Þjóðviljinn - 21.10.1965, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVTLJTNN — Fimmtudagur ZL október 1965
Æsksn og
skógurinn
í 3. útgáfu
Komin er út hjá Menning-
arsjóði önnur útgáfa bókarinn-
ar Æskan og skógurinn eftir
þá Jón Jósep Jóhannesson cand
mag. og Snorra Sigurðsson
skógfræðing. Fyrsta útgáfa kom
út fyrir rúmu ári og hlaut
mjög góðar viðtökur. Nýja út-
gáfan er að mestu óbreytt frá
hinni fyrri, nema hvað kápan
er úr betra efni og bókin því
hentugri til notkunar sem
skólabók og handbók.
Sérstök ástseða er til að
benda kennurum, forráðamönu-
um skóla og foreldrum á bók
þessa.
Um bókina segir Steindór
Steindórsson menntaskólakenn-
ari frá Hlöðum í ritdómi í
Morgunblaðinu föstudaginn 25.
september 1964:
„Þetta stutta yfirlit nægir
'til að benda á, hvaða efni rit-
ið flytur. Hins vegar er hér
ekki unnt að sýna, hvermg
efnið er tiireitt af höndum. En
það gera þeir á óvenjulega lif-
andi hátt. Þeim tekst að gera
bókina bæði Vekjandi og fræð-
andi.
Ég hef á öðrum sfcao láíið
þau orð falla, að bók þessi
ætti að verða lesin á hverju
heimili og I hverjum unglinga-
og barnaskóla, og vel mætti
hún vera handbók hvers þess
kennara, sem náttúrufræði
kennir“.
Þorsteinn Valdimarsson ritar
á þennan veg um bókina í
Þjóðviljann föstudaginn 2.
október 1964:
„Það er nýtt, sem sjaldan
verður, að íslenzkir unglingar
fái í hendur fræðirit, sem ber
Framhald á 9. síðu.
Mestar framfarir í Sovét-
ríkjunum og Austur-Evrópu
Matvælaframleiðslan I van-
þróuðum löndum verður að
fjórfaldast á næstu 35 árum,
ef nokkur von á að vera til
að koma í veg fyrir vxðtæka
hungursneyð, segir í nýbirtri
skýrslu frá Matvæla- og land-
búnáðarstofnun Samcinuðu
þjóðanna (FAO), sem nefnist
„The State of Food and Agri-
culture, 1965“. Þar er gefið
yfirlit yfir þróun síðustu 20
ára með tilliti til matvæla-
framleiðslu í heiminum.
Framfarir í sovézkum
landbúnaði
Landbúnaðarframleiðslan í
Sovétríkjunum og Austur-Evr-
ópu hefur tekið mestum fram-
förum þegar litið er á heims-
framleiðsluna í heild. 1 Banda-
rikjunum hefur hún aukizt i
hlutfalli við fólksfjölgunina, en
aukningin hefur orðið miklu
minni en verið hefði, ef þró-
unin hefði ekki verið stöðvuð
með sérstökum ráðstöfunum til
að koraa í veg fyrir offram-
leiðslu. Þó er það merkilegt,
segir í skýrslunni, að fram-
leiðslan jókst meir á síðusíu
tíu árum, þegar reynt var að
halda henni í skefjum, en með-
an á Kóreu-stríðinu stóð, þeg-
ar reynt var að örva hana
eftir mælti. t
Þrátt fyrir mikla fólksflutn-
inga til Ástralíu og Nýja Sjá-
lands hefur matvælaframleiðsl-
an þar aukizt sem nemur rúm-
um einum af hundraði örar <-:n
fólksfjöldinn.
Að meðaltali hefur hver íbúi
rómönsku Ameríku nú minna
að leggja sér til munns en
fyrir seinni heimsstyrjöld. 1
Uruguay og Kúbu hefur land-
búnaðarframleiðslan dregizt
saman á síðustu 10 árum og
í Chile, Perú, Argentínu og
Colömbíu hefur mannfjölgunin
verið örari en aukning land-
búnaðarframleiðslunnar.
„Vonbrigði'* I Afríku
Þróunin í Afríku hefur vald-
ið sárum „vonbrigðum", segir
í skýrslunnú Mannfjölgunin
þar er nú nálega jafnör og í
rómönsku Ameríku. 1 norðvest-
anverðri Afríku hefur land-
búnaðarfarmleiðslan á hvem
íbúa minnkað síðasta áratug-
inn, og sama máli gegnir um
AJsír. Fyrir sunnan Sahara eru
hagskýrslur ekki eins áreiðan-^
legar, segir í skýrslunni, en
þær benda samt til, að fram-
ieiðsJan þar sé í stöðugum
vexti, og að tekizt hafi að
halda í við mannfjölgunina.
