Þjóðviljinn - 05.10.1965, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.10.1965, Blaðsíða 3
/ Þriðjudagur 5. október 1965 — ÞJÓÐVIkJINN — SÍÐA 3 Cuevera afsalar sér þegnrétti á Kúbu Segir í bréfi til Castros að hans sé þörf annars staðar HAVANA 4/10 — Fidel Castro, forsætisráðherra Kúbu, hefur í útvarpsræðu gefið nokkra skýringu á því hvernig í því stendur að ekkert hefur spurzt til eins. helzta sam- starfsmanns harís, Ernesto (,,Che“) Guevara, f um það bil hálft ár. Castro las upp bréf sem hon- ini hefur borizt frá Guevara. 1 •í afsalar Guevara sem fædd- er í Argentínu sér þegnrétti Kúbu og jafnframt öllum rfurn í Sósíalistíska bylting- Hafinn undirbúningur að hernaðar samvinnu Norðurlanda eftir 1969 Fullyrt að viðræður eigi sér stað um slíka samvinnu milli norskra og sænskra aðila með fullu samþykki utanríkisráðuneyta landanna Ernesto „Che“ Guevara "ftokki Kúbu og ríkisstjórn ndsins. Hann segir í bréfinu að hann !ji sig hafa leyst af hendi yldu sína gagnvart þjóð Kúbu, í nú þurfi aðrar þjóðir á arfskröftum hans að halda. ahh kveðst munu vinna á hin- n nýja vettvangi í anda Cast- ros, en með bréfi sínu og afsali þegnréttar á Kúbu hafi hann viljað leysa Kúbumenn undan allri ábyrgð á störfum sínum. Guevara sem fæddist í Arg- entínu 1928 og tók próf í lækn- isfræði frá háskólanum í Buen- os Aires var einn þeirra manna Castros sem gekk á land á Kúbu 1956. Áður hafði hann tekið íku, í uatemala, Venezúela, mala og hann ■ er talinn vera einn mesti sérfræðingur í skæru- hernaði sem nú er uppi. 'Ýmsar getgátur hafa verið uppi um hvar hann er nú niður kominn, en líklegt þykir að hann taki ! þátt í skæruhernaðinum ein- hvers staðar í rómönsku Amer- iku, í Guatemala, Venezuela, Kólumbíu eða Perú. Orðrómur var á kreiki um að hann hefði átt hlut að uppreisninni í Dom- ! ingo-lýðveldinu í vor. 150 biðu bana í járnbrautarslysi DURBAN 4/10 — A.m.k. 150 Afríkumenn létu lífið og mörg hundruð slösuðust þegar járn- brautarlest fór af teinunum f Natal í Suður-Afríku í dag. Æst- ur múgur réðst á tvo hvíta járn- brautarstarfsmenn óg varð öðrum þeirra að bana. Einn af blaðamönnum „The Guardian” Eric Silver hefur verið á ferðalagi um Norður- lönd til að leita frétta af við- horfum til landvarnarmála með sérstöku tilliti til þess að horf- ur eru á að Atlanzhafsbanda- Sovétríkin senda á loft tunglfar MOSKVU 4/10 — 1 dag var skotið á loft frá Sov- étríkjunum nýju tunglfari sem ber nafnið I.úna 7. Það vegur 1.506 kg og var komið á braut til tunglsins með margra þrepa eld- flaug sem fyrst bar það á braut umhverfis jö'rðu. Það fylgdi ekki fréttinni af geimskotinu hvort Lúnu 7. er ætlað að lenda á tungl- inu, en talið er sennilegt að ætlunin sé að reyna haega lendingu. Tilraunir til þess hafa cnn ekki tek- izt. Mikill mannfjöldi fagnaði ?