Þjóðviljinn - 21.10.1965, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.10.1965, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVXLJINN — Fimmtudagur 21. október 1965 Otgefandi: Sameiningarflokkur aiþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson' (áb). Magnús Kjartanuson, Sigurður Guömundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust 19 Sími 17-500 (5 Ifnur). Askriftarverð kr. 90.00 á mánuði. Höft viireisnarínnar J útv^rpsumræðunum um fjárlögin vék Magnús Jónsson fjármálaráðherra að því með nokkru steigurlæfi í lokaræðu sinni, að ríkiss'tjórnin hefði afnumið fyrri fjárfestingarhöft. Þetta er mikið öfugmæli; höftin lifa enn góðu lífi, en þeim er beitt á annan hátt en fyrr. Þar er ekki aðeins um að ræða höft þau sem bankastjórar og yfirmenn annarra fjárfestingarsjóða beita þegar þeir út- hluta sparifé landsmanna, heldur er formleg't ákvörðunarvald um það hvað leyft skuli og hvað bannað í höndum stjórnarvalda og embættis- manna á hinum veigamestu sviðum. Allar opin- berar framkvæmdir, skólabyggingar, sjúkrahús, hafnir, vegagerðir o.s.frv. lúta höftum, og ríkis- stjórnin hefur að undanförnu tekið sér vald til að herða þau höft til mikilla muna með mjög alvarlegum afleiðingum. Sama máli gegnir um almennar íbúðarhúsabyggingar; samkvæmt regl- um stjórnarvaldanna getur enginn notið fyrir- greiðslu húsnæðismálas'fjórnar nema hann sæki um leyfi til hennar fyrirfram og hljóti samþykki hennar. Undanþegnir eru þó þeir auðmenn sem ekki þurfa á neinni fyrirgreiðslu að halda; þeir þurfa ekki að fá leyfi til að reisa lúxushús. Fjár- magnið hefur forrét'tindi, þótt nauðsyn þjóðar- heildarinnar og óbreyttra þegna verði að una strangri skömmtun. þessi algeru forréttindi fjármagnsins birtast á enn einu sviði. Þótt skólar, sjúkrahús, vegir og hafnir lú'ti höftum, er auðmönnum alfrjálst að byggja verzlunarhallir að eigin geðþótta, og það frelsi hefur verið notað af miklu kappi. Eins og Einar Olgeirsson benti á í umræðum um skóla- mál á þingi í fyrradag, hafa sextán vegleg sölu- musteri við Suðurlandsbraut kostað um 500 milj- ónir króna, og eitt þeirra um 100 miljónir. Það fjármagn sem bundið er í musterum þessum er ekki frá eigendunum komið, heldur er þar bund- ið sparifé landsmanna, en lánveitingar til verzl- unarinnar hafa í tíð viðreisnarinnar aukizt miklu meira en lánveitingar til annarra a'tvinnugreina. Og eigendurnir endurgreiða ekki lán þessi nema að sáralitlu leyti, hin stöðuga óðaverðbólga sér fyrir því að lánin eru endurgreidd með síminnk- andi krónum á kostnað sparifjáreigenda. J öllu þessu kerfi ríkisstjórnarinnar eru að sjálf- sögðu fólgin hin ranglátustu höft. Hverskonar félagsleg verkefni eru takmörkuð til þess að for- réttindamenn fái nægilegt vinnuafl, fjármagn og byggingarefni til sinna þarfa. Börnin verða að kúldrast í þrísetnum skólastofum, sjúkling^rnir að bíða eftir læknishjálp á spítölum, til þess að nógu rúmt geti verið um lúxusbílana sem boðn- ir eru til sölu við Suðurlandsbraut. Héraðsskól- arnir verða að gera námfús ungmenni afturreka, menntaskólarnir að útskrifa helmingi færri nem-' endur en tíðkast í nálægum löndum, háskólinn að banna aðgang að einni deild sinni, til þess að sölumennirnir í Reykjavík geti flíkað vörum sín- um af yfirlæti í musterum mammons. — m. ! i „ Lögleg" listaverkafölsun veldur Frökkum uhyggjum \ \ AUt frá því að sköpunar- verk myndlistarmanna kom- ust í hátt markaðsverð hér í þessum vondslega heimi hafa svindlarar skemmt skrattanum og sinni pyngju með ótöldum fölsunum. Fals- arar hafa einna mestan á- huga á því tímabili sem kennt er við impressjónisma og því er það franska stjórn- in sem einna oftast á í höggi við slíkt fólk. Og nú þarf hún að glíma við nýtt mál og sérkennilegt. 