Þjóðviljinn - 08.08.1965, Page 2

Þjóðviljinn - 08.08.1965, Page 2
2 SlÐA — ÞJÓBVIUINN — Sunnudagur 8. ágóst 1965 '""SON III SÆNSKAR NYLON- SKYRTUR fyrir karlmenn og drengi. Hvítar og mislitar. Bygginga/ánasjóður Kópavogskaupstaðar Hér með er auglýst eftir umsóknum um lán úr Byggingalánasjóði Kópavogskaupstaðar. — Um- sóknareyðublöð ásamt reglugerð s'jóðsins fást á skrifstofu bæjarins. Umsóknarfrestur er til 25. þ.m. 8- ágúst 1965> Bæjarstjórinn í Kópavogi. Skop- blaðamaður Fyrir nokkrum áratugum naut bandarískur gamanleik- ari, Buster Keaton að nafni, mikilla vinsælda í kvikmynd- um. Hann lék í fráleitum skopleikjum með fáráanlegri atburðarás, en sjálfum stökk honum aldrei bros; þegar á- horfendur hlógu hvað mest var eins og allur harmur mannkynsins skini úr augum hans. Þorsteinn Thorarensen, fréttaritstjóri Vísis, minnir mig alltaf á Buster Keaton. Aldrei skal það bregðast að hann vekur manni hlátur og hann mestan þegar fréttarit- stjórinn er hvað alvarlegast- ur. Sá er þó munurinn á Buster Keaton og Þorsteini Thorarensen, að hinn fyrr- nefndi hagnýtti sér vitandi vits hið sálfræðilega sam- hengi milli hláturs og gráts, en Þorsteinn ætlar sér sann- arlega að vekja allt önnur viðbrögð en skopskyn les- enda sinna; kímnigáfa hans er ómeðvituð með öllu. Og einatt finnst manni það óvið- felldið eftir á þegar Þorsteinn hefur komið manni til að hlæja að tilefnum sem ættu að vekja allt önnur áhrif. Tökum til að mynda nýj- ustu föstudagsgrein Þorsteins; hún hefst á þessa leið: „John- son forseti tók mikilvægar á- kvarðanir varðandi Vietnam styrjöldina í síðustu viku. Á- kvörðun hans mætti lýsa með kunnum vísuorðum Hannes- ar Hafstein; — Fram skal stauta blautar brautir, buga þraut, unz fjörið deyr. Braut- ir þandarískra hermanna í Vietnam eru sannarlega vot- Eina sérverzlunin á íslandi með sportveiðarfæri varð 25 ára um áramótin 1964—1965. fi Höfum ávallt lagt aðaláherzlu á að fylgjast með öllum nýjungum og útvega og flytja inn það sem bezt reynist á hverjum tíma af sportveiðarfærum um allan heim. Eigandi verzlunarinnar er eini íslendinigurinn sem lært hefur er- lendis og hefur kennslupróf í kasttækni og allri meðferð sportveið- arfæra og kennt hér um 18 ára skeið hundruðum veiðimanna. Vöru- þekking seljanda er bezta tryggingin fyrir góðum kaupum. Höfum einungis umboð fyrir heimsþekkt firmu svo sem; A/B URFABRIKEN, Svíþjóð, ABU-Record. — Leiðandi firma um allan heim í Kast- og Spinnhjólum, Glasfiberstöngum og Gerfibeitum. HARDY BROTHERS, Englandi. — Frægir fyrir sínar Splitcane- stengur og ýms önnur luxus Sportveiðarfæri. PEZON & MICHEL, Frakklandi. Framleiða hið þekkta Luxor Gimi og Línur, Parabolic Stengur o.fl. SCIENTIFIC ANGLERS INC. U.S.A. — Þeir urðu heimsþekktir fyrir Flugulínur sínar WET og AIR CEL sem er algjör bylting í gérð á Flugulínum. MY BUDDV, U.S.A. Þekkt um allan (veiðimanna-) heim fyrir allskonar Veiðafærakassa og Beitubox. Voru þeir fyrstu sem fram- leiddu marghæða box á hjörum. SUNSET, U.S.A. — Framleiðendur á ofnum Kastlínum, sem bera af öllum öðrum hvað snertir þol og endingu. Að sjálfsögðu er svo að allar smávörur til veiðiskapar eru einn- ig í mjög fjölbreyttu úrvali hjá okkur. ir um þessar mundir, þegar monsúnstormarnir fara þar hamförum og lemja regn- skýjaþykknum yfir frum- skógaklædd fjöll, svo allt landið breytist í fljótandi víti. Er mesta synd að þess- ir hermenn, sem nú verða að þola miklar mannraunir, skuli ekki hafa tækifæri til að læra karlmennskulegan brag hins íslenzka skálds til að stæla og herða upp hugann.