Þjóðviljinn - 08.08.1965, Qupperneq 8
8 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 8. ágúst 1965
• Skiljið ekki
Dóra eftir í
skurðinum
Ég las í Þjóðviljanum á laug-
ardaginn að þú baðst lesendur
um að senda þér línu og er ég
hlustaði á þáttinn „Á sumar-
kvöldi“ gat ég ekki orða bund-
izt. þar sem mér finnst þessi
þáttur sá bezti sem útvarpíð
hefur flutt undanfarin ár.
Viðræðurnar við knattspyrnu-
frömuðina voru mjög fróðlegar
og skemmtilegar. sérstaklega
fannst mér gaman að heyra
Ríkharð ræða málin, en í he'ld
kom fram að vinnutími væri
allt of langur, þannig að menn
yrðu að vinna allt að tvöföld-
um vinnutíma ef þeir ættu að
hafa ofan í sig. Væri ekki at-
hugandi fyrir ríkisstjórnina að
hlusta á þessar umræður áðv.r
en hún neitar launþegum um
kjarabætur næst. Ég held að
allir þeir menn er fram komu
hafi verið annaðhvort Sjálf-
stæðismenn eða kratar svo rík-
isstjómin ætti að geta tekið
mark á þeim. Samtalið við spá-
konuna var mjög smellið, og
stjórnandinn stillti sig um að
hæðast að henni, og það gerði
allt viðtalið svo eðlilegt og hlý-
legt. að ég held að Tage láti
samtalsformið mjög vel, hann
leyfir fólkinu að tala óhindrað
og er svo hlýr og skilningsgóð-
ur að samtölin verða öll svo
óþvinguð. Leikþættimir eru
kapítuli fyrir sig. Þeir voru
allir mjög vel samdir. léttir
og leikandi. sérstaklega fannst
mér að þátturinn ,.Ást og '•óm-
antík“ væri vel skrifaður og
eins viðtaiið við fegurðar-
dísina frá Ólafsvík, sem var
bæði smellið og meinhæðið.
Getur ekki útvarpið fengið höf-
mmamammammmmmm
und þessara þátta til að semja
fleiri slíka, jafnvel lengri þæth,
eða hefur Tage einkarétt á
þeim? Mér finnst t.d. að Fyrsta
bamið“ sem var flutt í fymi
þáttum Tage í vetur. ætti að
flytja aftur t.d. eitthvert laug-
ardagskvöld f heilu lagi. Við
söknum öll Dóra og Lilju og
okkur finnst ófært að skilja
aumingja Dóra eftir niðri í
skurði í allt sumar og við skor
um því á ríkisútvarpið að
bjarga honum hið allra fyrsta.
Ég vona að þú ýtir eftir beim
þama niðri á útvarpi
Beztu kveðjur.
Sumargestur.
# Bjartsýni og
svartsýni
• Það er það góða við þelfa
slæma sumar, að það getur
orðið síðar meir afsökun fyrir
allri eymd, svo sem sjúkdóm-
um, ástarsorgum, gjaldþrotum,
og öllu menningarástandinu.
Það illa við þetta slæma sum-
ar að það mun vera notuð sem
léleg afsökun síðar meir fyrir
allri eymd svo sem o.s.frv.
^ < r
— Þetta er síðasta aðvörunin
— ef þú hættir ekki að elta
konuna mína á röndum, þá læt
ég þig hafa hana.
(Salon Gahlin).
• Dagur og vegur
• Stefán Jónsson kemur „sitt
úr hverri áttinni" á sunnudags-
kvöld og sjálfsagt mun það
ferðalag ganga ágætlega. Þá
eru við einnig minntir á til-
veru Donkósakkakórsins: það
væri gaman að vita hvort
nokkrir Rússar eru enn á lífi í
þeim ágæta söngflokki.
Á mánudag talar Þorsteinn
Ó. Thorarensen um daginn og
veginn. Þorsteinn er merkileg-
ur maður og sjaldgæfur: í hon-
um eigum við Islendingar á-
stríðufyllsta vin Bandaríkjanna
sem uppi er meðal þeirra
manna sem leyft er að krota
eitthvað í dagblöð heimsins.
Vonandúmun hann í ræðu sinni
útlista það fyrir Bandaríkia-
mönnum hverjum þeir megi
helzt treysta í Vietnammálum
og vonamdi verður hann ekki
fyrir eins miklum vonbrigðum
með áiangur skrifa sinna og í
fyrra þegar dýrðlingurinn de
Gaulle tók upp á þeim fjanda
að viðurkeima stjóm Maós.