1 Bois de Boulogne er nú laest inni á vinnustofu einni 51 falsað olíumálverk og nokkrar höggmyndir sem eru svo vel og nákvæmlega unn- ar, að sérfræðingar eru furðu slegnir. Verk þessi eru hluti leikmynda í nýrri kvikmynd eftir William Wyler sem Heit- ir „Hvemig á að stela milj- ón dollurum", þar sem lýst er ýmsu óskikkelsi í lista- lífi Parísarborgar. Þegar útsendarar mennta- málaráðuneytisins franska ákoðuðu þetta safn nýlega, komust þeir að þeirri niður- stöðá að það vaeri þvílíkt tilræði við franskan list- markað, að myndirnar þyrftu að brennast sem skjótast um * * Trauner með Cezannemynd eftir sjálfan sig. leið og lökið væri við kvik- myndina. En Wyler benti á að kvikmyndin væri Frökk- ,um sex miljón dala virði, og hefur því fengið leyfi til að flytja myndirnar til Banda- ríkjanna með því fororði að franska stjórnin merki hverja mynd sérstaklega þannig, að aldrei komi til þess að reynt verði að selja þær sem „ekta“ verk. Og það var ekki undarlegt að ráðuneytismenn væru skelkaðir: Við alkunn mála- ferli reyndist listamaðurinn V’lamnick ekki fær um að þekkja sundur sínar eigin myndir og falsanir. Joseph Chapman, sem um áratuga skeið hefur verið helzti sérfræðingur banda- rísku alríkislögreglunnar í málverkafölsun, og nú er taaknilegur ráðunautur kvik- . myndastjórans, lét svo um B mælt í París fyrir skömmu’, ? að helmingur þeirra nútíma-.;! verka sem seld væru í w Bandaríkjunum væru fölsuð. | „Það er nú orðinn fjórði S>. stærsti útflutningsatvinnu- ^ vegur Frakka að falsa útrillo b fyrir Ameríkumai’kað", bætti * hann við. Það var málari frá Búda- pest, Alexander Trauner, sem hefur málað þetta safn fyrir .■ Wyler. Hann hefur „falsað“ B þrjár Van Goghmyndir og k þrjár Picassomyndir, svo | nokkuð sé nefnt. Og hand- h. bragð hans ep þannig að ^ „þetta gæti allt verið satt“- k Trauner hefur meira að ^ segja „skapað“ myndir, sem k aldrei urðu fullgerðar, eða " týndust. Þannig hefur kvik- myndastjórinn Wyler nú eign- ^ azt tvær Van Goghmyndir, B sem listamaðurinn hafði gef- ^ ið húsráðanda sínum, serh ■ H síðan höfðu horfið, og Cez- k annemyndina „Madame Nem- ® oui-s“ (sjá myndina), sem K vitað var að málarinn hafði ® unnið að. || Sem betur fer fyrir Traun-: ^ er eru ekki allir eins áhyggju- B fullir og franska ríkisstjómin yfir fölsunum hans. Fyrir ■ skömmu hitti Trauner Pic- k asso og spurði hann: „Hvern- B ig geturðu munað hvaða k myndir eru sannarlega frá þinni hendi?“ Picasso svar I Tillögur um byggingar á Þingvelli við Öxará Nýlega sá ég í blaði að í ráði mundi vera að reisa lista- fagra kirkju á Þingvöllum -við öxará, fyrir næstu aldamót, svo sem til minningar um að kristni var þar lögtekin 1000 árum óður. Blaðamaðurinn, sem lízt þetta fagurt ráð, ráð- ----------------------------S Ráðizt á aldraða konu úti á götu I fyrrakvöld var ráðizt á konu sem stödd var fyrir utan hús númer 3 á Smiðjustíg. Voru þarna að verki þrír strákar, sá elzti líklega um 12 ára. Kon- unni, sem er 65 ára, var hrint í götuna og hruflaðist hún þó- nokkuð við það. Nánari tildrög þessa atburðar eru þau að laust fyrir 9 í fyrra- kvöld var kona nokkur stödd á áðurgreindum stað á Smiðju- stíg. Sá hún þá þrjá stráka og virtist henni sá elzti vera um 12 ára aldur, en hinir eitthvað yngri. Hún víkur sér að öðrum yngri stráknum og talaði eitt- hvað við hann en í sama