Þjóðviljinn - 26.10.1965, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 26.10.1965, Qupperneq 12
Eitt stærsta ieiksvið landsins Félagsheimilið Stapi # Njarðvík vígt Njarðvíkingar voru heldur en ekki Iéttir í skapi og þó um leið hátíðlegir á svip er þeir gengu til samkomu um fjögur- leytið á laugardaginn var. En þá hófst vígsluhátíð nýs félags- heimilis í Njarðvíltum, hins á- gætasta húss, sem getur, ef vel er á haldið, ekki aðeins orðið Njarðvíkingum heldur o.g ná- grannabæjum þeirra til mikilla þrifa. 1 félagsheimilinu, sem hlaut nafnið „Stapi“ er samkomusal- ur stór til allra hugsanlegra nota og upp af honum eru sval- ir er taka um 150 manns. Þama er einnig annað stærsta leiksvið landsins og nálægt því prýðileg búningsherbergi, og því verða það máske sögð mest tíðindi &f þessu félagsíheimili að Suður- nesjamenn hafa nú til umráða Skipstjórarnir hlutu báðir 260 þúsund kr. sekt Á sunnudag og í gær voru kveðnir upp í sakadómi Reykja- víkur dómar í málum skipstjór- anna á togurunum Hallveigu Fróðadóttur og Þorkatlj mána er varðskipið Albert tók að ó- löglegum veiðum innan fisk- veiðitakmarkanna suður af Mal- arrifi á Snæfellsnesi sl. fimmtu- dagskvöld. Féllu dómarnir á þá lund að báðir skipstjóramir voru sekir fundnir um landhelg- isbrot. Var þeim hvorum um sig gert að greiða 260 þús. kr. sekt til Landhelgissjóðs ís- lands og afli og veiðarfæri þeggja skipanna gerð upptæk. Báðir skipstjórarnir áfrýjuðu til Haestaréttar. -Dómurinn í máli Magnúsar -’gólfssonar skipstjóra á Hall- '-eigu Fróðadóttur var kveðinn uop á sunnudag af Halldóri Þor- bjömssyni sakadómara en dóm- urinn í máli Hannesar Ragn- a.rj Franzsonar skipstjóra á '’orkatlj mána var kveðinn upp ?ær af Gunnlaugi Bríem saka- 'mara. Meðdómendur í bæði ' '-:otin voru skipstjóramir Hall- r.'ór Ingimarsson og Karl Magn- ússon. gott leikhús. Einnig er þarna á- gæt aðstaða til kvikmyndasýn- inga. Þá er í húsinu minni fund- arsalur, bókasafn hreppsins og þrjú minni fundarherbergi, >>g ennfremur er áformað að byggia við húsið kapellu, sem jafnframt verði húsnæði fyrir tónlistar- skóla hreppsins. Kostaði 9V2 miljón Hátíðin hófst með borðhaldi. Síðan lék Röngvaldur Sigurjóns- son þrjú verk eftir Ohopin. Þá flutti formaður bygginganefndar, Ölafur Sigurjónsson ræðu og rakti sögu hússins. Fyrst var málinu hreyft fyrir tíu árum, en þá var neitað um slíka fjár- festingu. Leyfið fékkst siðan ár- ið 1957 og voru framkvæimdir hafnar árið eftir og hefur verið unnið meira og minna að hús- inu öll ár síðan. Húsið er 1220 ferm. og 6500 rúmm. og kostn- aðarverð þess er nú orðið 9l,V milj. króna. — Sigvaldi Thordarson teiknaði húsið, en Þorvaldur Kristmunds- son gerði smærri innréttingar eftir að Sigvaldi féll frá. Jáma- teikningar og ýmisleg önnur verkfræðileg atriði annaðist verkfræðiskirfstofa Sigurðar Thoroddsen. Skarphéðinn Jó- hannsson stjórnaði byggingar- störfum, frú Ásgerður Búadóttir gerði skreytingar á útveggi húss- ins, en Ragnar Kjartansson í Glit skreytti vegg í anddyri. öllum þessum aðilum svo og því fólki öðru er bygginguna reistu flutti Ólafur beztu þakkir. Hann þakkaði einnig þá rausn er landeigendur í Njarðvík og Vatnsnesi sýndu er þeir gáfu 17 þúsund fermetra land undir félagsheimilið. ÁlfahöII — til hvers? Ólafur kvaðst. vona að staða.