Þjóðviljinn - 10.07.1965, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.07.1965, Blaðsíða 6
0 SÍÐA — ÞJÓÐVXLJHSTN — Lattgardagur 10. Júlí 1965, • Magnaravörður á Landsmótinu • Hann hefur komið tækjum sínum og tólum fyrir í Volkswagen- bíl og sat yfir þeim þolinmóður í steikjandi hitanum báða daga Landsmótsins að Laugarvatni, enda gegndi hann því ábyrgöac- mikla starfi að sjá um hátalarakerfi á mótsvaeðinu og fórst það vel út hendi: Jón Alexandersson heitir hann og er magnaravöröur hjá útvarpinu. (Ljósm. Þjóðv. Hj.G.) • Þröng fyrir dyrum Sjálfstæð- ismanna á Hellis- sandi • Þeir munu brosa góðlátlega á Hellissandi þegar þeir sjá myndina, sem birtist í Morg- unblaðinu s.l. miðvikudag af héraðsmóti íhaldsmanna þar á Staðnum. Svo hagar nefnilega til að aftast í salnum, þar sem fréttaþjónusta Morgunblaðsins sér fjölda standandi manna, sitja nokkrar hræður á breið- um upphækkuðum palli og njóta hvíldarinnar dottandi, enda vafalaust langt að reknar. Hitt er svo ánægjulegt að íhaldsmenn staðarins skuli vera famir að sjá að vonlaust er að kyrja lengur þann söng að Fé- iagsheimilið sé of stórt og verði til þess að koma hreppsfélaginu á vonarvöl. Ferðamannastraum- ur er mikill undir Jökli og væri þó eflaust meiri ef samgöngur yrðu bætar að sunnanverðu. Það er að vísu vafalaust að flokksfundir íhaldsmanna yrðu fjölsóttari á Helligsandi en ver- ið hefur, en á öðrum samkom- um þyrfti ekki töfrabrögð Svavars Gests til að sýna hús- fýlli, heldur myndu gamlir og nýir Sandarar skipa þar hvert stæði með gestum sínum. R.A. • Afmæli • Sjötugur er í dag Friðrik Júlíusson verzlunarmaður Sauð- árkróki. Hann dvelur í dag að • heimili dóttur sinnar, Sólvöll- um 13. Selfossi. • Bardaginn í Dodge City • Þessi mynd er hreint ekKi sem verst, miðað við hrossa- óperur almennt, Joel McCrea — sem nú mun orðinn siðvæddur, enda farin að eldast — leikur hetju með heldur vafasama for- tíð og framtíð, sem hann veit ekki almennilega hvort deila skuli með prestdóttur eða knæpukvendi. Sem sagt: Ekki óspennandi, hafi menn á am- að borð gaman af slíkum myndum. J.Th.H. • Guð gefi að henni takist það • Daman heitir Iona, og er sú eina. sem vill halda áfram v>ð áform sín um að drepa Bond, eftir að hafa legið með honum. (Alþýðublaðið 8/7) • Að skrifa sjálfsævisögu sina er nú orðið jafn algengt og að drýgja hór og varla neltt hneykslanlegra. Lord Altrincham. • Hver er maðurinn? • 1 kvöld flytur Ólafur ólafs- son erindi, en hann er Iíkl. sá guðsmaður íslenzkur sem einna áheyrilegastur er og hæfastur til að setja mál sitt fram á skemmtilegan og alþýðlegan hátt. Og við sem heyrðum hann börn eigum honum óþalckað • Brúðkaup • Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Langholtskirkju af séra Árelíusi Níelssyni ungfrú Lilja Jóhannesdóttir og Antoni Pleres frá Bexhill, Englandi. Heimili þeirra verður í Englandi. Ennfrem- ur ungfrú Svana Jóhannsdóttir og Slgurður Jónsson Kársnesbraut 67, Kópavogi. fyrir furðulegar sögur af Kín- verjum og öðrum framandi þjóðum. Leikritið er eftir rúsneskan höfund, Nikolaí Ostrowskí. Maður með því nafni skrifaði hetjusögur úr byltingunni, en ekki var okkur kunnugt um að hann hefði skrifað leikrit. Hinsvegar var Alexander Ost- rovskí dugmesta leikskáld Rússa á öldinni er leið og löngu tími til kominn að kynna hann Islendingum. Ef til vill er það hann, þrátt fyrir a’it, sem er leikinn í kvöld? ★ 13.00 Óskalög sjúklinga. Krist- ín Anna Þórarinsdóttir kynn- ir lögin. I óskalagatímanum flytur Pétur Sveinbjamarson stutta þætti um umferðarmál. 