskipum tíl
hinna risavöxnu farþegaskípa
tuttugustu aldar, safnið geymir
einnig ríkulegar minjar og
muni sænskra, sjpfarenda og
skipsbúnað langt aftan úr öld-
um. Fróðleiksþættir safnsins
éru alstaðar lífgaðir upp með
munum úr skipum, siglinga-
tækjum, nota- og eignahlutum
sjómanna, viðfangsefnum tóm-
stundaiðju þeirra og dægra-
styttingu.
Lengi hefur verið siglt að og
frá vesturströnd Sviþjóðar, og
Gautaborgarhöfn er ekkert smá-
smíði. Millilandaflutningar um
höfnina námu 7.7 miljónum
tonna árið 1963 og magnið
jókst enn drjúgum árið sem
leið. Verulegur hluti sænska
kaupskipaflotans á þar heima,
og skipasmíðastöðvamar í
Gautaborg eru með hinum
mestu í heimi. Margs konar
iðnaður annar er þar í blóma.
Hafnarboirgin verður áber-
andi í augum erlends ferðalangs
sem gistir Gautaborg fyrsta
sinni og heldur' til úti í skipi,
en enginn skyldi halda að borg-
in sé ekki annað og meira.
Leiklistarlíf og tónlistar er þar
mikið, fjögur leikhús í gangi,
Stora teatem var með Töfra-
flautu Mozarts og óperettu eft-
ir Osoar Strauss, Stadsteatem
sýndi Villiönd Ibsens og Kvinn-
as man eftir Moberg og í
„Studion“ m.a. Syndafallið eft-
ir Miller. Folketeatern bauð
upp á tvo gamanleiki. í Gauta-
borg er háskóli og íleíri æðri
menntastofnanir, forvitnileg
iistasöfn. Hinn nýi og glæsi-
legi Ullevi-íþróttaleikvangur
hefur rúm fyrir 53 þúsund á-
horfendur. í Gautaborg er nú
íslenzkur sendikennari við há-
skólann, Eiríkur Hreinn Finn-
bogason, og þar starfar einn
mikilhæfasti „sendiherra“ ís-
lenzkrar menningar erlendis,
dr. Peter Hallberg.
Kaupmannahöfn — ungum
íslendingum útlend borg eins
og hver önnur. Líklega verður
kynslóðin sem nú er tekin að
reskjast hin síðasta, sem finnst
Kaupmannahöfn annað og
meira —, í vitund þeirrar kyn-
slóðar er Kaupmannahöfn enn
fast bundin íslenzku mannlífi
sem þar hefur lifað verið öld-
um saman. Hafi maður átt í
Kaupmannahöfn alltof stutta
stúdentstíð skilur maður bet-
ur nú, hve freistandi gat ver-
ið að látá þann tíma í ævi ís-
lenzks menntamanns dragast á
langinn, jafnvel svo að engum
var hollt.
Víðasthvar í gaml-a bænum
í Kaupmannahöfn er auðvelt að
reika um og láta æsku sína
blossa upp á ný í minning-
unni, svo óbreytt og ósnortin
virðist borgin, eins og aldrei
hafi verið hernám og stríð og
árin runnið yfir hana. Gartgi
maður gamla leið sem lá í
skólann þá er allt með sömu
ummerkjum að heita má,
þama er fornbókaverzlunin
sem alltaf var staldrað við og
þarna var ritsafn J. P. Jakob-
KRISTJÁN AÐALSTEINSSON skipstjóri, Gullfossi, á „heimili” sínu um borð. (Ljósm. Þjóðv. A. K.þ
sens keypt af dæmafárri eyðslu-
semi, á 10 krónur. Rétt hjá er
enn útstillt fjölbreytilegustu
legsteinum, rétt eins og fyrir
aldarfjórðungi! í Glyptoteki
bíðá vinir manns á stöllum
sínum eins og ekkert hafi í-
skorizt, sumum þeirra kemst
maður ef til vill nær nú en í
óþolinmæði ungs manns. Borg-
ararnir í Calais standa að visu
ekki úti eins og þá, heldur
eru komnir innst í Rodin-sal-
inn, bera þó enn sýnileg merki
útivistar sinnar forðum. Gulu
hriktandi sporvagnarnir á sömu
brautunum styrkja líka blekk-
inguna að hér hafi tíminn
staðið í stað, reiðhjólamergðin
setur enn svip á götumyndina,
en leigubílamir hafa tekið
stakkaskiptum til hins betra og
fátt sést orðið af hestvögnum
og stóru dráttarhestunum sem
íslendingum varð svo star-
sýnt á.
