Þjóðviljinn - 21.10.1965, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.10.1965, Blaðsíða 12
24 skip komin yfir 30 þús. Jón Kjartansson frá Eskifirði er orðið langaflahæsta skipið á síldveiðunum með upp undir 50 þúsund mál og tunnur, en auk hans eru 23 önnur skip komin með meira en 30 þús. mál cg tnnnur £ afla á veiðunum aust' an- og sunnanlands samanlagrt. Skipstjóri á Jóni Kjartanssyni er Þorsteinn Gíslason. Því miðnr verður listinn ,Tfir afla einstakra skipa á síldveið- unum enn að bíða birtingar vegna rúmleysis i blaðinu í dag, en hér á eftir fer listi yfir bau skip sem aflað hafa 30 þúsund eða meira: Jón Kjartansson SU 48 919, Biarmi I IEA 39.868, Heimir SU 39.393, Dagfari ÞH 37.539, Sig- urður Bjamason EA 37.469, Is- leifur IV VE 36.482, Ólafur Magnússon EA 36.041, Barði NK 35.633, Gullver NS 35.199, Engey RE 35.169, Akurey RE 34.944, Keflvíkingur KE 34.656 Súlan EA 34.296, Viðey RE 34.293, Þor- steinn RE 34.117, Þorbjöm II GK 33.921, Eómur KE 33.129, Eldey KE 32.400, Hannes Hafstein EA 30.877, Hrafn Sveinbjarnarson III GK 30.805, Huginn II VE 30.611, Jörundur III RE 30.267, Bjartur NK 30.180 og Þórður Jónsson 30.121 mál og tunnur. Alls hafa 224 skip fengið afla og af þeim 218 yfir þúsund mál og tunnur. Nýtt félagsheimili vígt í Njarðvík á laugardag: Starfsemin hefst með fjöl- breyttri dagskrá í 7 daga Fimmtudagur 21. október 1965 — 30. árgangur — 238. tölublað. B N.k. laugardag fer fram vígsla nýs og glæsilegs félags- heimilis sem reist hefur verið í Njarðvík og efna Njarð- víkingar til vikuhátíðahalda í tilefni af þeim merkilega áfanga sem náðst hefur í félagsmálum byggðarlagsins með byggingu félagsheimilisins. Verða haldnar skemmtanir í fé- lagsheimilinu sjö kvöld í röð og vel til þeirra vandað í hvívetna og kunnir listamenn fengnir til að skemmta. Er þetta skemmtilega og myndarlega af stað farið með rekstur félagsheimilisins. Sjálf vígsluathöfnin hefet kl. kl. 4 síðdegis á laugardaginn og er öllum Njarðvíkingum boðið á hana. Þar mun framkvæmda- stjóri byggingamefndar, Ólafur Sigurjónsson .afhenda húsið for- manni hússtjómar Oddi Sigur- bergssyni og síðan verða fluttar ræður og ávörp. Rögnvaldur Sig- urjónsson leikur einleik á píanó en kynnir verður Sigmar Inga- son. Þá verða framreiddar veit- ingar. Um kvöldið verður skemmtun þar sem fram koma Savannatrí- óið, Jón Sigurbjömsson söngvari, leikaramir Klemenz Jðnsson og Ámi Tryggvason og síðan verð- ur stiginn dans. Á sunnudag er öllum bömum Ný þingmdl Þessi ný mál komu fram á al- þingi í gær: 1. Frumvarp um verðjöfnun- ar- og flutningasjóð síldveiða árið 1965. en það er staðfesting á bráðabirgðalögum frá í sum- ar um þetta efni. 2. Frumvarp til laga um raf- orkuveitur. Flm. Skúli Guð- mundsson o.fl. 3 Frv. til laga um breyting á lögum um aðför. Flm. er Ólaf- un,<íóbannesson. Mun frumvarp þetta hafa verið flutt á þingi í fyrra en ekkj hafa hlotið af- greiðslu. 