Þjóðviljinn - 10.07.1965, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.07.1965, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN —• Laugardagur 10. JúH 1965. Dtgelandi: Sameiningarflokkur alþýdu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. FYiðþjófsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Auglýsingastjóri: ÞorvalduT Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavöröust 19. Simi 17-500 (5 linur). Askriftarverð kr. 60.00 á mánuðl. Samningarnir 'r\ J samningum verkalýðsfélagaaina sem tókusf í gær ber hæst árangurinn sem náðist að stytt- ingu vinnuvikunnar með óskertu kaupi. Það er ekki lítill áfangi sem þar næst í 'einu stökki, úr 48 stunda vinnuviku dagvinnunnar í 44 stundir. Sama stytting vinnuvikunnar hefur verið knúin fram með taxtabirtingu á tveimur stöðum aust- anlands, Neskaupstað og Vopnafirði. Þetta eru ánægjuleg málalok og eftirminnilegur sigur að knýja fram kröfuna alla, í 44 stundir, ekki sízt þar sem verkalýðsfélög víða um land höfðu talið sig tilneydd að semja um minni styttingu vinnu- viku. Dirfska austfirzku félaganna og þrautseigja verkamanna og verkakvenna í Reykjavík og Hafn- arfirði hefur gerí styttinguna í 44 stundir að veru- leika þegar á þessu sumri, á miðju ári 1965. Að því fengnu er óhugsandi að verkalýðsfélög annars staðar á landinu /íáta bjóða sér lengri vinnuviku næst þegar samið verður, og eins ætti þessi sigur Dagsbrúnar og Hlífar og verkakvennafélaganna í Reykjavík og Hafnarfirði að íétta róðurinn fyrir þau féiög sem enn eiga ósamið. |>á fékkst fram í samningum verkamannafélag- anna og verkakvennafélaganna í Reykjavík og Hafnarfirði 4% almenn grunnkaupshækkun, 5% starfsaldurshækkun eftir tveggja ára starf hjá' sama atvinnurekanda, næturvinnuálagið á kaupið helzt í 91%, en það er 10% hærra en í Norðurlandssamningunum og mikilvægí atriði hér suðvestanlands, og verkamenn og verkakon- ur fá rétt til greiðslu fyrir 14 veikinda- eða slysa- daga á ári til viðbótar hinum 14 sem nú eru lög- boðnir. Auk þessara almennu atriða sem öll félög- in fá, verða nú allmiklar tilfærslur milli taxta í samningum hinna einstöku félaga, og snerta sum- ar þeirra mjög fjölmenna starfshópa. Þó hér sé um talsverðar hækkanir að ræða, hefðu verka- menn og verkakonur sjálfsagt talið eðlilegf að kjarabætur þeirra yrðu meiri, og sennilegt að verkafólk líti enn á þessa samninga sem fram- lengt vopnahlé, samninga sem þurfi að breyta verulega að ári. Og til þess tíma hlýtur verka- lýðshreyfingin að treysta raðir sínar og verða bet- ur undir átökin búin en nú í sumar. Verkafólk er líka óðum að skilja hvað það þýðir að hafa í landi ríkisstjórn sem hefur helzt hóíanir til mála að leggja i kjarasamningum, þá stöðugu hótun að verkamenn skuli rændir árangrinum af kjarabar- áttu sinni. J>ess skal að lokum minnzt að mörg verkalýðsfé- lög eiga enn ósamið. Þeirra samningar ættu nú að verða greiðari. Samningar hafa náðst án þess að þurft hafi að stofna tii almennra og lang- varandi verkfalla. Nýjum bardagaaðferðum hefur verið beitt og má segja að þær hafi gefið allgóða raun. En samningarnir á þessu sumri hafa um margt verið örðugir og sérstæðir. og vantar mikið á að unnt sé enn að meta heildaráhrif þeirra og ávinning. — s. . Útlitsteikning sundlaugarbyegingarinnar