Þjóðviljinn - 10.07.1965, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.07.1965, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVELJINN — Laugardagur 10. júlí 1965. Kinnunen kastar spjóti 88,14 metra Á alþjóðlegu móti í Hy- vinge í fyrradag kastaði Finn- inn Kinnunen spjótinu 88,14 metra. Er þetta afrek Kinn- unens það langbezta í ár og annað bezta frá upphafi. Að- eins Pedersen frá Noregi hef- ur kastað lengra, (91,72 ’84) en í þessu sama móti varð hann þriðji og kastaði 78.08. Hin gamla kempa Janus Sidlo frá Póllandi varð hins- vegar í öðru sæti með 83,80 metra. Víkingur vann FH A fimmtudagskvöld léku Vík- ingur og FH á Melavellinum. Víkingur sigraði með fjórum mörkum gegn einu. 1 fyrri hálf- leik settu Víkingar fjögur mörk og FH ekkert I, deild — síðari umferð i -ziru Skíðaskólinn rxrri fíf í Kerlinga- fjöllum Sex dag'a dvöl — skíða- ferðir — göngnr — skíðakennsla Næsta ferð er þriðjudaginn 13. júlí og eru nokkur sæti laus. Uppselt er í ferðina 20. júíi, en nokkur sæti eru enn laus í ferðina 27. júlí. Uppselt er einnig í ferðina 3. ágúst. Farmiðasala: Ferðafélag ís- lands og ferðaskrifstofurnar í Reykjavík. Keflvíkingar léku sinn bezta leik og unnu Frasn meb 5:0 Fyrsti leikurinn mótsins fór fram í síðari umferð 1. deildar íslands- á fimmtudagskvöldið og mættust þá ÍBK og Fram í Njarðvíkum. Keflvíkingar unnu leikinn með yfirburðum og skoruðu 5 mörk en fengu ekkert á sig og léku sinn langbezta leik í sumar. IBK hefur gert smábreyting- ar á framlínu liðsins og eftir leiknum að dæma, hafa Kefl- víkingar með þeim hitt nagl- ann á höfuðið, því hún var mjög ógnandi og hættuleg. En það var ekki einungis fram- lína ÍBK, sem lék vel heldur barðist allt liðið af svo mik- illi hörku og dugnaði að and- stæðingur þess, Fram, fékk fá góð tækifæri og fór stór hluti leiksins fram á vallarhelmingi Fram. Keflvíkingar áttu strax í upphafi leiksins mjög gott marktækifæri, en Rúnari Júlí- ussyni tókst þó ekki að stefna skallbolta í mark Fram. Fyrsta markið skoruðu Kefl- víkingar á 8. mín. og var þar Rúnar að verki, sem fékk sendingu frá Karli Hermanns- syni og skaut fallegu skoti í mark Fram. Annað mark Keflvíkinga gerði Karl H. af frekar stuttu færi. Grétar Magnússon bætti svo þriðja markinu við á 33. mín. Fékk hann knöttinn frá Jóni Ó. Jónssyni og skoraði með snöggu skoti. Lauk fyrri hálf- leik þannig með 3:0 fyrir IBK. Á 15. mín. síðari hálfleikS setti Rúnar fjórða markið fyrú IBK, en hann náði knettinum eftir að markvörður Fram hafði varið gott skot frá Sig- urvini bakverði IBK. Fimmta og síðasta markið í leiknum skoraði Grétar. Eins og að framan segir var lið IBK betra en lið Fram og sýndi það miklu betri knatt- spyrnu heldur en það hefur gert í sumar. Beztu menn liðsins voru Karl, Rúnar og Grétar, en einnig áttu góðan leik aðrir leikmenn liðsdns. Framarar áttu ekki góðan leik að þessu sinni, og