Þjóðviljinn - 10.07.1965, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.07.1965, Blaðsíða 5
Laugardagur 10. júli 1965 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA g Mannlifá hafsbotni Frakkinn Clouzot hefur vakið mikla athygli um allan hcim fyrir tilraunir sinar neðansjávar — nú síðast voru han,s menn þrjámán- uði neðansjávar og unnu þar margvísleg störf. Sumir telja betta upphaf nýs landnáms á sjávarbotni. Um þessar tilraunir hefur Clouzot gert kvikmynd ágæta og er þcssi mynd úr henni: sjávar- \ búar tefla skák í húsi sínu. Lord Jim: í leit að glataðri æru Richard Brooks ' hefur skrif- að handrit að og stjórnað kvikmynd sem byggð er á skáldsögu Josephs Conrads, Lord Jim. Hér segir frá örvæntingar- fullri tilraun ungs manns til áð endurheimta heiður sinn, sém hann er talinn hafa glutr- að niður á stund örlagaríkra ákvarðana. Peter O’Toole, sem hér er einkum kunnur fyrir leik sinn í Arabíu-Lárusi, leik- ur Lord Jim, sem er ásakaður um að bera ábyrgð á því að skip sem hann stjómaði fórst. Og leit hans að uppreisn æru bér hann inn í ókortlagða frumskóga Austurlanda, til landsins Patustan, þar sem harðsvíraður og hgrskár höfð- ingi kúgar landslýð án allrar miskunnar. Enn er hugrekki hans sett undir alvarlegt próf og að þessu sinni er hann ekki dæmdur eftir hinum óskráðu siðalögmálum Vesturlanda, heldur hinum ströngu og fast- mótuðu siðaboðum hinnar fornu menningar Patustan. Kvikmyndin var að méstu tekin í frumskógum Kambods- ja, en þar rísa stórfenglegar rústir borgarinnar Angkor Vat, sem byggð var á tólftu öld. Þessi ágæta borg sem talin er til hinna leyndardómsfullu stórfurðuverka heimsins, fannst fyrir tæpum hundrað árum og hefur síðan átt óskipta aðdá- un alira er hafa af henni vit- að. Þekktra le'kara hefur verið freistað til þátttöku í þessari mynd. Þeirra á meðal eru James Mason og Kurt Jiirgens. Rússar horfa á „slapstick" Kvifcmyndahátíðin mikJa í Moskvu stendur nú yfir | og eni leiknu myndirnar sýndar í þinghöllinni 1 j Kreml er tekur 6 þúsund- ! ir manns í sæti. f fyrradag var sýnd bandaríska myndin „Kapp- hlaupið mikla“ með Jack Lemmon, Natalie Wood og Tony Curtis. Bandaríkja- menn ætlast bersýnilega ekki til verðlauna af þátt- töku sinni, þvf þetta er grínmynd af léttasta tagi (slapstick) sem lýsir kapp- akstri frá New York yfir Rússland til Parísar rétt eftir aldamót. Spaugileg atriði myndarinnar eru hvert öðru lík að sögn, enda fékk myndin aðeins kurteisisklapp frá áhorf- endum að sögn NTB. Sama kvöld var sýnd egypzk mýnd, „Brottrækur úr Paradis. Mclódramatísk mynd sem styðst þó við góðan leik Fardi Shaudis. * ........ Kvikmynda- seríur lifa góðulifii sjónvarpinu Fyrir stríð byggði kvik- myndaiðnaðurinn mikið á „seríum’’ — Tarzanflokkurinn, Andy Hardymyndir o.s.írv. Þessir flokkar eru nú mikið notaðir af sjónvarpsstöðvum, en kvikmyndamenn hafa nú reynt að gera myndir sem áttu að vera „sérstakar í sinni röð“. Nú telja ýmsir að tímar kvikmyndablakkanna séu aft- ur að koma, og benda á Jam- es Bond myndirnar, svo og Belmondo-myndirnar (Maður- inn frá Hong-Kong, Maður- inn frá Ríó) og Bítlarnir ætla víst að falla inn í þessa þró- un. Heimur versnandi fer. Nektarstyrjöldin í Barátta fyrir siðgæði í ítölskum kvikmyndum hafði næstum því steypt ríkisstjórninni 1""tölsk kvikmyndagerð hefur að undanförnu leitazt við það af miklum dugnaði að opna all- ar gættir fyrir þeirri þróun að kynlíf og nekt fái að njóta sín á tjaldinu. Itölsk yfirvöld reyna hinsvegar hvað þau geta til að lemja þessar náttúruhamfarir niður með lurki laganna. Þrjú atvik skulu tilgreind úr hinni miklu styrjöld siðernis og kyn- lífs. Tveggja mánaða fangeisisvist hefur leikstjórinn Renato Cast- ellani (Tveggja aura von) og ýmsir aðrir hlotið fyrir að gera og sýna myndina „Controsesso“, sem talin er móðgun við gott siðferði. Þessi mynd er sect saman úr nokkrum þáttum. í einum sjást skötuhjú sem hella í sig ýmsum eiturlyfjum til að komast í þá annarlegu vímu er gerir þau hæf til ótrúlegustu faðmlaga- í öðrum er það sýnt hvemig úttauguð bisneskona er sífellt trufluö af viðskiptavinum sínum hvenær sem ástmaður hennar býst til afreka á vegum Lofnar. Um sama leyti hlutu leikkon- urnar Gina Lollobrigida og Virna Lisi og leikstjórarnir Risi og Bolognini að svara spurning- um lögmanna fyrir brot á grein 528 í hegningarlögunum, en þar er að finna refsiákvæði fyrir dreifingu á klámfengnum verk- um. Þetta er í fyrsta skipti sem leikarar eru látnir sæta ábyrgð í slíkum málum. 