áli páfa í New York í gær Ræddi við Johnson forseta, flutti allsherjarþingi SÞ friðarhvöt, hélt aftur heimleiðis í gærkvöld Frásögn sem birtist í brezka blaðinu „The Guardian“ um að þegar væri hafinn undirbúningur að hernaðarsam- vinnu Norðmanna og Svía þegar gildistíma NATO-sátt- málans lýkur árið 1969 hefur vakið mikla athygli á Norð- urlöndum öllum. Danska íhaldsblaðið „Jyllands-Posten“ fullyrðir að þessi frásögn hafi við rök að styðjast, þótt hún hafi ekki verið staðfest opinberlega. lagið leysist upp árið 1969, eða breytist þannig að Norðurlönd verði ekki lengur í því. Vitað er að franska stjórnin leggur megináherzlu á að smáríkin verði ekki lengur í bandalaginu, þótt samkomulag tækist um að lengja líf þess. Norsk-sænsk samvinna. Niðurstaða Silvers er sú að búast megi við fid gerður verði ! hemaðarsamningur milli Norð- | manna og Svía eftir 1969, en að Danir muni hins vegar ekki eiga aðild að honum. Danir eru fastar tengdir Vestur-Þjóðverj- um, Bretum og Bandaríkja- mönnum, segir hann. Silver segir að í Noregi og Svíþjóð séu menn nú þegar setztir á rökstóla til að undirbúa j slíkt hernaðarbandalag. 1 Sví- | þjóð fara þessar athuganir 1 fram á vegum hinnar sænsku stofnunar um utanríkismál. Ekki er Ijóst, segir Silver, að hve miklu leyti þessar athugan- ir eiga sér stað að tilhlutan rxk- isvaldsins í löndunum tveim, en enginn vafi er á að utanríkis- ráðuneyti beggja landanna hafa gefið fullt samþykki sitt til þeirra. Frumkvæðið mun hafa komið frá Svíum sem sjá fram á nauð- syn hemaðarsamvinnu við Norð- menn, ef Atlanzhafsbandalagið leysist upp. Hann segir að á Norðurlöndum telji menn að Gullforði Breta óx í september LONDON 4/10 — GU'll- og gjaldeyrisforði óx um 61 miljón sterlingspunda í september (um 7,2 miljarða ís.l. kr.) og nam í lok mánaðarins 984 miljónum punda. Þetta er í fyrsta sinrx síðan í maí að gjaldeyrisforðinn eykst. sovétstjórnin myndi hlynnt slíkri hei'naðarsamvinnu. Eklu Danir. Athuganir Silvers leiddu tii þeirrar niðurstöðu að Danir myndu ekki eiga þátt í slíkri hernaðarsamvinnu. Þeir væm of tengdir ríkjum Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum, og teija mætti vísít að þeir myndu fyrr eða síðar gerast aðili að efna- hagssamvinnu Vestur-Evrópu, en slík aðild myndi ekki samrým- ast þátttöku í hemaðarsamvinnu Norðurlanda. Vekur athygli Þessi frásögn „The Guardi- ans“ hefur vakið mikla athygli á Norðurlöndum og hafa ýms blöð rætt hana í forustugreinúlu. Blað norskra íhaldsmanna, „Morgenbladet“, segir að enginn fótur sé fyrir því að athuganir um hernaðarbandalag fari fram á vegum norska utanríkisráðu- neytisins, en danska íhaldsblað- ið „Jyllands-Posten“ fullyrðir hins vegar að fótur sé fyrír þessu. Blað danskra kommúnista „Land og Folik“, er andvígt hug- myndinni um hemaðarbandalag Norðurlanda sem það segir að muni hvort sem er ekki verða annað en undirdeild úr Nató. Vitanlega beri Dönum að fara úr Atlanzhafsbandalaginu strax og tækifæri gefst, en stefna beri að þvi að öll Norðurlönd verði friðlýst svæði, utan allra hernaðarbandalaga. Spsak segir vera hættu á að EBE líði undir lok BRUSSEL 4/10 — Paul-Henri Spaak, utanríkisráðherra Belgiu. sagði í dag á fundi franska kaupsýslufélagsins í Brussel að hætta væri á því að Efnahags- bandalag Evrópu myndi liða und- ir lok. Hann kvaðst efast um að bandalagið myndi lifa það af, ef