Þjóðviljinn - 26.10.1965, Síða 3

Þjóðviljinn - 26.10.1965, Síða 3
ÞriðjUdagur 26. október 1365 — ÞJÓÐVIUINN — SlÐA 3 Stríðið í Vietnam Svartsýni er í Washington á skjót endalok strtðsins Auknar aðgerðir skæruliða að undanförnu hafa sýnl að því fer fjarri að þeir séu að þrotum komnir WASHINGTON og SAIGON 25/10 — Þær raddir sem heyrzt hafa í Bandaríkjunum að undanförnu að hertar aðgerðir Bandaríkjamanna og miklir liðsflutningar til Suður-Vietnams hefðu dregið svo mátt úr skæruliðum að horfur væru á að stríðið þar gæti fengið skjótan enda eru nú aft.ur þagnaðar, og í frétt frá Reuter var sagt í gær að af opinberri hálfu í Washington teldu menn að horfur á skjótum endalokum stríðsins hefðu versnað. Búast mætti við nýjum hörð-1 árásunum. eins og það var orð- um ' bardögum áður en Banda- að í fréttaskeytinu. rikin gætu gert sér nokkrar von- Því hefur verið haldið fram ir um að No.rður-Vietnam hætti I að hinar stöðugu loftárásir , Waffen-SS' á þingi í Vestur-Þýzkalandi RENDSBURG 24/10 — Rúmlega 1200 menn úr „Waffen SS“, stormsveitum þýzku nazistanna, komu saman í dag í smábænum Rendsburg í Vestur-Þýzkalandi til að minn- ast með lúðrablæstri og bjórþambi „hinna gömlu góðu daga“ þegar þeir frömdu níðingsverk sín um alla hina hemumdu Evrópu. Fundur stormsveitarmanna hófst um morguninn þegar blóm- sveigar voru lagðir að miklum minnisvarða sem föllnum félög- um þeirra hefur verið reistur í Rendsburg. Einn þeirra, Eugen ' Schlottherr, sem var ofursti i „Waffen SS“ en er nú kennari við einn af æðri skólum bæiar- 1 ins. lagði blómsveiginn að varð- anum og mælti: Við studdum þau stjómarvöld sem ríktu á þeim dögum, við börðumst fyrir ætt- jörð okkar. Við myndum berjast af sama miskunnarleysi fyrir ættjörð okkar nú og stjómar- völd hennar. 1 aðalræðunni á fundinum sjálfum var m.a. sagt að enginn hefði meiri rétt til að halda fram FéUgsheimili Framhald af 12. síðu. Oddbergur Eiríksson tók til máls, þakkaði Ólafi Sigurjóns- syni ágæt störf, tók undir á- nægju manna með þetta ágæta og stóra hús, en minnti jafn- framt á nauðsyn þess, að menn gerðu sér. grein fyrir því til hvers þeir ætluðu að nota svo merka eign. Því vissulega væri menningarleg reisn ekki alltaf í réttu hlutfalli við ytri umsvif. Hann vonaði að heimilið dygði staðarbúum til góðra h'luta, og gat i því sambandi um þá menn- ingarviku sem nú væri að hefj- ast í tilefni vígslunnar. Þannig eru í kvöld (þriðjudagskvöld) sýndar kvikmyndir Osvaldar Knudsens, Þjóðleikhúsið sýnir tvo einþáttunga á morgun, á fimmtudag er skátaskemmtun og á föstudag sýnir Leikfélag Reykjavíkur Sögu úr dýragarð- inum áður en dansleikur hefst. Tveir myndlistarmenn sýna verk sin þar þessa viku, Magnús Á. Ámason og Hafsteinn Austmann. Síðan voru flutt ávörp mörg, m.a. tóku til máls form. Kven- féiagsins Njarðvik, Sigurbjörg Magnúsdóttir, sveitastjóramir í Njarðvík og Sandgerði og bæj- arstjórinn í Keflavík, sóknar- prestur, íþróttafulltrúi og marg- ir aðrir. Félagsheimilið Stapi tekur við af stórum bragga sem þekktur er víða undir nafninu „Kross- lnn". Að