- menn kynnu að meta þetta á- gæta hús, er líktist álfáhöll í draumum forfeðranna, og að það mætti verða þeim til félagslegr- ar uppbyggingar. Að svo mæltu afhenti hann formanni hússtjóm- ar, Oddbergi Eiríkssyni, húsið. Var þá afhjúpað nafn heimilis- ins, Stapi, — en áður höfðu einnig verið uppi getgátur um að því yrði gefið nafnið Njörður. Framhald á 3. síðu. Formaður byggingarnefndar, Ólafur Sigurjónsson, (t.v.) afhendir formanni stjórnar, Oddbergi Eiríkssyni, félagsheimilið. Ljósm. H.S. Tvívegis ekið á kyrrstœða lögregiubíia um helgina Sem kunnugt er stendur yfir hjá Umferðarnefnd um þessar mundir könnun á ljósaútbúnaði bíla og er það annar þáttur í herferðinni gegn umferðarslys- um. Sá fyrsti var .Ieiðbeiningar til gangandi vegfarenda. Lögregluþjónar sinna þessum þættj herferðarinnar sem hin- um fyrri og elta þá bíla og stöðva. þar sem eitthvað virðist athugavert við ljósaútbúnað eða akstur. En heldur virðist þetta hættulegur starfí og var nú um helgina tvívegis ekið á lögreglu- bíla. sem voru að sinna þessum skyldustörfum. Seint á föstudagskvöld stöðv- aði lögreglan bílstjóra á Hring- braut, sem gleymt hafði að kveikja á afturljósunum, og lagði- lögreglan sínum bíl fram- an við hinn, sem var Mercedes Benz. Fór bílstjórinn inn j lög- reglubílinn. en er hann ætlaði inn í sinn bíl aftur kom Ford Consul bifreið og ók aftan á Benzinn meg þeim afleiðingum að hann skall á lögreglubílinn. Tvær stúlkur voru i Fordin- um og slösuðust báðar og stúlka. sem sat í miðbílnum kastaðist út, en það vildi svo heppilega til að hún lenti á grasi og sak- aði hana ekki. Lögregluþjónarn- ir sluppu ómeiddir. Mercedes Benz bíllinn er gjörónýtur._ Á sunnudagskvöld stöðvaði lögreglan enn bíl við Hring- braut vegna ljósaútbúnaðar og minnugir fyrri árekstrar lögðu lögregluþjónamir sínum bíl aft- an við að þessu sinni. En það skipti engum togum. þeir voru nýstignir úr bílnum er drukk- inn ökumann bar þar að og ók hann beint aftan á lögreglubíl- inn. Engan sakaði að þessu sinni, en sá drukkni var iekinn fastur. Drukknaði í Seyð- isfjarðarhöfn Seyðisfirði 25/10 — Hinn 10. október sl. var eins af skip- verjum á vb. önnu frá Siglu- firði saknað hér á Seyðisfirði. Var mikil leit gerð að mann- inum, Ásgrími Halldórssyni, þannig leitaði skátasveit og hafði sporhund meðferðis. 1 gærmorgun, sunnudag, fann Hafsteinn Jóhannesson, kafari á vb. Eldingu, lík Ásgríms undir Shellbryggjunni. — GS. Þriðjudagur 26. október 1965 — 30. árgangur — 242. tölublað. Alvarlegt ástand í samgöngum V-Skaftfellinga Horfir til vandræða ef ekki styttir upp Þjóðviljinn hafði samband í gær vi3 Björgvin Salómonsson, skólastjóra heimavistarskólans í Mýrdal, til þess að fræðast um vegaspjöll og samgöngutruflan- ir í Vestur Skaftafellssýslu. Björgvin var einmitt nýkominn frá því að skoða brúna yfir Jökulsá á Sólheimasandi. Björg- vin sagði meðal annars; „Illa horfir fyrir Vestur-Skaft- fellingum um þessar mundir vegna samgöngutruflana að og frá sýslunni, — en brúin yfir Jökulsá á Sólheimasandi hefur verið i lamasessi undanfarna daga. Þetta getur orðið mikið tjón