1 þeim þætti myndarinnar, sem Risi gerði, vekur Virna Lisi, fáklædd, mjög mikinn bríma hjá eiginmanni sínum, en neyðist um leið tii að halda honum írá sér, þar eð hún stendur í endalausu símtali við móður sína. Bolognini ber aft- ur á móti ábyrgð á langri freist- ingasenu, þar sem Gina Lo'ilo- brigida sýn>'r alla hluti síns mikilfenglega líkama til þess að fá biskupsfrænda einn til við sig. Eða réttara sagt „sýndi“ þar eð málaferlin urðu til þess að skornar voru burt vafasömustu staðirnir. En þessj tvenn málaferli eru þó smámunir einir í sam- anburði við síðustu varnarher- ferð siðgæðisvarða. Því sú her- ferð var næstum búin að steypa ríkisstjórninni. Hefði hún fallið hefði ítalska stjórnin orðið sú fyrsta í heimi til að falla fyrir skeytum Amors. Og þrátt fyrir mikinn hita í deilum virtist það samt ólíklegt: einnig í Róm eru menn smeykir við það hlægi- lega. Hér var ekki aðeins teflt um siðgæði yfirleitt heldur um þinglegt siðgæði. Fúlltrúadeild- in ræddi ný iög um kvik- myndagerð. Kristilegir demó- kratar lögðu til að aftur yrði tekin upp grein um „gott sið- gæði“ £ ákvæði þau er kvik- myndaeftirlitinu ber að fara eftir. Þeir höfðu reiknað það út, að þessi tiilaga yrði felld, en héldu að með því að bera hana fram myndu þeir geta stillt nokkuð kvartanir sárar frá ýmsum kaþólskum sam- tökum. En er gengið skyldi til at- kvæða voru bandamenn kristi- legra demókrata, sósíalistar Nennis flestir fjarverandi — en þeir hefðu sjálfsagt greitt atkvæði á móti. Kommúnistar voru fljótir að átta sig á að- stæðunum, og sáu sér hér leik á borði að spilla sambúðinni hjá stjórnarliðinu og gengu sjálfir út líka af þingfundi. Og hin kristilega tillaga var sam- bykkt. Sósíalistar urðu æfir, sökuðu kristilega um svik og hótuðu að slíta samstarfi. En meðan menn opinberiega völdu hver öðrum hraklegustu orð var makkað bak við tjöldin um málamiðlun. Að lokum var samið um formúlu sem foc- dæmir: „kvikmyndir sem nota á grófan hátt kynferðisleg efili í gróðaskyni". Þessi skilgrein- ing lofar rómverskum lögfræð- ingum fjörugum viöskiptum: því hvar eru landamerki hins „grófa“, „vúlgara“ — og, vel á minnzt: er ekki öllum kvik- aldurs, sem 61 bömum innán 18 ára. Samvizkusamir skýrsju- gerðarmenn hafa reiknað út að í 163 þessara kvikmynda komi kona fram í þeim einkennis- búningi sem hæfa þykir sér- lega vel útsendurum Salans — svörtum undirkjól. Brjós.ta- haldarar, sokkabandabelti og gagnsæir undix-kjólar — þetta er sá fatnaður, sem mest ber á í Cinnecittá. En ásamt frumstæðum striptís fíkjublaðatínslu og öðru slíku myndu miirg ágætustu vcrk ítalskrar kvikmyndagerðar verða fyrir bardinu á siðgæðisvörzlunni: innvirðulegar ástarlífslýsingar nota merkir Iistamcnn ma. til að hreinsa til í daunillu hefðbundnu siðgæði. Þeirra á meðal er Antonioni — hér er atriði úr mynd hans sem tilnefnd er ,.Nóttin“. myndum meða'l annars ætl- að að skila nokkrum gróða? Hinu verður svo ekki haldið fram, að þingmenn og dómarar fari með tóma vit- leysu. Síðustu mánuði hefur ítölsk kvikmyndagerð lagzt í mikið kynferði'legt sukk. Af 212 kvikmyndum sem gerðar voru í fyrra voru 47 bannaðar börnum innan fjórtán ára Þetta mikla magn af undir- fatnaði verður ekki útskýrt með hlýju loftslagi einu. Sýni kvikmyndamenn svo mikið kapp við að afklæða stjörnur sínar þá er það vegna þess að það virðist beint samband á