Þjóðviljinn - 21.10.1965, Blaðsíða 6
g SÍÐA — ÞJÓÐVILJIOTT — Fimmtudagur 21. október 1965
)
Taka verður upp stef nu, sem vinnandi
alþýða getur borið fullt traust til
Herra forseti. Góðir hlust-
endur.
Fj árlagaf rumvarp fyrir árið
1966 hefur nýlega verig lagt
fyrir Alþingi. Og nú hefur
hæstvirtur fjármálaráðherra,
Magnús Jónsson, gert grein
fyrir þessu fyrsta fjárlaga-
frumvarpi sínu. Það fer ekki
á millj mála. að höfuðeinkenni
þessa frumvarps eru hin sömu
og á fyrri fjárlagafrumvörp-
um viðreisnarstjórnarinnar:
Enn er fyrirhugað að auka
vig margvíslega óþarfa eyðslu,
en skera hins vegar niður fjár-
lög til aðkallandj verklegra
framkvaemda og enn koma
með hinu nýja fjárlagafrum-
varpi tilkynningar um haekk-
un skatta og margvíslegra á-
laga á almenning j landinu.
Það leyndi sér ekki á ræðu
* hsestvirts fjármálaráðherra. að
hann telur, að fjárhagur ríkis-
sjóðs standj mjög höllum faeti
eins og nú er komið. Tekjur
virðast bregðast og útgjöld
fara fram úr áastlunum.
Magnusi leizt ekki á
blikuna
Hæstvirtur ráðherra birti
greinargerð um afkomu síðast-
liðins árs nokkru eftir að hann
tók við störfum á s.l. vori. f
þeirrj greinargerð sagði ráð-
herrann orðrétt á þessa leið:
„Svo sem framangreindar
tölur leiða glögglega [ ljós,
hefur afkoma ríkissjóðs á sl.
ári 1964. orðið mjög slæm og
breyting mjög orðið til hins
verra frá árinu 1963“
Það var augljóst að ráð-
herranum leizt ekki meira en
svo á blikuna. þegar hann
kom í ráðuneytið og hafði
kvnnt sér ástandið þar eftir
rúmlega 4 ára fjármálavið-
reisn Þegar ritstjórar Morgun-
blaðsins höfðu heyrt greinar-
gerð hins nýja fjármálaráð-
herra um fjárhagsafkomuna
1964 skrifuðu þeir i blað sitt
orðrétt á þessa leið:
„Afkoma ríkissjóðs árið 1964
sýnir glögglega, að brýna
nauðsyn ber til. að fjármál
ríkisins verði tekin fastari tök-
um en undanfari.ð“ Og enn
sögðu þeir: „Nú þarf að taka
upp stranga sparnaðarstefnu
í fjármálum ríkisins og skera
niður útgjaldaliði. sem um-
deildir hafa verið“.
Niðurskurður — óhóf
Þannig var þá staðan i rík-
isfjármálunum eftir margra
ára viðreisn og einstaklega
hagstætt atvinnuárferði i
nokkur ár í röð. En þrátt fyr-
ir þennan dóm um fjármála-
stjórnina er enn setlunin að
halda áfram á sömu braut, á
braut hinnar gömlu og úreltu
viðreisnarstefnu. Spamaður sá.
sem ritstiórar Morgunblaðsins
töluðu um að nú þyrfti að
framkvæma, slikur sparnaður
á nú að koma fram i þvi að
lækka útgjöld rikisins til bygg-
inga siiikrahtisa um 2.4 mii.i.
kr.. tii hafnarmannvirkja um
3,9 milj kr. á að koma fram
i lækkun til barnaskólahygg-
inga um 8.8 mii.i. kr„ i Iækk-
un til gagnfræða- og héraðs-
skólahygginga um 2,3 milj. kr.
