Þjóðviljinn - 26.10.1965, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.10.1965, Blaðsíða 8
3 SÍÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Þriðjudagur 26. október 1965 • „Esjubotnar" •, Þá koma botnamir við fyrri- pártinn um Esjuna. sem var svona: Nií er Esja orðin grá eiris og gömul kelling. Botnar: Hún var jafnan löng og lág lítið nema stelling. Tommi. Kyrtilbúnar konur á kémur víða felling. Magnús á Barði. Oft hefur váleg veðurspá valdið mörgum hrelling. thaldsstj ómin yggld á brá eldar sangan velling. Ranka. ■ Hnykla brúnum hanga á hríðarbálstra felling. Kuldalega kveðast á krapi og skúra helling. Jón M. Pétursson. Válynd gerast veður þá vekja ugg og hrelling. Lyftir seinna ljósri brá í ljúfri meyjarstelling. S.B. • Bréf frá Jóni • Ég þakka fyrir alla botnana sem bárust við vísuhelminga þa er þú birtir eftir mig, þeir von’ bara góðir og vel hafa menn skilið hvað átt var við með spumingunni. .,Hver á að stela .... “ Þessi staka varð til eftir lest- ur nokkurra greina í Þjóðvilj- anum: Atómþruglan var í Vör að verjast sálargrandi. Aumt er henni einni í för á andans Sprengisandi. Svo kom hjá þér vísuhelm- ingur. Nú er Esja orðin grá eins og gömul kelling. NEI Aldrei verur Esjan grá eins og gömul kelling, hún er ung og hefur á höfði ljósa felling. Leika um hana loftin blá ljós er mynd í sundum. Bjarta húfan Esju á er þó fögur stundum. Blóma gnóttin beygir sig ber þér lotninguna. Fagnar drótt og faðmar þig fjalladrottninguna. Esja er gull i aftanglóð allir sjá og finna Berðu ætíð ísleznk þjóð ást til fjalla þinna. I rigningunum miklu undan- farið hafa orðið grífurlegar vegaskemmdir, svo að: Veður geta vegum spillt vetrarfrost og snjórinn. Nú er botninn einhversstaðar hjá öðrum. Vonandi kemur hann fram. Jón. • Fjöfhæfni Alþýdublaðsins • Borin var sjón fyrir borðið — blindir í svaðinu — þeir lesa með eyrunum orðið hjá Alþýðoblaðinu. Sjáandi. • Dónrukirkjan, Gylfi og ketið • 1 Timanum stóð laugardaginn 16. þ.m. spottkviðlingur sinn um ..landbúnaðarráðstefnu við- skiptamálaráðherra.“ Undir stefinu stóð. 3. Dómkirkjan. 1 þvi tilefni hefur annar háð- fugl sent. Þjóðviljanum eftir- farandi stöku: Smátt á hér viðreisn um varnir, eg sé, og vist skal það samþykkt og metið, að íslenzka dómkirkjan yrkir nú spé «m aumingja Gylfa — og ketið. Bóndi. • Gallblöðruvísa • gerð á gallblöðrudaginn, sem allir vita hver var, þegar sú frétt var baeði steerst og ýtar- legust, en hlustendur heyrðu naumast né sáu, að Alþingi Islendinga var sett þann dag. r.;öð Og útvarp ákaft syngja jndirlægjuraddir kunnar; nú féll Alþing íslendinga allt í skugga gallblöðrunnar. Gallharður. • Sýning í Bogasal • Börge Sandelin, sýnir um 50 svartlistarmyndir í Boga- salnum um þessar mundir. Sandelin er einn þekktasti svartlistamaður Svía. Sýning- in er opin frá 2—10 daglega. • Gaman, gaman • Þá erum við búin að seinka klukkunni og vetrardagskráin hefst, full með fyrirheit. I gær var Halldór Laxness að hefja lestur Paradisarheimt- ar, sem er alveg prýðilegt fyr- irtæki, því Halldór fer, eins og allir vita, fráþærlega vel með texta sina. Bergsteinn Jónsson, traustur sagnfræðingur, flytur erindi um skemmtilegt efni: þlaðamennsku og blöð hérlendis á nítjándu öld. Þetta er yfirgripsmikið verkefni og vonandi verður úr þessu heill flokkur. Og við get- um hlustað og spurt sjálf okk- ur: höfum við gengið til góðs .... Þá er að hefjast kvöldsaga, Örlög manns. eftir Sjolokhof nóbelsmann. Þetta er tiltölulega nýleg saga, skrifuð 1956—57, og segir á eftirminnilegan hátt frá písiargöngu ,,venjulegs Rússa" á heimsstyrjaldarárunum, frá manni sem hlaut mikið að bjást og missti allt, en tókst engu að síður að halda höfði uppréttu og varðveita hlýhug til ann- arra. En úr hvaða máli skyldi sagan þýdd? Björn Th. byrjar nýjan þátt og nýstárlegan: erlent efni á erlendum málum, og eru Eng- lendingar fomir nú á ferð. Skemmtilegur maður var Chaucer; hefur enginn þýtt hann á slyngan hátt? 13.00 Við vinnuna: Tónleikar 14.40 Við, sem heima sitjum. Dagrún Kristjánsdóttir hús- mæörakennari talar við hús- freyjur. 