í Skálatúni Sundlaugarbygg- ing í Skálatúni Að Skálatúni í Mosíellssveit er. eins og mörg'um er kunnugt, heimili fyrir vangefin börn. Heimilið er sjálfseignarstofnun, en að því standa Umdæmis- Stúkan nr. 1 í Reykjavík og Styrktarfélag vangefinna, Á heimilinu eru nú 27 vangéfm böm og unglingar. Verið er að reisa nýbyggingu á staðnum, og þegar hún er fullgerð, geta dvalizt þar um 40 vistmenn. Byggingin sjálf er reist fyrir fé úr Styrktarsjóði vangefinna, sem er í vörzlu félagsmálaráðu- neytisins, en fjár til kaupa á innbúi og öðrum nauðsynlegum tækjum verður að afla annars staðar frá. Hafa heimilinu beg- ar borizt myndarlegar gjaf’.r í því skyni. Foreldrar þeirra bama, sem nú dvelja í Skálatúni, hafa nú bundizt samtökum að sýna f verkl nokkum þakklætisvott fyrir þá góðu umönnun, sem böm þeirra fá þar. Það mál, sem foreldramir vilja sérstak- lega hrinda í framkvæmd, er bygging útisundlaugar á staðn- um. Stjóm heim’lisins hefur lýst sig samþykka slíkri bygg- ingu, þótt hún hafi ekki bol- magn til að veita henni fjár- hagslegan stuðning. Nú í rrov var stofnaður sundlaugasjóðjr Skálatúnsheimilisins. 5 manna framkvæmdanefnd sjóðsins var kos;n á foreldrafundi í apríl s.l. Það er álit þeirra, sem bezt hafa vit á, að slík laug mundi verða vistfólki Skáiatúns til ó- met.anlegs gagns og ánægju. Erfitt er að fá nægilega og hepniiega þjálfun fvrir vangef- ið fólk, sem er oft jafnframt líkamlega fatlað og þarf á hollri hreyfingu að halda. Sundið mun vera e!n bezta ai- hliða þjálfun iíkamans, sem til er. Ánæaiunni af slíkum sund- stað barf varla að iýsa. Búið er að gera teikningu af lauginni og búningsklefum við hana. Framkvæmdir til und:r- búnings eru þegar hafnar. A- formað er að.koma upp sjðlfri lauginni f fyrsta áfanga. Hún er hringlaga (siá mvnd) 10 m í þvermál. mesta dýpi 1.20 m. Arkitektamir Helgi og V!I- hjálmur Hjálmarssynir gerðu teikninguna af laugínni og felldu hana inn í heildarmynd nýja hælisins í Skálatúni, en teikningin af því var einnig gerð af þeim. Vífill Oddsson gerði jámateikningamar. Þar sem þetta verður einka- laug hælisins, fsest ekki til hennar styrkur frá opinberum aðilum, en áætlað er að laugin -ein kosti um 500 þús. kr. Þegar hafa borizt rausnariegar gjafirj hátt á 2. hundrað þúsund krón- ur til laugarinnar. Styrktarféiag vangefinna gaf 100 þús. kr.j samtök kvenna innan Góð-/j> templarareglunnar 25 þús. kr., fyrirtæki, sem vill ekki láta nafns sfns getið 20 þús. kr., svo eitthvað sé nefnt. Sjálfboðalið- ar hafa að undanfömu íagt fram mörg dagsverk við laug- ina. En betur má, ef duga skal, og mikið fé vantar enn til. Framkvæmdanefnd Sundlauga- sjóðsins hefur nú látið útbúa gjafabréf, sem kvittun fyrir gjöfum til laugarinnar í Skála- túni, og þó miklu fremur við- urkenningu fyrir stuðning við gott málefni, eins og stendur letrað á bréfin. Foreldrar Skálatúnsbamanna heita nú á velunnara heimil- isíns og aðra þá, sem vilja leggja góðu máli lið, að kaupa þessi bréf. Hver skerfur, smár eða stór, er vel þeginn. Endur- gjaldið verður ánægjan af þeirri vissu að hafa stuðlað að auk- inni vellíðan þeirra bama, sem vegna fötlunar sinnar eru svipt ýmsu því, sem almennt er taiið til sjálfsagðra hluta. Gjafabréfin eru til sölu á Skálatúnsheimihnu, Bókabúð Æskunnar við Kirkjutorg