fyrir bændur í sýslunni. — mjólkurinnleggið frá bændum mun nema 70 þúsund krónum á dag til Mjólkurbúsins á Sel- fossi. Þá varð að hætta við sauð- fjárslátrun á Klaustri j miðjum klíðum, — þar eru frystihús yfirfull af kjöti, en gærur og slátur þurfti að senda jafnóð- um með bílum til Reykjavíkur. Þá varð að hætta við stórgripa- slátrun í Vik í Mýrdal, Siðdegis i dag fór ég að brúnni og var þá unnið beggja megin við hana en mjóik er selflutt sem stendur linnulaust yfir brúna og veldur auðvitað miklu erfiði og aukakostnaði. Aðfaranótt sunnudags gróf ár- flaumurinn undan næst aust- asta stöplinum og hefur hann færzt til um einn metra undgn straumnum og sigið og skekkzt, — er þannig mikill hliðarhálli Og hlykkur á brúnni þar. Er þegar hafinn undirbúningur að þvi að rétta brúna við. Verður þó erfitt um vik, fyrr en vatna- ganginum linnir í ánni. Vestan megin er búið að fylla upp í skarðið á veginum og hef- ur uppfyllingin verið styrkt. með vírnetj og grjótj til þess að ár- flaumurinn sópi henni ekki þeg- ar aftur ; burtu og mæðir nokk- uð þar á af vatnagangi. Engin umferð er vitaskuld leyfð um brúna af farartækjum, en mjólk- urbrúsar eru selfluttir af fót- gangandj mönnum yfir brúna af einum bíl á annan, — er þetta mikig óhagræði og mikið erfiði fyrir viðkomandi menn, sem annast þetta. Núna seinni hluta dags hefur rigninguna stytt upp, — en það er spáð áframhaldi rigningu á morg- un. Horfir senn til alvarlegri vandræða. ef ekkj styttir upp á næstunni. Þá hefur Klifandi hlaupið úr farvegi sínum og hefur tekið í sundur þjóðveginn beggja megin við brúna á veginum sem liggur upp að bænum Álftagróf. Þetta horfir sannarlega til vand- ræða fyrir okkur hér í Vest- ur-Skaftafellssýslu“, sagði Björg- vin að lokum. brezka skipstjórans Seyðisfirði 25/10 — Réttar- höld í má'H brezka skipstjórans Hugh Leifhertz hófust hér é Seyðisfirði kl. 5 síðdegis í dag, mánudag. Kom skipstjórinn fyrir réttinn og var yfirheyrður fram eftir kvöldinu. Játaði hann að hafa verið að veiðum á um- ræddum slóðum milli kl. 4 og 6 daginn sem SIF kom að hón- um, og talið sig vera við línr þegar flúgvélin flaug yfir ot, þá siglt út,, suðaustur. — Við- staddir réttarhöldin eru fulltrii- ar brezka útgerðarfélagsins og réttargæzlumaður skipstjóra. Pétur Blöndal og Gísli ísleifs- son hrl, Jónatan Sveinsson full- trúi saksóknara, svo og skip- stjóri og stýrimenn á varðskio- inu Öðni. — GS. Rætt um eigna- og afnotarétt fasteigna: íslendingar eigi allt hlutafé og hafi öll atkvæði hluthafa Við umræður á Alþingi í gær um eigna- og afnotarétt fast- eigna benti Ragnar Arnalds á hætturnar sem fólgnar eru íþvi að veita útlendingum mikil ítök í fasteignum hér á landi. Taldi hann nauðsynlegt að allt hluta- fé I fyrirtækjum væri í höndum Islendinga sjálfra og öll atkvæði á hluthafafundi. Væri æskilegt talið að hafa þetta á annan veg ætti að samþykkja um það sér- stök lög. Frumvarpið um eigna- og af- notarétt fasteigna var einnig flutt á síðasta þingi, en náði þá ekki endanlegri afgreiðslu. Er það nú endurflutt með þeirri breytingu að 4/5 hlutar hlutafjár skuli vera í höndum Islendinga, en einfaldur meiri hluti atkvæða á hluthafafundi íslenzkur. Mælti Jóhann Hafstein dómsmálaráð- herra fyrir frumvarpinu f gær og skýrði jafnframt frá því að meg- I íslenzkt ríkisfang en ekki heimil- inbreytingin skyldi vera sú að I isfang þyrfti til að vera hæfur til að njóta réttinda samkvæmt lögunum. Ragnar Amalds benti á að í nefnd. er um málið fjallaði i fyrra hefði ekki verið ágreining- ur um meginatriði frumvarpsíns, hins vegar hefði greint á einkum um tvö atriði. 