4 Frv. um bréyting á lögum ’'5/1941 um Búnaðarbankann. Fim. Páll Þorsteinsson o.fl. Þjóðaratkvæði Ólafur Jóhannesson o.fl. flytja þingsályktunartillögu um undir- búning löggjafar um þjóðarat- kvæði. Tillaga þessi hefur áð- ur verið ílutt á alþingi en hef- nr ekki náð fram að ganga. Til- iagan er svohljóðandi; „Alþingi ályktar að kjósa fimm manna nefnd til ag rann- saka, hvort ekki sé rétt að setja löggjöf um þjóðaratkvæði í mik- ilvægum löggjafarmálefnum, svo og hvort ekki sé rétt að -i grundvallarreglur þsr í stjómarskrána. Skal nefndin, ef hún telur ástæðu til, semja lagafrumvörp um það efni. Nefndin skal kynna sér sem rækilegast öll atriðj varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal reynslu annarra þjóða í þeim efnum, en einkum ber nefndinni að athuga eftirtalin atriði: a. hvort í ákveðnum tilvikum eigi að vera skylda eða að- eins heimild til þjóðarat- kvæðagreiðslu; b. hvaða aðilar eigi að fá rétt til að krefjast þjóðaratkvæða- greiðslu. t.d. hvort þann rétt eigi að veita tiltekinni tölu þingmanna eða ákveðnum hluta kjósenda; og c. hvort úrslit þjóðaratkvæða- greiðslu eigi að vera bindandi eða aðeins til ráðgjafar. Njarðvíkinga boðið á barna- skemmtun í félagsheimilinu kl. 4 síðdegis en um kvöidið verður haldinn unglingadansleikur og þar mun Bára Magnúsdóttir sýna jassballett. Á mánudagskvöldið verður leiksýning. Leikfélag Reykjavík- ur sýnir Ævintýri á gönguför Á þriðjudagskvöld verða sýndar kvikmyndir Ósvalds Knudsens: Surtur fer sunnan, Sveitin .Tii'.li sanda og Svipmyndir. Á mið- vikudagskvöld sýnir Þjóðleikhús- ið leikþættina Síðasta segulband- Krapps og Jóðlíf. Skátaskemmtun fyrir alla skáta sunnan Hafnarfjarðar verður haldin á fimmtudagskvöldið og á föstudagskvöld lýkur þessum viku hátíðahöldum með dansleik og jafnframt sýnir Leikfélag Reykjavíkur Sögu úr dýragarð- inum. Loks er þess að geta að í sam- bandi við opnun félagsheimilisins svpi'nff á Söfl'H Ein allra glæsilegasta tízku- sýning ársins verður að Hótel Sögu í kvöld á vegum Soroptim- istklúbbsins. en eins og áður hef- ur verið skýrt frá í fréttum verð- ur ágóðanum varið til að kosta hjartaaðgerð á 11 ára dreng, sem sendur verður til New York, þar sem ekki er hægt að gera þessa aðgérð annárs staðar. Þau atriði sem eflaust munu vekja mesta forvitni og athygli er módelhattasýning Jörgen Krarups frá Kaupmannahöfn og sýning á þróun þjóðbúningsins íslenzka frá öndverðu. Þá verða sýndar kápur og kjólar og annat fatnaður frá ýmsum fyrirtækjtim og fleiri skemmtiatriði verða á dagskrá Óseldir aðgöngumiðar fást við inngang Hótel Sögu í kvöld Dagskráin hefst kl 20,30. verða haldnar tvær málverkasýn- ingar í félagsheimilinu og stend- ur hvor um sig í fjóra daga. Magnús Á. Ámason sýnir dag- ana 23.—26. október og Hafsteinn Austmann 27.—31. október. Eins og sjá má af þessari upp- talningu er þetta mjög fjölbreytt og menningarlegt prógram og ber vott um stórhug hjá framá- mönnum Njarðvíkinga í félags- og menningarmálum. Síðar verður sagt nánar frá hinu nýja félagsheimili. ! 