Þjóðviljinn - 26.10.1965, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.10.1965, Blaðsíða 1
SYRTUNGUR ER HORFINN I HAFIÐ Nýjasta eyjan við fsland, Syrtlingur, sem varð til á sl. vori, er nú horfin í hafiö í annað sinn og ekki gott um það að spá, hvort henni muni skjóta upp að nýju. Gosið. sem myndaði Syrt- ling varð 23. maí í vor og reis eyjan úr sæ nokkrum dögum síðar, en sökk aftur í særoki 8. júní. Þegar gos- in héldu áfram kom Syrtling- ur þó fljótlega upp aftur og stækkaði fljótt og var orðinn á sjöunda hundrað metrar á lengd og yfir 60 á hæð við síðustu mælingu. Syrtlingur hefur ekki þol- að óveðurskaflann að undan- förnu, því að efnið í eyj- unni var gosaska. sem lilóðst upp, en náði ekki að harðna, og vantaði hraunið til að binda hana eins og Surtsey. Hernámsliðið þarf ekki að borqa veqartollinn! □ Hörður Helgason, deildarstjóri í svokallaðri varnarmáladeild utan- ríkisráðuneytisins og íormaður „varnarmálaneíndar", staðíesti í viðtali við Þjóðviljann í gær, að bílar bandaríska hernámsliðsins á íslandi væru með öllu undanþegnir greiðslu á vegartollinum á hinum nýja Keflavíkurvegi! Var þó vegargerðin ákveðin á sínum tíma meðfram vegna háværra og ítrek- aðra krafna hernámsliðsins! Hör-ður gat þess, að allir bíl- ar merktir VL yrðu undanþegn- ir þessum nýja vegatolli, — er þag mikill bílafloti að vöxtum og eru bílarnir oft á ferðinni milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Hinsvegar munu allir, bílar merktir JO, — það eru bílar 1 einkaeign starfsmanna á Vell- inum, — þúrfa að greiða þenn- an vegatoll. Sigfús Öm, verkfræðing- ur hjá Vegamálaskrifstofunni Sex þúsund svningargestir á sunnudaginn Gífurleg aðsókn var að Kjar- valssýningunni í Listamanna- skálanum á sunnudaginn og komu nær sex þúsund manns til þess að sjá sýninguna þenn- an eina dag en ails voru sýn- ingargestir orðnir 15 þúsund að tölu á laugardagskvöldið. Vegna þessarar miklu aðsókn- ar hefur verið ákveðið að fram- lengja sýningunni í tvo daga eða til þriðjudagskvölds. Ættu þeir sem enn hafa ekki lagt leið sína í Listamannaskálann þvi að nota tækifærið og gera það annað hvort í dag eða á morgun. Á laugardagskvöld var búið að selja sýningarskrár fyrir um 700 þúsund krónur, en sýning- arskrámar gilda jafnframt sem happdrættismiðar og er vinning- urinn málverk eftir Kjarval. Mun allt það fé sem inn kem- ur fyrir sýningarskrárnar renna til byggingar nýs listamanna- skála á Miklatúni. Er það gjöf frá meistara Kjarval. upplýsti ennfremur, að vega- tollskýlið við Straum væri það sunnarlega við Keflavíkurveginn, að fyrirhugaðir flutningar við byggingarframkvæmdir í sam- bandi við alúmínvcrksmiðjuna í Straumi myndu sleppa við vegatollinn. Þá upplýsti Sigfús örn enn- fremur hvaða bílategundir lenda í hinum ólíku flofckum. Er það heilmikið plagg frá Bifreiðaeft- irlitinu, — mörg hundruð gerðir af bílum eru nú í notkun í dag hér á landi. í fyrsta flokki lenda, — gjatd kr. 40.00, — yfirleitt aliir evr- ópskir fólksbílar á ferðinni i dag. 1 öðrum flokki, — gjald kr. 50.00, — bandarískar fólksbíla- tegundir og meirihlutinn af sendiferðabílum. 