15.00 Miðdegisútvarp: Islenzk lög og klassísk tónlist: Hljóm- sveit Ríkisútvarpsins leikur tvo menúetta eftir Karl O. Runólfsson; Hans Antolitsch stj. Þorvaldur Steingrimsson og Fritz Weisshappel leika Minningu, eftir Sigfús Ein- arsson. Josef Schmith syng- ur lög eftir Strauss og Adam. Bruno Belcik og Sinfóníu- hljómsveitin f Prag Ieika Fiðlukonsert í h-moll op. 61 eftir Saint-Saens; Vaclav Smetacek stj. Richard Tucker syngur Celeste Aida, eftir Verdi. 16.00 Wamer Covington og fé- lagar hans leika og syngja. Hljómsveitir Steves Allens og Kurt Edelhagens leika. Cate- rina Vaienté syngur, svo og Frank Sinatra. Hans Carste og hljómsveit hans leika valsasyrpú. Lög úr ýmsum kvikmyndum leikin og sung- in. 17.20 Framburðarkennsla í dönsku og ensku í tengslum við bréfaskóla Sambands ísl. samvinnufélaga, 18.00 Tónlistartími bamanna. Guðrún Sveinsdóttir stjómar tímanum. 20.00 Islenzk blöð og blaða- mennska á 19. öld. Bergsteinn Jónsson sagnfrasðingur flyttrr erindi: Fyrstu blöðin og tíma- ritin. 20.35 Einsöngur í útvarpssal: Sigurður Björnsson syngur löglenzk lög. Guðrún Kristins- dóttir við píanóið. 20.55 Þriðjudagsleikritið: Konan £ þokunni, eftir Lester Pow- ell. Þýðandi: Þorsteinn ö. Stephensen. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Áttundi og síðasti þáttur. Leikendur: Rúrik Har- aldsson, Sigríður Hagalin, Guðbjörg Þorbjamardóttir. Róbert Amfinnsson, Gísli Al- freðsson, Jón Aðils, Jón Sig- urbjömsson, ^orsteinn ö. Stephensen, Lárus Pálsson, Margrét Ólafsdóttir, Guð- mundur Pálsson. 21.40 Fiðlulög: Ruggiero Ricci leikur lög eftir Veracini, Paradis, Hubay o.fl. 22.10 Kvöldsagan: Örlög manns, eftir Mikhail Sjolokoff. Pétur Sumarliðason kennari les sög- una f þýðingu sinni (1). 22.30 Frá Norðursjávarhátíðinni í sumar: Hollenzka Promen- ade hljómsveitin leikur lög eftir Cor de Groot, Eduard Kúnneke, Sidney Jones og Leonard Bernstein. Stjóm- andi: G. Nieuwland, Ein- söngvarar: Els Bolkenstein og Henk Smit. 23.00 A hljóðbergi: Erlent efni á erlendum málum. Bjöm Th. Bjömsson listfræðingur velur efnið og kynnir. a) Stanley Holloway les The Millers Tale, eftir Geoffrey Chaucer., b) Richard Burton flytur ástarljóð eftir John Donne. 23.45 Dagskrárlok. **»•»’*- « í FAVELUNNI - þar sem ólíft er Dagbók Carolinu Mariu de Jesus éta, fór mér að líða betur. Ég stilítist Ég fór til Senhor Manuel til að selja honum flöskumar Fyrir þær fékk ég 22 cruzeiros Ég keypti mér kaffi meg brauðj fyrir tíu. Þegar ég kom heim aftur eldaði ég hádegisverð og fór svo að þvo af okkur. í þrjár vikur hafði ég ekki getað þveg- ið vegna skorts á sápu. Ná- grannarnir voru alveg hissa hvað þvotturinn var mikill. Dona Geralda kona Joao hins portúgalska. kom til Fernanda og sagði að hún hefði stolið þvottabalanum sínum. Hún léitaði líka þjófaleit í húsi móður Femanda. Fernanda fór með henni inn í hús hennar sjálfrar og þar fundu þær bal- ann í eldhúsinu. Hún bað Fern- anda að fyrirgefa sér og gaf henni flösku af pinga. Þegar hún tók við flöskunni varð hún svo fjarskalega glöð. Hún brosti við flöskunni og fór að hrósa Dona Geralda. ,.Þú ert góð kcma“. Reiðin í Femanda hjaðnaði eins og dögg fyrir sól þegar hún sá vínið. 