Þjóðviljinn - 05.10.1965, Blaðsíða 6
w
(j SlÐA — ÞJÖÐVTLJTNN — Þriðjtidagur 5. október 1965.
Hugleiðing um styttri vinnudag og betri
hráefnisgeymslur í fiskframleiðslunni
HSKIMÁL
Eftir Jóhann
J.E. Kúld
Það mun haía komið fram
við athuganir, að rösklega
helmingur vinnulauna í fisk-
iðnaðinum, er greiddur fyrir
eftir- og næturvinnu. Þetta er
mjög svo alvarleg niðurstaða,
ekki aðeins fyrir það fólk sem
vinnur þessi þjóðnytjastörf,
heldur jafnframt fyrir fisk-
iðnaðinn sem framleiðslugrein.
Á meðan fiskframleiðslan
var eingöngu á verstöðvastig-
inu, nýting einhæf og tækm-
þekking til geymslu á hráefn-
inu á frumstigi, þá varð það
ekki umflúið, að menn yrðu
að standa meðan stætt var til
að bjarga hráefninu frá eyði-
leggingu, því að önnur tiltæk
úrræði þekktust ekki. En sú
var bót í máli þá, að menn
fengu oft langar hvíldir á
milli og kom slíkt mönnum
að haldi þá, sem vörn gegn
beinum þrældómi. Nú, þegar
veiðiflotinn er orðinn miklu
öflugri til sjósóknar og hin
frumstæðu verstöðvahús eru
orðin að stórum verksmiðjum
sem verða að fá hráefni til
vinnslu ef vel á að vera sam-
fellt allt árið, þá henta hin
fnimstæðu gömlu vinnubrögð
ekki lengur. Enda er það ekki
aðeins mögulegt, heldur bein-
línis aðkaliandi nauðsyn að
rækileg endurskoðun fari
fram á fyrirkomulagi við nýt-
ingu á fiskaflanum með það
fyrir augum að vinnudagur-
inn verði styttur án þess að
hráefnið bíði við það tjón.
Er þetta hægt?
Nú mun einhver hugsa sem
svo. að við Islendingar stönd-
um svo framarlega á þessu
sviði, að miklum endurbótum
verði ekki við komið. Þetta er
mis.skilningur. Þrátt fyrir
geysilega miklar framfarír í
fiskiðnaðinum, sérstaklega
hvað við kemur hraðfrysti-
húsarekstrinum, þá hefur sam-<3
fara stórreks+rinum orð’ð
afturför f meðferð á fisk-
hráefninu, bæði á sjó og
landi. Og sannleikurinn er sá,
að við stöndum langt að baki
ýmsum öðrum fiskveiðiþjóðum
í því mikilsverða atriði að
geyma hráefnið á meðan það
bíður vinnslunnar. Fiskhrá-
efnageymslur okkar, alveg und-
antekningarlaust, þær svara á
engan hátt til þeirrar tækm
sém nú er orðin tiitæk á þessu
sviði.
Þarna er að finna eina af
veigamiklum orsökum fyrir því,
hve vinnudagurinn er oft lang-
ur í fiskiðnaðinum. En langur
vinnudagur. sem fast fyrir-
komulag í fiskframleíðslunni,
hann dregur úr afköstunum og
orsakar þrældóm. Það er líka
mikill misskilningur. ef menn
halda að fiskvinnslustöðvarnar
græði á slíku vinnufyrirkomu-
lagi. Eg veit að þær hljóta að
tápa miklu, sökum beinnar
vöntunar á geymslutækni, sem
stuðlar meira en nokkuð ann-
að að óhæfilega löngum vinnu-
degi, og þar með lélegri af-
köstum. En þetta tvennt, óhóf-
lega langur vinnudagur árið
um kring og minni afköst, það
er óaðskiljanlegt, það lögmái,
verður aldrei' umflúið.
Til þess að gera sér ljóst
hvað hægt er að gera, þá er
rétt að bregða upp mynd af
ásfandinu í þessum efnum í
dag til að sýna að við höfum
slitnað. úr tengslum við þá
geysilega hraðfara þróun sem
orðið hefur í geymslutækni á
nýju fiskhráefni hin allra síð-
ustu ár. Ef við tökum okkur
ferð á hendur út á einhverja
fiskvinnsl'ustöðina á vetrarver-
tíð, þá má draga upp þessa
mynd þar sem ástandið er bezt:
Hráeínisgeymsla með hall-
andi gólíi að flutningsreim.
