Þjóðviljinn - 24.04.1965, Síða 12
Sovézkur skut-
togari kynntur
Sumir sátu yfir skák í klefum sínum. Einn jafnhattaði afl- :
raunastöng á þilfarinu.
Sovézkur verksmiðjutogari,
Zigmas Angarekis frá Klaip-
eda í Litháen, gistir Reykja-
víkurhöfn um þessar mundir
og gafst fréttamönnum í gær
tækifæri til að ræða við skip-
stjóra og sovézka verzlunar-
fulltrúann, en að tilhlutan
hans og nýstofnaðs fyrirtæk-
is, Borgarey h/f er togarinn
hingað kominn.
Zigmas Angarekis er á leið
i veiðiför, en tilgangurinn
með hingaðkomu hans er sá,
að kynna íslenzkum áhuga-
Júrí Verkhotúrof skipstjóri.
mönnum um útgerð sovézka
skuttogara með viðskipti fyr-
ir augum.
Skuttogari þessi er smiðað-
ur í borginni Nikolaéf við
Svartahaf árið 1960, en þar
hafa þegar verið smíðuð 200
skip af þessari gerð. Hann
er 3170 tonn að stærð, 1225
t. Deadweight. Aðalafl-
vél er 2000 hestöfl en þar að
auki er togarinn búinn fjór-
um hjálparvélum, sem hver
er 300 hestöfl og sjá þær
fiskiðju um borð fyrir orku.
Vinnslustöð skipsips, sem er
staðsett undir afturþilfari
getur unnið úr um það bil
60 tonnum hráefnis á sólar-
hring. Hún skilar á sólar-
hring 30 tonnum af heilfryst-
um fiski, sex tonnum af
fiskimjöli og þar að auki pr
hægt að sjóða niður fisk í
skipinu. Skipstjórinn sagði,
að þótt togarinn væri ágæt-
lega búinn siglingartækjum
fiskileitartækjum og öðrum
útbúnaði, þá væru þeir sov-
ézkir verksmiðjutogarar sem
nú væru smíðaðir öllu glæsi-
legri — öll vinnsla fullkom-
lega vélunnin, og þá fram-
leidd flök, en ekki heilfryst-
ar blokkir.
Skipstjórinn lét mjög vel
af siglingarhæfni skipsins.
Það er búið skiptiskrúfu, get-
ur snúizt á svæði, sem er 3
skipslengdir í þvermál og
rennur aðeins þrjár og hálfa
skipslengd frá því skipt er úr
fullri ferð áfram í aftur á
bak, ganghraði þess er 13
hnútar. Trollið er venjulega
haft úti IV2 — 2 tíma og í
hali fást allt að 25 tonn.
Togarinn hefur einkum
veitt við strendur Kanada og
við Vestur-Afríku og er á-
höfnin að meðaltali 135—140
daga í útlegð. Aðspurður
hvort það væri ekki erfitt að
manna skip til svo langra
leiðangra, sagði skipstjórinn,
að yfirleitt væri það ekki og
sæktust ungir menn margir
eftir því að komast á fiski-
skipaflotann. Og yfirmenn
togaraflotans hefðu yfirleitt
byrjað á honum sem hásetar
— sjálfur hefði hann verið
tvö ár háseti áður en hann
gerðist stýrimaður.
Zigmas Angarekis er gerð-
ur út frá Klaipeda í Litháen,
og ber reyndar nafn klassísks
litháisks rithöfundar. Áhöfn-
in er 98 manns, þar af að-
eins sex konur, því miður.
Þriðjungur áhafnarinnar hef-
ur lokið einhverskonar æðri
menntun. Laun fara eftir
afla, en óbreyttur háseti má
búast við 250 — 300 rúblum
mánaðarlega að meðaltali, og
þættu það allt að því for-
stjóralaun á þurru landi í
Sovét. Unnið er á þrem átta
tíma vöktum, og fær enginn
að erfiða meir en átta stund-
ir á sólarhring. Sér til yndis-
auka hefur áhöfnin útvarps-
kerfi og sjónvarp, kvikmynda-
vél og bókasafn.