og iækkun til yegagerðar nm
47 mil.i kr Á þessum fram-
kvæmdaliðum á að spara rík-
isútgjöldin Hins vegar á ó-
harfaeyðslan að hækka frá þvi
sem verið hefur. Nú er ráðeert
að eyða fi.8 mit.i. kr i lög-
regluhaid innan girðingarinnar
á Keflavtkurfittgvelli. Áfram á
að halda upni hremtir sendi-
ráðum á Nnrðurlrtndtim og
knsta tll þess 6,3 miljónum
kr. Til NATO-skrifstofu í Far-
ís á aá verja 5,5 milj. og auk
þess á svo að greiða fast ár-
legt framlag til NATO, sem
nemur 1,6 milj. kr. Peningar
eru til í nýtt prestsembætti í
Kaupmannahöfn á fjórða hundr-
að hús, og ráðgert er að
greiða í sérstakan fyrningar-
sjóð ríkisbifreiða 4 milj. kr.
Ferðakostnaður á vegum ráðu-
neyta er áætlaður 4,1 miij.
kr. Og ekki stóð á peningum,
þegar samið var um kaupin á
húsi Guðmundar í. Guðmunds-
sonar fyrrverandj utanríkis-
ráðherra.
Útgjaldaliðir ríkissjóðs af
þessu tagi eru til svo tugum
skiptir. Og til þess svo að
fylgja sem bert áfram gömlu
viðreisnarstefnunni eru nú
boðaðar nýjar álogur, sem
nema 200—300 milj. kr. á ári.
Rafmagnsverð frá Rafmagns-
veitum ríkisins á að hækka
um allt land, enn á að hækka
benzínskattinn, eftir því sem
bezt er vitað um 1 kr. á líira
og mundi þá verðið i benzín-
litra fara yfir 7 krónur. Lagð-
ur verður á sérstakur farmiða-
skattur á utaniandsferðír,
hækka á aukatekjur ríkissjóðs,
hækka á fasteignaskatt og
fleiri hækkanir munu vera á
döfinni. Þannig er viðreisnar-
stefnan enn í fullum gangi.
Kosningaár og
gengisfellingar
Eins og kunnugt er, var af-
koma ríkissjóðs mjög góð ár-
in 1962 og 1963. Tekjur rík-
isins urðu mjög miklar bæði
þessi ár, enda hafði ríkis-
stjórnin þá búifl vel í haginn
með gengislækkununum 1960
og 1961 og stórhækkuðum sölu-
skatti. En svo skipti gersam-
lega um árið 1964. Það ár
nam greiðsluhalli ríkissjóðs
um 220 milj. kr. eins og hér
kom fram í ræðu fjármálaráð-
herra. Hvað var Það, sem or-
sakaði þessi miklu umskipti?
Fyrir lig'gur, að árifl 1964 var
mjög hagstætt framleiðsluár
og á því ári hækkuðu út-
flutningsvörur þjóðarinnar
meir í verfti en nokkru sinni
fyrr. Óhagstæðu árferði var
þvi ekkj um að kenna. En
hver var ástæðan þá? f því
skyni að glöggva sig á þeim
vandamálum sem nú er við að
glima í fjármálum rikisins og
efnahagsmálum þjóðarinnar,
er nauðsynlegt að átta sig á
ástæðunum fyrir þessum um-
skiptum í afkomu ríkissjóðs.