Þarna inn hefur fiskinum ver-
ið sturtað af bílpalli inn i
geymsiuna, og liggur þar í eins
metra þykku lagi eða meir.
ísunin, þegar ísað hefur verið,
hefur oft verið framkvæmd
þannig, að ísinn hefur verið
settur ofan á fiskbinginn á
bílpallinum, áður en sturtað
hefur verið, og dreifingin á
.snum framkvæmd þannig. Hitt
er þó óneitanlega til, þó það
sé mikið sjaldgæfara nú að
fiskurinn sé lagður í hæfilega
háa stafla og ísnum dreift
rækifega í hvert lag, en segl
síðan breitt vel yfir staflann.
Enda má geyma fisk þann.ig
slægðan í marga daga til fryst-
ingar án þess að hann bíði
við það skaða ef geymsluhús-
ið er nægilega kalt.
Þá má finna fiskvinnslu-
stöðvar sem engan aðgang
hafa að is, nema með því móti
að sækja hann um langan veg,
og er þá ísinn oft búinn að
tapa miklu af kuldamagni sínu,
þegar hann er notaður eftir
langan flutning á opnum bíl-
palli.
Sannleikurinn er sá, að að-
eins stærstu hraðfrystihúsin
hafa ísframleiðsluvélar, í stað
þess að hver einasta fisk-
vinnslustöð ætti að vera búin
slíku tæki, enda eru slíkar
vélar framleiddar, sem henta
jafnt litlum fiskvinnslustöðvum
sem stórum.
Ég hef hér dregið upp smá-
mynd af ástandinu í fisk-
geymslumálunum, eins og þau
eru algengust, undantekning-
um til hins verra hef ég sleppt.
Þó er eitt sem ég hef ekki
nefnt ennþá, en ekki má ganga
framhjá á fjölmörgum fisk-
móttökum. Það er ekki óal-
geng sjón að fiskmóttakan hafi
verið staðsett móti suðri og
sól. Eitt af nýjustu dæmun-
um um slíka fásinnu, má sjá
við hið mikla og myndarlega
fiskiðjuver Bæjarútgerðar Hafn-
arfjarðar.
Opnar fiskmóttökur eða hálf-
opnar eins og þær eru oftast,
þær hafa vægast sagt mjög
léleg skilyrði til geymslu á
fiskhráefni, þó viðkomandi
vinnslustöð hafa aðstöðu til að
nota' ís í fiskinn, þegar sjálf
staðsetning geymsluhússins
vinnur beinlínis gegn hlutverki
sínu. Þetta eru leiðinleg mis-
tök jafnframt sem þau valda
skaða. Það er ekki nóg að
góður arkitekt teikn.i bygging-
arnar þegar um framleiðslu-
stöðvar er gð ræða, heldur
verður að koma til samvinna
arkitektsins og sérfræðinga á
sviði viðkomandi framleiðslu,
með því eina móti verða mis-
tökin fyrirbyggð.
Þess.i vöntun á geymslutækni
á okkar fiskvinnslustöðvum
hún stuðlar markvisst að lengri
vinnudegi verkafólks í fiskiðn-
aðinum, til tjóns bæði fyrir
fólkið og vinnslustöðvarnar.
Hin aðkallandi
verkefni
Ef við ætlum okkur að
standast samkeppni annarra
fiskveiðiþjóða á heimsmarkað-
inum, þá verðum við líka að
standa þeim jafnfætis á hverj-
um tíma tæknilega. séð í fisk-
iðnaðinum, og ástunda vöru-
vöndun, sem ekki stendur að
baki því sem bezt er gert hjá
keppinautunum. Gerum við
jjetta ekki, þá verðum við und-
ir.
Og þetta bil er ekki hægt
að brúa með lengdum vinnu-
degi né lægra kaupgjaldi en
greitt er á tíma' hjá keppi-
nautunum. Á hraðfara tækni-
öld er mannaflið aðeins einn
þátturin.n í framleiðslutækninni,
að vísu sá sem ekki er al-
gjörlega hægt að komast af
án, en véltæknin ræður hins-
vegar úrslitum við framleiðsl-
una hvort hún verður á hverj-
um tíma samkeppnishæf á
heimsmarkaði.
