Þjóðviljinn - 05.10.1965, Blaðsíða 1
!■■■■•■■■■■■!
•■■■■■■■■■■I
Síldaraflinn um 2.347.000 mál og tn.
Þriðjudagur 5. október 1965 — 30. árgangur — 224. tölublað.
Á miðnætti sl. laugardags
var heildarsíldaraflinn norð-
aniands og austan orðinn um
2.347.000 mál og tunnur en
var um sama leyti í fyrra
um 2.523.000 méi og tunnur.
Nam vikuaflinn sl. viku um
247 þúsund málumi og tunn-
um. Söltun er nú orðin ná-
lega .iafnmikil og í fyrra eða
um 330 þús. tunnur en var
um 347 þús. tunnur á sama
tíma í fyrra.
Skýrsla Fiskifélags íslands
um sildveiðarnar mun vsent-
anlega birtast í blaðinu á
morgun en hún var ekki full-
búin í gær þar eð upplýsing-
ar vantaði frá sumum síld-
veiðistöðunum. Eru framan-
greindar tölur því ekki ná-
kvæmar.
!■»«■■■■■■■■■■■■■■»■•■■■■■■■■»■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■*■■■■■
Milliliðakostnaður á búvörum um og
yffr 50%
í ýtarlegri greinargerð sem Þjóðviljanum barst
í gær frá nefnd þeirri sem ákvað verð á land-
búnaðarvörum í haust kemur fram að milliliða-
kostnaður á landbúnaðarafurðum er um og yf-
ir 50%.
Mjólk: 48% milliliðakostnaður
Óniðurgreitt verð á einum lítra af hymumjólk er nú kr. 12.21.
Af þeirri upphæð fá bændur kr. 8,25 fyrir lítrann. Vinnslu- og
dreifingar-kostnaður, umbúðarverð og önnur slík gjöld er nins
vegar kr. 3,96 á lítra, eða 48% ofan á það verð sem bændur fá.
Af þessari heildarupphæð greiða neytendur 7,50 fyrir lítrann í
verzlunum, en kr. 4,71 er niðurgreiðsla sem ríkisstjómin tekur af
heytendum með söluskatti.
Kjöt: 51% milliliðakostnaður
Óniðurgreitt verð á einu kílói af súpukjöti er nú kr. 81,85. Ax
þeirri upphæð fá bændur kr. 54,12 fyrir kílóið. Slátur- og heildsölu-
kostnaður, smásöluálagning, söluskattur og annar milliliðakostn-
aður er kr. 27,73 á kíló, eða 51% ofan á það sem bændur fá.
Af kjötverðinu greiða neytendur kr. 64.55 fyrir kílóið í verzl-
unum, en kr. 17,30 er niðurgreiðsla sem ríkisstjómin tekur af
neytendum með söluskatti.
Kartöflur: 53% milliliðakostnaður
Engin niðurgreiðsla er á kartöflum og kostar kilóið nú kr. 11.70
i verzlunum. Af þeirri upphæð fá bændur kr. 7.65 fyrir kílóið.
Heildsölukostnaður, smásöluálagning, söluskattur og annar miUi-
liðakostnaður er kr. 4,05, eða 53%, ofan á það sem bændur fá.
Vegna þeirra deilumála sem urðu í haust um smásöluálagningu
á kartöflum má geta þess að smásöluálagningin er nú kr. 1,42 á
kíló. Árið 1959, þegar viðreisnarflokkarnir hófu samvinnu sína,
var útsöluverðið á einu kílói af kartöflum kr. 1,45!
Raunverulegt smjörverð kr. 187,56
Auk þeirrar niðurgreiðslu sem nefnd hefur verið á nýmjólk og
dilkakjöti, nemur niðurgreiðslan á smjöri kr. 84,96 á kíló en út-
söluverð í búðum er kr. 102,60. Raunverulegt smjörverð er þannig
hvorki meira né minna en kr. 187,56 á kíló, en tæpur helmingur
þeirrar upphæðar er niðurgreiðsla sem tekin er af neytendum
með söluskatti. Ekki kemur fram af skýrslu nefndarinnar hversu
mikill hluti verðsins er vinnslu- og niilliliða-kostnaður.