í R- vík, á skrifstofu Styrktarfélags vangefinna að Skólavörðustíg 13 og hjá meðlimum fram- kvæmdanefndar . Sundlauga- sjóðsins, en þeir eru: Magnús Kristinsson, Ægissíðu 96, Btyn- hildur Guðmundsdóttir, Ljós. heimum 6, Sigríður .Ingimars- dótt’r, Njörvasundi 2, Stefán Sigurðsson, Hringbraut 61, Hafnarfirði og Sverrir Eggerts- son, Gnoðarvogi 86. Rithöfunda- styrkur Rithöfundasamþandi íslands hefur verið falið af Mennta- málaráði að úthluta á þesöu ári 20 þús kr til styrktar rit- höfundum, sem dvelja fjarri heimilum sínum við ritstörf. Þeir sem áhuga hafa eiga að senda umsóknir til skrifstofu sambandsins, Klapparstíg 26, fyrir 16. þ.m. Výlega er komin út hjá Myndabókaútgáfunnl h/f bókin SURTSEY f LTTUM. Textinn um þróun Surtseyjar er á íslenzku og ensku og saminn af Guðm. Sigvaldasyni iandfræðingi. Bókin er í Iitlu broti og ekki innbundin. Myndir eru tuttugu, og er forsíðu- og baksíðumyndin tckin af Garðari Pálssyni, en margir Ijósmyndarar eiga mynd- ir í bókinni. Einnig eru blrt kort af eynni eerð hjá Landmælíne- um ríkisins. Hreindýrastofninn aðeins um 2300 dýr ENGIN HRílND ÝRA VEIÐI VERÐUR LEYFÐISUMAR ■ Nýlega barst Þjóðviljanum fréttatilkynning frá mennta- málaráðuneytinu þar sem segir að samkvæmt talningu á hreindýrah'jörðinni á Austurlandi hafi dýrastofninn reynzt samtals 2278 dýr, þar af aðeins rösk 1800 fullorðin. Hefur ráðuneytið ákveðið að leyfa ekki hreindýraveiðar á þessu ári vegna þess hve fullorðnu dýrin reyndust fá, en undan- farin ár hefur verið leyft að veiða allt að 600 dýr árlega. Fréttatilkynning ráðuneytisins er svohljóðandi; „Menntamálaráðuneytið hefur eins og að undanfömu látið fara fram talningu á hreindýrahjörð- inni á Austurlandi og fóru þeir Agúgt Böðvarsson forstöðumað- ur landmælinganna og Egill Gunnarsson hreindýraeftirlits- maður, ásamt Bimi Pálssyni flugmanni, ; flugvél yfir hrein- dýrasvæðið 13. f.m. og töldu hreindýrin, að nokkru leyti með því að taka Ijósmyndir af hrein- dýrahópum og telja síðan eftir myndunum. Reyndust fullorðin hreindýr vera 1805 og 473 kálf- ar eða samtals 2278 dýr Álíta talningarmennimir að þeim hafi ekki getað sézt yfir hreindýr svo að nokkru nemi að því er íull- orðin dýr varðar. en hinsvegar hafi verið erfiðara að greina kálfana og álíta þeir að kálf- amir kunni að hafa verið nokkm fleiri en þeim taldist. Þar sem ekki virðist vera um að ræða nema rúmlega 1800 fullorðin hreindýr, þá telur ráðuneytið ekki rétt að leyfa hreindýraveiðar á þessu ári og hefur í dag gefið út auglýsingu um það. Þó verða væntanlega veitt leyfi til að veiða nokkur dýr til þess að halda áfram, VÍ&-, indalegum rannsóknum á heiir brigði hreindýrastofnsins, sem Guðmundur Gíslason læknir við Tilraunastöðina að Keldum hef- ur unnig að undanfarin ár að beiðni ráðuneytisins. Á undanfömum árum hefur verig heimilað að veiða allt að 600 hreindýr áriega á tímabilinu frá 7. ágúst til 20. september. En samkvæmt skýrslum hrein- dýraeftirlitsmanns, Egils Gunn- arssonar á Egilsstöðum í Fijóts- dal, sem hefur eftiriit með hrein- Framhald á 0. síðu. Otvegum frá Sovétríkjunum Marmara og Granít í blokkum og plötum. BORGAREY H.F. Óðinsgötu 7 — Reykjavík. Sími 20880. vinsœlastir skartgripir ióhannes skólavörðustíg 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.