Á síðustu árum hafa orðið
miklar framfarir i geymslu-
tækni sumra erlendra fiskiðju-
vera. Ef við tökum t.d. hið
mikla iðjuver hjá Findus í
Hammerfest sem dæmi, en um
það hef ég fengið upplýsing-
ar, þá er hráefnisgeymsla þess
fyrirtækis þannig:
Geymslan er algjörlega
gluggalaus og veggir vel ein-
angraðir. Vélar sjá um jafnt
hita og rakastig, og loftræst-
tJr einum vélasal lrystihúss Bæjarútgerðar Hafnarijarðar.
ingu í geymsl'unni á öllum tím-
um, og er hitastigið að jafn-
aði um 0 gráður á Celsíus. Inn
í geymsluna er fiskurinn settur
í kössum hausaður, slægður
þveginn og isaður. Kössunum
er síðan staflað upp í margar
hæðir, með rafmagnslyftara og
þannig bíður hann vinnslunn-
ar.
Þá hefur þetta fyririæki
einnig tekið upp frystingu á
bolfiski þegar sérstaklega mik-
ið berst að og geymir þá þunn-
an fisk i frystigeymslum, þar
til hann er aftur þíddur upp
í vélum og unninn þegar lítið
hráefni berst að.
Vegna þessarar rcynslu voru
settar frystivélar fyrir bolfisk
í einn af nýjustu togurum
Norðmanna sem Findus veitti
lán til að láta smíða, gegn því
að fá keyptan afla skipsins
um næstu þrjú árin. Og slíkar
vél'ar þykir mér sennilegt að
verði settar í hina nýju skut-
togara sem Findus-fyrirtækið
er nú að dáta smíða í Noregi,
þó ég hafi það ekki staðfest.
Þróun sem þessi á sér nú
stað víðsvegar um heim, og
miðar öll að einu marki, sem
sé því, að fullkomna geymsl-
una á hráefninu, svo að hægt
verði að gera fiskiðnaðinn að
vel skipulagðri verksmiðju-
vinnu. Síðan er stefnt að því,
að sem stærstum hluta hrá-
efnisins sé breytt í fullunna
neyzluvöru fyrir hinn almenna
neytanda.
Hjá Findus var unnið á 7
klukkustunda vöktum á sl. ári.
en ein klukkustund höfð á milli
vakta til að þvo og hreinsa
til í vinnusölum og hafði þann
starfa sérstakt fólk. Verkefni
stjórnarvalda hér og lánastofn-
ana sem sjá fiskiðnaðinum fyr-
ir rekstrarlánum, ætti að vera
það á komandi tíma, að út-
vega hagstæð lán til nauðsyn-
legra breytinga á fiskvinnslu-
stöðvum, þannig að koma
mætti hráefnisgeymslutækni í
nútímahorf, eins og það er
fullkomnast, því að þar er und-
irstaða fiskiðnaðarins, og sé
hún ekki í fullkomnu lagi. þá
riðar allt til falls, ef ekki
verður úr bætt.
Voruvöndunin byrji
á veiðiflotanum
Eins og það er staðreynd að
auðvelt er að eyðiJeggja eða
verðfella gott hráefni eftir að
í land er komið með það, ef
nauðsynlega geymslutækni
vantar á þeirri stöð sem við
því tekur, og ekki hægt að
vinna það samstundis, þá er
hitt líka jafnmikil staðreynd,
að illa meðfarinn fiskur um
borð í veiðiskipi verður aldrei
að góðri vöru í landi, hversu
fullkomin sem geymslutæknin
er. Það er þessvegna staðreynd
sem ekki verður gengið fram-
hjá, að vöruvöndunin þarf að
byrja um borð í veiðiskipinu
og síðan. haldast í gegnum öll
stig framleiðsiunnar. Með bví
einu móti verður góður- ár-
angri náð, öðru vísi ekki.
En vöruvöndun sem byggist
á alhliða þekkingu og reynslu
kynslóðanna studd vísindalegri
rannsókn, hún kemur engan
veginn af sjálfu sér. Til þess
að hún geti fest rætur, þarf
fyrst og fremst öfluga upplýs-
inga- og leiðbeiningastarfsemi.
Þetta vita þær fiskveiðiþjóðir
sem lengst eru komnar í vöru-
vöndun og haga sér samkvæmf.
því. Ég fullyrði að í fiskfram-
leiðslu okkar Islendingar fari
í súginn verðmæti sem nema
tugum miljóna króna árlega,-
sem hægt hefði verið að
koma í veg í'yrir að stórum
hluta, ef leiðbeiningastarfsemi
sem kostað hefði nokkur hundr-
uð þúsund krónur hefði verið
í gangi og verið stjórnað ai
.viti. Þetta er ekki sagt út í
bláinn, heldur er ég reiðubú-
inn tiil að rökstyðja þetta.
