Þjóðviljinn - 05.10.1965, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 5. október 1965 — ÞJÓÐVl&JINN — SlÐA J
Orustuþotur bandariska hernámsliðsins á flugi yfir Reykjavik. —> Ljósm. Þjoðv.. A.K,
Víktoría Halldórsdóttir:
slenaingar verða aö gera
reint fyrir sínum dyrum!
Hið háskalega herdýrkunar-
ævintýri íslenzkra stjómar-
valda hefur lengi valdið van-
virðu vopnlausri, friðelskandi
þjóð, og hefur nú fengið á sig
stimpil sem ekki er hægt að
ljúga sig frá. Dag hvern flyt-
ur íslenzka ríkisútvarpið frétt-
ir af hernaðaraðgerðum
~andarikjahers í fjarlisegri
heimsálfu. ísland er í hernað-
arbandalagi við Bandaríkin og
geymir drápstæki fyrir þau;
iandið er talinn. öflugur
hlekku'r í hernaðarkeðjunni.
Flest menningarríki veraldar
-iafa lýst sig andvíg hemað-
araðgerðum Bandaríkjanna í
■'/íetnam, nema íslenzka ríkis-
t jórnin.
'jálparhlekkur
Innganga Islands i Norður-
Atlanzhafshandalagið, sem sam-
anstóð af öflugum stórveldum,
hlöðnum vopnaframleiðsluverk-
smiðjum, sýndist flestum' Is-
lendingum frá upphafi vera
brjálæðiskennd. Islendingar
höfðu árið 1944 öðlazt full-
komið sjálfstæði, komizt án
vopna undan yfirráðum her-
veldis, sem pint hafði og kúgað
þjóðina öldum saman. Engum
kom til hugar að ísland yrði
aftur svikið í hendur herveld-
is, og því síður að það yrði
gert að hjálparhlekk í hryðju-
verkasveitum nú tím aher n aðar.
Við sem höfðum glaðzt 1944,
heyrt raeður og svardaga æðstu
manna Islands til hins ný-
s+ofnaða frjálsa lýðveldis,
okkur verður óglatt við þá til-
hugsun, að sumir þeirra manna
sem sóru lýðveldinu hollustu-
eiða að Lögbergi 1944 ers.
sömu menn sem hlekkjuðu ts-
land við herveldi, og leyfa her-
veldi að leggja undir sig land-
ið okkar til geymslu á dráps-
tækjum, leyfa flutning á
sprengiefni herveldis um fjöl-
• förnustu götur höfuðborgar
Islands. Þetta sprengiefni er
svo geymt í herstöðinni á
Keflavíkurflugvelli, þar sem
bandarískir æskumenn eru
æfðir i meðferð drápstækja.
Og sprengjurnar notaðar á
fólk i fjarlægum heimsálfum,
sem amast við arðráni útlendra
auðhringa i landi sínu.
Frá því að tsland var með
ofstækiseinræði stjórnarflokk-
anna drifið i herbandalag,
linnir ekki heimboðum og
kurteisisheimsóknum íslenzkr-
ar rikisstjórnar og yfirmanna
hers og flota til skiptis, og
sjálfur Johnson Bandaríkja-
forseti kom til að styrkja trú
Isjendinga á friðarbandalagið,
betta varnai'bandalag sem for-
ráðamenn tslands hafa hampað
sem brjóstvörn íslands, ef til
stríðs komi milli stórveldanna.
Og Johnson klöngraðist upp á
girðingarstólpa til að sýna
Reykvíkingum sinn stælta og
föngulega kropp og sitt lítil-
læti við smáþjóð, sem léð hai'ði
stökkpall til hjálpar í stærri
hlaup. Nú hefur þessi forseti
Bandaríkjanna sýnt öllum
heimi, að „flagð getur leynzt
undir fögru skinni“.
Islenzk ríkisstjórn. skipaði á
sínum tíma almannavarna-
nefnd. Sú nefnd samdi skýrslu
um varnarmál. Skýrslan var
samin af hernaðarsérfræðing-
um o.fl. sérfróðum mönnum.
Þeir telja engar vamir til gegn
kjamorkuvopnum, en mjög
líklegt að Keflavíkurhernaðar-
mannvirkin yrðu með fyrstu
skotmörkum, ef til stríðs
kæmi milli stórveldanna, og
fyrsta höggið myndi tortíma
suðurkjálkanum og þar með
höfuðborg landsins. Þessi
skýrsla er falin fyrir almenn-
ingi og vandlega geymd i
kistuhandraða forsætisráð-
herra, því að Ágúst Valfells^
þáverandi framkvæmdastjóri
nefndarinnar, afhenti honum
skýr&lu þessa, sem ætti að vera
almenningseign.
