Þjóðviljinn - 10.07.1965, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.07.1965, Blaðsíða 1
Krafan um 44 stunda vinnuviku kniíin fram 5% starfssldurshækkun eftir 2ja ára viunu, 4% grunnkaupshækkun, 14 veikindadagar greiddir í viðbét, nætur- og helgidagavinna greidd með 91% álagi, víðtækar tilfærslur verða á milli taxta Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður Dagsbrúnar, undirritar. ■ Samningar tókust í gær í kjaradeilu Verka- mannafélagsins Dagsbrunar, Verkamannafélags- ins Hlífar, Verkakvennafélagsins Framsóknar og Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar og atvinnu- rekenda. .Voru samningar undirritaðir af samn- inganefndum síðdegis í gaer og samþykktir á fund- um verkalýðsfélaganna og vinnuveitenda í gær- kvöld. ■ Krafan um styttingu vinnuvikunnar í 44 stundir var knúin fram, og önnur aðalatriði samn- inganna eru 5% starfsaldurshækkun eftir tveggja ára starf, 4% grunnkaupshækkun, 14 veikindadag- ar greiddir í viðbót við þá 14 sem lögboðnir eru, nætur- og helgidagavinna greidd með 91% álagi og víðtækar tilfærslur gerðar milli taxta. ■ Verkfalli félaganna fjögurra hefur verið af- lýst, en það stóð í gær og hefði einnig verið í dag ef samningar hefðu ekki tekizt. Meginbreytingamar sem nú verða á samningum eru þessar: Vinnuvikan styttist úr 48 stundum í 44. stundir án skerð- ingar kaups, og er það veiga- mesta atriðið sem verkalýðsfé- lögin hafa knúið fram í kjara- samningum þessa sumars. Ekki hefur tekizt að fá fram stytt- ingu vinnuvikunnar allt frá ár- inu 1942 að samningar tókust um átta stunda vinnudaginn, þar til nú, og hafa atvinnurek- endur staðið eins og veggur gegn kröfum verkamanna um þetta atriði. Verkamenn og verkakonur sem að samningunum standa fá 5% starfsaldurshækkun á kaup eft- ir tveggja ára vinnu hjá sama atvinnurekanda. Þar með er stigið fyrgta skrefið á þeirri leið að verkamenn fái starfsald- urshækkun á kaup sitt eins og margar aðrar starfsstéttir þjóð- félagsins hafa. Auknar verða greiðslur í veik- inda- og slysatilfellum, þannig að eftir eins árs starf hjá sama atvinnurekanda á verkafólk rétt til greiðslu fyrir allt að 14 veik- indadaga árlega í viðbót við þá 14. sem lög ákveða. Skulu um greiðslur fyrir þessa viðbótar- daga gilda sömu reglur og lögin ákveða, að menn skuli einskig í missa. í, launum.,v Eftirvinnuálag á kaupið verð- ur eins og áður 50% á dag- vinnukaup og álagið á nætur- og helgidagavinnu 91%, sem er þv’ sem næst sama og áður, en 10% hærra en í Norðurlands- samningnum. Grunnkaupshækkun á taxta verður 4 %. alla Þe=si almennu atriði ná til félaga allra verkalýðsféláganna sem að samningunum standa, Dagsbrúnar, Hlífar, Framsókn- ar og Framtíðarinnar. Breytingar sem varða samn- inga verkamannafélaganna sér- staklega eru m.a. þessar; Allur 2. taxti flyzt upp í 3. taxta, ge,m verður 2. taxti í nýju samningunum. Undir þennan taxta kemur fiskvinna karla og kvenna að langmestu leyti, nema einstök störf karla sem eru hærri og eini taxti kvenna sem enn er lægri, vinna við pökkun, snyrtingu og vigtun í frystihús- um, (:sá mismunur jafnast í síð- asta lagi eftir hálft annað ár við launajöfnuðinn). Hafnarvinnan flyzt upp um flokk, úr 4. taxta í 5. taxta sem verður 4. taxti í nýju samning- unum. Bílstjórar hjá olíufélögunum o fl. fengu verulega kauphækk- Af sérsamningum þeim sem heyra til samningum þessara