Kaupmannahöfn — töfrar
hennar era ekki einskær túr-
istaauglýsing, þeir höfðu líka
sin áhrif þó maður færi þang-
að meir en tregur vegna þess
eins að Danmörk var eina land-
ið þar sem vo;n þótti til þess
að láta fáar krónur endast með
lægni. Það þurftu ekki nema
tvö ár til þess að maður skildi
hvað átt er við í kveðjuvísu
Skúla Magnússonar.
Það var í Kaupmannahöfn í
vetrarferðinni sem dóttir min
var farin að hlæja að mér í
hvert sinn sem ég sýndi henni
eitthvað og lét svo fylgja: Þú
ættir að sjá þetta að sumarlagi!
Og svo var það Geir Borg, íar-
arstjóri Gullfossfarþeganna í
ágætri ferð um Sjáland, norð-
ur í Krónborgarkastala, sem
endurtók hvað eftir annað
sömu setninguna: Já, hér er
fallegt á sumrin! En víða er
líka fallegt að vetrarlagi. Úr
ferðinni um Norður-Sjáland
verða liklega ekki minnisstæð-
astar skuggalegar jarðhvelfing-
ar Krónborgar, né ofhlæði og
prjál danskra konungsætta til
sýnis í Friðriksborgarhöll, held-
ur vetrarskógur Sjálands, margs
konar tré í snjóklæðum, græn-
skógurinn sleginn hvítagaldri í
leik sólskins og snævar, þokka-
fullar keilumyndir sigrænna-
barrtrjóa sem áttu sér mynd-
arlega snjóskykkju og litu
vorkunnlát til lauftrjánna sem
nú teygðu frá sér svartar og
berar greinar.
Eftirminnile’gt var í þeirri
ökuferð að koma í hið sér-
kennilega Louisiana-listasafn,
en það er uppi í sveit í lág-
reistum húsum sem falla vel
að landslagi og umhverfi; hver
sem þangað kemur losnar að
fullu og öllu við þá hugmynd
að listasöfn þurfi að eiga heima
í margra hæða steinkumböld-
um, en þar er oft skipt um
sýningar, uppi var aðkomin
ljósmyndasýning gem minnti á
myndasafnig „Fjölskyldu þjóð-
anna“.
Leikdansakvöld í Konunglega
leikhúsinu við Kóngsins nýja-
torg er líka eftirminnileg stund.
Kvöldin voru svo fá að maður
gat ekki valið um efni og hefði
kannski þótt annað girnilegra
en gamli rómantíski leilcdans-
inn um Gísellu, en dansararnir
voru ferskir og íullkunnandi,
Kirsten Simone, Henning Kron-
stam, Anna Lærkesen. Nýstár-
legra var hins vegar að sjá
Kennslustund Ionescus sem leik-
dans, við tónlist eftir Georges
Delerue, og íslendinginn Frið-
bjöm Bjömsson dansa aðal-
hlutverkið svo ógleymanlegt
verður; með honum voru Sol-
veig Östergaard og Lizzie Rode.
Alltaf er einhvers staðar. í
Kaupmannahöfn verið að sýna
góðar kvikmyndir, úrvals tón-
list er þar í boði, einmitt að
vetrarlagi. Og svo, er víst nóg
af dægradvöl af öðra tagi, líka
„næturklúbbar“, sem hljóta að
vera leiðinlegustu og ófróðleg-
ustu „skemmtistaðir“ í heimi,
ef rétt hefur verið lýst því
sem fyrir einn samferðamann
bar á slíkum stað.
f Kaupmannahöfn er staðið
lengst við í vetrarferðum með
Gullfossi og kunna margir vel
að meta Snúið er heim á leið
og dvalið daglangt í Edinborg,
Skotlandi. Þar mættu gjarna
vera tveir dagar til stefnu, því
það má heita eina borgin í
vetrarferð skipsins þar sem ís-
lendingar geta hagnazt á því að
fá sér föt, en ýmsir gera slík
kaup í utanlandsferðum; þó
vissi ég engan gera jafn
§kemmtileg <yg gífurleg innkaup
og Fríða Bjömsdóttir blaða-
maður lýsti í grein um þessa
ferð.
En margt er sjálegt og
fróðlegt í Edinborg og grennd,
og miklu víðar hægt að koma
en í Marks & Spencer og
C&A. Ekki er ég viss um að
margir þeir íslendingar sem
ganga álíka kunnuglega um
Princes Street í Edinborg eins
Framhald á 9. síðu.
FRA TÓRSHAVN. — ÞöguII mannfjöldi á bryggjunni kvaddi ungu Færeyingana sem voru að fara
á vetrarvertið til íslands. — (Ljósm. H.S.).
FRÁ TÓRSHAVN. — Þau fylgdu syni sínum um borð.
Síðari grein Sígurðar Guðmundssonar
í VETRARFERD
A
i
i
I
t
*