37 mm sólar- j hringsúrkoma ; ★ Úrkoman í Reykjavík irá kl 9 í fyrramorgun til [ kl. 9 í gærmorgun mæld- ist 37 millímetrar, eða : jafnmikið og áður hefur mælzt mest á einum sól- ■ arhring hér í borg. • ; ★ Ekki er þessi úrkoma þó | neitt í samanburði við bað ■ úrfelli sem mest hefur mælzt á Islandi á sólar- hring. Það gerðist í Vík | í Mýrdal á árinu 1962 og þá mældist úrkoman : hvorki meira né minna en : 216 mm. ■ j ★ Adda Bára Sigfúsdóttir ■ veðurfræðingur tjáði okk- • ur í gær, að úrkoma sem i mældist yfir 100 mm á ! sólarhring væri annars J mjög sjaldgæf hér á ís- 5 landi og innan við 1% mælinga sýndu 40 mm sólarhringsúrkomu eða meiri I Tollskýlið er brunnið Um kl. 3 í nótt barst sú frétt til blaðsins, að komið hefði upp eldur í tollskýli því, sem bygfft var við nýja Keflavíkurveginn til innheimtu á vegaskattinum, sem mest hefur verið umtalaður síðustu daga. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar í Hafn- arfirði var ókunnugt um eldsupptök. li Útför Rósinkranz Ivarssonar Sigurður Ben heldur bókaupp- boð kl. 5 í dag Sigurður Benediktsson efnir til bókauppboðs í Þjóðleikhúss- kjallaranum í dag fimmtudag, kl. 5 síðdegis og eru 157 bóka- titlar á uppboðsskránni. Kennir þar margra grasa og mun bóka- söfnurum væntanlega þykja fengur í sumu því sem þama verður á boðstólum. Bækumar eru til sýnis í dag í Þjóðleikhússkjallaranum kl. 9 til 4 e.h. Rauðasandi 18/10 — Fyrsta laugardag í október fór fram útför Rósinkranz Ivarssonar, ætt- fræðings, að Saurbæjarkirkju og var mikið fjölmenni við útförina. Rósinkranz var vinmargur og frændmargur I sveitinni og dreif að fólk úr öllum hreppum og víðar að á Vestfjörðum og fuilur rútubíli kom sunnan úr Reykja- vik með fólk til þess að vera við útförina. Sólskin og blíða var allan þenn- an dag og farfuglar á förum og annir haustverka að mestu um garð gengnar. Kirkjan var þétt- setin á hinu gamla óðalssetri og þótti hrikta nokkuð í þessu gamla guðshúsi sem er komið að fallí og hangir hurð vart á hjörum. Sr. Tómas Guðmundsson, prest- ur á Patreksfirði þjónar nú átta kirkjum á Vestfjörðum og jarð- söng hann hin.n aldna fræðaþul. Þeir voru líka orðnir býsna kunnugir og hafði Rósinkranz oft heimsótt prest og fengið að glugga í gamlar kirkjubækur f sambandi við fræðigrein sína. I útfararræðu rakti prestur nokkuð ýtarlega ævisöguna og dvaldi um skeið við baráttuár Rósa í sjómannasamtökunum og kom víða við. Sá misskilningur kom þó fram hjá presti, að Rós- inkranz hefði gengið úr Alþýðu- flokknum í Sósíalistaflokkinn, en svo var nú ekki háttað á þeim tímum — Rósinkranz var einn af ötulustu liðsmönnum gamla Kommúnistaflokksins. Var þctta umræðuefni f «srfi- drykkjunni á cftir að Saurbæ og leiðréttist þá þessi misskilningur. — Hefur ekki í annan tíma verið haldin svo fjölmenn erfisdrykkja í sveitinni og fór það allt fram með rausn og mfkilli prýði. Hinn aldni fræðaþulur hafði svo fyrir Iagt, að mold skyldi sótt heim að Skógum og var henni kastað með rckum á