Þjóðviljinn - 05.10.1965, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVTLJlNN — Þriðjudagur 5. október 1985,
EFTIR MARÍU LANG
í léttum rómi, en augun sem
horfðu á móðurina voru hörku-
leg. — Þú gætir sýnt eðallyndi
þitt og fórnfýsi með því að gefa
mér þrjátíu af þessum fimmtíu
þúsundköllum þínum.
— Þrjátíu? Þrjátíu þúsund!
Ertu alveg genginn af vitinu?
— Ég hef þörf fyrir einmitt
þá upphæð. Ég fæ þessa pen-
inga hvort sem eftir þinn dag.
— En. sagði Lovísa háðslega
við Clöru. þú getur reyndar lán-
að mér af þínum peningum
fyrst þér er svona annt um bú-
garðinn okkar. Það er betra en
láta þennan ræfil sem þú býrð
með sólunda arfinum.
1 stað þess að rjúka upp, horfði
Clara. á systur sína með sama
alvarlega svipnum og hafði verið
á henni áðan. Síðan sagði hún
hljóðlega:
— Ef ég skrifa erfðaskrá, get
ég þá ekki arfleitt hvem sem
er að eignum minum?
— Jú, sagði Henning dálítið
undrandi. Það geturðu. Það geta
þeir sem eiga enga afkomendur.
— Erfðaskrá, vældi Lovísa eins
og hún hefði orðið fyrir persónu-
legu óláni.
Og Ellen Bengtsson endurtók
með undarlegum þunga:
— Erfðaskrá.
Það var þá sem þau voru
trufluð.
• Einn glugginn í stofunni hafði
allan tímann staðið opinn út að
torginu, og þrátt fyrir hávaða og
þys og fójtaspark, var engum erf-
iðleikum bundið fyrir þann sem
stóð á gangstéttinni að hlusta á
samtal þeirra. Að minnsta kosti
ef viðkomandi maður stóð alveg
upp við apótekarahúsið og hafði
auk þes áhuga á málinu sem um
var rætt.
Vincent Flod hafði áhuga.
Hann heyrði vel að hann var
kaUaður ræfill og sólundari og
hann heyrði líka sitthvað
fleira. Auðvitað hafði hann alls
ekki í hyggju að gera vart við
sig eða trufla samtalið á neinn
hátt.
Hárgreidslan
Hárgreiðslu- og snyrtístofa
Steinu oq; Dódó
-.aueavegi 18 HI hæð (lyfta)
SÍMl 24-6-16
P E R IVI A
Hárgreíðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21 SÍMl 33-9-68
D O M U R
Hárgreiðsia vlð allra næfi
TJARNARSTOFAN
rjamargötu 10 Vonarstrætis-
megin — Sími 14-6-62
Hárereiðslustofa
Austurbæjar
Marla Guðmundsdóttii
Laugavegi 13 simi 14-6-53
NuddstofaD er á sama stað
En hann stóð rétt fyrir aftan
markaðsborð, þar sem selt var
brauð með osti og pylsum og
rétt hjá því var grind með
súkkulaði og karamellum. Eink-
um kringum hina síðamefndu
flu-gu ótal geitungar.
Einn þeirra villtist á brúnni
kókósbollu og sólbrenndum
hnakka. Manninn klæjaði, hönd
var borinn að hnakkanum og
eitraður brctddur stakkst gegn-
um sveitt mannshörund.
7
Vincent Flod bölvaði hátt og
kröftuglega.
Og samtalið innan við giugg-
ann hljóðnaði.
FIMMTI KAFLI
— Mikið áttu bágtr, sagði
sonur héraðsdómarans, sem var
alls staðar nálægur, — að þurfa
að vinna þegar markaður stend-
ur yfir. Hvað ertu búinn að
taka margar fyllibyttur?
— Tja, ég hef nú ekki talið
það saman. Tuttugu til tuttugu
og fimm stykki, hugsa ég.
— Nehei, nú ertu að gera
að gamni þínu. Það er ekki
pláss fyrir svo marga í grjót-
inu, Hvað gerirðu ef það verður
alveg fullt þar... alveg troð-
fullt útúr dyrum?
— Legg þá hvem ofan á
annan frá gólfi til lofts, hvert
lagið ofan á annað.
— Það er sniðugt, lagsmaður.
Það vildi ég svei mér fá að
sjá. Nú færðu bráðum einn í
viðbót. því að þarna er plötu-
slagarinn að fara inn á hótelið.