Á stuttri göngu um togar-
ann komust menn líklega
helzt að þeirri niðurstöðu að
þetta sé gott skip og traust-
vekjandi en ekki beinlínis
glæsdlegt — enda hefur það
innbyrt fisk um fimm ára
gkeið. Vistarverur skipverja
voru þokkalegar — óbreyttir
búa í fjögurra manna klef-
um en rýmra er um yfir-
menn eins og gengur. Það
mætti ætla að skipverjar séu
sportlega þenkjandi — í tveim
klefum sáust menn sitja að
skák, o'g uppi á aftur dekki
stóð vasklegur náungi, um-
kringdur voldugu trolli og
jafnhattaði aflraunaslá.
Sem fyrr segir er verk-
smiðjutogari þessi hingað
kominn að tilhlutun sovézka
verzlunarfulltrúans og Borgar-
eyjar h/f (forstjóri Eggert
Þorbjarnarson). Og er ætlun-
in að togarinn skreppi út
fyrir landhelgi með íslenzka
útgerðarmenn og áhugamenn
aðra og sýni útbúnað sinn í
gangi. Sovézkir hafa þegar
framleitt allmikið af slíkum
togurum, og útflutningsfyrir-
tæki þeirra, Sudoimport, er
nýlega farið að bjóða þá á
erlendum markaði — fyrir
tveim vikum var einn slíkur
seldur til Grikklands. Gratsjof,
verztunarfulltrúi sagði, að
Súdoimport væri reiðubúið
að taka fullt tillit til íslenzkra
reglna um skipasmíði ef af
viðskiptum yrði svo og að
sjá um nærveru íslenzks sér-
fræðings við smíðamar ef
þurfa þætti. Hann bjóst við
bví að skuttogari myndi kosta
um 750 þúsund sterlingspund.
Féstrur endnrtaka
^rnaskemmtun
Stéttarfél. Fóstra og nemendur
Fóstruskólans héldu skemmtun á
sumardaginn fyrsta i Austurbæj-
arbíói fyrir böm innan skóla-
skyldualdurs. Var þar margt til
skemmtunar svo sem dansar,
söngvar, leikrit og leikþættir við
hæfi barna á þessum aldri. Þar
sem færri komus-t ag en vildu
á skemmtun þessa verður hún
endurtekin á morgun, sunnudag,
í Austurbæjarbíói kl. 1.30.
Erindi Hauks
Heigasonar
Haukur Helgason
ANNAÐ ERINDIÐ í erinda-
flokknum um íslenzk þjóð-
félagsmál verður haldið á
sunnudaginn í Tjarnargötu
20, salnum uppi, kl. 2.
ÞÁ FLYTUR Haukur Helgason
hagfræðingur erindi um auð-
valdsþjóðféiagið á fslandi,
efnahagslega og félagslega
gerð þess.
Af/i Ólafsvíkurbáta
er minni en í fyrra
ÓLAFSVlK 21/4 — Fyrri hluti
þessa mánaðar frá 1. — 15.
apríl öfluðu 18 bátar héðan
1.889 tonn í 212 róðrum. Heild-
arafli þessara 18 báta í 715
róðrum frá áramótum er alls
7065 tonn. Um sama leyti í
fyrra höfðu 13 bátar fengið
6.448 tonn í 609 sjóferðum.
Þrír hæstu bátar fyrra hluta
aprílmánaðar í ár eru Valafell-
ið með 249 tonn í 15 róðrum,
en skipstjóri á honum er
Jónas Guðmundsson, þá Stapa-
fellið með 244 tonn í 15 róðrum
og Sveinbjörn Jakobsson þriðji
með 223 tonn.
Hæstu bátar frá áramótum
eru: Stapafellið með 887 tonn i
53 sjóferðum, Steinunn með 790
tonn f 61 róðri og Jón Jónsson
með . 788 tonn í 61 sjóferð.