Árið 1963 var kosningaár. Það
ár þurftj viðreisnarstjómin
mikið að Sera til þess að
tryggja sér völdin í landinu á-
fram. Á þvf ári var tekið fram-
kvæmdalán í Bretlandi og
lánsloforð voru gefin eftir
því sem talið var þurfa á hin-
tim ýmsu stöðum á landinu
Á þessu kosningaárj jukust út-
lán bankanna meir en nokkru
sinni áður, sérstaklega fyrri
hluta ársins. Stefna ríkisstjórn-
arinnar gagnvart launþegum
virtist jafnvel breytt á þessu
ári. Þá var samið um nokkr-
ar launabætur til verkafólks
án verkfallsátaka og þá var
opinberum starfsmönnum og
verzlunarmönnum lofað, að
þeir skyldu fá umtalsverðar
launabætur. Allir vissu, að það
var kosningaótti viðreisnar-
stjómarinnar. s@m úrslitum
réði um þessi mál. Þegar kosn-
ingarnar voru vel að baki
eða nánar til tekifl í árslok
1963, var glögglega komið
annað hljóð í viðreisnarstrokk-
inn. Þá var talið óhjákvæmi-
legt að ná til baka aftur
nokkrum hluta af launahækk-
ununum. Þá tóku að dynja
yfir verðhækkanir á öllum
sviðum og ríkisstjórnin gekk
á undan með hækkun sölu-
skatts úr 3% i 514% og fleiri
skattahækkuminn. Ný dýrtíðar-
alda hafði verið reist gagngert
í þeim tilgangi að draga úr
of miklum kaupmaetti al-
mennings.
Orsök vandans: dýr-
tíðarstefna stjómar-
innar sjálfrar
Á miðju ári 1964 sömdu
verkalýðsfélögin um verðtrygg-
ingu á kaup, en það leiddi til
þess. að verulegur hluti af
dýrtiðaröldu þeirri. sem rík-
isstjómin hafði komið af stað,
hlaut að lenda á ríkissjóði
og verða vandamál rrkisstjóm-
arinnar sjálfrar. Söluskatts-
hækkunin í ársbyrjun 1964 fór
auðvitað að fullu út. í verð-
lagið en skatturinn skilaði sér
verr en áður í ríkiskassann.
Hallarekstur ríkissjóðs árið
1964 orsakaðist því aó iane-
mestu leyti af dýrtiftarstefnu
ríktsstjómarinnar sjálfrar. 1
byrjun þessa árs, 1965, var
söluskatturinn enn hækkaður
úr 514% í 714% og fleiri skatt-
ar hækkuðu þá líka. í ár hef-
ur því verðhækkunaraldan enn
haldið áfram að rísa og nú
þessa dagana dynja verðhækk-
animar yfir ein af annarri.
Það er engu líkara en allir
þeir sem meg verðlagningu á
vörum og þjónustu hafa að
gera, séu í hörkukapphlaupi
um afi hækka allf sem allra
mest í verði. Kapphlaupið á
þessu árj hóf borgarstjómar-
meirihlutj íhaldsins í Reykja-
vík með hækkun á ýmsum
borgargjöldum eins og strætis-
vagnafargjöldum, hitaveitu-
gjöldum og fleiri gjöldum. Síð-
an hafa farmgjöld hækkað, á-
fengí hækkað, tóbak haekkað,
landbúnaðarvörur hækkað stór-
lega og flestar almennar nauð-
synjavörur hafa hsekkað mik-
ið. Og nú boðar ríkisstjómin
almenna rafmagnshækkun,
benzínhækkun og af henni mun
leiða hækkun á flutningsgjöld-
um almennt ojg ekki langt und-
an mun vera hækkun á sírna-
gjöldum og ýmsum fleiri gjöld-
um. fbúð, sem fyrir stuttu
kostaði 8f>0 þús. kr„ kostar nú
900 þús. kr. og húsaleiga, sem
var 5 þús kr. á mánuði. er
nú orðin 6 þús. — Þannig
heldur skrúfan áfram, enda
ríkir hér hin frjálsa verðmynd-
unarstefna viðreisnarinnar. Sá
vandi. sem nú er við að etja
i fjármálum ríkisins og í efna-
hagsmálum þjóðarinnar stend-
ur I beinu sambandi vifl þá
verðhækkunarskriðu, sem rík-
isstjórnin sjálf setti af stað
vitandi vits í ársbyrjun 1964
i þvi skpmj að ná til baka
nokkrum hluta aí þeim launa-
hækkunum. sem hún fyrir
hræðslu sakir lét af höndum
á kosningaárinu 1963.