milli nektar og innkomins ágóða. Þetta einfalda dæmi er mikil freisting: 759 miljón líra fyrir „Sexy í neonljósi", mil- ífía Loren freistar ungs guð- fræðistúdcnts: svartur undir- kjöll og sokkabandabelti er einkennisbúningur útsendara Satans. jarður fyrir „Framhjátökur“ sannfæra framleiðendur fljóít um það að betra er að láta undan og hætta þá heldur á eitthvað með sáluhjálpina: þeir eiga auðveldara með áð tala við skriftaföður um synda- aflausn en að mæta banka- stjóra til að borga skuldir sín- ar. Mestur vandi er í þvi fólg- inn. að innan um venju- legan striptís, fíkjublaðatínslur innan hjónabands og utan og baðstranda exhibisjónisma, þar finnum við sönn ’listaverk, meðal þeiiTa beztu sem ítaiir hafa gert. Fellini (Hið ljúfá líf, 8V>). Bolognioni (Antoníus), Antonioni (Nóttin), Germi (Skilnaður á ítölsku) hagnýtá sér erótík til könnunar á heimi samtímans og til að hreinsa hið fúla miðaldaand- rúmsloft hefðubundins ítalsks siðernis. Því vekur það nokkrar ó- hyggjur manna að það eigi að grípa til vopnaðrar lögreglu til að binda enda á hinar nýju svallhátíðir Rómverja. Menri eiga það mjög á hættu — eins og segir í gömlu máltæki — að henda út ungbarninu ásamt með baðvatninu. Godard og Lemmy fengu Gullbjörninn í Berlín á alheimsmælikvarða grípur hann til sinna ráða og hefur skothríð á æðsta vélmennið. Að sjálfsögðu fer Lemmy með sigur af hólmi og kven- manninn þar að auki. Þetta undarlega afkvænu avantgardistans Godards og slagsmálahundsins Constan- tines var sem sagt talin mest kvikmynda í Vesfcur-Bei’lm Silfurbjörninn fyrir bez'u leikstjórn hlaut Indverjinn Satyajit Ray fyrir „Charui- ata“, indversk leikkona var talin fara bezt með kvenhlul- verk í þeim myndum er voru sýndar og Bandaríkjamaður- inn Lee Marvin þótti standa sig bezt allra karlleikara. Irar fengu gullbjörn fyrir stuttar myndir. Raþólskir á staðnum komu á fót eigin dómnefnd og veitti hún indversku mynd- inni^ sérverðlaun fyrir það að hún stuðlaði bezt allra sýndra mynda að „andlegu.n framförum“. Mótmælendur komu líka saman til andlegs skrafs og ráðagerða en ekki treystu þeir sér til að verð- launa neina mynd. Talsvei'ðar ýfingar risu með mönnum vegna japönsku myndarinnar „Leyndardómar handan múrsins". sem sýnd Nú í vikunnj lauk í Berlín alþjóðlegri kvikmyndahá- tíð, þeirri fimmtándu í röð- inni. Fyrstu verðlaun, Gu'l- björninn, hlaut kvikmynd franska leikstjórans Jcan-Luc Godard, „Alphaville“. I þessari kvikmynd hefur Godard brugðið sér yfir á svið vísindalegi’ar fantasíu og um leið tekið höndum saman ”ið þá fígúru sem hingað til hefur verið talin frönsk hlið- stæða James Bond, Eddie „lemmy“ Constantine. Mynd- in er látin gerast í tiltölulega náinni framtíð á einhverjum fjai’lægum hnetti. Þar ríkir mikið og svívirðulegt ein- í’æði vélhyggju: ríkinu er stjórnað af vélmennum og oi-ð eins og „ást“ og „draum- ur“ eru bönnuð: ef menn gera sig seka um að nota slík orð, eða til dæmis gráta við jarðarför eiginkonu sinn- ar, þá eru þeir sendir í sjúkrahús eða skotnir. Lemmy kemur á þennan afleita stað sem jarð- neskur blaðamaður frá „Fig- aro-Pravda“. Og kemst þar í kynni við dóttur einræðis- herrans, von Brauns, Natösju (leikin af önnu Karinu) Þegar hann kemst að því að von Braun undirbýr styrjöld Anna Karina leikur dóttur harðstjórans er stjórnar Alpha- ville af gcigvænlegri vélhyggju. var 30. júní, en gagnrýnend- um kom yfirleitt saman um að þar hefði farið ósvikið klám. Nú hafa japanskir kvikmyndaframleiðendur til- kynnt, að þeir muni hér eftir ekki eiga neina aðild að kviK- myndahátíðum í Bei’lín, þar sem þessi mynd hafi verið sýnd þar þvert ofan í óskir þeirra. Er þá farið að sverfa all- mikið að þessari hátið ef þvilíkt stórveldi í kvik- myndum skerst úr leik. Og tilraunir skipuleggjara há- tíðarinnar til að fá Austur- Evrópuríkin til þátttöku virð- ast hafa mistek'zt enn einu sinni. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.