var lið- ið heldur veikt í heiid. I upp- hafi síðari hálfleiks sótti lið- ið þó með ákafa og skapaði sér góð tækifæri við mark ÍBK, sem því tókst þó ekki að nýta. Beztu menn þess voru Hallgrímur og Baldur Sch., sem reyndu að berjast á móti og komust nærri því að skora hjá IBK. Magnús Pétursson dæmdi leikinn og voru honum mis- lagðar hendur í þes&um leik. Sérstaklega var ákvörðun hans að dærna markið af Keflvík- ingum sem þeir skoruðu stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks, vafa- söm. — mr. x. Viktor Bolschow Znamensky—métið 500 frjálsíþróttamenn og konur frá 15 þjóðum tóku þátt í Znamensky minningarmótinu, sem fram fór í Minsk um síðustu helgi. Mót þetta er haldið árlega til minn- ingar um Znamensky-bræður, en þeir voru meðal beztu hlaupara heimsins á þriðja áratug aldarinnar. Mótið var samtímis úrtökumót fyrir sovézka landslið- ið sem mætir USA í landskeppni i Kiev dagana 31. júlí til 1. ágúst n.k. Á mótinu voru mörg góð af- rek unnin. Viktor Kudinski hljóp 3000 m hindrunarhlaup á 8.31,0, Lusis kastaði spjótinu 85,62, Dimitrieva hljóp 800 m á 2.07,5 min og Press varpaði kúlunni 18,12 m. Ungverska stúlkan Marta Rudasne kastaði spjótinu 57,32. Öll þessi afrek ,eru þau beztu sem náðst hafa í þessum greinum á þesgu ári. Ólympíusigurvegaranum í lang- stökki, Lynn Davies frá Eng- landi, tókst heldur illa upp og varð að láta sér nægja fjórða sætið, en Ter Ovabesian vann greinina á 7,75. Önnur úrglit: 100 m: 1) Figu- Vanskilaskuldir ríkisins við borgarsjóð 26,6 miljónir ■ Vanskilaskuld ríkissjóðs við borgarsjóð Reykjavík- ur nam við reikningsuppgjör fyrir árið 1964 13.1 milj. kr. auk 13,5 milj. kr. skuldar íþróttasjóðs og nema þannig þessar vanskilaskuldir ríkissjóðs við borgarsjóð 26,6 milj. kr. samtals. Á þessu vakti Guðmundur Vigfússon athygli og átaldi þessi vanskil ríkisins harðlega við 2. umræðu um reikninga Reykja- víkurborgar í borgarstjórn 1. þ. m. Benti Guðmundur á að 13,1 milj. kr. skuld ríkissjóðs væri til komin vegna ógreiddra en lögmætra framlaga ríkisins til skólabygginga og Borgarsjúkrs- hússins í Fossvogi og mætti hún heita óbreytt frá s.l. ári. Skuld íþróttasjóðs hefði hækkað 1964 úr 11,2 milj. í 13,5 milj. eða um 2,3 milj. kr. Þessi vanskilaskuld væri til komin vegna ógreiddra en lögboðinna framlaga íþróttasjóðs ríkisins til íþróttaframkvæmda í Laugardal og Sundlaugar Vesturbæjar. Guðmundur VigfúsSon sagði að þessar vanskilaskuldir ríkis- ins hlytu að sjálfsögðu að valda borginni erfiðleikum, þær hefðu ýmist seinkun víðkomandi fram- kvæmda í för með sér eða legðu óeðlilegar byrðar á borgarsjóð og þar með borgarbúa. Greini- legt væri að hér þyrfti borgar- stjórinn að þyngja róðurinn og leitast við að sannfaéra flokks- bróður sinn fjármálaráðherrann um nauðsyn þess og réttmæti að ríkið stæði í fullum skilum við borgarsjóðinn. erola Kúba, 10,2, 2) Kasanov Sovétr. 