“ Þannig fela ljóðlínur Hann- esar Hafsteins jafnt í sér stefnu Johnsons forseta sem þann leyndardóm sem dugað gæti þandaríska innrásar- hernum til aukinna afreka. Er þess að vænta að banda- ríska sendiráðið veiti þessum heilræðum athygli og láti sem fyrst gera ráðstafanir til þess að Þorsteinn verði sendur gagngert til Vietnam og látinn kenna hermönnun- um kveðskapinn, stæla þann- ig og herða huga þeirra og firra þá þeirri „mestu synd“ að fáfræði um íslenzkan karl- mennskukveðskap verði þeim að fjörtjóni. Myndi Þorsteinn eflaust ekki telja eftir sér að taka þátt í öðrum raun- um innrásarhersins, en þeim lýsir hann m.a. á þennan hátt; „Tveir mánuðir eru liðnir af regntímanum, þriðji mánuðurinn, ágúst, er eftir. Þetta er sem sagt engin stór byrði fyrir Bandaríkin, en hún sígur í. Byrðin líkist poka fullum af þvottasvampi og í úrhellisrigningunni tek- ur hann í sig vatnið og þyng- ist til muna.“ <*> Árás á Jóhann Morgunblaðið heldur nú á- fram dag eftir dag að vekja athygli á fjárþörfum Þjóð- viljans og er það í sjálfu sér þakkarvert. Málflutningur blaðsins er hins vegar næsta kynlegur; í gær kemst það m.a. svo að orði: „Til kaupa á þeirri prentvél, sem nú þrykkir Þjóðviljann, fengú kommúnistar lán til 99 ára í Sovétríkjunum. Vafalaust eru raunverulegir vextir og af- borganir af þessu láni mjög háir og ætlazt til, að endur- greitt verði f margvíslegri mynt“. Þetta eru næsta fróðlegar upplýsingar. Þjóð- viljinn fékk lán til prent- vélakaupa sinna í sænskum banka fyrir milligöngu Út- vegsbanka íslands, en hann gerðist ábyrgur fyrir láninu; naut Þjóðviljinn í því efni mjög góðrar aðstoðar Jó- hanns Hafsteins þáverandi bankastjóra og núverandi dómsmálaráðherra. Er sann- arlega leitt til þess að vita ef Jóhann hefur svo sjálfur orðið að taka lán í Sovét- ríkjunum til þess að tryggja þessi fjárhagsviðskipti, ekki sízt ef hann verður að standa skil á því „í margvíslegri mynt“ lengur en ævin endist. Annars hlýtur Jóhann Haf- stein að líta þessi skrif Morg- unblaðsins alvarlegum aug- um af fleiri tilefnufn. Sjálf- ur dómsmálaráðherrann get- ur ekki setið aðgerðalaus þeg. ar málgagn hans heldur því fram að Þjóðviljinn „njóti nú víðtæks fjárstuðnings“ frá Rússum. Að sjálfsögðu ber ráðherranum á svipstundu að hefja réttarrannsókn þegar þvílíkur áburður er birtur; að öðrum kosti hljóta sann- trúaðir lesendur Morgun- blaðsins að líta svo á að sjálfur dómsmálaráðherrann sé hjálparhella og verndari bins alþjóðlega kommúnisma ! bessum viðskiptum.— Austri. FULLKOMIN > .VARAHLUTAÞJONUSTA * BILLINN Rent an Icecar Sími 1 8 8 3 3 ^ Danmörk - Búlgaría ^ 14.8.-2.9. 20 daga ferð &TSSS/. Fararstjóri: Gestur Þorgrfmsson. „ 14. Sgúst: Flogið til Kaupmannahafnar og dyalist þar f 3 daga. 17. ágúst: Flogið til Sofia, en þaðan farið til Sólarstrandarinnar við Svartahaf. Nessebur og dvalist þar f hálfan mánuð. Farið þaðan aftur til Sofia og flogið 30. ágúst til Kaupmannahafnar og dvalist þar í 3 daga. 2. september: Flogið til Keflavíkur Búlgaría er eitt þeirra landa sem ferðamanna- straumurinn á síðastliðum árum hefur aúkist til í ríku mæli enda eru baðstrendur þar síst lalcari ea f Rúmenlu og náttúrufegurð mikil. Búlgarar hafa byggt fjöldann allan af nýtízku hótelúm- undanfarin ár og verðlag er þar mjög gott. Búlg arar skipuleggja ferðir til nágrannalandanna eins og Rúmenar t.d. til Istanbul með skipi og er verð þar mjög gott. Sömuleiðis er um fjölda ferða að ræða ínnanlands á mjög hagkvæmu verði. Enginn vafi er á að íslendingar eiga eftir. að auka komur sfnar til Búlgaríu á næstu árum enda eru viðskipti landanna í örum vexti. Hafið samband við okkur sem fyrst. LANDSBN 1 I ¥ 10

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.