Þjóðviljinn - 26.10.1965, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.10.1965, Blaðsíða 5
Bikarkeppni K.S.Í: llrslit fengust eftír 236 mínútna leik Akurnesinga og Keflvíkinga! CL im < //a OVENJU Z HAGSTÆTT VERÐ X ♦ X No. 48-57 Kr. 202.00 X co ♦ V) LÆGSTA VERÖIÐ z FYRIR MESTU GÆÐ 1 N, X ♦ z Útsölustaðir < í Reykjavík: z — KR0N < Skólavörðustíg SÍS Austurstræti GEFJUN-IÐUNN X \ Kirkjustræti og hjá Ul KAUPFÉLÖGUNUM um iand aiit X Akranes sigraði 2:0 og fer í úrslitaleik gegn Val □ Það vantaði aðeins 4 mínútur upp á fjóra klukkutímana þegar Benedikt Valtýsson skor- aði markið sem að öllum líkindum hefði nægt til að tryggja Akranesi sigur í þessari löngu og ströngu viðureign þeirra og Keflvíkinga í bikar- keppninni. Aðeins 4 mínútur voru eftir af leikn- um, og allt benti til þess að útkljá yrði leikinn með vítaspyrnum, en til þess kom þó ekki, góðu heilli, og Skagamenn höfðu heppnina með sér í lok leiksins. Bætti Björn Lárusson öðru marki við með glæsilegu skoti. Eins og í fyrri leikn- um varð að framlengja leiknum á laugardag, því að ekkert mark hafði verið skorað. Þessi leikur var á margan hátt svipaður fyrri leik þessara ^'ða. Hann var frá upphafi skemmti- legur og ,,spennandi“ þótt “kk- ert mark væri skorað í 116 mínútur. Hraði var ef til vill heldur meiri í leiknum, og nú eins og þá voru Keflvíkingar lengst af heldur aðsópsmeiri í aðgerðum sínum, en þeim tókst ekki að nýta tækifærin, oótt þeir virtust heldur sigurstrang- legri lengst af. Á móti kom svo af hálfu Skagamanna að í leik þeirra var heldur meiri knatt- spyma, næmari knatttilfinning, og auga fyrir staðsetningu. Enn- fremur var vörn Skagamanna .óvenjuþétt og öftustu vöm þeirra er stöðugt að fara fram í staðsetningum og nálgast það að leika betur en aðrar varnir hér eftir hinu svokallaða þriggja bakvarða kerfi. Áttu Keflvíkingar erfitt með að brjótast í gegnum vörnina, og réyndu þeir því langskot, sem Helgi var sannarlega mað- ur fyrir, og ef til vill lék .hann nú sinn bezta leik á sumrinu. Keflvíkingar léku undaVi vindinum í fyrra hálfleik, en stinningskaldi var af austri. Þó nokkuð lægi yfirleitt á Akra- nesi tókst Sunnanmönnum ekki að opna vöm Skagans og draga sér tækifæri, og það voru Skagamenn sem sköpuðu' fyrsta verulega hættulega augnablikið, er Matthías fór út til hægri og sendi vel fyrir. Þar náði Eyleif- ur knettinum og skaut hörku skoti sem Kjartan. með mjög góðri vörn, fékk slegið í horn. Keflvíkingar skutu mun meira en Akranes-menn, en eins og fyrr segir ekki úr opn- um tækifærum. Þeir voru vfir- leit.t, bæði undan og móti vind- inum, heldur meira í sókn. Að vísu dró það heldur úr sóknar- þunganum að Guðni var dreg- inn aftur til að styrkja vörn- ina, Eramb'nunni tóicst ekki að ná verulega saman, þó að við kæmu allgóðir samleikskaflar. Hættulegustu skotin átti Rún- ar í tvö skipti, en Heigi varði mjög vel í bæði skiptin. .ióm Jóhannssyni tókst ekki yeru- lega upp og átti hann erfit.t með að losa sig frá Kristoi og afvegaleiða hann af miði- unni. Rúnar, Karl og Einar voru annars ágætir. Þegar liðnar voru 90 mínútur var framlengt í 2x15 mínútur, og þá bregður svo við að Ak- urnesingar taka heldur frum- kvæði í leiknum, eru ákveðnari og harðskeyttari, þó að beim tækist ekki að skapa sér opin tækifæri. Þó átti Einar gott skot á 4. mín. framlengingar- innar. og á næstu mínútu skaD- ar Eyleifur gott tækifæri. er hann gefur fyrir frá hægri. Skail þar hurð nærri hælum, er Kjartan bjargaði með ágæt- um. 25 mín. framlengingarinnar á Evleifur gott skot sem skríður rétt framhjá. Á 26. mín. framlengingar- innar fær Akranes aukaspyrnu á Keflavík. rétt fyrir utan víta- teig til hægri. Taka menn sér stöðu til varnar og virðist sem þama sé ekki nein hætta á ferðum. En hvað skeður? Hinn þéttbyggði og knái Benedikt á greinilega að taka spyrnuna.