Þjóðviljinn - 10.09.1965, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.09.1965, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Föstudágur; 10. september 1065 Bændur Austanlands þurfa 3000 tonn af heyi í haust Q Lan'dbúnaðarráðuneytið sendi frá sér á dögunum fréttatilkynningu um aðgerðir vegna heyleysis á Austurlandi, svohljóðandi: Með bréfum, dags. 28. júlí sl skipaði ráðuneytig þriggja manna nefnd til að gera athug- Un á því hvernig skuli bregð- ast við þeim vanda, sem steðj- ar að bændum á Austurlandi vegna kalskemmda í túnum. í nefndina voru skipaðir þeir Gísli Kristjánsson, ritstjori, sem fulltrúi Búnaðárfélags ís- lands, Kristján Karlsson, sem fulltrúi Stéttarsamb. bænda og Pétur Gunnarsson, deildar- stjóri, sem jafmframt var skip- aður formaður nefndarinnar. f bréfi til landbúnaðarráðu- neytisins, dags 30. ágúst gerði nefndin síðan grein fyrir störf- um sínum á þessa leið: „Með bréfi, dags. 28. júlí 1965 skipaði landbúnaðarráðu- neytið okkur undirritaða í nefnd til ag gera athugun á því hvemig skuli bregðast við þeim vanda, sem steðjar að bændum á Austurlandi vegna kalskemmdanna. Nefndin hélt sinn fyrsta fund 29. júlí og ákvað þá að skrásetja Þá aðila, sem byðu hey til sölu. ennfremur skrif- áði nefndin stjóm Stéttarsam- bands bænda og bað um álit hennar um verð á heyi í sum- ar og haust. ■ Hér er birt orðrétt samþykkt Samvinnufélags útgerðarmanna, Neskaup- stað, þar sem þeir krefj- ast þess að framhald verði á síldarleit og þjónustu við síldveiðiflotann eins og bezt er á sumrin. „Fundur í Samvinnufélagi útgerðarmanna, Neskaupstað, haldinn 7. september 1965 skorar á ríkisstjómina að gera þegar í stað nauðsynlegar ráð- stafanir til þess ag Jakob Jak- obsson fiskifræðingur geti hið allra fyrsta hafið á ný síldar- leit og fiskifræðilegar athug- anir á síldarmiðunum við Aust- urland, Norðausturland og Norðurland á vel útbúnu síld- arleitarskipi, sem ekki sé lak- ara til slíkrar þjónustu en Ægir. Fundurinn telur mjög miður farið að hin þýðingarmiklu störf Jakobs Jakobssonar fyr- ir síldarflotann skuli hafa ver- Pétur Gunnarsson, formaður nefndarinnar, hafði samband við formann Búnaðarsambands Austurlands, Þorstein Sigfús- son, bónda á Sandbrekku, til að fylgjast með því, hvemig heyskap miðaði á búnaðar- sambandssvæðinu. Hinn 20. ágúst fóru Pétur Gunnarsson og Kristján Karls- son austur. (Gísli Kristjánsson var forfallaður vegna veik- inda), Þeir ferðuðust um Fljótsdalshérað og firðina allt suður í Geithellnahrepp. Á Eg- ilsstöðum vár haldinn fundur með stjórn Búnaðarsambands Austurlands, ráðunautum þess og oddvitum eftirtalinna hreppa; Hjaltastaðahrepps, Eiðahrepgs. Egilsstaðahrepps, Vallahrepps, Skriðdalshrepps, Fellnahrepps, Tunguhrepps. Oddvitamir höfðu talað við bændur, hver í sínum hreppi og fengið hjá þeim upplýsin'g- ar um horfur á heyfeng. Það var samhljóða álit þeirrá allra, að þótf tiðarfar yrði gott, það sem eftir er af héyskapar- tima, mundi verða almenn hey- vöntun á fyrmefndu svæði og sums staðar í stórum stíl. í eftirtalda hreppa fórú nefndarmenn og töluðu við ið látin niður falla og Ægi ráðstafað til annarra starfa. Ástandið á síldarmiðunum hefur verið þannig, að sér- stök ástæða hefur verið til áð nákvæmar og stöðugar vís- indalegar athuganir vær Iátn- ar