25. júlí. Þetta fannst mér vera fagur dagur og góður. Ég fór út að safna. 26. júlí. Ég var svo svöng að mig sundlaði, af því hve snemma ég fór á fætur. Ég bjó til meira kaffi. Svo fór ég að þvo i lóninu, og ég minntist þess að Heilbrigðismálaráðu- neytið hafði látið setja í blöð- in tilkynningu um það, að hér í þessari favelu, — hún kallast Canindé, — væru 160 menn með bráðsmitandi sníglaveiki í innyflunum. En þeir gefa fav- elufólkinu engin meðul. Kon- umar sem sýndu okkur kvík- mynd um þetta sögðu að þessa veiki væri mjög erfitt að lækna. Ég lét ekki skoða mig því ég get ekki keypt mér nein meðul. Ég sendi Joao til Manuels til að selja brotajám. Sjálf 'ór ég út að safna. I sorpinu hjá sláturhúsinu var mikið af bjúgum. Ég tók þau skástu til að sjóða súpu af. Svo gekk ég fram og aftur um göturnar í leit að brotajárni. Þegar ég kom á biðstöð sporvagnsins mætti ég José Carlos, sem var að korr.a frá markaði þar sem hann hafði tínt upp grænmeti. Adalberto kom til að líta á fatnað. Ég skipti mér ekki af honum, þvi að hann er farinn að gera sig of heima- kominn. I gær klæmdist ha-m svo Vera heyrði. Mér leiðist hann. Senhor Manuel kom. Hann fékk mér 80 cruzeiroa en ég vildi ekki taka við þessu. Ég var fegin þegar ég sá Senhor Manuel. Ég sagði honum ið ég ætlaði mér að skrifa f alla nótt. Þegar hann fór, sagði hann: „Þá er bezt ég komi seinna“. Við horfðumst í augu. Ég sagði: „Það skal ekki verða af þvl. Ég er orðin gömul kona. Ég kæri mig ekki um karlmenn. Hið eina sem ég kæri mig um eru börnin mín“. Með það fór hann. Hann er vænn og vel að sér. Og laglegur. Hver kona mundi geta talíð sig sæla og heppna að fá svona lagleg- an mann. Gaman að tala við hann. Bróðir Luiz kom að kenna börnunum mínum kristin fræði. Svo fóru þau í skrúðgöngu. Ég fór ekki. 27. júlí. Ég hitaðiuppmathanda börnunum og fór svo að skrifa. Ég reyndi að finna mér stað þar sem ég gæti setið í næði. En hér í favelunni er engan slíkan stað að finna. Þegar ég sit i sólskininu er mér hlýtt. Sitji ég í skugganum verður mér kalt. Ég gekk með stila- bóikina í hendinni og heyrði þá reiðilegar raddir. Ég fór að gæta að hvað þetta væri. Ég héit að verið væri að fljúg- ast á. Ég sá alla krakkana hans John Does hlaupa í sömu átt. Aldrei láta þau sig vanla þegar áflog eru og djöfulgang- ur. Ég er svo vön þessu a,ð ég nenni ekki að líta við. Ein- hver hafði kveikt f bílnum hans Senhor Mario Pelasi. Þar brunnu knattspyrnuskófnir hans, sokkamir og áklæðið á sætuncm í bilnum. Einhverj- ir drengir sáu reykinn í bfln- um og fóru að segja honum frá. Hann var f knattspyrnu hegar þetta vildi til. 28. júlí. Ég skildi Joao eftir en tók Veru og José með mér. Mér leið svo illa. Bn hve mig sárlangaði til að fyrirfara méri Hver sem þolir við f lífi sínu þangað til dauðinn leysir hann. hann má kallast hugrakkur. Svona hljóðar vísa sem allir eru að fara með: Ég heyri alla hafa við orð, hve Adhemar sitji við auðugt borð. Er þjóðræknum brasílskum manni þá fyrirmunað að öðlast slíkan unað? Allt í iagi. Við skulum ekki abbast upp á dr. Adhemar. Hann á gott. Aldrei er hann soltinn. Aldrei sækir hann sér mat í sorptunnur eins og við gerum, fátæklingamir. Einu sinni þegar ég fór að hitta hann í embættisbústað hans, mætti ég manni sem fékk mér nafn- spjald sitt: Edison Marreira Branco. Hann var svo vel klæddur að allir tóku eftir því. Hann sagði mér að sig iangaði til að verða stjómmálamaður. Ég spurði hann: — Hver er þá stefna þín? — Ég vil verða eins ríkur og Adhemar. Mér varð hverft við. Enginn hefur framar neinn snefil af ættjarðarást. Þegar ég kom við