1 fyrsta lagi um það hve mikill hluti hlutafjár skyldi í eigu íslendinga. Hefðu Framsóknarmenn lagt til að 75% skyldu f eigu lslending3 sjálfra en Alþýðubandalagið að allt hlutafé væri í eigu Islend- inga og sérstaka lagaheimild þyrfti til, ef út af ætti að bregða. Þá sagði Ragnar að ágreiningur hefði verið um það í nefndinni að ráðherra ætti að vera heimilt að veita undanþágu frá lögunum um eignaraðild og réttindi út- lendinga. Taldi Ragnar að ákvæði þetta þyrfti að fella niður með öllu úr frumvarpinu. Nú er í frumvarpinu gert ráð fyrir að 80% hlutafjár skuli í eign Islendinga. en aðeins sin- faldur meiri hluti íslenzkir ríkis- borgarar sagði Ragnar. En iil samanburðar mætti geta þess að 20% atkvæða á hluthafafundum mættu vera í forsjá útlendinga samkvæmt lögum hinna Norður- landaþjóðanna. Ragnar sagði að okkur væri meiri nauðsyn en öðrum þjóðum að hafa ákvæði um slfk efni skýr í lögum vegna sérstöðu okkar og þá sérstaklega fámennisins. Rík- isstjórnin stæði nú í samninga- makki við útlendinga og væri með hliðsjón af því full ástæða til að gæta ýtrustu varkámi í lagasetningu. Þess vegna ■ myndi Alþýðubandalagið halda fast við tillögur sínar frá í fyrra um breytingar á þessu frumvarpi. Ragnar benti að lokum á það- að sex umræður á Alþingi þarf til þess að ríkið selji landspildu, en skv, frumvarpinu ætti einföld ráðherraheimild að nægja til að veita undanþágur frá lögunum um eigna- og afnotaréttinn! Fleiri tóku ekki til máls ogvar málinu vísað til 2. umræðu og nefndar. Frumvarp um Landspítaiann Hannibal Valdimarsson, Lúðvík Jósepsson og Ingvar Gíslason endurflytja á alþingi svohljóðandi frumvarp um Landspítala Islands: 1. gr. „Auk Landsspítalans í Reykjavík skal ríkið reka fjórðungsdeildir Landsspítal- ans í öllum landsfjórðungum. Skal ein fjórðungsdeild vera á Vestfjörðum, ein eða tvær á Norðurlandi, sú þriðja á Austfjörðum, en hin fjórða á Suðurlandsundirlendinu ef heilbrigðismálastjórnin telur ástæðu til að staðsetja þar landsspítaladeild, sökum ná- lægðar og góðra samgangna við aðalspítalann í Reykjavík. 2. gr — Fjórðungsdeildir Landsspítalans skulu vera búnar fullkomnustu lækninga- tækjum og vera undir stjórn vel menntaðra sérfræðinga i skurðlækningum og lyflækn- ingum. 3. gr. Nú er starfandi sjúkrahús í einhverjum lands- fjórðungi þannig búið eða staðsett, að það þyki vel fall- ið til að verða fjórðungsdeild Landsspítalans, og skal þá ríkið semja um yfirtöku þess við eiganda sjúkrahússins. 4. gr. Heimilt er stjórn ríkisspítalanna að fela Trygg- ingastofnun ríkisins að sjá um hagkvæman rekstur fjórð- ungsdeildar, ef heilbrigðis- málaráðherra óskar þess. 5. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1967“. Lúðvík Jósepsson Hannibal Valdimarsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.