því standa Ungmenna- félagið á staðnum, Skátafól'agið Víkverjar, Kvenfélagið Njarðvík og Njarðvákurhreppur. málstað friðarins en þeir sem barizt hefðu á vígvöllunum, eins og stormsveitarmennimir. Fundarsalurinn var skreyttur þýzkum, dönskum, hollenzkum og frönskum fánum og jámkross- merkjum. Allt ætlaði um koll að keyra þegar fyrrverandi hers- höfðingi í ,,Waffen SS“. Sepp Diedrích,~gekk inn f fundarsal- inn, en hann sat lengi í fang- elsi fyrir stríðsglæpi, en var lát- inn laus áður en hann hafði af- plánað refsinguna. Bandaríkjamanna á stöðvar skæruliða hefðu gert þeim ó- kleift að draga saman mikið lið til árása á virkisbæi Saigon- hersins og Bandaríkjamanna og myndu þeir neyðast til að dreifa liði sínu og taka upp aftur smá- skæruhernað af því tagj sem einkenndi stríðið í Suður-Viet- nam áður en Þjóðfrelsisfylking- unni þar óx fiskur um hrygg. Harðar viðureignir Sinnaskiptin í Washington sem Reutersfréttastofan greinir frá stafa vafalaust af því að undanfarinn hálfan mánuð hafa skæruiiðar aftur haft sig mjög í frammi um allt landið og hafa sent herflokka sem í voru mörg hundruð til árása á virkisbæina. Þannig hefur nú í heila viku staðið. ein af hörðustu orustum stríðsins um virkisbæinn Plei Me á miðhálendinu, um 40 km frá héraðshöfuðborginni Pleiku. Skæruliðar hafa haldið Plei Me í herkví og haldið uppi lát- lausri skothríð á bæinn úr sprengjuvörpum. Bandaríkja- menn og Saigonhermenn sem eru þarna til varnar hafa feng- ið liðsaukg sendan meg flug- vélum og flugvélar þeirra hafa Geimfararnir sem komust ekki á loft, Walter Schirra og Thomas Stafford, Gemini 6. inn. Brynvagnadeild Saigon- hers sem er á leið til piei Me hefur orðið fyrir þremur árás- um úr launsátrj og misst marga brynvagna. f dag mun hafa ver- ið hlé á bardögum þarna. Mikið mannfall er sagt hafa orðið meðal bandarískra „ráðu- nauta“ og Saigonhermanna þeg- ar skæruliðar réðust í dag á út- varðstöð í Phu Yen-héraði ekki alllangt fyrir sunnan Plei Me. Bardagar stóðu þama enn þeg- ar síðast fréttist. lilraunin með tengingu úti geimnum í gær fórst fyrir i Agena-eldflaugin sem tengja átti Gemini-farið við komst annaðhvort ekki á braut eða tækin biluðu KENNEDYHÖFÐA 25/10 — Ekkert varð úr tilraun þeirri sem Bandaríkjamenn ætluðu að gera í dag, að reyna að teng'ja Geminifar við eldflaug á braut umhverfis jörðu. Geimfarinu, Gemini 6., var ekki skotið á loft vegna þess einnig gert stöðugar árásir á ag Agena-eldflaugin sem reyna átti tengingu við komst stoðvar skæruliða umhverfis bæ- ekki á braut. Þessi mistök eru mikið áfall fyrir bandarísk geimvísindi og önnur slík tilraun verður ekki gerð fyrr en í fyrsta lagi eftir tvo mánuði. Agena-eldflauginn var skotið á loft á réttum tíma, kl. 14 eftir íslenzkum tíma. 1 fyrstu virtist allt ætla að ganga að óskum. Atlasflaugin sem var fyrsta þrep eldflaugarinnar vann eins og til var ætlazt og féll í hafið. En sjólf Agena-flaugin mun hafa sprungið og fallið aftur til jarð- ar. Enn er ekki vitað með vissu Harðnandi átök í Indónesíu á milli hersins og Súkarnos