fara fram. Hafa verður í huga að þjöðarheildin á nú meiri hagsmuni tengda við síldveiðarnar en nokkra aðra atvinnugrein. Um 200 síldveiði- skip eru enn á miðunum og þúsundir manna í landi eru bundnar við væntanleg síldar- vinnslustörf. Það má þvi ekkert til spara í því að greiða fyrir þessum veiðum með rekstri leitar- skipa og þjónustu þeirra manna sem mesta þekkingu hafa á síldarmálum okkar. — Fyrirfram ákveðnar og litlar fjárveitingar til síldarleitar mega ekki takmarka nauðsyn- lega fyrirgreiðslu við síldveiði- flotann og þau þýðingarmiklu störf sem Jakob Jakobsson og sildarleitarþjónustan hafa haft með höndum". oddvita þeirra: Geithellna- hreþp, Beruneshrepp, Breið- dalshrepp, Fáskrúðsfjarðar- hrepp Reyðarfjarðarhrepp, Helgustaðahr. og Norðfjarðar- hrepp. Oddvitarnir höfðu tal- að við bændurna og fengið hjá þeim upplýsingar um heyskap- inn. Þeim kom saman um það, að heyfengurinn væri mjög líti.11 og að nokkrir bændur hefðu ekki náð neinu heyi inn ennþá, Á fjörðunum var á- standið lakara en á Fljóts- dalshéraði. Verstar voru á- stæðurnar í Breiðdalshreppi og Norðfjarðarhreppi, vegna kal- skemmda, Þessi athugun leiddi i ljós, að þó reiknað sé með hag- stæðri heyskapartíð, það sem eftir er af heyskapartíma, muni einnig vera um meiri og minni heyvöntun að ræða í þessum hreppum. Lausleg á- ætlun leddi í Ijós, að hey- þörf fyrir allt svæðið væri 30 til 40 þúsund hestar, mið- að við, að vel gangi með hey- skapinn það sem eftir er. f viðræðum við oddvitana kom fram, að verulegur áhugi er fyrir heykaupum, ef verðið á heyinu fer ekki yfir kr. 1,50 vélbundið og komið á bryggju i höfnum á Austurlandi. f sambandi vig heykaupin er skylt að geta þess, að bænd- ur á Austurlandi óska ein- dregið að fá hið fyrsta vitn- eskju um hvað heyig muni kosta á bryggju þar eystra, en magn heypantana mun að mestu háð verðinu og verða þær ekki gerðar fyrr en það liggur ljóst fyrir. Hinn ágæti heyfengur, sem nú er í öðrum landshlutum, hefur gefið tilefni til þess, að ýmsir bændur vilja gefa hey til Austurlands. Hve mikið 'magn hér getur verið um að ræða, þarf að rannsaka hið fyrsta. Þeir nefndarmenn, sem ferð- uðust um kalsvæðin nú í ág- úst, urðu þess áskynja, að nokkug hefur gróið að kölun- um, en álíta, að nánari athug- anir þurfj að gera svo hægt sé að benda á heppilegustu leiðir til endurræktunar á kalsvæðunum. Það kom greinilega í ljós, að fjárhagserfiðleikar muni takmarka heykaupin, enda hafa nokkur undanfarin ár verið mjög erfið til búskapar þar eystra, sökum kalskemmda árið 1962 og sér í lagi vegna mikils kostnaðar við að koma búfé fram á síðasta vori. Það er því brýn nauðsyn að brepp- amir fái aðstoð með lánum og framlagi, svo að heykaup- in verði framkvæmanleg og komizt verði hjá stórfelldum niðurskurði á búpeningi, sem mundi hafa vandséð áhrif á búskap þessa landshluta, bæði afkomu bændanna og fækkun þeirra um ófyrirsjáanlega fram- tíð. Vegna bæja og þorpa á þessu svæði má framleiðsla á mjólk ekk; dragast saman, en á því er allmikil hætta vegna vaxandi eftirspumar Þjónusta við síld- veiðiílotann má ekki falla niðurl vinsœlcKtir skartgripir jóhannes skólavörðustíg 7 DIXAN ER SÉRSTAKT ÞVOTTADUFT FYRIR ALLAR TEGUNDIR ÞVOTTAVÉLA. Vélin yðar þarfnast sérstaks þvottaefnis — þessvegna varð DIXAN til, DXIAN