I
I
Sögulegur úrslitaleikur
Á iþróttasíðu, 5. síðu, ritar
Frímann Helgason um úr-
slitaleik Islandsmótsins í
knattspyrnu, sem fram fór á
Laugardalsvelli sl. sunnudag,
milli KR-inga og Akurnes-
inga.
Þetta varð allhardur leik-
ur, eins og oft vill verða þeg-
ar til úrslita er barizt, og
sögulegur vai’ð leikurinn
ekki einungis vegna úrslit-
anna heldur og af því að tveir .
b'eztu liðsmennirnir af Akra-
nesi meiddust það illa í leikn- .
um að bera varð þá út af
leikveljinum á sjúkrabörum. ■
Leikmenn þessir voru þeir
Eyleifur Hafsteinsson, yngsti
maðurinn í liði ÍA og sá
efnilegasti, og Ríkarður Jóns-
son, fyrirliði Akraness, elzti
liðsmaðurinn og reyndasti.
Meiðsli Eyleifs reyndust sem
betur fer ekki alvarleg, en
hinsvegar var Ríkarður illa
meiddur, þvertindur í hryggn-
um hafði brotnað. Var Rík-
arður fluttur í sjúkrabifreið
í sjúkrahúsið á Akranesi að
lokinni rannsókn á Slysavarð-
stofunni. Mun bíða hans
nokkurra vikna spítalavist.
Myndin var tekin skömmu
eftir að Ríkarður slasaðist í
leiknum á sunnudaginn. Sést
hann liggjandi í grasinu til
vinstri á myndinni, en yfir
honúm sbumrar einn af fé-
lögum hans frá AJtranesi og
Baldvin Baldvinsson, hinn
marksækni KR-ingur. Lengst
til hægri á myndinni sjást
þeir eiga orðaskipti Sveinn
Jónsson, KR, Jón Leósson ÍA
og dómarinn Hannes Þ. Sig-
urðsson. (Ljósm. Þjóðv. A.K.).
Seg/ast lítið muna
vegna ofurölvunar
Um helgina var haldið áfram
rannsókn vegna banaslyssins er
varð aðfaranótt sl. laugardags,
er ölvaður ökumaður ók aftan
á kyrrstæða leigubifreið með
þeim aflciðingum að ungur mað-
ur, sem var farþegi í leigubíln-
um, beið bana.
Eins og frá var sagt í sunnu-
dagsblaðinu voru þrír bræður í
bifreiðinni sem slysinu olli og
var þá ekki upplýst, hver ók
henni. Er það mál enn ekki að
fullu upplýst þótt böndin herist
helzt að einum þeirra. Hafa
Harður árekstur
Harður árekstur varð í Hafnar-
firði í gær milli Volkswagen bif-
reiðar og jeppa. Kom VW bftl-
inn norður Hellisgötu, en Jepp-
inn niður Norðurgötu og ók á
hægri hlið hins bílsins. Lagðist
hliðin alveg inn og bíllinn 'tór-
ekemmdist. Enginn slasaðietj
biæðurnir borið það við yfir-
heyrslur að þeir muni lítið af
því sem gerðist þarna um nótt-
ina vegna ölvunar, en þeir voru
al’lir mjög drukknir.
Á sunnudaginn gaf sig fram
við rannsóknarlögregluna piltur
sem segist hafa ekið bifreiðinni
fyrir þá bræöur þar til um kl.
2,30 um nóttina en þá yfirgaf
hann þá og skildi bifreiðina eft-
ir fyrir utan húsið nr. 25 við
Langholtsveg. Tók hann lyklana
úr bifreiðinni en einhver þeirra
bræðra mun hafa komið henni
í gang þrátt fyrir það og haldið
áfram ökuferðinni. Hefur aðeins
einn þeirra ökuréttindi.