kis»"- lokið eins og tilheyrir. Rósinkranz var fæddur a/ Skógum og ólst þar «pp bernsku. Skriðuföll í Eyrarhlíð ISAFIRÐI 19/10 — Hér á Isa- firði hefur rignt afarmikið und- anfarna þrjá daga, einkum í gærdag. Hafa rigningamar or- sakað mikil skriðuföll í Eyrar- hlíð hér fyrir ofan kaupstaðino. Einn steinn, sem talinn er 60 til 70 smálestir að þyngd lenti niður á svokölluðu Veturlið.i- túni og staðnæmdist rétt fyrir ofan fjárhúsin á túninu. Einnig féllu aurskriður úr hlíðinni en þær hafa ekki gert neitt tjón. Skriður féllu einnig í Ösihlíð, en þó er vegurinn þar fær bíl- um. — H. Ó. Fimm bátar byrjaðir róðra fsafirði 19/10 — Fimm bátar eru nýbyrjaðir róðra héðan feá ísafirði en gæftir hafa verið lití- ar síðustu daga. Fjórir bátanna leggja upp afla sinn hjá Norður- stjömunni en einn hjá Ishúsfé- laginu. Þá sfcunda allmargir oát- ar enn humarveiðar. — H.Ó. Héraðsskólinn að Skógum settur núsnæðisleysi tannlæknadeildar Menntamálaráðherra svaraði ekki beint fyrirspum Alfreðs Gíslasonar um tannlæknadeild- ina á þingfundí í gær, en las upp greinargerð þar sem rakin var miður fögur saga afskipta ríkisvaldsins af tannlækna- deildinni og alllangur listi lof- orða nú, þegar málin eru kom- in í eindaga. Ráðherrann sagði, að lög um tannlæknakennslu hefðu verið sett 1947 og hefði á næstu tveim árum verið starfrækt námskeið tveggja ára fyrir tannlækna til viðbótar miðhlutaprófi í tann- lækningum. Nýskipan hefði hins vegar verið tekin upp í þessum efnum 1949, en aills hefði há- skólinn brautskráð 48 tann- lækna. Áætlað væri að á næstu tveim árum brautskráðust 19 tannlæknar. Fyrstu árin hefðu innritazt fjórir stúdentar á ári, en síðan hefði þeim farið -máfjölgandi og árið 1960 hefðu þeir verið orðnir tíu talsins og 11 1963. 1 fyrrahaust hefði svo háskólinn skrifað menntamálaráðuneytinu og bent á að tannlæknadeildin hafi tekið við svo mörgum und- anfarin ár að vegna húsnæðis- leysis væri ekki fært að taka fleiri í deildina en 8. Ríkis- stjórnin hefði þá lofað fjárfram- lögum til endurbóta á húsnæði og tækjakosti og hasikkað fjár- veitingu til deildarinnar úr 799 þús. kr. í 1.599 þús kr. á fjárlögum yfirstandandi árs, en i fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1966 væri gert ráð fyrir 1.729 þús. kr. Hefðu því 15 nýir verið teknir í fyrra. Of margir ná prófi! 1 fyrstu hefði kennslan f tannlækningum farið fram í há- skólanum, en síðan verið flutt í Landspítalann og hefði þá námið verið lengt úr /imm úr- um í sex. Sl. vetur hefðu svo nokkrir stúdentar kvartað yfir þrengslum í húsnæði deildarinn- ar og borgarlæknir talið nauð- synlegt að fækka stólum um 3 í vistarverum, en hann hefði að lokum eftir samningaviðræð- ur fallizt á að fækka þeim að- eins um einn. Þá hefði það enn aukið á húsnæðiserfiðleikana að fleíri hefðu staðizt millipróf í deildinni en áður! Til bráðabirgða. Ráðherra gat þess ennfremur að háskólarektor hefði sl. sum- ar sent menntamálaráðuneytinu bréf um vandamálin og bent á að einkum virtust þrjár leiðir færar. 