Þjóðviljinn - 05.10.1965, Blaðsíða 5
1
I
{>riðí«dagur S. ofctóber 1965 — ÞJÓÐVItJINN — SÍÐA 5
Úrslit íslandsmófsins i knaffspyrnu:
KR hafði heppnina með sér
og sigraði Akumesinga 2: 7
litlu að Baldvin tækist að skora En Baldvin skoraði lacleca og
E arna skoi'ar Baldvin Baldvínsson sigurmarkið l'yrir KR. Hann heíur hlaupið alla varnarmenn Akurncsinga af sér og rcnnir knett-
inum íramhjá Helga Daníelssyni markverði í autt markið. — Ljósm. Þjóðv. A.K.
□ Á sunnudaginn mættust KR-ingar og Ak-
urnesingar á Laugardalsvelli, í (auka)úrslita-
leik 1. deildarkeppni íslandsmótsins í knatt-
spvrnu. Úrslit leiksins urðu þau, að KR sigraði
með 2 mörkum gegn 1; í fyrri hálfleik var stað-
'?.n jöfn, 1 mark gegn 1, en úrslitamarkið skor-
‘’ði Baldvin Baldvinsson fýrir’ 'KR um míðjan
síðari hálfleik.
Það var greinilegt að mikill
áhugi var fyrir þessum úrslita-
leik, því að aldrei mun annar
eins áhorfendafjöldi hafa verið
á leik milli íslcnzkra liða. Munu
áhorfendur hafa losað 10 bús.
Veðurguðirnir gerðu líka sift
til þess að öllum gæti liðið vel
þarna í Laugardalnum, ekki að-
eins þeim sem á horíðu, heldur
einnig þeim sem við áttust á
hinum fa'gurgræna velli. Þeir
höfðu nú ekkert sér til afsök-
unar, hvað veður ínerti að
þessu sinni, ekki einu sinni sól
sem talizt gæti.
Þótt leikurinn byrjaði allvel
verður ekki. sagt að hann hafi
verið i samræmi við veðrið og
aðstæður allar, og það gerðist
hér líka. sem skeður svo oft i
knattspyrnu og gerir hana svo
. ,,spennandi‘‘ að lakara liðið
siei’aði að þessu sinni.
Eþki vantaði æsiaugnablik
sem tilheyra úrslitaleik, og má
nefna að Skagamenn fengu
vitaspyrnu þegar leikar stóðu
1:1. Virðist manni sem þar
hefði átt að koma markið cem
færði þeim hinn kærkomna
titil. En Eyleifur var ekki á
sWotskónurP og skaut framhjá.
Baldvin tókst aðeins einu sinni
að ná sínum kunnu einleiks-
sprettum í öllum leiknum. en
það dugði, hann gerði út um
leikinn með þessum spretti’
Akranes byrjaði
felds sem skoraði. Var sem
vörn Akraness opnaðist þarna
augnablik og notuðu KR-ing-
arnir sér það mjög vel.
Fyrr í leiknum höfðu þeir
ekki haft minnstu möguleika.
Skagamenn eiga alltaf frum-
kvæðið í leiknum, þó að KR-
ingum takist við og við að kom-
"ast dálítið inná vallarhelming
Akraness. Léku þeir oft
s’kemmtilega og' þar kom 'öks
að þeir fengu árangur af leik
sínúm, ér Skúli skorar eft'ir
sendingu frá Matthíasi, og voru
þá 22. mín. af leik. Tveim mín. ■
síðar ver. Heimir snilldariega
er Skúli er inn við markið að
taka á móti sendingu frá Matt-
híasi.
Þetta heldur áfram. Skaga-
menn ógna stöðugt KR-ingum,
sem ekki ná verulegum tökum
á sóknarleiknum, en vörnin
verður að bera hita og þunga
dagsins.
Á 30. mín. er Eyleifi. brugðið
inni á vítateig og réttilega
dæmd vítaspyrna. Ríkarður
íær Eyleifi knöttinn og Eyleif-
ur hugsar sér að ,,leggja‘‘ hann
út við stöng, en skaut fyrir ut-
an. Og maður hugsaði með
sjálfum sér hvort þar hefði og
l'arið meistaratitillinn?
Undir lok hálfleiksins sækia
KR-ingar nokkuð í sig veðrið
og meir en áður og munaði
úr sendingu frá Guðmundi.
Leikurinn breytir
um svip
Það verður ekki annað sagt
en að þegar í upphafi siðari
hálfleiks hafi leikurinn breytt
um svip. Sóknarleikur Skaga-
manna var mun lausari og
sóknarþunginn ekki eins ógn-
andi og í fyrri hálfleik. Þó lá
yfirleitt meira á KR-ingum en
þessi sókn var þeim í vörninni
mun auðveldari. KR-ingum
tókst þó ekki að ná tökum á
leiknum og varð hann á köfl-
um þófkenndur og ekki eins
skemmtilegur á að horfa og
fyrri hálfleikur. Leikurinn var
líka heldur um of harður og
það frá byrjun, og missti því bá
áferðarfegurð sem áhorfendur
vil.ia fá að sjá. 1 stað þess sat
þófið í fyrirrúmi.