1 Austur-Asíu — að Kína
frátöldu — hefur aukning mat-
vælaframleiðslunnar orðið á-
þekk og í rómönsku Ameríku.
En mannfjölgunin hefur verið
hægari, þannig að aukning
matvælaframleiðslunnar ,á
hvern íbúa hefur orðið meiri.
Þrátt íyrir þetta hefur hver
íbúi Austur-Asíu nú að með-
altali minni mat en fyrir
heimsstyrjöldina. 1 Indónesíu,
Pakistan og Filippseyjum
haltrar matvælaframleiðslan
langt á eftir mannfjölguninni.
1 Indlandi er munurinn tals-
vert minni. í Japan, Formósu,
Kóreu og Thaílandi er fram-
leiðslan hins vegar örari en
fólksfjölgunin.
Ekki hefur reynzt gerlegt ©ð
fá nákvæmar tölur frá Kína.
Án efa voru þó árin 1959—’61
mögur, bæði vpgna náttúru-
hamfara og eins vegna hinna
róttæku breytinga á landbún-
aðinum og „reynsluleysis þeirra
sem báru ábyrgð á breyting-
unum“. Gert er ráð fyrir, að
eftir 1962 hafi framleiðslan
tekið að aukast aftur, enda
þótt vafalaust taki nokkur ár
að koma henni í samt horf. 1
Litlu-Asíu hefur orðið nokkru
örari þróun í landbúnaðinum
en í öðrum vanþróuðum lönd-
um, 1 írák hefur framleiðslan
dregizt saman, og í Sýrlandi
hefur sama og engin breyting
orðið.
„Ábyrgð mannkynsins"
„Það er vissu'lega álitlegur
árangur, að mannfjölgunin
skuli ekki hafa valdið víðtækri
hungursneyð", segir í formála
skýrslunnar. Forstjóri FAO, £;
R. Sen, er samt þeirrar skoð-
unar, að við höfum haldið í
horfinu — og ekkert fram yfir
það. Við getum hins vegar lit-
ið á yfirstandandi áratug sem
upphafið — þegar „menn mót-
uðu hugmyndina um sameigin-
lega ábyrgð mannkynsins á að
uppræta hungur og vannær-
ingu í heiminum".
(Frá S.Þ.).
Þegar ungskáldin
fara að örvænta
Edward T. Brewster heitir
ungt Ijóðaskákl bandariskt,
sem ekki finnst heimsfrægð
sinni miða áfram sem skyldi.
Hann hefur því látið prenta
Ijóðabók sína á klóscttpappir
og segir sjálfur af því tilefni:
„Þetta er síðasta tilraunin mín
til þcss að fá fólk til þess að
taka eftir kvæðunum mínum'1.
Sjolokof þakkar
fyrir verðlaunin
MOSKVU 18/10 — Mikhail Sjoló-
kof. sovézki rithöfundurinn sem
hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels
í ár, hefur sent sænsku akadem-
íunni skeyti þar sem hann þakk-
ar þann sóma sem hún hefur
sýnt honum og kveðst hann
þiggja með ánægju boðið að
koma til Stokkhólms í desem-
ber að taka á móti verðlaunun-
um.
Nesja-
mennska
Oft er á það minnzt í blöð-
um hérlendis að einangrun
íslands hafi verið rofin, við
séum nú ekki fjarlægir áhorf-
endur að atburðum heimsins
heldur þátttakendur, fregnir
um atburði berist okkur nú
næstum samtímis á öldum
ljósvakans í stað þess að óm-
urinn af bergmálinu heyrist
vikum eða mánuðum síðar
með strjálum skipaferðum.
En beri maður saman mat
íslenzkra blaða á heimsat-
burðum nú og fyrir hálfri
öld er engu líkara en nesja-
mennskan hafj farið vaxandi
meg aukinni tækni. Það er
til að mynda ömurleg stað-
reynd að á sama tíma og
andstaðan gegn yfirgangi
Bandaríkjanna í Asíu fer sí-
vaxandj vestanhafs, í Banda-
ríkjunum sjálfum, liggja jatn-
vel óliklegustu menn hund-
flatir fyrir grófgerðustu á-
róðursbrögðum hér á landi.