1 þriðja flokki, — gjald kr. 100.00, — minni vörubílar, — það eru eldri gerðirnar af vöru- bílum frá V2 tonni til 5 tonn og minniháttar rútubílar með 8 til 20 farþega. I fjórða flokki, — gjald kr. 200.000, — lenda yfirleitt ailir rútubílamir frá Steindóri og í Keflavík með 20 til 50 farþega, flestallir vörubílar, en þeir eru yfirleitt þyngri en 5 tonn. 1 fimmta flokki, — gjald kr. 300.00, — flestir bílar me§ tengi- vagna og hin þungu jarðvinnslu- tæki, eins, og jarðýtur og hvers- konar lyftikranar. Þannig þarf Vegagerð ríkisins að borga ævin- lega toll af sínum teekjum til viðhalds þessa fræga vegar, þó að bandarískum hemámsbílum verði heilsað með ,,honnör“ í framtíðinni. Ágæt síldveiði var eystra í fyrrinótt Á sunnudagskvöld var bræl- an á síldarmiðunum fyrir aust- an land gengin niður og þyrpt- ust skipin þá aftur á miðin. Var veiðiveður sæmilegt í fyrri- nótt og afli mjög góður. Fengu 70 skip samtals 67.550 mál og tunnur. Á laugardag fengu hins vegar aðeins 4 skip afla, sam- tals 1600 mál og tunnur. INGOLFUR BORGAR FYRSTA KLUKKAN 10 árdegis í dag mun ráðherrabíll Ingólfs Jónssonar, samgöngumálaráð- herra, aka fram hjá vega- tollskýlinu í Straumi og mun ráðherrann þá draga upp veskið í votta viðurvist og borga fyrsta tollgjaldið — það er fimmtíu kall. — ráð- herrabíllinn er af stærri gerðinni. í öðrum tollflokki. ÞAR NÆST mun kannski banda- ríski aðmírállinn á VL-1 koma á eftir ráðherra og gefa þá tollverðir honum aðeins „hon- or“ og fær hann að sleppa án þess að borga tollinn. — Verður það svo í framtiðinni. ÞÁ MUN sjálfur vegamálastjóri verða þaraa á ferðinni og þarf að draga upp sitt veski og punga út vegatollinum sem og aðrir fyrirmenn af íslenzkum toga me3 gleðibros vegna blaðaljósmyndara. ÞÁ MUN samgöngumálaráðu- neytig og vegagerðin hafa þarna nokkurn viðbúnað, — til dæmis aukið löggæzlulið og lyftikranasveit. — Heyrzt hefur. að bílstjórar í Kefla- vík ætli að fjölmenna í mót- mælaskyni, og mun iyfti- kranasveitin eiga að vera tii taks ef þörf krefur. „Reykjafoss" í Reykjavík ☆ Ms. „Reykjafoss“, nýjasta ☆ skip Eimskipafélags íslands, ☆ kom í fyrsta sinn til Reykja- ☆ víkur síðdegis á laugardag- ■fr inn. Á 7. síðu blaðsins í dag ☆ er nánar sagt frá skipinu og it komu þess en „Reykjafoss'- ☆ er eins og áður hefi^j ver- ☆ ið skýrt frá í fréttum syst- ☆ urskip „Skógafoss“, smíðað ☆ í Álaborg eftir sömu teikn- ☆ ingu. — Myndin er af ☆ „Reykjafossi“ á ytri höfn- ☆ inni sl. laugardag. — Ljósm. ☆ Þjóðv. A.K. FylKingin N.k. miðvikudagskvöld kl. 8.30 f Tjarnargötu 20 uppi flyt- ur Jón Rafnsson annað crindi sitt um sögu íslenzkrar verka- lýðshreyfingar. Félagar eru hvattir tii að fjölmenna og mæta stundvíslega. — Stjórnin. VERKFALL Á