10,4, 3) Politiko Sovétr. 10,4. — 50fl0 m: 1) Bogusziew- icz Pól. 13.51,4, 2) Dutow Sovétr. 13.52,0. — 10.000 m; 1) Ivanov Sovétr. 28.49,0, 2) Mecser Ungverjal. 28.55,2. — llOm grindahl.; 1) Michailov Sovétr. 13,9. — 400 m grind.: 1) Kuklitsj Sovétr. 50,7 — Há- stökk: 1) Bolschow Sovétr. 2,18 2) Charmarski Sovétr. 2,11. — Kúluvarp: 1) Lipsnis Sovétr. 18,52. — Þristökk; 1) Zolat- arjev Sovétr. 16,00. — Kringlu- kast; 1) Trussenjev Sovétr. 57,44. — Sleggjukast; 1) Kondrasjov Sovétr. 68,20. — Tugþraut; 1) Storosjenko Sov. 7.663. KONUR: 100 m: Cobian Kúba, 11,6. — 200 m; Cobian 23,9. — 400 m: Marosjkina Sovétr. 55,3. sitt af hverju ★ Ungverska liðið Ferencv- arog vann skozka liðið Kilm- amock 2:1 í fyrri leik sínum í New York-knattspyrnumót- inu sem nú stendur yfir. Ung- verjar gerðu sjálfsmark í fyrri hálfleik, en skoruðu síð- an tvö mörk í seinni hálfleik. Mate '(74. mín) og Rakosi (76. mín) gerðu mörkin. ★ Evrópumeistarinn i júdó, Herbert Niemann frá A- Þýzkalandi sigraði á p.Iþjóð- legu júdómóti sem haldið var í Split í Júgóslavíu nú nýlega og vann þar með í annað sinn þetta mót. Niemann vann alla and- stæðinga sína eftir stutta við- ureign, en í úrslitum lagði hann Zveý'c frá Júgóslavíu með kasti á 10. mínútu. utan ifoheimi „Konungur knuttspyrn- unnur "heimsœkir ísiunds Innan tíðar mun einn merk- asti atburður í íslenzkri knatt- spymusögu eiga sér stað. Sam- tök íþróttamanna hafa ráðizt í það stórvirki að bjóða einum allra frægasta knattspymu- manni sem uppi hefur verið, hingað til lands. Er það Sir Stanley Matthews sem oft hef- ur verið nefndur „konungur knattspymunnar“, sem hefur þegið boð samtakanna. Sir Matthews mun koma hingað hinn 22. júlí og leika hér á Laugardalsvellinum. Ekki er enn að fullu ákveðið hverskon. ar íyrirkomulag verður á sýn- ingarkeppni hang en líkur standa til, að hann leiki í leik milli landsliðsins og pressu- liðs. Sir Matthewis er kominn yf- ir fimmtugt og hefur nú á- kveðið að Ijúka sinum langa Drengjameistara- mót íslands í frjálsíþróttum Drengjameistaramót fslands í frjálsum íþróttum fer fram í dag og á morgun á Laugar- dalsvellinum og hefsf kl. 2 báða dagana. Keppendur eru á milli 30 og 40 og em úr fé- lögunum í Reykjavík og frá 7—8 héraðssamböndum. Sir Matthews og di Stefano og víðfræga íþróttaferli, hefur hann að undanfömu leikið marga kveðjuleiki víða um lönd fyrir aðdáendur sína. Sennilega hefur enginn ann- ar knattspymumaður lagt eins mikið fram til þróunar knatt- spjrmunnar í Englandi á síð- ari tímum og Sir Matthews, en eins og alkunnugt er hefur England verig forasturíkið í knattspymu allt írá uþphafi. * BILLBNN Rent an Icecar Sími 1 8 8 3 3 Uppsetningur á sjónvarpsloítnetum, útvarpsloftnetum og kerfum í blokkir. — Vinnutilboð — Efnis- tilboð. — VERÐ HVERGI HAGKVÆMARA — FRÍSTUNDABÚÐIN Hverfisgötu 59. A

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.