1 fyrsta lagi að byggja sérstakt hús fyrir læknisfræðina og í þriðja lagi bráðabirgða- lausn. Sérstakt hús myndi hins vegar kosta um 45 milj. kr. og teldi háskólinn sér ofviða að ráðast í framkvæmdir af happ- drættisfé einu saman. Væri þvf ekki annað sýnna en útvega yrði húsnæði til bráðabirgða fyrir teknólógíukennsluna og klínísku kennsluna og reyot yrði ennfremur að fá pláss fvrir stúdenta erlendis eins og tíðk- aðist um verkfræðistúdenta. Hér væri nú staddur skólamað- ur frá Kaupmannahöfn til at- hugunar á þessum möguleika. Að lokum sagði ráðherrann, að nauðsynlegt væri að breyta þeirri ákvörðun háskólans að taka ekki við stúdentum í tann- læknadeildina, og yrði unnið að athugun á bráðabirgðaúrræðum. Bregðast trausti. Alfreð Gíslason kvað sökina í þessum efnum í senn hvíla á háskólaráði og menntamálaráð- herra. Háskólaráð hefði innrit- að um 20 stúdenta í deildina, en síðan skömmu fyrir skóla- byrjun orðið að vísa þeim frá. Háskólaráð hefði þannig brugð- izt trausti stúdentanna og í s^meiningu hefði það og rík- isstjórnin brugðizt trausti þjóð- arinnar, því tannlækna skorti gífurlega og þyrftu tannlæknar að vera brefalt fleiri en nú er. Vitnaði Alfreð síðan i hin á- Framhald á 9. síðu. SKÓGUM 14/10 — Héraðsskól- inn að Skógum undir Eyjafjöll- um var settur síðastliðinn þriðjii- dag. Skólastarf var þá fyrir nokkru hafið, því að nemendur 3. bekkjar komu í skólann 1. okt. og nemendur yngri deilda 10. okt. Sr. Sigurður Einársson í Holti flutti bæn í upphafi skóla- setningar. Síðan flutti skólastjór- inn, Jón R. Hjálmarsson, setn- ingarræðu, minntist hann sér- staklega Williams Th. Möllers, stærðfræði og eðlisfræðikennara, er andaðist 19. júlí. önnur breyting á kennaraliði var sú, að Finnur T. Hjörleiís- son hvarf frá skólanum, en hann hafði kennt þar íslenzsu um tveggja ára skeið. Þakkaði skólastjóri störf hans og bauð þá Guðmund Magnússon frá Patreksfirði 19/10 — Lögreglu- stöð er nú hér í smíðum og f*r slökkvilið staðarins þar einnig inni og eru þctta vistleg húsa- kynni. Þá er Samvirmubanginn að Brúarlandi í stærðfræði og Matt- hías Jónsson frá Reykjavík f íslenzku velkómna. Þá bauð hann og velkomna nýja ráðskonu mötuneytis, frú Magneu Gunnarsdóttir, og þakk- aði frá Ragnheiði Hákonardótt- ur, er gegnt hafði því starfi síðastliðinn vetur. Nemendur í skólanum í vetur verða 104 og skiptast þeir í 4 bekkjardeildir. Flestir nemenda eru úr Rangárvallasýsliu og V- Skaftafellssýslu eða 91 samtals. Allmiklar verklegar fram- kvæmdir hafa verið við skól- ann á liðnu sumri. Lokið er við að fullgera ný- byggingu með tveimur kennara- íbúðum. Einnig var steypt rot- þró fyrir frárennsli og lagðar gangstéttir milli húsa skólans. koma yfir sig útibúi og unnið pt að byggingu mjólkurstöðvar og yfir efnalaug. Þá er steyptur grunnur að félagsheimili um hclgina og var unnið í sjálfboða- vinnu. Lögreglustöð á Patreksfirði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.