TOGURUNUM? ★ Yfirmenn á togaraflotanum, skipstjórar, stýrimenn, vélstjórar og ioftskeytamenn, höfðu boðað verkfall frá og með miðnætti sl. nótt og velt blaðið ekki annað en það hafi komið til framkvæmda. Deiluaðilar voru á sáttafundi síðdegis í gær og mun sá fundur hafa staðið fram á nótt. ★ Verkfall þetta mun ná til alls togaraflotans, og eiga hlut að því Skipstjóra- og stýrimannafélögin Ægir og Aldan, Skipstjóra- og stýrimannafélagið Kári, Hafnarfirði, og Skipstjóraféiag Norðlend- inga, Akureyri, Vélstjórafélag Islands og Félag ísl. Ioftskeytamanna. ★ Enginn togaranna mun nú inni I Reykjavíkurhöfn en haldist verkfailið stöðvast togararnir þegar þeir koma til fyrstu íslenzkrar hafnar eftir að verkfal! héfst. Ríkið býður opinberum starfsmönnum 3% kauphækkun: Krefst mikillar lækkunnar eftir- cg helgidagavinnu og vaktaálags Annað kvöld, miðvikudag, kl. 20.30. heldur Starfsmannafélag ríkisstofnana fund í Sigtúni og verða kjaramálin þar til um- ræðu. Mun formaður félagsins, Sverrir Júlíusson. gera grein fyrir þætti félagsins í undirbún- ingi málsins innan BSRB en síðan flytja þeir Harald- ur Steinþórsson og Guðjón B. Baldvinsson framsöguerindi og gera grein fyrir þvi hvernig málin standa nú, en þeir flytja málin fyrir Kjaradómi af hálfu BSRB. Þjóðviljinn átti i gær tal við Sverri Júlíusson og sagði hann að á fundinum yrði gerð grein fyrir þeim kröfum sem ríkis- starfsmenn gera um kauphækk- un svo og gagnkröfum ríkisins fyrir Kjaradómi. Sagði Sverrir að ríkið biði 3% almenna kaup- hækkun en gerði hinc: vegar miklar kröfur um lækkanir á greiðslum fyrir eftirvinnu næt- ur- og helgidagavinnu og á vaktaálagi. Eftirvinnu-, nætur og helgi- dagavinnukaup opinberra starfsmanna hefur verið reiknað út frá mánaðarkaupi miðað við dcilitöluna 150. að viðbættu 50% álagi á dag- vinnu í eftirvinnu en 100% álagi á dagvinnu í nætur- og helgidagavinnu. Nú gerir rík- ið hins vegar kröfu um það fyrir Kjaradómi að deilitalan verði hækkuð í 16o fyrir þá sem vinna skemur en 44 stundir á viku og í 180 fyrir þá sem vinna 44 stundir. Jafnframt gerir rikið kröfu um að nætur- og helgidaga- vinnuálagið lækki úr 100% i 90%. Ennfremur gerir rík- ið þá kröfu að vaktavinnuá- lag lækki úr 33% í 25%. Myndi hækkun deilitölunnar og lækkunin á nætur- og helgidagavinnuálagi og vakta- vinnuálagi hafa í för með sér mikla kaupskerðingu hjá mörgum opinberum starfs- mönnum, ef hún næði fram að ganga í Kjaradómi. | Flokksstjórnarfundur Sósíal- \istaHokksins 3. -5* desemher ■ Miðstjórn Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins, hef- Sósíalistaflokksins, hef- dagana 3.—5. desemb- Miðstjórn Sameiningarflokks alþýðu ur ákveðið að boða til flokksstjórnarfundar er n.k. Á fundinum verður fjallað um þau mál á stjórnmálasviðinu sem efst eru á baugi og helztu verkefnin í flokksstarfinu sem fram- undan eru. w uuuan eru.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.