★
8.30 Konunglega fílharmóníu-
sveitin í Lundúnum leikur
þætti úr þekktum balletttón-
verkum.
9.10 Morguntónleikar. a) Messa
í Es-dúr eftir Schubert. Ein-
söngvararnir Rathauscher.
Planyavsky, Equilus, Hof-
statter og Berry syngja með
kammerkór Akademíunnar og
sinfóníuhljómsveitinni í Vín-
arborg; R. Moralt stj. b) Sin-
fónía Antarcica. Suðurskauts-
hljómkviðan, eftir Vaugnan
Williams. Hallé-hljómsveitin
og kórinn flytja ásamt M.
Ritchie sópransöngkona; Sir
Barbirolli stj.
11.00 Messa í Laugarneskirkju.
(Séra Grímur Grímsson).
14.00 Miðdegistónleikar; Frá
sænska útvarpinu. a) Gæsa-
• Búskapur í Reykjavík
• Ekki hefur búskapur mcð öllu lagzt niður í henni Reykjavík.
I Laugardalnum standa enn nokkrir bæir, þar sem stundaður «r
búskapur. Þangað Ieggja feður með börn sin oft leið á sunnu-
dagsmorgnum til þess að sýna þeim hvernig kýr, hestar og
hundar líta út. Þessa mynd tókum við inn í Laugardal um dag-
inn. Því miður vitum við ekki hverjum þessar miklu mjólkur-
kýr tilheyra. (Ljósm Þjóðv sv.g.)
mamma, ballettmúsik eftir
Ravel. b) Tónlist fyrír
strengjasveit eftir Ingvar
Lindholm. c) Sinfónía nr. 6
op. 74 eftir Tjaikovský.
Hljómsveit sænska útvarpsins
leikur. Stjórnandi: Sergiu Ge-
libidache.
15.30 Kaffitíminn.
16.00 Troels Bentsen kynnir
þjóðlög frá ýmsum löndum.
16.30 Sunnudagslögin.
17.30 Barnatími: Anna Snorra-
dóttir stjórnar.
18.30 Frægir söngvarar syngja:
Gérard Souzay.
20.00 Fantasía fyrir strengja-
sveit eftir Hallgrím Helgason.
Hljómsveit Rikisútvarpsins
leikur; Wodiczko stj.
20.10 Árnar okkar. Tómas
Tryggvason jarðfræðingur
flytur erindi um Skjálfanda-
fljót.
20.35 Don-kósakkakórinn syng-
ur þjóðlög frá ættlandi sínu.
Söngstjóri: Sergej Jaroff.
20.55 Sitt úr hverri áttinni.
Dagskrárliðnum stjórnar Stef-
án Jónsson
22.10 Danslög.
23.30 Dagskrárlok.
Ctvarpið á mánudag:
13.00 Við vinnuna.
15.00 Miðdegisútvarp; Sinfón-
íuhljómsveit Islands leikur
lagasyrpu eftir Bjama Þor-
steinsson í hljómsveitarbún-
ingi Jóns Þórarinssonar; Pál!
Papmichler Pálsson stjórnar.
F. Andersson, K. Schultz
o.fl. danskir söngvarar syngia
lög eftir Weyse. Sinfóniu-
hljómsveitin í Minneapoiis
leikúr sjö rúmenska þjóð-
dansa; Dorati stj. Victoria de
los Angeles syngur negralög.
Rikhter leikur Skógarmynd’r,
op. 82 eftir Schumann. Sven
Bertil Taube syngur.
16.30 Síðdegisútvarp. Meðal
tónsmiða: Joh. Strauss. F.
Lehár. C. Porter, N. Hefti, A
Khatsjatúrian og Duke E'l-
ington. Meðal flytjenda:
Skemmtihljómsveit danska
útvarpsins, Borgarhl jómsvei t-
in í Árósum, Keisaralega
skemmtihljómsveitin f Aust-
urríki, Hollywood Bowl
hljómsveitin, Harry Bela-
fonte, systir Sourire, arm-
enskir hljómlistarmenn, tríó
Oscars Petersons. Duke' EH-
ington, Woody Herman.
18.30 Þjóðlög frá ýmsum lönd-
um.
20.00 Um daginn og veginn.
Þorsteinn Ó. Thórarensen
fréttastjóri talar.
20.20 Sex fslenzk þjóðlög útsett
fyrir fiðlu og píanó af Heiga
Pálssyni. Bjöm Ólafsson og
Árni Kristjánsson leika.
20.30 Pósthólf 120. Lárus HaTl-
dórsson brýtur upp bréf frá
hlustendum.