Það fyrsta sem í frásögur er
færandi í þessum hálfleik kom
á 11. mín., er Ellert spyrnti
til Gunnars Felixsonar sem
skallaði í allgóðu færi en fram-
hjá.
Nokkrum mín. siðar fær Ey-
leifur knöttinn innfyrir,. en
missir hann framhjá sér og aft-
urfyrir. Þarna var Eyleifur i
góðu færi, ef honum hefði
henpnazt að stöðva knöttinn.
Á 18. mín. kom augnahlik
sein margir hafa vafalaust heð-
ið eftir, en það var að Baldvin
slyppi laus úr umsjá Krist.ins
Gunnlaugssonar. en honum hef-
ur manna hezt tekizt að hindra
hann í þessum sprettum. En
Kristinn gleymdi sér augnahlik
og það var nóg. Baldvin fékk
knöttinn á miðju vallarins, og
hafði menn á hlið við sig. Hann
scndir knöttinn nokkuð Iangt
fram völlinn og þá hafði enginn
við Baldvin. og aðeins Helgi
einn eftir. Hefði hann þó vafa-
laust átt að fara lcngra Tram
á völlinn á móti honum, því
að þegar Baldvin þarf að hugsa
um knött og mann í návígi þá
tekst honum sjaldnast vel upp.
gaf KR þar mcð sigurinn og tit-
ilinn að þessu sinni.
Akurnesingar héldu áfram að
sækja, en það var allt losara-
legt og eins og þeir næðu ekki
saman eins og fyrr, sérstaklega
framlínan. Það var eins og þeir
fyndu ekki hverjir aðra, og við
það bættist að vörn KR var
hörð og lét engan bilbug á sér
finna. Og greinilega hugsuðu
KR-ingar um það íyrst og
fremst að halda því sem fastast
sem unnið var. Ellert var frem-
ur bakvörður en framvörður og
allan leikinn var það vamar-
leikur KR sem fyrst og fremst
var styrkur liðsins, og má kalla
þetta varnarsigur.
Á 24. mín. á Skúli gott skot
að marki KR, en Heimir ver
i hom, og nokkru síðar á Rík-
arður hörkuskot út við stöng
en Heimir kastar sér endilöng-
um og ver með annarri hendi.
Þegar 7 mínútur eru til leiks-
loka vérður Eyleifur að yfirgefa
völlinn vegna sparks i legg, sem
þó reynist ekki alvarlegt. og á
næstu- mínútu verður Rikarður
að yfirgefa völlinn á sjúkrabör-
um; hafði hann fengið hörku
olnbogaskot í nýrnarstað og var
hann fluttur þegar á slysavarð-
stofuna og þaðan i sjúkrahús.
Það er greinilegt að KR-ing-
ar ætla á ekkert að hætta, því
að þrátt fyrir þetta mannfall
sækja Skagamenn, og á 42. mín.
leiksins á Matthías hörkuskot á
markið en Heimir ver i hom.
Á 44. mín. fær Baldvin að-
stöðu til spretthlaups, og mátti
ekki miklu muna, en Helgi
kom út og lokaði, í tæka tíð,
og þá var það búið. Þanniglauk
þessum úrslitaleik íslandsmó^s-
ins 1965, með sigri KR, sem
eins og fyrr segir var ekki
verðskuldaður að bessu sinni.
KR-ingar léku lakari knatt-
spyrnu allan leikinn, en vamar-
skipulag þeirra hindraði Skaga-
menn í því að ná árangri af
sínum oft skemmtilega leik. og
þá fyrst og fremst fyrri hálf-
leik.
Framhald á 9. síðu.'
vel,
en
KR-ingar byrja með knöttinn
en þeir halda honum ekki lengi
og má segjá að næstu 12 mfn-
úturnar séú Skagamenn í sókn.
Þó tekst þeim ekki að skapa sér
tækifæri þrátt fyrir góðar til-
raunir og samleik, þar sem KR-
ingar eiga í vök að verjast. Þó
eru það KR-ingar sem skora
fyrsta markið á 14. mínútu, eft-
ir góða sókn og samleik þeirra
Ellerts, Baldvins og Einars Is-
BILAR VID ALLRA HÆFI
SKODA-1202 STÁTION
SKODA-1202 SENDIBÍLL
SKODA-COMBI STATION
SKODA-OCTAVIA FÖLKSBÍLL
langódýrasti 6-manna bíllinn á ísl. markaði.
ber 650 kg., kostar aðeins 122.500,00.
5-manna fjölskyldubíll — hagkvæmustu
kaupin í dag. — Gólfskipting og ný innrétting
þessi vinsæli 5-manna bíll er enn fyrirliggjandi
á tækifærisverði.
I
SKODA-FELICIA SPORTBIFREIÐ aflmikill, skemmtilegur og ódýr.
SKODA-IOOOBM FOLKSBIFREIÐ metsölubifreið Skodaverksmiðjanna 1965.
VERÐ VIÐ ALLRA HÆFI - FRÁ KR. 120.000-153.000!
1
- HAGSÝNIR KAUPA SKODA -
Tékkneska bifreiöaumboöið
Vonarstræti 12 — Sími 21981.
i
é
*