^s- Safnar hann greinilega allri orku sinni í þetta spark, sem með ofsahraða smaug í gegn- um varnarvegginn. Óvænt fyrir markmanninn sem varð of seinn til varnar. Virðist þetta fá á Sunnanmenn og var sem vörnin opnaðist, því að á 29. mín. sækja Skagamenn og hrekkur knötturinn til Bjöms Lárussonar. sem þegar eygir möguleikann og spyrnir hörku- fast. Hafnar knötturinn í net- inu. Tvö mörk gegn engu og ein mínúta til leiksloka, og varla um breytingu að ræða úr þvi sem komið var. Það vakti nokkra athygli að Skúli Hákonarson, sem ævin- lega er mikiil drifkraftur ( framlínu Akraness var ekki með í þessum leik, en það yirt- ist engu breyta, né heldur hitt að Eyleifur var ekki eins upp- lagður og virkur og hann getur verið, þegar honum tekst veru- lega upp. Það er í rauninni traustveKj- andi fyrir Akranesliðið að hinir ungu menn sem nú eru stöðugt að koma fram virðast ekki á neinn hátt þjást af minnimátt- arkennd, eins og oft er um unga menn. og sýndu þeir í þessum íeik ekki síður en urn daginn að þar er á ferðinni góður efniviður. Það verður ekki sagt að heppnin hafi verið með KeH- víkingum í þessum Ieikjum. því að ef leggja á til grundvallar sóknarþungann þá voru beir yfirleitt heldur meira í ,ókn, en það virðist sem aðgerðirnar upp við markið séu þeirra veika hlið- því að það verður að skora mörk til þess að t'á stig. Vörn Keflavíkur er mjög sterk ef litið er á hvern einstakan, og eru þar beztir Högni Sigurður Albertsson og Sigurvin. er,^ vörnin leikur ekki af því ör- yggi og gert er ráð fyrir í þriggja bakvarða kerfinu; eess vegna getur orðið ,,panik“ ef sóknarmennirnir komast nærri markinu. Eins og fyrr segir var leik- urinn skemmtilegur og þrátt fyrir storm og regn-hraglanda og vetrarbyrjun stóðu áhorf- endur hinir föstustu til síðustu mínútu, og vildu af engu missa. Og nú sem iokaþáttur í keppnistímabilinu í ár mætast svo Valur og Akraness um næstu helgi. og munu víst fiest- ir „tippa“ á Akranes sem sigur- vegara í þeim leik. Dómari var Grétar Norðfjörð * og dæmdi vel. Frimann. ForsætisráSherra- funttar Norðurl. Sameiginlegur fundur forsæt- isráðherra Norðurlanda og for- seta Norðurlandaráðs verður haldinn í Imatra í Finnlandi dagana 29.—30 þ.m. Dr. Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra, mun sækja fund- inn og fer utan 26. október, Er forsætisráðherra væntanlegur heim aftur 2. nóvember. (Frétt frá forsætisráðuneytinu). Qjuzéoó S A L T CEREBOS í HANDHÆGU BLÁU DÓSUNUM HEEVISÞEKKT GÆÐAVAR^ Messrs. Kristján Ó. Skagfjörð Limitec Post Box 411. REYKJAVÍK, Iceland 1 « Þriðjudagur 26. október 1965 — ÞJÓÐVIBJINN — SlÐA R Keflvíkingar sækja að marki Akurnesinga í fyrri hálfleiknum á laugardaginn. — (Ljósm. Þjððv. A. K.).. Auglýsing um lögtök Samkvæmt beiðni Ríkisútvarpsins, dags. 19. okt. 1965, úrskurðast hér með, að lögtök .fyrir ógreidd- um afnotagjöldum útvarps fara fram að átta dög- um liðnum frá birtingu úrskurðar þessa. Yfirborgarfógetinn í Reykjavík, 22. okt. 1965. Kr. Kristjánsson. Gulrófur Fólk óskast til að taka upp rófur. — Fær fjórða hvern poka. Gæðavara og góð uppskera. — Garð- urinn er í Smárahvammi við Fífuhvammsveg í Kópavogi. • Upplýsingar í síma 22790. Nylon-úlpur Malskinnsbuxur, vinnubuxur í úrvali. — Verðið mjög hagstætt. Verzlun Ó. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu). Endurskoðandi óskust Kópavogskaupstaður óskar eftir að ráða löggiltan endurskoðanda frá næstu áramótum. — Umsókn- ir ásamt launakröfum sendist undirrituðum fyr- ir 5. nóv. n.k. Kópavogi 25. okt. 1965. Bæjarstjórinn. 1 >

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.