Landbúnaðurinn
Dyggustu stuðningsmenn rík-
isstjórnarinnar í verzlun I og
viðskiptum hafa notfært sér
þessa verðhækkunarstefnu
stjómarinnar. Þeir hafa hækk-
að álagningu. þeir hafa hækk-
að verðlag, þeir hafa brotizt
um í verðbólgufjárfestingu og
þeir hafa gengið svo langt að
stinga í eigin vasa drjúgum
hluta af tekjum þeim, sem i
ríkissjóðinn áttu að renna.
Samningarnir um vísitöluupp-
bætur og kaup hafa komið í
veg fyrir. að hægt væri á jafn
auðveldan hátt og áður að
velta afleiðingum dýrtíðarstefn-
unnar yfir á herðar launafólks
í landinu. Nú kemst ríkissjóð-
ur ekki hjá að taka einnig á
sig nokkurn hluta af afleið-
ingum dýrtiðarstefnunnar.
Með þessar staðreyndir í
huga má telja það furðulegt,
að rikisstjómin skuli enn
leggja fram fjárlagafrumvarp,
sem boðar nýjar álögur, sem
boðar nýj-ar verðhækkanir.
Reynt hefur verið að skýra
fjárhagserfiðleika ríkissjóðs
með því að kenna stefnunni [
landbúnaðarmálum um vand-
ann. Skýring þessi er í grund-
valla'ratriðum röng. Það er að
vísu rétt. að greiðslur ríkis-
sjóðs meö útfluttum landbún-
aðarvörum eru miklu hærri nú
en áður Qg niðurgreiðslur á
verði búvara innanlands eru
meiri en áður. Þessar greiðslur
hafa aukizt án þess að breytt
hafi verið um stefnu í land-
búnaðarmálum. Útflutnings-
uppbætur á landbúnaðarvörur
urðu t.d. fyrir framleiðsluár-
ið 1960—1961 24,9 miþi. kr.
og fyrir framleiðsluárið 1961—
1962 40,5 milj. kr. En nú er
ráðgert, að sams konar út-
flutningsbætur greiddar cftir
sama kerfi nemj yfir 200 milj.
kr. á ári. Á þessum árum hef-
ur kindakjötsframleiðslan frem-
ur minnkað en aukizt svo að
þar er ekki meira magni um
að kenna. Mjólkurframleiðsl-
an hefur aftur á móti aukizt
noklcuð og útflutningur á unn-
u m mjólkurvörum er því
meiri nú en áður. En aðalá-
stæðan fyrir auknum útgjöld-
um ríkissjóðs vegna landbún-
aðarvara er fyrst og fremst
vegna dýrtíðarþróunarinnar inn-
anlands. Þar koma einnig fram
afleiðingar verðbólgustefnu rík-
isstjómarinnar sjálfrar. Það gef-
ur auga leið, að dýrtíðar-
flóð síðustu ára hefur skoll-
ið á íslenzkum landbúnaði eins
og annarri framleiðslu. Sölu-
skattshækkanir ríkisstjómar-
innar og almennar verðhækk-
anir hafa auðvitað hækkað
verðlag á búvöru eins og öðr-
um vörum og engan þarf að
undra. þótt bændur hafi kraf-
izt hækkaðra launa eins og
aðrir til þess að mæta aukinni
dýrtíð Allt hefur þetta hækk-
að framleiðslukostnaðinn. en
verðið erlendis hefur hins veg-
ar ekki hækkað. svo að telj-
andj sé. Þessi þróun hefur því
óhjákvæmilega kallað á hækk-
andí útflutningsuppbætur.