Súkarno hvetur til einingar, Súbandrio til sáttá við Kína - Herinn heldur áfram handtökum kommúnista DJAKARTA 25/10 — Greinilegt er að ágreiningur er uppi milli Súkarnos forseta og herforingjanna í Indónesíu. Súk- arno hvatti aftur á laugardaginn til einingar allra lands- manna og gagnrýndi óbeinlínis aðgerðir hersins gegn kommúnistum, en Nasution landvamaráðherra sagði í dag að herforingjarnir myndu halda þeim áfram þar til allir fjandmenn þeirra hefðu verið yfirbugaðir. Súkarno gaf í gær her og lögreglu í öllu landinu fyrirskip- un um ag beita valdi til að koma í veg fyrir eyðileggingu mannvirkja, en mikil brögð hafa verið að Því að hægriöfl hafi kveikf í húsum kommúnista og samtaka þeirra. Hann gerði þetta á fundi með um hundrað herforingjum og fulltrúum borg- arstjóra. — Þið verðið að koma í veg fyrir að eyðilögð séu eða brennd hús og aðrar eignir manna. Ef þessum fyrirmælum er ekki hlýtt, verðið þið að skjóta. Súkamo hvatti enn til ein- ingar: — Markmið okkar er að ráða niðurlögum Malasíu. Hvem- ig á okkur að takast það ef við erum ekki einhuga? Minnt á CIA Súbandrio utanríkisráðherra ræddi um sambúðina við Kína sem hefðj versnað og sagði m. a.: — Þó svo sé, er engin ástæða til að hrópa „lengi lifj Banda- ríkin“. Við getum ekki talið Bandaríkin í hópi vina okkar. Við megum ekki láta hægrisinn- aða gagnbyltingarmenn tæla okkur í gildru. Súbandrio minnti á að bandaríska leyniþjónustan CIA hefði erindreka í Indónesíu. Hann taldi ástaeðu til að ætla að bæta mætti aftur sambúðina við Kín- verja, sem í rauninni væru ekki fjandmenn, heldur vinir Indó- nesa. Hafnar tilmælum En í dag hafnaði Nasutlon hershöfðingi tilmælum Súkamos að hætt yrði ofsóknum gegn þeim sem kennt er um uppreisn- artilraunina 30. september, en herforingjamir halda því fram að kommúnistar hafi átt mikinn þátt í henni, enda þótt forysta flokksins hafi fordæmt hana og neitað því að hún hafi komið nærri henni. Deildir kommúnistaflokksins hafa nú verið bannaðar víðast hvar á Jövu, einnig sumstaðar á Súmötru, og herinn segist hafa alla mikilvæga staði á Jövu á sinu valdi. Kommúnistaflokkur- inn sem í voru á 4. miljón manna hefur jafnan verið öflugastur á Jövu. Mótmæi Kínverja Kínverska stjórnin sendi Indó- nesíustjórn aftur í dag harðorð mótmæli vegna þess að kínversk- ir borgarar f Indónesíu, bæði stjórnarerindrekar og tæknilegir ráðunautar, hefðu orðið fyrir alls konar aðkasti síðustu vikum- ar án þess að stjómarvöldin hefðu hreyft hönd né fót. Kínverska stjórnin segir að Indónesíuher stefni vísvitandi að því að spilla sambúð Kína og Indónesíu. Málgagn sovézkra kommúnista, ,,Pravda“, harmar í forystugrein í þriðjudagsblaðinu að aftur- haldsöfl hafi hafið herferð gegn kommúnistum í Indónesíu eftir hina misheppnuðu uppreisnartil- raun enda þótt forysta flokksins hafi fordæmt hana. hvað gerðist, en rúmum 6 mín- útum eftir geim&kotið varð sam- bandslaust við Agenaflaugina og var í fyrstu talið að senditæki hennar hefðu bi'lað. Síðar í kvöld var sagt að radarathug- anir hefðu leitt í ljós að spreng- ing