14.30 1 vikulokin, þáttur í um- sjá Jónasar Jónassonar. 16.00 Andrés Indriðason kynnir fjörug lög. 16.30 Söngvar í léttum tón. 17.00 Þetta vil ég heyra: Guð- mundur Amlaugsson mennía- skólakennari velur sér hljóm- plötur. 18.00 Tvítekin lög. 20.00 Ebenezer Henderson og stofnun Hins íslenzka Bibl- íufélags. Ólafur Ólafsson kristniboði flytur erindi. 20.25 Sígild tónlist frá Rúss- landi N. Milstein fiðluleikari og hljómsveit flytja; R. Irv- ing stj.. 20.45 Leikrit: Hamingjudagur, eftir Nikolaj Oistrovský. Þýð- andi: Óskar Ingimarsson. Leikstjóri: Benedikt Amason. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok á líkbörunum. Ég horfði lengi á þessa dásamlegu hauskúpu; hún vakti ekki hugsanir um líffærafræði, heldur bygging- arlist. (Mörgum árum síðar, eftir dauða Leníns, tók ég mér end- urminningar Nadézdu Konst- antínovnu í hönd. Hún segir frá því, að Lenín hafi lesið fyrstu skáldsögu mína. „Veiztu að þetta er hann Ilja Loðni?“ (flokksheiti Erenbúrgs), sagði hann sigri hrósandi. „Honum hefur tekizt vel upp“. Ég heimsótti Lenín í arsbyrjun 1909; ég vissi ekki að ég hafði skömmu fyrir dauða hans aft.ur átt tal við hann í huganum — árið 1922 þegar hann las bók mína Julio Jurenito). Nokkrum sinnum heyrði ég Lenín tala á fundum; hann talaði rólega, án mælsku og ákafa, skrollaði lítið eitt, glotti stundum við. Ræður hans minntu á hringskrúfulínu — þegar hann óttaðist misskiln- ing kom hann aftur að hugsun sem hann hafði áður látið í ljós, en hann endurtók hana aldrei, heldur bættl einhverju nýju við. (Sumir sem hafa stælt þennan ræðustíl, gleymdu að spírall líkist hring og líkist honum ekki — spírallinn held- ur áfram). Lenín fylgdist af gaumgæfni með pólitísku lífi Frakklands. Kynnti sér sögu þess og at- vinnulíf, þekkti líf verka- manna Parísar. Hann ekki að- eins talaði frönsku heldur gat hann og skrifað greinar á því máli. I maí 1909 var ég í kröfu- göngu við Vegg kommúnarð- anna. Fremstir gengu komm- únarðar, enn voru margir þeirra á lífi og þeir gengu rösklega. Mér fannst þeir ævagamlir öldungar — és hafði hugsað um kommúnuna eins og blað úr fomaldarsðgv. því þrjátíu og átta ár voru liðin. Við Vegg kommúnarð- anna sá ég Lenín; hann stóð í hópi bolsévika og horfðl á vegginn — á steinunum brá fyrir skugga federatanna. Ég sá Lenín einnig í Sainl- Geneviéve bókasafninu, á bekk í Montsouris-garðinum innan um gamlar konur og börn og í verkamannaleikhúsi í Gaité-götu þar sem söngvar- inn Montégus söng byltingar- söngva. I hita deilunnar við þjóð- byltingarmenn, sem létu sig þróunarlögmál þjóðfélagsins litlu skipta, afneitaði ég auð- vitað hlutverki einstaklings- ins í sögunni. Fyrir nokkr- um árum fékk setning úr einu bréfa Engels