Það þurfti t.d. mikla ein-
feldni til þess að trúa frá-
sögnum fréttastofnana um
að utanríkisráðherra Kína
hefðj borið fram þá ósk á
16da afmælisdegi lýðveldis-
ins að styrjöldin við Banda-
ríkip kæmj helzt á morgun,
en ekki stóð á þeim viðbrögð-
um hiartahreinna manna á
fslandi — auk þeirra sem eru
miður hjartahreinir Og þótt
þau blöð erlend sem upphaf-
lega birtu þessa fregn blygð-
ist sín nú fyrir hana. er í
sífellu klifað á henni hár-
lendis seinast í eær ' Morg-
unblaðinu
Þeg-
ar á morgun
Rétt ummæli kinverska ut-
anríkisráðherrans hafa fyrir
löngu verið birt; sá kafli sem
oftast er vitnað til er svo-
hljóðandi: „Kínverjar eru
reiðubúnir til að leggja á sig
óhjákvæmilogar fómir í bar-
áttunni gegn heimsvalda-
stefnunni. Það er á valdi
bandaríska forsetans og
bandarísku herstjórnarinnar
að ákveða hvort Bandaríkin
vilja stórstyrjöld við Kína
nú. Við gerum okkur engar
tálvonir um heimsvaldastefnu
Bandaríkjanna. Við erum að
fullu búnir undir bandariska
árás. Ef heimsvaldasinnar
Bandaríkjanna eru staðráðn-
ir í að hefja árásarstyrjöld
gean okkur, er þeim heimilt
að koma fyrr. að koma þegar
á morgun“. Síðar sagði kín-
verski utanríkjsráðherrann
m.a.: „Enginn fréttamaður
skyldi ætla að ég sé hernað-
arsinni. Það eru heimsvalda-
sinnar Bandaríkjanna sem
eru ruddalegir og spilltir og
sitja um of yfir hlut annarra.
Þeir sitja yfir hlut Kínverja,
Kóreumanna. Víetnammanna,
Khmermanna. Laosmanna,
Indónesa, Kongómanna og
Dóminíkumanna. . Ef heims-
valdasinnar Bandaríkjanna
ráðast jnn í meginland Kina
munum við gera allar nauð-
synlegar ráðstafanir til að
sigra þá Fari svo verða
styrjöldinni engin takmörk
sett. Það væru Bandaríkin
en ekki Kína sem Þá hefðu
brotið niður öll landa-
mæri. Við erum reiðu-
búnir til að virða
landamæri, en Bandaríkin
traðka á landamærum af
ráðnum hug og ráðast inn
hvar .sem., þeim- heniar. . Þeg-
ar heimsvaldastefna Banda-
rikjanna hefur verið sigruð
mun sá timi koma að heims-
valdastefna og nýlendustefna
verða í raun upprættar um
heim allan. Sú hugsjón mun
rætast að veröldin verði í
sannleika samfélag þjóða
þar sem ólík félagskerfi eiga
friðsamlega sambúð".
Hvað
um Churchill?
Varla ættu þessi orð og
önnur hliðstæð að koma
þeim mönnum á óvart sem
vita að Kínverjar hafa nú í
16 ár búizt við bandarískri
innrás; þeir hafa orðið að
heyja styrjöld við Bandarík-
in í Kóreu, hluti af landi
þeirra er bandarískt her-
námssvæði og herstöðin talin
hinn einj sannj fulltrúi þjóð-
arinnar á alþjóðavettvangi,
frændur Kínverja eru kurl-
aðir niður með morðtækni
nútímans dag hvern rétt við
landamærin. Á utanríkisráð-
herra Kínverja ef til vill að
lýsa yfir því að þjóð hans
getj ekki varizt árásarríkinu
heldur verði að gefast upp
skilyrðislaust? Ef eggjunar-
org í frelsisbaráttu eru orð-
in að ósk eftir striði og tor-
tímingu mannslífa, ósk um
stórslátrun mannfólksins og
glæpamennska af versta tagi,
er sannarlega tímabært að
endurskoða mannkynssöguna.
Varla ætti þá til dæmis að
vera ástæða fyrir nesja-
mennskuna til að dýrka
mesta herhvatarmann okkar
aldar, Churchill, fyrir baráttu
hans gegn nazismanum,
minnisstæð eggjunarorg og
frýjanir; í samanburði við
hann er kínverskj utanríkis-
ráðherrann litlaus og einstak-
lega orðvar — Austri.
Ályktun Stúdentaráðs Háskóla íslands:
Nýjar aðferðir í bar-
áttunni gegn hungri
Fólksfjölgunarvandamálið í
heiminum hefur á síðari ár-
um orðið æ alvarlegra með
■hverju árinu. Sé aukning mat-
vælaframleiðslu borin saman
við aukningu fólksfjö'lda síð-
ustu 15 árin víðs vegar í heim-
inum, sést, að fjölbyggðasti
heimshlutinn, Asía, og sömu-
leiðis Afríka, dragast stöðugt
aftur úr hlutfallslega í mat-
vsglaframleiðslu ipjðað. yið
Evrópu og Norður-Ámeriku.