freyðir lítið og er því sérstaklega gott fyrir sjálfvirkar þvottavélar. DIXAN fer vel með vélina og skilar beztum árangri. einnig hvað viðkemur gerfiefnum. DIXAN er í dag mest keypta efni í þvotta- vélar í Evrópu. DIXAN er framleitt hjá HENKEL í Vestur- Þýzkalandi. Hrf^InaóiV Rent an Icecar Sími 1 8 8 3 3 eftir vinnuafli á útgerðarstöð- um í fjörðunum". Bréfi nefndarinnar fylgdu svohljóðandi tillögur um ráð- stafanir i þessu efni: „1. Útvegað verðj hey og sent til Austurlands í haust, eft- ir því sem hægt er að full- nægja pöntunum, sem það- an berast. 2. Leitað verði eftir því við Bjargráðasjóð að veita lán til heykaupa. Ennfremur verði til þess mælzt, að hann greiði kostnað við binding heysins og flutn- ing á bryggju austanlands, og sé það ekki endurkræft framlag. Hafi Bjargráðasjóður ekki bolmagn til þess að leysa þessi hlutverk, útvegar rík- isstjórn Bjargráðasjóði það fjármagn, sem til vantar. 3. Vegna framkominna blaða- fregna um, að bændur í öðrum landshlutum hafi hug á að gefa hey til Aust- urlands, er lagt til, að nú þegar verði kannað, hve mikið heymagn mundi fást á þennan hátt“. Sama dag og ráðuneytinu barst þetta bréf nefndarinnar, sendi það Búnaðarfélagi fs- lands eintak af niðurstöðu nefndarinnar og óskaði þess jafnframt, að Búnaðarfélagið hefjist handa um að kanna hversu mikið hey bændur í landinu kynnu að vilja gefa til bænda á Austurlandi vegna heyskorts þar. Var Búnaðarfé- laginu falið að hafa samband við stjórnir hreppabúnaðarfé- laga, þar sem vitað er að hey er aflögu, Ætlazt var til þess; að hreppabúnaðarfélögin til- kynntu eins fljótt og kostur var og ekki síðar en 10. sept- ember n.k. um loforð um hey- gjafir. Heygjafirnar áttu að miðast við, að heyig verði vélbundið á hentugum stöðum og þá við það miðað, að bænd- ur, sem gefa heyið, flytji það á sinn kostnað til þeirra staða ,innan sveitar, þar sem vél- binding fer fram. Þegar daginn eftir ag Bún- aðarfélagi fslands hafði borizt þetta erindi ráðuneytisins, hafði það samband við stjóm- ir hreppabúnaðarfélaganna og er nú beðið niðurstððu um ár- angur af þeirri málaleitan. Auk þess, sem hér hefur verið rakið, liggur fyrir í mál- inu lausleg áætlun nefndar- innar um kostnað við útveg- un og flutning á heyi til Austurlands á þessa leið; „Áætluð heyþörf 3000 tonn. Áætlað 1000 tonn gjafahey kr. 0 Áætlað 2000 tonn keypt hey á 1500/pr tonin kr. 3.000.000,00 Binding og flutn. að skipj 1100/pr. tonn kr. 3.300.000,00 Hafnargjöld, framskipun og flutn 693,75 pr. tonn kr. 2.081.000,00 Uppskipun og hafnargjöld eystra 243,75 pr. tonn ' kr. 731.000,00i Samt. kr. 9.112.000,00 3000 tonn hey selt á bryggju 1509/pr. tonn 'kr. 4.500.000,00 Mism. kr. 4.612 000,00 Hefur stjóm Bjargráðasjóðs fslands heitig stuðningi við þær ráðstafanir, sem fyrirhug- aðar eru í þessu sambandi. Á fundi landbúnaðarráð- herra 31. ágúst s.l. tók nefnd sú, sem getið er hér að ofan, að sér að vinna áfram að máli þessu og sjá um framkvæmd- ir þeirra ráðstafana, sem grip- ið verður til í sambandj við úrlausn málsins. Einp og fram kemur í grein- argerð nefndarinnar eru ekki tök á að ákveða hvaða ráð- stafanir þar verður um að ræða fyrr en fyrir liggja nið- urstöður um endanlegan hey- feng bænda eystra. ‘ > A \ V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.