Hitt er svo annað mál. sem
ekkj má blanda saman við af-
leiðingamar af stefnu ríkis-
stjórnarinnar í verðlagsmál-
um, að stefnan í landbúnaðar-
málum er í mörgum atriðum
röng og óæskileg. Það hefur
lengi verið brýn ástæða til að
taka stefnuna í landbúnaðar-
málum til gaumgæfilegrar end-
urskoðunar. Sú staðreynd. að
yfir þriðjungu^ allra bænda í
landinu býr enn á búum. sem
eru langt undir stærð verð-
lagsgrundvallar búsins og hafa
tekjur af landbúnaði milli 30
og 60 þús. kr. á ári, kallar á
aðrar og róttækari ráðstafan-
ir en þær. serh nú eru í gildi.
Við Alþýðubandalagsmenn höf-
um á síðustu þingum flutt til-
lögur um að verulegum fjár-
hæðum yrði varig til stækk-
unar smábúanna. Við höfum
einnig [ nokkur ár flutt frum-
varp um sérstakan stuðnil’g
víð samvinnu í búrekstri í því
augnamiðí að vinna að hag-
kvæmari búrekstri og stækkun
búanna. Tillögur okkar hafa
ekki náð fram að ganga.
Margvísleg vanda-
mál
Hin hættulega dýrtíðarstefna
ríkisstjórnarinnar hefur leitt
af sér margvísleg vandamál.
Eitt af þeim vandamálum kem-
ur fram í síhækkandi verðlagi
landbúnaðarvöru. Annað slíkt
vandamál kemur fram í fjár-
hagsafkomu ríkissjóðs. Þriðja
vandamálið af sömu rótum
runnið er aðstaða ýmis konar
innlendrar iðnaðarframleiðslu
i samkeppni viff innfluttar er-
lendar vörur og sannleikurinn
er sá. að hin mikla hækkun á
verðlagj í landinu og um leið
á framleiðslukostnaði hefði
stöðvað útflutningsframleiðslu
sjávarútvegsins, ef ekki hefðu
komið til óvenjulegar hækk-
anir á erlendum mörkuðum á
sjávarafurðum og uppgripa-
afli.
Mikil aukning
þjóðartekna
Samkvæmt opinberum skýrsl-
um er talið, að þjóðartekjur ts-
lendinga hafi vaxið sem hér
segir á undanfömum árum:
Árið 1962 um 8,5%, árið
1963 um 7,5%, árið 1964 um
7,5% og cnginn vafi er á. að
á yfirstandandi árj munu þær
enn aukast um 7—8%. Þessi
aukning þjóðarteknanna er
miklu meiri en þekkist í ná-
Iægum Iöndum.
Þessi hagstæða afkoma er
fyrst og fremst að bakka si-
vaxandi sjávarafla og mjög
hækkandi verði á helztu út-
flutningsvörum þjóðarinnar.
Stefna ríkisstjómarinnar f efna-
hagsmálum hefur hins vegar
verið þessari þróun mjög and-
stæð á ýmsan hátt. Það er
þessi hagstæða þróun, sem
skapað hefur gjaldeyrissjóði
landsin.s, en ekki sú stefna rík-
isstjómarinnar að hejmila öll-
um kaupsýslumönnum að valsa
meg gjaldeyrinn svo afi segja
að vild. Það er þessi hagstæða
þróun sjávarútvegsins og fisk-
vinnslunnar sem bjargað hef-
ur ríkissjóði en ekkj eyðslu-
stefna stjórnarinnar. Það er
þessi þróun, sem bjargað hef-
ur afkomu þjóðarinnar í heild
þrátt fyrir alranga .efnahags-
stefnu stjómarinnar. Efnahags-
ráðunautar < ríkisstjórnarinnar
höfðu reiknafj það út fyrir
nokkrum árum, að nauðsyn-
legt væri að upp yrði komið
í landinu traustari atvinnu-
greinum en sjávarútvegi og
landbúnaði, ef þjóðin aettj að
geta fylgzt með öðrum þjóðum
í framförum og baettum lífs-
kjörum. í framhaldi af þeim
útreikningum hóf ríkisstjóm-
in áróður sinn fyrir erlendri
stóriðju í landinu. Ekkert hef-
ur verið til sparað af hálfu
stjórnarinnar til að magn»
þann áróður sem mest.