Leó Berggren andvarpaði og
ákvað að skipta sér ekkert af I
því sem var að gerast kringum '
borgarhótelið, þar sem fram-
reitt var í tilefni dagsins bæði
í borðsalnum niðri og uppi í
hátíðasalnum. Það gekk víst
fjörfega fyrir sig nú þegar;
verra yrði það þegar liði á
kvöldið. Það var bezt að íara
sparlega með kraftana þangað
til.
En hann vorkenndi alls ekki
sjálfum sér þegar hann stikaði
kringum torgið í septembersól-
skininu. Á dimmum vetrar-
kvöldum, þegar götur bæjarins
voru mannauðar að undanskild-
um einmana götulögregluþjóni
á vakki, þá var starfið oft til-
breytingarlaust, en í dag þegar
allt moraði í borgarbúum og
sveitafólki og útkjálkakaup-
mönnum, leið honum prýðilega.
Öðru hverju staðnæmdist hann
og skiptist á fáeinum orðum
við kunningja, Algren skósmið
sem seldi leðurvörur við kirkju-
garðsvegginn,/ ungfrú Bilkvist,
hressa og káta, sem hafði sett
upp grindina sína handan við
torgið og bauð leikhúskonfekt
á þrjátiu og fimm aura hundrað
grömmin. Engquist gamla með
heimatilbúnu, víðfrægu kara-
mellumar sínar. En hvert svo
sem .eið lá, þá var eins og hon-
um yrði tíðgengast um suð-
anstur homið á torginu. Þar
dokaði hann við og hvíldi sig,
þar sá hann gegnum apóteks-
gluggana í Tuss, sem vó og
mældi og afgreiddi og hafði
miklu meira að gera en hann,
og þar var það sem hann hrökk
í kút en varð þó himinglaður,
: þegar hún laut út um glugg-
ann og spurði:
— Má bjóða herranum aspir-
ín eða tvöfalda brjóstdropa?
Úr þessari varðstöðu tók
hann líka eftir ýmsu smávegis,
sem virtist á einhvem hátt
standa í sambandi innbyrðis.
Fyrst opnaði móðir Tuss glugga
hjá Soffíu Sjöberg, hún kink-
aði vingjarnlega kolli til hans,
og Leó Berggren, sem vissi sitt-
hvað um flesta í Skógum, hugs-
aði sem svo að það væri ekki á
henni að sjá að hún yrði bráð-
um fimmtug; hún var brúneygð
og liðleg eins og dóttirin og
dökka hárið klippt samkvæmt
nýjustu tízku. Yfir torgið kom
Bengtsson bankagjaldkeri gang-
andi; hann fylgdist líka með
tízkunni og var glæsilega búinn
í dökkbláum fötum með fínleg-
um röndum og breiðum, boga-
dregnum jakkahornum. Klæð-
skerasaumuðum. Dýrari en fín-
ustu tilbúnu fötin hjá Collijins
á níutíu og átta krónur. Það
lifnaði yfir hjónunum þegar
þau komu auga hvort á ann-
að og Henning hraðaði sér, en
nam aftur staðar, þegar hann
kom auga á eina af kerlingun-
um frá Bengtsnesi við sælgætis-
borðið hjá Engquist. Það var
Lovísa, sú leiðinlegasta af þeim
að áliti unga lögregluþjónsins.
Hún var berhöfðuð og í brún-
flekkóttum kjól og hélt fast um
handtöskuna sem var eins og
poki í laginu. Bróðursonurinn
stillti sér hljóðlega upp fyrir
aftan hana í biðröðinni. Hún
tók viðbragð, þegar hann rétti
út höndina til að halda á kara-
mellunum hennar og tróð þeim
í skyndingu niður í rúmgott
veskið.
Berggren lögregluþjónn fór
enn einn hring kringum torgið,
sá sér til ánægju að einn af
embættisbræðrum hans hafði
komið lagi á ringulreiðina fram-
anvjð. hótelið, og. gekk síðan
aftur að hominu sínu og fór
að velta fyrir sér hvað Vincent
Flod frá Finnatjömum væri að
gera. þar sem hann stóð rétt
upp við húsvegginn með eyrað
alveg upp að gluggajáminu hjá
frú Sjöberg. Vörður laganna
'hafði einmitt tekið þá ákvörð-
un að skipta sér af málinu, þeg-
ar stór og suðandi geitungur
kom á vettvang. Og samstundis
breyttist þetta í reglulegan
sorgarleik, enda þótt Leo Berg-
gren heyrði aðeins en sæi ekki
það sem gekk fyrir sfg í stáss-
stofunni hjá Soffíu Sjöberg.