20:50 Landsleikur í fenaft-
spymu: Island-lrland. Sig-
urður Sigurðsson lýsir sið-
ari hálfleik frá íþróttavellin-
um í Laugardal.
21.45 Elisabeth Schumann
syngur nokkur lög eftir Hugo
Wolf^
22.10 Útvarpssagan; ,.fvalú“.
22.40 Kammertónleikar: Frá
Sibeliusar-hátíðinni f Hels-
inki í vor. Klarínettu-kvín‘>
ett nr. 1 op. 2 eftir Bemhard
Henrik Crusell. P. Lampin-
en, J Ylönen, A. Pilvi og E.
Valsta leika.
' 23.05 Lesin síldveiðiskýrsla
Fiskifélags íslands.
23.25 Dagskrárlok.
á kvöldin á matstofuna þar
sém málarar fengu sér kvöld-
skatt; þá sat hann á stigaþrepi
stundum las hann úr Dan e.
stundum talaði hann um strið-
ið, um ragnarök menningar-
innar, um skáldskap, um allt
néma myndlist. Um tíma hafði
hann miklar mætur á spádóm-
um fransks sextánualdarlæk-i-
is, Nostradamusar. Hann full-
vissaði mig um það. að Nos+ra-
damus hefði séð nákvæmlega
fyrir frönsku byltinguna, sigra
og fall Napóleons, endalok
Páfaríkis, sameiningu Italíu;
tilfærði spádóma, sem enn
höfðu ekki rætzt: ,,Hér er smá-
atriói — lýðveldi á Italíu .
En hér koma stærri hlutir —
menn verða sendir í útlegð út
á eyjar, til valda kemurgrimm-
ur harðstjóri, allir verða fang-
elsaðir, sem ekki læra að þegja?
og farið verður að útrýma
fólki . . . “ Hann dró upp úr
vasa sínum þvælda bók og
hrópaði: „Nostradamus sá her-
flugvélar fyrir. Bráðum verða
allir sem dirfast að brosa eða
gráta, þegar ekki á við, sendir
til heimskautanna — sumir á
Norðurskautið, aðrir á Suður-
skautið.“
Þegar fyrstu fregnirnar hár-
ust af byltingunni í Rúss
landi kom Modi hlaupandi tH
mín, faðmaði mig og æpti eitt-
hvað fullur hrifningar. (Stund-
um gat ég ekki skilið, hvað
hánn var að segja).
Ung stúlka, Jeanne að nafni,
tók að venja komur sínar á
Rotondu; hún líktist skóla-
stúlku, var bjarteygð og Ijós-
hærð. Sagt var, að hún væri að
læra að mála Skömmu áður en
ég fór til Rússlands sá ég Je-
anne og Modigliani á Boule-
vard Vaugirard. Þau leiddust
brosandi. Ég hugsaði: loksins
hefur Modi fundið gæfu sína.
Ég kom aftur til Parísar í
maí 1921. Menn sögðu mér f
snatri helztu fréttir. „Hvað,
veiztu ekki, að Modigliani er
dáinn?“ Ég hafði engar spurnir
haft af vinum mfnum frá Rot-
ondu. Modi hóstaði stöðugt.-
honum var síkalt, lungun fóru
hríðversnandi, líkaminn var
þrotinn að kröftum. Hann dð
f sjúkrahúsi í ársbyrjun 1926
Jeanne var ekki í kirkjugarð-
inum. Þegar vinir hans komu
f Rotondu eftir jarðarförina
fréttu þeir. að fyrir stundu
hefði hún hent sér út um
glugga. Eftir lifði lítil dóttir
Modi — líka Jeanne.
Það er allt og sumt. Það var
skotið saman til að jarða Modi-
gliani. Ári síðar var opnuð
sýning á verkum hans í París.
Um hann voru skrifaðar bæk-
ur, menn græddu fé á myndum
hans. Þetta er annars svo a’-
geng saga, að ekki tekur þvf
að fjölyrða um hana.
f ýmsum söfnum heimsins —
New York, í Stokkhólmi, í Par-
ís, í London hef ég átt endur-
fundi við Modigliani. Hann
málaði stundum naktar konur,
en oftast andlitsmyndir. Hann
skapaði margt. fólk; sorg bess-
ofsótt blíða þess og umkomu-
leysi verða safngesti minnis-
st.æð.