Stapafellið var líka hæst um
þetta leyti í fyrra, hafði fengið
1.104 tonn hinn 15. apríl í 76
róðrum.
Mestur afli í róðri á þessari
vertíð er hjá Stapafellinu 42 t.,
er það fékk hinn '7. .•■príl.
Nemendatónl.
Tónlistarskólans
Tónlistarskólinn í Reykjavík
heldur nemendatónleika í Há-
skólabíói í dag kl. 3. Nemenda-
kór og Hljómsveit Tónlistar-
skólans flytja verk eftir Corelli,
J. S. Bach, Mozart, Paul Hinde-
mith og Benjamin Britten.
Stjómendur verða Björn Ölafs-
son og þrír nemendur út söng-
kennaradeild, Jón Stéfánsson,
Þorgerður Ingólfsdóttir og Þórir
Baldursson. Einsöngvarar með
kórnum verða Ásgeir Guðjóns-
son og Guðfinna Dóra Ölafsdótt-
ir. Auk þess leikur Jón H. Sig-
urbjörnsson einleik á flautu.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis og öllum heimill á með-
an húsrúm leyfir.
Myndin er tekin á æfingu og
það er Þorgerður Ingólfsdóttir
sem stjómar.
DMlliNN
Laugardagur 24. apríl 1965 — 30. árgangur — 91. tölublað.
Frægir bridgespil-
arar í heimsókn
1 dag hefja spilamennsku hér
enskir bridgespilarar í boði
bridgefélaganna í Reykjavik,
Bridgefélags Reykjavíkur, Tafl-
og bridgeklúbbs Reykjavíkur,
Bridgefélags kvenna og Bridge-
deildar Breiðfirðingafélagsins.
Bridgemeistarar þessir eru Ge-
orge Lengyel, Anthony Priday,
Jane Pedro Juan og Joan Durr-
an.
Lengyel er fyrirliði sveitarinn-
ar og íslenzkum bridgemönnum
að góðu kunnur síðan hann spil-
aði hér í hollenzkri sveit fyrir
þremur árum undir stjóm hins
kunna bridgemanns Herman
Filarski.
Priday er fyrrverandi Evrópu-
meistari og kunnur bridgefrétta-
ritari. Skrifar hann m.a. í enska
stórblaðið Sunday Telegraph
vikulega bridgeþætti Hann hef-
ur einnig spilað fyrir hönd Eng-
lands í heimsmeistarakeppninni
i bridge.
Frú Jane Juan er núverandi
heimsmeistari kvenna í bridge
og titlinum náði hún á Olymp-
íumótinu í New York í fyrra.
Hún hefur einnig orðið Evrópu-
meistari, þótt hún sé ennþá und-
ir þrítugu.
Frú Joan Durran er fyrrver-
andi Evrópumeistari, titilinn
vann hún í Torquay 1961. Hún
hefur margoft spilað í enska
landsliðinu og keppti fyrir Eng-
land í tvímenningskeppni heims-
meistaramótsins í Gannes.
Fyrsta keppni Englendinganna
verður tvímenningskeppni, sem
hefst I dag í Sjómannaskólanum.
Lýkur þeirri keppni á sunnudag
en strax eftir helgina flytzt
mótið í hina glæsilegu sali Hót-
el Sögu. A mánudagskvöldið
verður einvígi við sveit Islands-
meistaranna, sveit Gunnars Guð-
mundssonar, og verður sá leikur
sýndur á sýningartöflunni. Á
þriðjudagskvöldið hefst átta
sveita keppni í Tjamarbúð og
verður hún einnig spiluð á
Anthony Priday, sem er fræg-
astur hinna ensku bridgespilara.
fimmtudagskvöld og laugardags-
eftirmiðdag á sama stað. Á mið-
vikudagskvöld spilar enska sveit-
in við Reyk j avikurmeistara n a,
sveit Halls Símonarsonar og
verður sá leikur einnig sýndur
á sýningartöflunni á Hótel Sögu.