Þetta hófst með því að Clara
Bengtsson rak grett andlitið út
um 'gluggann og hrópaði:
— En elzku bezti! Ert það
þú? Hvað gengur að Þér, ertu
veikur?
— Það var bölvaður geitung-
ur, stundi Flod. Æ, ég held
þetta far; alveg með mig, hann
hefur sjálísagt spýtt djöfuls
eitrinu inn í einhverja slagæð.
— Komdu inn! Komdu bara
inn, þá geturðu lagt .þig útaf
í sófa.
— Ef þú vogar þér að draga
þessa karldruslu hingað inn,
sagði illileg rödd, sennilega rödd
Ellenar, þá fer ég úr húsinu.
Soffía, bannaðu henni...
— En hann þarf á hjálp að
halda, sagði Magniid. Geitungs-
stungur eru enginn bamaleikur.
Fyrir utan gluggann lagði
bústna brauðsölukonan sitt til
málanna:
— Hann er alveg að lognast
út af, það er víst og satt. En
það er eins og ég hef alltaf
sagt, karlmenn þola fjandann
ekkj neitt þegar út í það kem-
ur. Farið í öllum bænum inn-
fyrir með hann og baðið hann
duglega uppúr brennivíni, það
það eina sem dugar við geit-
unga. Og það sakar auðvitað
ekki þótt svolítil ögn fari inn-
byrðis líka . ..
— Ingvar, skipaði Soffía S.iö-
berg, iæstu útidyrunum. Ingvar!
Hvar er hann? Ó, mígrenutöfl-
urnar mínar...
En þá var Clara komin út á
gangstéttina. Hún studdi með
styrkum armi ekkilinn sem enn
var að barma sér og bölva og
leiddi hann festulega að grænu
útihurðinni — og innum dym-
ar. Henning Bengtsson lokaði
stofuglugganum þungur á brún-
ina. og eftir það gátu óviðkom-
andi ekki lengur fylgzt með því
sem gerðist.
Leó Berggren. dokaði samt sem
áður við í nágrenninu, í von
um að um einhvers konar fram-
hald yrði að ræða, og þær von-
ir hans rættust.
Grænu dyrnar opnuðust að
nýju og Ingvar Sjöberg kom
út. Hann íók upp sígarettu-
pakka og langir, brúniT fing-
urnir skulfu, þegar hann skýldi
loganum fyrir blæstrinum.
— Fjandinn hirði þser allar!
Nú er meira að segja Ellen
frænka orðin móðursjúk. Hef-
urðu séð Renötu?
— Á leið niður á Gleðibakka.
— Ágætt. Það hentar mér á-
gætlega. Bless á meðan.
Næsta persóna sem kom útum
dyrnar var Ellen Bengtsson, en
Leó sá alls ekki votta fyrir
neinni móðursýki í ljósbláum
BRUNATRYGGINGAR
á húsum í smíðum,
vélum og áhöldum,
effni og lagerum o.ffl.
Heimístrygging hentar yður
Heimilislryggingar
Innbus
Vatnstfóns
Innbrots
Glertryggingar
TRYGGINSAFELAGIÐ HEIMIRS
LINDARGATA 9. REYKJAVIK SlMI 21260 SlMNEFNI , SURETY
SCOTT'S haframjöl er drýgra
BLADADREIFINC
Börn eða fullorðnir óskast til að bera blað-
ið til kaupenda í eftirtalin hverfi:
Reykjavíkurveg — Sigtún — Kleppsveg
— Sogamýri — Gerðin — Seltjamarnes
I og II.
K6PA¥0GUH
Blaðburðarbörn óskast til að Kera blaðið
til kaupenda í Kópavogi.
Hringið í síma: 40319.
Sími
17 500
HJOLBAKÐAR
FRÁ , ,
SOVETRIKJUNUM
REYNSLAN
HEFUR
SANNAÐ
GÆÐIN
Akureyri! Akureyri!
Unglingar óskast til að bera blaðið til kaup-
enda á Akureyri. — Upplýsingar hjá Aðal-
steini Þórarinssyni, Hafnarstræti 96 eða á
skrifstofu Verkamannsins, Brekkugötu 5,
sími 11516 ÞJÓÐVILJINN
INNHEIMTUDCILD
ÚTVCGSBANKA
ÍSLANDS
er flutt í ný húsakynni á 2. hæð húss
bankans við Austurstræti.
UTVEGSBANKI ÍSLANDS.
Kona óskast
Kona óskast í eldhús Kópavogshaelis.
Upplýsingar gefur matráðskonan í síma 41502.
Reykjavík, 4. okt. 1965
Skrifstofa ríkisspítalanna.