félaga var lokið í gær samning- um við Reykjavikurborg og Mjólkursamsöluna. Frestað var ýmsum sérsamningum svo sem samningum við Áburðarverk- smiðjuna, síldar- og fiskimjöls- verksmiðjur o.fl. aðila. Nýju samningarnir verða nán- ar kynntir næstu daga. Tveir af fulltrúum Hiífar, Hermann Guðmundsson, formaður Hlíf- ar, og Gunnar Guðmundsson. Jóna Guðjónsdóttir formaður Framsóknar og Þórunn Valdimarsd. Dagsbrúnarmenn samþykktu einhuga kjarasamninganá Á mjögr fjölmennum Dagsbrúnarfundi í Aust- urbæjarbíói í gærkvöld samþykktu fundarmenn kjarasamningana nýju og vottuðu Guðmundi J. Guðmundssyni og félögum hans í stjórn og samn- inganefnd þakkir fyrir vel unnið og árangursríkt starf. Vakti stytting vinnuvikunnar í 44 stundir sérstakan fögnuð fundarmanna og lét fleiri en einn ræðumanna svo um mælt að með þeim sigri hefði 9. júlí 1965 orðið merkisdagur í sögu ís- lenzkrar verkalýðshreyfingar. Fundurinn hófst kl. 11 og flutti Guðm. J. Guðmundsson skýra og nva„. framsöguræðu’, skýrði aðdraganda samninganna og gang þeirra. Hvemig reynt hefði verið að umkringja Dags- brún og einangra með saming- um sem hefði gvo átt að fyrir- skipa reykvísku og hafnfirzku verkafólki. En þar hefði farið á annan veg. Rómaði ^uðmund- ur samstöðu Dagsbrúnar, Hlífar og verkakvenrafélaganna og þakkaði einnig félögunum í Ár- nessýslu samstöðuna. Um samningana ræddi Guð- mundur af raunsæi, sagði á þeim kost og löst, lagði þunga áherzlu á gildi styttingar vinnu- Enn er ósamið við mjólkur- fræðinga og hafa samninga- fundir staðið yfir með stuttum hléilim síðan kl. 2 í fyrradag. vikunnar og þá byrjun að ald- urshækkunum, sem þar náðust, og svo gerði einnig Þórir Daní- elsson, sem skýrði samningana í einstökum atriðum, og nær all- ir verikamennirnir sem töluðu, Meðal þeirra sem ræddu samn- ihgana voru Jón Vigfússon, Jó- hann Si'gurgeirsson, Svavar Guð- mundsson, Sigurjón Bjarnason, Halldór Þ. Briem, Kristvin Krist- insson og Olgeir Pétursson. Umræðum lauk um kl. hálf eitt og bar þá Guðmundur J. Guðmundsson samningana und- ir atkvæði. Voru þeir samþykkt- ir með nær öllum atkvæðum. Samþykkt var með lófaíaki tillaga um þakkir til Hlífar, verkakvennafélaganna og félag- Verkfall það sem kom til fram- kvæmda i gær stendur því enn í dag, ef samningar hafa ekki tekizt í nótt. Enn ósamið við mjólknrfrsðinp anna í Árnessýslu fyrir gott samstarf og samstöðu. Fundinum lauk með hvatning- arorðum Guðmundar J. Guð- mundssonar og innilegu þakk- iæti hans til félagsmanna, sem hefðu sýnt eftirminnilegan ein- hug og stéttarþroska í þessari erfiðu deilu. Dagsbrúnarfundurinn í gær- kvöld samþykkti eftirfarandi <il- legu með áköfu lófataki: Kveðga til Tveir af fulltrúum Framtíðarinnar í Hafnarfirði, formaðurinn Sig- urrós Sveinsdóttir og Málfríður Stefánsdóttir. Eðvarðs „Fjölmennur fundur í Verka- mannafélaginu DAGSBRUN, haldinn í Austurbæjarbíói 9. júlí 1965, sendir þér beztu kveðjur og óskir um skjótan og góðan bata og væntir bess, að félagið megi sem fyrst njóta starfskrafta jinna á ný". Þrír af fulltrúum atvinnurckenda, Gunnar Guðjónsson, Ingvar Vil- hjálmsson og Kjartan Thórs, undirrita saieningana. DIOÐVIUil Laugardagur [10. júlí [1965 — 30. árgangur — 151. tölublað. Samningarnir undirritaðir í gærdag Verkamanna- og verkakvennafélögin í Rvík og Hafnarfirði sömdu í gær V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.