Bræðurnir eru allir ungir
menn, 20, 22 og 25 ára að aldri
og hafa a.m.k. tveir þeirra kom-
ið áður við sögu hjá lögregl-
urrni. Áttu þeir ekki bifreiðina
sem þeir voru á en móðir þeirra
mun vera skráð fyi’ir henni.
Rannsókn málsins er haldið á-
fram og sitja þeir ailir í gæzlu-
varðhaldi.
Búizt er við úrslitaátökum í
borgarastrlðinu í Indónesíu
Fréttir af atburðunum enn óljósar, en svo virðist sem kommúnistar
styðji uppreisn Untungs sem einnig njóti stuðnings flughersins
Súkarno sagður reyna að forða að
barizt verði þar til yfir lýkur
SINGAPORE 4/10 — Engar áreiðanlegar fregnir hafa enn
borizt af atburðunum í Indónesíu undanfarna daga, en
það virðist þó mega ráða af því sem nú er vitað að upp-
reisnin sem hófst á föstudaginn hafi enn ekki verið bæld
niður og er búizt við úrslitaátökum uppreisnarmanna og
hersins. Svo virðist sem kommúnistar styðji Untung
ofursta sem einnig njóti stuðnings a.m.k. hluta flughers-
ins. Súkarno forseti er sagður reyna að koma í veg fyrir
að vinstriöflin og hægrisinnaðir foringjar hersins berjist
þar til yfir lýkur.
Það er íréttaritari brezka út-
varpsins í Indónesíu sem nú er
staddur í Singapore sem telur
sig hafa heimildir fyrir þessari
afstöðu Súkarnos. Það fylgir
frétt hans að Súkarno eigi erf-
itt með að halda aftur af her-
foringjunum sem sagðir eru
vilja hefna sex hershöfðingja
sem útvarpið í Djakarta sagði
í dag að hefðu fundizt liðin lík
í sameiginlegri gröf. Uppreisn-
armenn hefðu handtekið þá á
föstudaginn og hefði þeim ver-
ið misþyrmt áður, en þeir voru
teknir af lífi. Eixxn þessara sex
var Achmad Yani, yfirmaður
landhersins.
Suharto. formaður herforingja-
nefndarinnar í Djakarta, sagði
í útvarpsávarp; að ljóst væri að
foringjar úr flughemum hefðu
átt hlutdeild að morðunum á
hershöfðingjunum og mundi
þeim verða refsað.
_ Untung á Mið-Jövu
Útvarpið í Malasíu sagði í
dag að ljóst væri að Úntung of-
ursti sem stóð fyrir uppreisn-
inni og „Byltingarráöinu“ á
föstudaginn væri nú staddur
einhvers staðar á Mið-Jövu og
væri hann þar að reyna að
safna liði til undirbúnings þeim
lokaátökum við herinn sem
menn búast við. Annar upp-
reisnarfo.ringi, Suherman ofursti,
náði samkvæmt sömu heimild-
um í morgun á sitt vald héruð-
unum Jogjakarta og Magalang á
Mið-Jövu, en síðar í dag skýrði
útvarpið í Jog-jakarta frá því
samkvæmt frétt frá AFP að
Jogjakarta-borg væri enn á
valdi hersveita sem hollar væru
herforingjunum í Djakarta.
Úrvalsherdeildin Siliwangi
hefur fengíð fyrirmæli um að
fara til héraðanna á Mið-Jövu
til að bæla niður uppreisnina,
en sveitir kommúnista hafa taf-
ið framsókn herdeildarinnar,
segir Malasiu-útvarpið. Skæru-
liðar kommúnista hafa að sögn
útvarpsins komið sér fyrir með-
fram þjóðveginum rnilli Djak-
ai’ta. Bogor og Bandung.
Enn er ekki vitað um afdrif
yfirforingja flughersins, Omar
Dhani hershöfðingja, en ætlað
er að hann hafi gengið í lið með
kommúnistum o.g óttazt að
nokkrar sveitir flughersins muni
íylgja honum, eins og komizt er
að orði í einni frétt. Loftvarna-
virkjum hefur verið komið upp
í Djakarta.
Eftir útvarpsfrétt frá Metan
Framhtald á 2. síðu.