Orðsending
frá Kvenfélagi
sésíalista
Eins og undanfarin ár
verða kaffiveitingar á boð-
stólum í Tjarnargötu 20
hinn 1. maí til ágóða fyrir
Carolínu-sjóð. Er heitið á
félagskonur og aðra, sem
vilja styrkja sjóðinn, að gefa
sig fram við eftirtaldar kon-
ur: Margrét Sigurðardóttír
sími 35501, Elín Guðnmnds-
dóttir, sími 15259, Sigríður
Þóroddsdóttir sími 36518, Sig-
ríður Ölafsdóttir sími 40799,
Halldóra Kristjánsdóttir sími
33586, Agnes Magnúsdóttir
sími 32274, Margrét Ottós-
dóttir sími 17809.
Velheppnaður starfsfræðs/u-
dagur haldinn ó Sauðárkróki
Starfsfræðsludagur var hald-
inn á Sauðárkróki á annan í
páskum að frumkvæði Rotary-
klúbhsins í kaupstaðnum. Alls
notfærðu sér 263 unglingar
starfsfræðsluna, 39 fleiri en þátt
tóku í starfsfræðsludeginum
þegar efnt var til hans í fyrsta
sinn á Sauðárkróki fyrir 2 ár-
um.
Ólafur Gunnarsson sálfræð-
ingur sá um skipulagningu
starfsfræðslunnar og að hans
sögn var það áberandi á Sauðár-
króki annan páskadag hversu
tækninám og tæknistörf hafa
enn ekki vakið áhuga ungling-
anna þar jafnalmennt og víðast
hvar annarc staðar þar sem efnt
hefur verið til starfsfræðslu-
daga. Mikill áhugi var þarna á
flugmálum (75), um flugfreyju-
störf spurðu 63 stúlkur, um
fóstrustörf 59, hárgreiðslu 57,
hjúkrun 39, ljósmóðurstörf 27,
sjávarútveg 41 en aðeins 3 um
landbúnað, 11 um kjötiðnað, 16
um póst og síma, 11 um toll-
gæzlu, 5 um löggæzlu og um-
ferðarstjóm, 38 um handavinnu-
kennslu, 36 um leiklist, 27 um
tónlist, 17 um tæknifræði, 8 um
guðfræði, 7 um læknisfræði, 8
um nám i Kennaraskólanum, 14
um menntaskólanám, 35 um nám
í Bréfaskóla SÍS, 19 um Sam-
vinnuskólann, 20 um Handíða- og
myndlistarskólann.
Mikil aðsókn var ag kvik-
myndasýningu í sambandi við
starfsfræðsluna og fjölmargir
unglingar heimsóttu vinnustaði
sem sýndir voru, m.a. sjúkra-
húsið, trésmiðju og plastiðju.
Starfsfræðsluna notfærðu sér
ekki einungis unglingar í Sauð-
árkrókskaupstað, heldur og all-
margir frá Ólafsfirði, Blönduósi,
Hofsósi og fleiri stöðum, svo og
úr nálægum sveitum.
Bruni í Kópavogi
Um fjögurleytið í gærdag kom
upp éldur £ húsi númer 52 við
Nýbýlaveg í Kópavogi. Þetta er
timburhús og kviknaði eldurinn
í risi hússins. Eldurinn varð
mjög magnaður og urðu miklar
skemmdir. Húsráðandi er Þórður
Ámundason.
„Köld eru kvenna-
ráð“ í Ólafsvík
Ólafsvík 21. apríl — Leikfélag
Ólafsvíkur hefur nú sýnt leikrit-
ið Köld eru kvennaráð níu sinn-
um hér í staðnum og í nágrenn-
inu, Hellisandi, Stykkishólmi og
Grundarfirði. Leikstjóri er Sæ-
var Helgason.
Ætlunin er að fara f leikferða-
lag í Borgarfjörð um þessa hélgi.