Þjóðkirkjan
Stríð það sem nú er háð af
Bandarikjaher í Víetnam stefn-
ir óðfluga að heimsstyrjöid.
Djöfulæðið er svo- mikið, að
suma daga eru sendar 80—90
flugvélar með sprengjur yfir
hvað sem fyrir verður, konur
og börn, jafnt sem hermenn,
mannvirki og mannabústaði,
og grimmdin og fátið er svo
mikið, að þeir drepa í ógáti
sína samherja. Allt þetta er
tilkynnt í fréttum ríkisút-
varpsins.
Plestar þjóðir átelja harðlega
þessar grimmdarlegu nazista-
aðferðir, en íslenzka ríkis-
stjórnin hefur enn ekki látið
vanþóknun sína koma fram í
blöðum og útvarpi. Það vekur
og undrun að þeir menn sem
sérstaklega sýnast til þess
kjörnir að bera sannleikanum
vitni, biskupar og prestar
þjóðkirkjunnar, hafa ekki enn
sent opinber mótmæli til rík-
isstjómar og Alþingis vegna
þeirrar afsiðunar sem herset-
an og herstöðin veldur og nú
sérstaklega samstarf í banda-
lagi Norðuratlanzhafsríkja. Þeir
prestar eru sem betur fer
margir sem skilið hafa þann
skaða sem þjóðin hefur hlotið
þegar hún var tengd herveldi,
og þeir hafa sameinazt her-
námsandstæðingum í áskorun
um að þjóðin yrði leyst úr
herfjötrum. En biskupinn og
fjölda margir prestar landsins
hafa enn þagað við þeirri van-
virðu sem kristnum, vopn-
lausurn Islendingum er sýnd
með því að hlekkja lsland við
herveldi sem er bert að hryð jn-
verkum, drepur og Iimlcstir
saklaus böm og konur og eyð-
ir öllu bjargræði þeirra, sem
eftir hjara í rústum eyddra
heimila; þessa fólks bíður ekk-
ert nema kvalir og hungur.
Sér ekki biskup Islands að það
er skylda hans sem boðbera
kærleikshugsjónar kristinnar
kenningar að ganga nú þegar
hreint til verks í nafni þedrr-
ar kristilegu kenningar, sem
hann hefur helgað starf s.itt,
og senda ríkisstjórn og Alþingi
áskorun þess efnis að þessir
aðilar vinni að því með oddi
og eggju að Island segi sig úr
bandalagi við herveldi, sem
fyrir allra augum er bert að
því að stuðla að hörmungum .
sem get.a leitt til heimsstyrj-
aldar, og sendi einnig burt her
og drápstæki sem hafa lengi
stuðlað að afsiðun og truflun
á kristilegu uppeldi?
Konurnar
Ég veit að margir sannir
mannvinir eru undrandi yfir
þvi að hin öflugu félög í land-
inu, sérstaklega kvennasam-
tökin, sem saman standa af
mæðrum og verðandi mæðrum
hafa ekki krafizt þess af leið-
togum þjóðarinnar að þeir
sneru við á þeirri óheillabraut
í hermálum er þeir hafa álp-
azt útá af þrekJeysi til að
standast öll þau fögru fyrir-
heit, um gull og gersemar, sem
áróðursmenn auðhringa og
herveldis hömpuðu og þrýstu
að þeim. KonUr Islands hafa
mörgu Grettistaki lyft, nú gefst
þeim gullið tækifæri til að
sýna mátt sinn, mildi og kær-
leika með því að stuðla að
því að losa Island og börh
þess við þá smán að geyma
hér sprengjur sem notaðar eru
til að drepa með konur og
börn. Þá gætu sannazt orð
skáldsins Matthíasar Jochums-
sonar er hann beinir til ís-
lenzku konunnar: „Þú ert
lands og lýða ljós í þúsund
ár“.
Svo sannarlega gætu konur
um allt land sameinazt til að
lýsa þjóðinni út úr ógöngum
þeim sem hún er stödd í.
□
Það vekur sanna gleði að
kærleiksríkt fólk hefur sam-
einazt í herferð gegn hungrí,
því að það er staðreynd að
menning nútímans hefur enn
ekki getað forðað því að fjöldi
fólks ferst árlega úr hungri og
börn fæðast í svo mikilli fá-
tækt í hinum auðuga heimi,
að þau veslast upp af næring-
arskorti. Það væri ánægjulegt
að lifa þá tíð að auði heims-
ins og þekkingu vísindamanna
væri beint að því marki að
frelsa fólk frá hungurdauða.
Og ailir þekkja leiftina aft þvi
marki, en of fáir vilja enn
sem komift er fara þá leift.