Jafnvel hefur verið reynt að
halda fram þeirr; skoðun, að
ekki muni hægt að leysa á við-
unandi hátt raforkumál ts-
lendinga án þess ag heimila
grlendum stórrekstri atvinnu-
rekstursaðstöðu í landinu. Fuil-
trúar ríkisstjórnarinnar hafa
þeytzt lan<i úr landi til samn-
inga um stóriðju og nú mun
svo komið samkvæmt nýjustu
tilkynningum frá stjórninni að
komið sé að lokastigi samn-
inga vig svissneskt auðfyrir-
tæki um byggingu og rekstur
60 þús. tonna alúmínverk-
smiðju í Straumsvík sunnan
Hafnarfjarðar.
Samkvæint áætiunum, sem
gerðar hafa verið um stofn-
kostnað slíkrar alúmínverk-
smiðju og stofnkostnað raf-
orkuvers sem að mestu Ieyti
yrði fyrir verksmiðjnna,
mundi heildarstofnkostnaður
nema um 414 miljarði ís-
lenzkra króna. Til saman-
burðar við þessa fjárhæð
má geta þess, að áætlað er,
að ailar f járfestingarfram-
kvæmdir íslendinga í ár, þ.
e.a.s. öll fjárfesting í fiski
skipum og öðrttm skipum
og í fiskiðnaði, í landbún-
aði, í iðnaði og öll fjárfest-
ing í húsbyggingum. hafn-
argerðitm o.s.frv., fiárfesting
landsmanna af öllu tagi
muni nema um 5 miljörð-
um króna.
Þó að aðeins sé litið á þess-
ar stóriðjuframkvæmdir frá
efnahagslegu sjónarmiði einu
saman, en séð framhjá hætt-
um. sem þeim munu þó óum-
deilanlega fylgja, vekja þser
furðu eins og nú er háttað i
okkar efnahagsmálum. Eins og
ég hef áður vikið að, er fram-
leiðsla okkar nú meiri en
nokkru sinni og þjóðarfram-
leiðsla og þjóðartekjur vaxa
hér hraðar en j flestum lönd-
um öðrum. Vig komumst þó
engan veginn yfir alla þá
framleiðslu, sem liggur við
hendur okkar. Tilfinnanlegúr
skortur er á vinnuafli svo að
segja alls staðar. Nú. þegar
síldveiðarnar standa sem hæst,
vantar sjómenn á mörg síld-
veiðiskip og mörg hundruð
manns vantaf- til vinnslu afl-
ans í landi. 1 Reykjavík og
nágrennj er skortur á vinnu-
afli árið Um kring með til-
heyrandi erfiðleikum.
Sannleikur málsins er, að
framleiðslan í landinu á í vök
að verjast um vinnuafl og í
mörgum greinum er ómögulégt
að haida uppi fullri nýtingu
framleiðslutækja vegna skorts
á vinnuafli. En of-an á ástand
sem þetta hugsar rikisstjórnin
sér að koma með framkvæmd-
ir á vegum útlpndinga, sem
nema 4V2 miljarði íslenzkra
króna. og aðallega. rnundi fara
£ram á 2—3 árum.
Hvaðan á að taka vinnuafl
til þessara framkvæmda hins
erlenda auðfélags? Er ætlun-
in. að það vinnuafl komj frá
sjávarútveginum og hverjar
yrðu afleiðingar þess, ef svo
Útvar/DsrœSa LúSviks Jósepssonar,
formanns þingflokks AlþýSubandalags-
ins um fjárlagafrumv. rikissfjórnarinnar
Hvaðan á að taka
vinnuaflið?
Alúmínmálið
t i