Má vera að einhver postu'i
raunsæisstefnunnar segi, að
Modigliani hafi vanvirt náttúr-
una, að konurnar á myndum
hans hafi alltof langa hálsa og
hendur. Rétt eins og mynd sé
líffræðikort! Eins og hugsan;r,
tilfinningar, ástríður raski ekki
hlutföllum? Modigliani var ekki
kaldur áhorfandi, hann horfði
ekki á fólk úr fjarlægð, hann
lifði með því. Þetta eru mynd-
ir af fólki, sem elskaði og
þjáðist. og dagsetningamar eru
ekki aðeins vörður á vegi lista-
mannsins, þær eru vörður ald-
arinnar: 1910—1920. Það er
hlægilegt að halda því fram, að
Modigiani hafi ekki vitað hve
margir hryggjarliðir eru í háls-
inum — það lærði hann mörg
ár í listaskólum Livomo,
Flórens, Feneyja. Hann vissi
líka annað: hve mörg ár em f
einu ári sem 1914. Og ef svo
virtist sem aldagamalt mat á
mannlegum verðmætum væri
allt annað orðið, hvernig gat þá
listamaðurinn annað en séð að
andlit fyrirsætunnar hafði
breytzt?
Myndir Modigliani segja
næstu kynslóðum frá mörgu.
En ég horfi á þær, og fvrir mér
er gamall æskuvinur. Ástin ti!
mannanna var rík i honum, og
hann hafði þungar áhyggjur
þeirra vegna. Menn skriía:
• hann drakk. það greip hann
æði, hann dó“. Það er ekki
þetta sem máli skint.ir. Jafn-
vel örlög hans skipta ekki
máli, þótt lærdómsrík séu: ef
einhver vill skilja harmleik
Modigliani, þá skyldi sá mað-
ur ekki minnast hasjísiins held-
ur eiturgassins, þá skyldi sá
maður hugsa um hina ráðvúltu
og stjörfu Evrópu. um örlög
hverrar fyrirmyndar Modigúan-
is, sem járnhringurinn var bá
þegar farinn að þrengja að.
TUTTTIGASTI og fyrsti
KAFLI.
Sumarið 1914 byrjaði vel fvr-
ir mér. Ég skrifaði nokkur
kvæði sem mér fannst, sjálf-
stæðari en fyrri ljóð mín.
Sumarið var heitt og sólrfki
og gróður f miklum blóma. Ég
fékk óvænt peninga frá tveim
ritstjórum og ákvað að fara til
Hollands — ekki gat ég veríð
bekktur fyrir að kaupa mý
vetrarfrakka. List Rembrandts
freistaði mín og svo lýsingar á
sérkennilegu lífi þessa lands
og vingjarnlegum hollenzkum
stúlkum með hvftan höfuðbún-
að sem hengu uppi á veggjum
ferðaskrifstofunnar.
Mér fannst Holland kyrrlátt
land og fallegt. Húfur stúlkn-
anna voru í raun og veru hvft-
ar; vindmylluvængimir snerust
og bændur reyktu langar píp-
ur, velhirtar kýr jórtruðu ang-
urværar og til morgunverðar
fékk ég alltaf ost. Leiðarvísir-
inn frá París Iaug ekki.
Allsstaðar voru söfn, og á
morgnana gleypti ég í mig sem
mest af brauði og osti til að
sleppa hádegisverði og fór á
safn. Venjulega kalla menn
hollenzka myndlist fulkomlega
raunsæja, segja að hún sé inn-
blásin af daglegu Iffi. Efnisval
listamannanna virðist styðja
þá skoðun. En á ítalfu er safnið
og gatan, sem það stendur við,
ekki aðskilin, þar rennur listin
saman við líf umhverfisins 1
Hollandi furðaði mig á bvf
djúpi sem staðfest var milli
veruleikans og listar fortfðar-
innar. Bændumir voru ágæt-
lega atorkusamir, á virkum
dögum lásu allir kauphallar-
tíðindi en bænabækur á sunnu-
dögum, á baðströndinni við
Haag var fúllt af þriflegum
dömum. Innan um allt bet+a
stóðu safnhús og bar hengu
myndir Rembrandts eins og
bær hengu í Louvre og Her-
emitage
Ég spurði sjálfan mig hvernig
bæri að skýra þett.a. Svo virð'st
sem hollenzkir málarar hafi
fyrir þrem öldum lifað f méiri
innrj einveru en ítalskir; þeir
uppfylltu pantanir. máluðu
senur sem allir skildu- en anda-
gift sína sóttu beir f vald sitt
á myndlist.inni. Mér fannst
þeir formalistar. svo notað sé
algengt nútfmaorð. Ég dáðist
að þeim. en ég hugsaði um
annað þegar ég gekk út úr
safninu.
<
(
t
i
l
I
I