Þann stutta tíma sem ég gat
gefið mig að rannsókn þessa
verkefnis í ráðherratíð Lúðvíks
Jósepssonar, þá sannfærðist eg
um, að þarna var hægt að
vinna mikla sigra á sviði fram-
leiðslunnar. Verkefni sem ég
tók mér fyrir hendur sönnuðu
þetta beinlínis.
En það er mikill misskiln-
ingur þegar menn halda, að
ferskfiskeftirlit og mat á nýja
fiskinum geti komið i stað leið-
Framhald á 9. síðu.
!
*
ÞJÓNNINN
Góðu heilli er verið að sýna
gagnmerka kvikmynd i
Kópavogi um þessar mundir:
Þjónninn heitir hún, eftir
Joseph Losey.
Hér er af kaldranalegri
snilld sögð saga af upplausn
persónuleikans, mannlegri
niðurlægingu. Ungur maður
og efnaður, Tony (James Fox)
kemst yfir stórt hús í Lund-
únum og fær sér þjón sé,r til
þæginda. Þjónninn (Dirk
Bogarde) leikur af magnaðri
lævísi á veikleika húsbónda
síns og sér fyrir öllum hans
þörfum af þeim dugnaði er
gerir hann að fullkomlega ó-
missandi þætti lífs hans.
Smám saman byggir þjónninn
upp svo öflug áhrif á Tony
að jafnvel unnustan (Wendy
Craig) verður hom.kerling í
húsinu og þegar Tony hend-
ir Barrett út fyrir gróflegt
afbrot kemst hann að raun
um það að hann er ósjálf-
bjarga orðinn og neyðist til
að ráða þjón sinn aftur. En
nú er skipt um hlutverk: hús-
ráðandinn breytist i þræl
þjóns sins, er sökkvir hon-
um æ dýpra niður í drykkju-
skap og fullkomna vesal-
mennsku.
Joseph Losey, sem hefur
ekki fen.gið minni mann en
leikskáldið Harold Pinter til
að taka saman kvikmynda-
handritið,' segir þessa kynja-
sögu á sterkan og sannfær-
andi hátt. örugglega flétta
þeir saman þá tvo þætti er
verða driffjöður atburðarás-
ar: Annarsvegar arf stétta-
skiptingar og haturs: Eg er
hvorki þinn þjónn né ann-
arra, segir Barrett um það
leyti sem um skiptir, eða
Þjónninn (Dirk Bogarde) nær smám saman algjörum tök-
um á húsbónda sínum.
hver annar en ég hefur gert
allt sem burfti í þessu húsi?
Hinsvegar sérkennilegar
hómósexúlar ástar- og hat-
urstilfinningar, sem koma
fyrst fram í hröðum svip-
brigðum og augnagotum en
ná hámarki í þeim fárán-
lega feluleik sem þeir félagar
bregða sér í í þessu lán-
lausa húsi. Þá verður það
og sagt Losey til hróss, að
hann hefur ágætt auga fyrir
smáatriðum: auga kvik-
myndavélarinnar horfir á
umhverfi þessa harmleiks ör
vel völdum felustöðum og.
skilar jafnan einhverjum
þeim smáatriðum sem : segja
sögu upplausnar á engu ó-
Ijósari hátt en leikararnir |
sjálfir. Á svipaðan hátt er ®
lýsingu beitt.
1 grein sem Losey skrifaði
um það leyti sem myndin
varð til, segir hann um kvik-
myndaiðnað, að hann viti
eklcj af neinni annarrj fram-
leiðslugrein í heiminum þar
sem menn leigi sér sérfræð-
inga fyrir mikið fé til þess
eins að spilla starfi þessara
sömu sérfræðinga með marg-
víslegri íhlutun. Hann bætir |i
því við, að Þjónninn sé eina ®
kvikmynd sín sem varð til án
þess að nokkurn tíma kæmi
til íhlutunar frá hálfu kvik-
myndaíélagsins. Og þetta gef-
ur semsagt svo góða raun.
Siðan þetta gerðist hefur
Losey gert kvikmynd sem
heitir „Fyrir kóng og föður-
land" og hefur hlotið góða ^
dóma — vonandi hefur hann b
fengið að halda sjálfstæði J
sínu einnig við gerð hennar. |
Hún verður sýnd i Bæjarbíói J
innan skamms. — A.B. 9
I
!
!
i
4
4
i