Nú er talið, að um 72% ibúa
jarðar búi í vanþróuðum ríkj-
um. Jafnframt er talið að
helmingur íbúa jarðar þjáist
af hungri og vannæringu. Þá
er talið, að fjórfalda þurfi
matvælaframleiðslu vanþróuðu
ríkjanna fyrir næstu aldamót,
eigi að vera hægt að sjá ö'J-3>
um íbúum þessara ríkja um
það leyti fyrir nægilegri fæðu.
Margur mundi vafalaust gizka
á, að þetta væri með öllu ó-
framkvæmanlegt. En sérfræð-
ingar eru á öðru máli. En
markinu verður að ná með
samstilltu átaki.
Eigum við Islendingar að
leggja fram okkar skerf í þess-
ari viðleitni? Vitanlega. Við
getum ekki skorizt úr leik.
Með þátttöku okkar í starfi
Sameinuðu þjóðanna og öðru
alþjóðlegu samstarfi skuld-
bindum við okkur til að gefa
gaum að velferð meðbræðranna,
jafnvel þótt í fjarlægum
heimsálfum séu. Og raunar er
nokkuð umliðið síðan við kom-
um auga á þessa skyldu okkar.
En hvað hefur verið gert?
Sendar hafa verið öðru hvoru
nokkrar lýsisflöskur eða skreið-
arbaggar til Indlands eða
Kongó. Það er allt og sumt
að segja má. Aðrar þjóðir hafa
líka haft í frammi svipaða
hjálparstarfsemi, þ.e.a.s. sen.t
matvæli.
Allir, sem hafa kynnt sér
þetta stórkostlega vandamál,
hungurvandamþilð, eru nú
famir að sjá, að þessar mat-
vælasendingar, þótt góðar séu
svo langt sem þær ná, leysa
ekki vandann. Eins og fram
kemur hér að frarnan liggur
nú Ijóst fyrir. að það, sem
gera þarf, er að auka mat-
vælaframleiðsluna í hinum
vanþróuðu löndum sjálfum.
Má segja, að það hafi ekki
verið vonum fyrr, sem menn
koma auga á þessa lausn.
Æskulýðssamband Islands
hefur nú ákveðið að taka þátt
í þessari hjálparstarfsemi með
því að skipuleggja hérlendis
Herferð gcgn hungri og verður
þar um fjársöfnun að ræða.
Helzta málið sem hin fs-
lenzka Herferð gegn hungri
hefur í hyggju að beita sér
fyrir, er aðstoð við fiskimenn,
sem búa við Alatora-vatnið, en
það er stærsta stöðuvatnið á
eylandinu Madagaskar við aust-
urströnd Afríku. Við vatn
þetta sem er mjög auðugt af
fiski, búa um 100 þúsund
manns, sem lifa m.a. á fisk-
veiðum, en hafa mjög frum-
stæða veiðitækni og Jélegan
útbúnað. Ef þessir fiskimenn
fengju betri veiðarfæri og
væri kennt að nota þau, myndu
þeir ekki einungis geta fram-
fleytt sér' sjálfum miklu betur
en nú er, heldur einnig sóð
næstu héi-uðum, en þar ríkir
nú mikill nœringarskortur,
fyrir fæðu. Þetta mál er senni-
lega mjög heppilegt verkefni
fyrir hina íslenzku Herferð
gegn hungri, því að eins og
kunnugt er ráðum við yfir
einna beztu tækni sem þekk-
ist við fiskveiðar.
Stúdentaráð Háskóla Islands
skorar á alþjóð að bregðast vel
við, og láta sem mest af hendi
rakna, þegar hin íslenzka Her-
ferð gegn hungri hefur fjár-
söfnun sína.
Skoikar Nylonúlpur
stærðir: Á 2 til 14 ára.
R. Ö. búðin
Skaftahlíð 28, sími 3 49 25.
Skrifstofustúlka
helzt vön vélritun, óskast.
Hafnarskrifstofan í Reykjavík.
Útsala!—Utsala!
í I
Seljum í nokkra daga: Kvenblússur — nátt-
föt — telpublússur — peysur o.m.fl. 1
Allt á ótrúlega lágu verði. — Allt á að
seljast.
Verzlun Guðnýjar
Grettisgötu 45.