bili er ráðizt aftan að henni og henni hrint í götuna og sá hún að það var elzti drengurinn sem það gerði. Við byltuna hruflaðist konan bæði á handlegg og á fæti og reif fötin. Atburðurinn kærði konan til rannsóknarlög- reglunnar, sem biður alla þá sem einhverjar upplýsingar geta gefið um þennan atburð að snúa sér til rannsóknarlögréglunnar sem allra fyrst. Það er vitað að telpa, sem virtist þekkja stráic- ana horfði á þetta og er hún sérstaklega hvött til að hafa samband við lögregluna. Telpan var dökkhærð og.klædd strets- buxum og elzti drengurinn var feitlaginn og klæddur skinn- jakka. Drengirnir voru allir með pappírsrenninga sem þeir virtust önnum kafnir að skreyta borgina með. leggur að reist verði líka gotl veitingahús til minningar um veitingar þær, sem fóru fram •forðum. Þetta virðist mér sjálf- sagður hlutur, og mundi ekki eiga vel við að hafa þar skyr frá Bergþórshvoli í krukku til sýnis og annað það matarkyns, sem fundizt hefur við upp- gröft? Mundi það ekki glæða ástina á fornöldinni og henn- ar sögufrægu minjum? En þótt fagurt sé að hafa kirkju, einkum sé hún „lista- fögur“ (arkitektinn mun vænt-4y anlega varla fæddur enn), og hentugt að hafa veitingastað, má þó ekki gleyma því, að þarna gerðist fleira en að sungnar voru messur hjörtum manna til upplyftingar og hafður fagnaður í mat og drykk. Og til minningar um þessa hina dekkri hlið, sem einkum sneri að íoreldri okk- ar, afkomenda flakkara, bráð- ónýtra kotunga og sauðaþjófa, mætti með engu móti undir höfuð leggjast að reisa gálga, hlaða bálköst, safna þeim hlut- um, sem hafðir voru til að refsa þessháttar fólki: ólum og öðrum tólum skörpum, og minna mætti á hylinn fræga, sem konum var troðið í, sem rofið höfðu guðs boðorð og eignazt börn. Væri vel til fall- ið að hlaða bálköstinn Í3> Brennugjá, koma upp sáfni ril minningar um meðferð ásynd- ugum konum brotlegum við siðsemi, siðgæði og siðferðihjá Drekkingarhyl, en á þeim stað aði: „Ef mér líkar myndin, segist ég hafa málað hana, jfe ef ekki, þá held ég því fram a að hún sé fölsuð. sem dómar vont upp kveðnir: drekkingardómar, brennudóm- ar, hengingardómar, húðláts- dómar, handhöggningardómar, æru- og eignamissisdómar. tunguskurðardómar, o.s.frv., ætti að koma upp listafögru húsi yfir safn til sögu um þessa hluti, svo að ekki, verði hlutur þessara ættmenna minna og annarra sem nú Jifa. dauðra fyrir löngu og flestra með harmkvælum bökuð þeim af dómurum og böðlum, jafnt fyrir borð borin að þeim gengnum, sem hann var vænt- anlega meðan þeir lifðu. Eða til að refsa þeim enn framar. sýna hve synd þeirra var of- urstór og ljótur glæpurinn, að þeir áttu svo hart skilið? — a. Eldur í Ríkisþing- húsinu í Berlín BERLlN 19/10 — Eldur kom upp í kvöld í þakhæð Ríkisþinghúss- ins í Berlín, en það tókst fljótt að slökkva hann og skemmdir urðu litlar, enda var eldurinn í þeim hluta hússins sem hefur ekki verið endurbyggður eftir brunann mikla 1933. Johnson forseti á hægum batavsg; WASHINGTON 19/10 — Johnson forseti er sagður hafa alla stjómartauma í hendi sér, enda þótt líðan hans eftir gallblöðru- uppskurðinn sé lakari en við var búizt og bati hans hægari. Hárin hefur fótavist, en er fölur og tek- inn og mun enn hafa þraiitir. Talið er að hann verði lengur-á spítalanum í Bethesda en upp' haflega var ætlað og verði einar sex vikur að ná sér eftir upp* skurðinn. . . j. MYTI VETRAHGJALD 300 kr. fastagjald og 3 kr. á ekinrt km.! ÞER 4%H LEIK iBÍLALEIGAN 'ALUR r Rauðarárstíg 31 sími 22-0-22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.