öngþveitið sem stafar af fjaxvem Frakka drægist á langinn enn í þrjá eða sex mánuði. NEW YORK 4/10 — Geysilegur mannfjöldi, hundruð þús- unda eða jafnvel á aðra miljón, fagnaði Páli páfa VI þeg- ár hann kom í dag til New York. Páll páfi flutti allsherj- arþingi SÞ boðskap þar sem hann hvatti allar þjóðir heims til að binda í eitt skipti fyrir öll enda á stríð. Fullskipaðar sendinefndir allra ríkja nema Albaníu vom mættar til að hlýða á boðskap páfa og fyrir nefndum stórveldanna fjög- urra, Sovétríkjanna, Bandaríkj- anna, Bi-etlands og Frakklands, vom utanríkisráðherrar þeirra. Foi'seti allsherjarþingsins, Fan- fani, utanríkisráðherra ítalíu, bauð páfa velkominn og Ú Þant framkvæmdastjóri flutti stutt á- varp. Páfi kom til New York i boði SÞ. Hann hvatti aðildarríki sam- takanna til að svei-ja þess eið að brjóta blað í sögu mannkynsins, sjá til þess að deilumálum yrði aldrei framar ráðið til lykta með stríði. Allar þjóðir heims ættu að hafa friðinn að markmiði. Þeir sem bæm árásarvopn gætu ekki þjónað kærleikanum, sagði oát'i. Hann minntist á hina öm fólks- fjölgun í heiminum og hva*ti þjóðir heims til að leysa þann vanda með því að auka matvæla- framleiðsluna fremur en með þvi að takmarka barneignir. — A okkár tímum þegar fram- farir em meiri en nokkm sinni fyrr er þörf á að ákölluð sé sam- vizka mannsins. Hættan stafar ekki af framförunum og heldur ekki af vísindunum. Ef rétt væri að farið geta vísindin leyst mörg þeirra miklu vandamála sem við mannkyninu blasa, sagði páfi. Hættan stafar frá manninum sjálfum sem ræður yfir æ full- komnari vopnum. Hann hvatti SÞ að setja afvopnunarmálið efst á dagskrá, einkum bann við múg- di'ápstækjum. Athygli vakti að páfi hvatti til þess að þær þjóðir yrðu teknar í SÞ sem aldrei hefðu verið í þeim eða hefðu sagt sig úr sam- tökunum. Mun hann þar hafa haft í huga m.a. Kínverja og Indónesa. VINNUFA TABÚÐIN Laugavegi 76 Auglýsir Amerískar molskínnsbuxur Svartar — Grænar — Brúnar. Allar stærðir. VINNUFA TABÚÐIN Lauguvegi 76 Sími 1-5425. Páfi hafði komið til Kennedy- flugvallar á tilsettum tíma og þaðan ók hann um götur Nevv York borgar til dómkirkju Heil- ags Patreks á Manhattan. Um 18.000 lögreglumenn, margir vopnaðir, gættu páfa á ökuferð hans um borgina og þyrlur svifu yfir bílalest hans. Síðar ræddi hann í tæpa klukkustund við Johnson forseta í Waldorf-Astoría gistihúsinu. en hélt þaðan til að- alstöðva SÞ. Eftir fund þeirra sagði Johnson að þeir hefðu rætt ýms alþjóðamál, m.a. itríð- ið í Vietnam og atburði síðustu mánaða í Domingolýðveldinu. Frá aðalstöðvum SÞ hélt páfi til ,,Yankee‘'-leikvangsins, þar þar sem tugþúsundir hlýddu messu um kvöldið. Þaðan fór páfi aftur til Kennedy-flugvallar og hélt heimleiðis til Rómar í nótt eftir tæplega 14 klukku- stunda viðdvöl í New York. IÍT1 VtTRARGJALD 300 kr. f a st a g j a I d og 3 kr. á ek/nrí km. ÞER g #%.: ; # w,I ■ <Ú W-. LEIK ’BÍLALEIGAN H F Rauðarárstíg 31 sími 22-0-22 Belgískir karlmannaskór W Skólavörðustíg ítalskar kventöf lur Q Skólavörðustíg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.