Grimmd og fjárgrædgi kemur
í veg fyrir að menn stígi þaft
spor, aft vcrja auðævum ver-
aldarinuar í þágu lífsins. Ef
þeir fjármunir, sem árlega er
varið til hemaðar, rynnu til
framleiðslu matar, húsnæðis og
menntunar í vanþróuðu lönd-
unum myndi fljótlega verða
fegurri heimur yfir að lita
heldur en fiú er.
Island er talið menningar-*
land. Þessvegna má vænta
þess að Islendingar verði öfl-
ugur hlekkur í þeim samtökum
sem vinna að því að bera
klæði á vopnin og gera hreint.
fyrir sínum dyrum, vísa her
og drápstækjum úr landi sina
og segi skilið við hernaðar-
bandalagið.
Sólbakka, Stokkseyri 26/9 ’65
Viktoría Halldórsdóttir.
| Ljóðakvöld Tómasar Krause
\
\
*
!
\
Fyrstu tónleikar Tónlistarfé-
lagsins á þessu hausti, en átt-
undu tónleikar ársins 1965.
fóru fram í Austurbæjarbíói
þriðjudaginn 28. f.m. Þar
kom fram finnskur baritón-
söngvari. Tom Krause að '
nafni. Er hann ungur maður,
aðeins rúml. þrítugur. en hefur
þó komið víða fram á tónleik-
um og í óperum og getið sér
góðan orðstír. Hann kemur nú
hér við á leið til Bandaríkj-
anna og heldur tvenna tón-
leika á vegum Tónlistarfélags-
ins.
Efnisskráin var óvenjuleg og
glæsileg. lögin 21 að tölu eftir
fjóra höfunda. þá Hugo Woif,
Richard Strauss, Maurice Ra-
vel og Jean Sibelius. Efnis-
skrá eins og þessi ber því
glöggt vitni, að söngvarinn er
ekki haldinn neinni vanmátt-
arkennd, enda þarf hann þess
vissulega ekki. Geta hans og
kunnátta reyndist verkefnum
fyllilega samboðin, og var hér
um að ræða einhvern þann
fullkomnasta Ijóðasöng karl-
raddar, sem hér hefur heyrat.
Hæst reis söngvarinn tvímæia-
laust í lögum samlanda sins
Síbelíusar í lok tónleikanna.
Til aðstoðar sér hafði hann
annan samlanda sinn. Penn+i
Koskimies, mjög slyngan og
snjallan undirleikara.
Ástæða er til að geta ó-
venjumyndarlegrar söngskrár,
sem út hafði verið gefin í til-
efni þessara tónleika, þar sem
öll Ijóðin voru prentuð á
frummálunum ásamt fallegum
þýðingum í bundnu máli. sem
Þorsteinn Valdimarsson hafði
gert. Hlustendur fengu þarna
í raun og veru i hendur ofur-
lítið Ijóðakver, sem mörgum
mun eflaust þykja ástæða til
að halda til haga.
B.F.
Askcnasí vift flygilinn — á hljómleikum.
Tónleikar Sinfóníusveitarinnar
Wodiczko með taktsprotann — á æfingu.
Sinfóníuhljómsveitin hefur
nú hafið vetrarstarfið að þessu
sinni, og fóru fyrstu hljóm-
leikarnir fram 30. september.
Á tónleikum þessum var
Beethoven einvaldur. Og tón-
verkin þrjú eftir hann, sem
flutt voru, höfðu auðsjáanlega
verið valin í því skyni að
sýna alveg sérstakan þátt i
eðli hans og tónasmíð, sem sé
hið hetjulega. Sá þáttur kem-
ur einmitt sérstaklega glöggt
fram í Egmonts-forleiknum, 5.
píanókonsertinum og 3. sin-
íóníunni, sem hefur líka hlot-
ið nafnið ,,HetjuhIjómkviðan‘‘,
en þessi þrjú verk voru efni
fyrrnefndra tónleika.
Vladimír Askenasí staldr-
aði hér við á ferðalagi til þess
að flytja 5. píanókonsertinn
ásamt hljómsveitinni. Að
flutningi hans er ekki að
spyrja. Hann var stórglæsileg-
ur eins og hver sá gat búizt
við, sem heyrt hafði til þessa
píanóleikara á fyrri tónleikum
hans hér. Hljómsveitin átti
góðan hlut að þessum flutn-
ingi, en forystu hennar hafði
að þessu sinni Pólverjinn
Bohdan Wodiczko, sénn áður
hefur starfað nokkuð með
henni, eins og kunnugt er.
Forleiknum stjórnaði Wod-
isczko af festu og röggsemi, og
tókst sá flutningur með á-
gætum. Hið sama má segja
um flutning sinfóníunnar í
flestum greinum, en hún er
reyndar margslungnara verk og
torflutt og því ef til vill ekki
tiltökumál, þó að ekki tækist
hvert atriði eins og bezt yrði
á kosið. 1 heild tókst flutn-
ingurinn mjög vel.
B.F.
*
!
!