hjá slátraranum mætti ég Dona Maria de José Bento og hún sagði svo við mig. — Nú á ég einskis úrkosta nema tína rusl upp af götunni. Enginn nema guð líknar okkur fátæklingunum. Ég kenndi henni að tína hvít- lauk, sem vex villt Og ég tfndi svolítið af kolum. Ég kvaddi Dona Maria og hélt áfram. Ég mætti Dona Nené, skólastjóra og kennara Joasos. Ég sagði henni að’ ég væri ör- væntingu nær, og stundum væri ég að hugsa um að fyrirfara mér. Hún sagði að ég skyldi reyna að vera róleg. Ég sagði að suma dagana ætti ég ekkert til að gefa bömunum að borða, 30. júlf. Ég náði f 15 cruzeiros og fór svo til skósmiðs til þess að vita hvort skómir hennar Veru væru tilbúnir, því hún kvartar alltaf ef hún þarf að ganga berfætt. Þeir voru t'l- búnir, og hún setti þá á sig og brosti. Ég stóð f sömu sporum og horfði á hana brosa, því sjálf get ég það ekki framar. Ég mætti Rosalina þar sem hún var að jagast við Helio. Honum leiðist það þegar hún skammar hann. sjálfur verður hann að biðjast beiningar. Rosalina sagðist einsömul verða að vinna fyrir þremur bömum. Hún veit ekki að Celso sonur hennar segir hverjum sem heyra vill að hann ætli sér að iaumast að heiman af því hon- um sé svo illa við hana. Hon- um þykir hún vera vond við sig. Hann segist vilja vera son- ur minn: — Ef þú værir sonur minn, værirðu svartur. En fyrst bú ert sonur Rosalinu ertu hvítur. Hann svaraði: — En ef ég væri sonur þinn væri ég ekk: svangur. Mamma faer gefins harðar skorpur og svo neyðir hún mig til að éta betta þangað til það er allt bú- ið. Ég fór að hugsa um vesalings börnin, svona lítil, sem hafa ástæðu til að kvarta um aðbún- að sinn. Það er sagt að Marga- ret prinsessa í Englandi sé ekki ánægð með að vera prinsessa. Svona er öllu öfugt farið. 31. júlí. Ég kveikti upp eld og fór út að sækja vatn. Ég sendi José Carlos með sex cruz- eiros tii að kaupa fyrir sykur. Luiz, sem smíðaði fyrir mig girðinguna, kom inn og settist. Ég sagð honum að ég vaeri að fara út og kysi heldur að skilja börnin mín einsömul eftir. Ég flýtti mér að fara f papp- írsleitina. Það var lítið að hafa. Skelfing er mér farið að lefð- ast þessi pappirsti'nsla og það 25 stafar af þvi að hjá skransalan- um tekur á mói mér kona sem heitir Cecilia og er mesta gafl- að. Hún ræðst á mig með svi- virðingum en ég lézt ekki heyra til hennar. Hún segir. að það sé vond lykt af mér. 27. júlí leyfði Cecilia José Carlos ekki að fara £ salemið. Hún er svo kræf að eigandi skranbúðar- innar forðast að koma þegar hún er þar. I dag er ég ekkert óróleg. En það liggur illa á mér. Því að aldrei vill neitt lagast, heldur á hinn veginn. Antonio Nasci- mento, sem héma var, er nú farinn. Hann og konan sem hann bjó með, áttu ekki heima héma. Það var fremur amazt við þeim þegar þau komu. Því hann átti fjögur böm og húíi þrjú. Sjö böm, sem urðu að þola ailt illt vegna ráðabreytni foreldra sinna. Hvað græddi hún svo á því að vera að fara frá manninum sfnum? Hún fór frá honum með skó á fótum, «n nú gengur hún berfætt. 1. ágúst. Heilbrigðiseftirlitið er að koma. Þeir koma til að rannsaka hjá Portúgalanum sem selur sælgæti. 28. júlf fór ég að heimsækja hann. Hann þarfnaðist aðstoðar. Mennimir frá heilbrigðiseftir- litinu sögðu að fyrirtæki hans fullnægði ekki ákvæðum laga um þrifnað, og þeir mundu efcki sinna honum. Hann kveinaði og kvartaði og það voru hjá honum tvær portúgalskar fcon- ur. Ég spurði hann hvort hon- um liði betur. Hánn sagði að það væri ekki. önnur konan sagði við mig: — Hvað gerir þú? — Ég tíni pappírsrusl og brota- jám og svo er ég alltaf að

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.