hefði orðið í eldflauginni. Voru í geimfarinu Geimfaramir tveir sem áttu að fara með Gemini 6., þeir Walter Schirra og Thomas Staf- ford, höfðu komið sér fyrir í geimfarinu, þegar þeim bárust boð um að hætt væri við ferð- ina. Var það um hálftima áðúr en ætlunin var að þeir færu á. loft. Mikið áfall Þessi mistök eru sögð mikið áfall fyrir starfsmenn banda- rísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Þeir höfðu bundið mikl- ar vonir við Gemini 6. enda hafði þeim Schirra og Stafford verið falið erfiðara verkefni en nokkmm fyrri geimförum, þ.e. að reyna tengingu tveggja gervi- tungla á braut. Slík tenging er algert frumskilyrði þess að menn geti lagt í leiðangra út í geim- inn, til tunglsins og reikistjam- anna. Ætlunin hafði verið að teng- ingin yröi reynd þegar Gemini 6. væri í fjórðu umferð sinni. Með hemlunarútbúnaði átti þá að minnka hraða Geminifars- ins svo að braut þess nálgaðist jörðu og hraði þess yxi aftur. Síðan átti að færa brautina aft- ur lengra frá jörðu í sömu fjar- % lægð og braut Agenaflaugarinn- ar. Tvívegis áður Bandarískir geimfarar hafa áð- ur tvívegis átt að reyna teng- ingu á braut, en báðar tilraun- ir hafa farizt fyrir. I fyrra skiptið, með Gemini 4., var or- sökin eldsneytisskortur, en í síðara skiptið, , með Gemini 5.. var ástæðan bilun í rafhlöð-u- tækjum. Sovézk tilraun? Búizt hefur verið við því að sovézkir geimvísindamenn myndu á þessu ári reyna slíka tengingu á braut og þá senni- lega á þann hátt að samtímis verði skotið á braut tveimur mönnuðum geimförum sem síð- an verði tengd saman. UNICEF fékk í ár friðarverðlaunin OSLÖ 25/10 — Nóbelsverðlauna- nefnd norska Stórþingsins út- hlutaði í dag friðarverðlaunum Nobels í ár Barnahjálparsjóði Sameinuðu þjóðanna (UNICEF;. Verðlaunin nema í ár 282.000 s. kr. eða á 3. miljón íslenzkra. Sovétríkin heita afrískum mönnum i Ródesíu stuðningi MOSKVU og SALISBURY 25/10 — Samtímis því sem Harold Wilson, forsætisráðherra Bret- lands, kom í dag til Salisbury til þess að freista þess að forða því að stjórn evrópsku landnem- anna í Ródesíu lýsi einhliða yf- ir sjálfstæði nýlendunnar kunn- gerði Tass-fréttastofan að sov- étstjómin hefði heitið þeim fjórum miljónum Afríkumanna sem hana byggja allri hugsan- legri aðstoð, ef minnihluti land- nemanna lýsir yfir sjálfstæði. Sovétríkin myndu ekki viður- kenna slíkt ríki, segir í tilkynn- ingu Tass. Um 6.000 manns, langflestir Afríkumenn, tóku á móti Wil- sQn á flugvellinum við Salis- bury, hrópuðu nafn foringja síns Nkomo, sungu og dönsuðu og veifuðu brezkum fánum. í fylgd með Wilson er Bottom- ley samveldismálaráðherra og fjöldi embættismanna. — Ian Smitþ forsætisráðherra kom ekki til móta við Wilson á flug- vellinum. Wilson sagði í stuttu ávarpi þar að hann væri kom- inn til Ródesíu til ag reyna að forða þeim harmleik sem vafa- laust myndi hljótast af því að farin yrði sú leið sem gefin hefðj verið í skyn. Viðræður han - við Tan Smith hófiíst strax klukkutíma eftir ag flugvél hans lenti.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.