mér nokk- urrar umhugsunar: „Við Marx eigum sjá’lfir nokkra sök á því, að ungu mennimir leggja stundum meiri áherzlu á hina hagfræðilegu hlið en rétt er. Þegar við andmæltum and- stæðingum okkar urðum við að undirstrika þá meginreglu, sem þeir afneituðu, og þá var, ekki alltaf tfmi, rúm eða á- stæða til að gefa nægilega gaum að öðrum þáttum sem miklu skipta í gagnverkaninni" Fordæmi Leníns setti margt á sinn rétta stað. Þegar ég kom til Leníns skipaði dyragæzlan mér strang- lega að þurrka af fótunum. Gat hún skilið hver leigjandi hennar var? Gat þjónninn á kaffihúsinu við Avenu d’Arle- ans skilið að eftir átta ár myndi allur heimurinn tala um þennan mann, sem var að panta hjá honum bjórkrús? Gátu bókasafnsgestir getið sér þess til að maður þessi, sem með mikilli nákvæmni skrifaði niður tölur og nöfn úr ýms- um bókum, myndi breyta rás sögunnar?, að um hann myndu tugþúsundir höfunda skrifa á öllum tungum heimsins? Já og gat ég, sem horfði þá með lotningu á Vlalímír ílítsj, í- myndað mér að ég sat and- spænis manni, sem við yrði tengt upphaf nýs tíma í mannkynssögu? Ég gleymi aldrei þeim fjór- um nóttum, fyrir jarðarför Lenfns, þegar Moskva kvaddi Vladímír Ílítsj. Úti var hörku- frost, eldar brunnu á torgum. Fullorðnir menn, hermenn sem fyrir skömmu höfðu barizt I rauða varðliðinu, gengu inn í Súlnasalinn. grátandi eins og börn. Kraftaverk hafði gerzt: á þessum fjórum nóttum opin- beraðist sagan öllum: það sem fyrir skömmu hafði virzt óá- reiðanlegur annáll dagblað- anna varð allt í einu að gran- ftblökk — al'lir skildu hvað Lenín hafði skapað. Vladímír llitsj var blátt á- frám, alþýðlegur, nærgætinn við félaga. Hann hló ekki einu sinni að ósvífnum unglings- strák . . . Slýkur alþýðleiki er aðeins mikilmönnum eig- inlegur, og oft þegar ég hugs- aði um Lenín spurði ég sjálf- an mig: má vera að persónu- dýrkun eigi í raun og sann- leika ekkert skylt við mikinn persónuleika, sé honum jafn- vel ógeðfelld? Lenín var mikill maður og margbrotinn. Á hinum storma- sömu árum borgarastyrjaldar- innar sagði Lenín við Gorkí eftir að hafa hlýtt á Isai Dob- rovein leika Beethoven: „Ég veit ekkert betra en Appasíon- ötu, og ég er reiðubúinn að hlusta á þessa sónötu á hverj- um degi. Dásamleg yfirmann- leg tónlist. Ég hugsa alltaf með stolti, kannski barnalegu stolti: hvflík furðuverk geta mennimir ekki skapað: Og hann bætti við, með dapurri röddu: En ég get ekki hlust- að oft á tónlist. Hún hefur þau áhrif á mig að mig langar til að segja allskonar blíðlega vitleysu og klappa á kollinn á mönnunum, sem geta skapað slíka fegurð f þessu skítuga helvíti sem þeir lifa f. En í dag er ekki hægt að klappa neinum á kollinn — það verð- ur bitin af þér höndin, og við verðum að berja menn í hausinn, berja án miskunnar, þótt við séum samkvæmt hug- sjón á móti því að beita fólk- ið ofbeldi. Hm, hm, þetta er helvíti erfitt verkefni.“ Ég tilfæri þessa löngu ívitn- un úr endurminningum Gorkís vegna þess hve hún er ná- tengd lífi mfnu og hugsunum mínum, — nei. réttara væri að segja: okkar öld. okkar örlög- um. i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.