Þjóðviljinn - 26.10.1965, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.10.1965, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 26. október 1965 orumenn ræia um sjávar FISKIMÁL Eftir Jóhann J.E. Kúld útvegsmál Hinn 18. október sl. flutti Gerhardsen prófessor við norska verzlunarháskólann ræðu, þar sem hann gerði að umtalsefni norskan sjávarút- veg. Taldi. prófessorinn nauð- syn bera tjl, að þessi mál öll væru tekin fastari og betur skipulögðum tökum en hing- að til. Meðal annars lagði Gerhardsen prófessor fram þá spurningu, hvort ekki væri rétt að athuga möguleikana á því, að byggja upp fiskiðnað- inn og sölusamtök hans með samvinnu=niði, og taldi hann^. margt mæla með þvi, að slíkt gæti borið betri árangur. f þessu sambandi talaði prófess- orinn um að útvíkka starfs- sviðið hjá Norges Ráfisklag og einnig væri athugandi að út- víkka starfssvið sölusamtaka „Trionor“ þannig, að þessi fé- lagsskapur hefði forystu um tæknilega uppbyggingu frysti- húsa sambandsins, svo og hag- fræðilega leiðsögn í starfi. að hætta opinberum stuðningi við norskan sjávarútveg nú þegar, þó að Því bæri að stefna, hinsvegar yrði sá stuðningur sem veittur yrði, að byggjast á raunhæfri rann- sókn. Við fiskveiðar á fjarlægum miðum taldi prófessorinn að Norðmenn væru á eftir tíman- um og of einstaklingsbundnir í rekstri sínum. Benti i því sambandi á aðrar þjóðir sem skipulegðu þes^ar veiðar bet- ur. og taldi Rússa þar til fvr- irmyndar Gerhardsen dró upp mynd af áætlunarbúskap i sjávarút- veginum þannig, og miðaði við árið 1970. Heildarafli Norð- manna verður þá 2 miljónir og 500 þúsund smálestir, sem skiptirí þannig í stórum drátt- um: 1,5 imiíjón smálestir síld, 250 þús smálestir þorskur og 800 þús. smálestir annar fisk- ur. Ef miðað værj við að 30 þús. sjómenn öfluðu þessa magns 1970, þá ættu 25 þús. menn að skila jafnmiklum afla að fimm árum liðnum, ef allri nauðsynlegri tækni og skipulagningu væri beitt í þágu fiskveiðanna. Það er ó- eðlilegt. sagði prófessorinn að Norðmenn standi í stað með afla. eða séu með minnkandi afla, þegar það er staðreynd að fiskaflinn á heimsmæli- kvarða hefur tvöfaldazt á til- tölulega fáum árum. Við verðum að byggja á fenginni rejmslu sagði prófess- orinn, en þó megum við ekki hræðast að stíga stór spor fram á við Og í öllum grein- um er þörf á því, að hugsa ríórt. en hvergi líklega eins og í sjávarútveginum. Þetta eru aðeins örfáir punktar úr ræðu þeirri sem Gerhardsen prófessor flutti í Osló 18. okt. sl. Enda var ræð- an löng og komið víða við. Frá fiskimálaráðstefnu í Osló Fiskistofnarnir i N- Atianzhafi / hættu? SÍLDARVERKSMIÐJUR Útvegum með stuttum fyrirvara fullkomin löndunarkerfi til löndunar á SÍLD — frá Bandaríkjunum. Löndunarkerfi þessi hafa ára- tuga reynslu að baki sér og hafa gefið sérstak- lega' góða reynslu. Með okkar löndunarkerfum getum við boðið yður — Mikil af- köst — 300 tonn á klukkutímann — Fullkomna nýtingu aflans og SÍLDINA vigtaða um leið. Sjáum um uppsetningu og veitum alla tæknifræðilega þjónustu. LEITIÐ NÁNARI UPPLÝSINGA. SJÓVER HF. Austurstræti 14, Reykjavík. Sími 22870. Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnsson Skúlatúni 6, Reykjavík. Símar 15753, 23520. Gerhardsen taldi að árið 1957 hefði byrjað einskonar kreppa í norskum sjávarútvegi cem ætti sér þrjár meginorsak- ir: f fyrsta lagi misræmi á mill; verðs á fiski og tilko'tnaðar við útgerðina. í öðru lagi mörg aflaleysisár í röð. Og í þriðja lagi vönt.un á nógu góðri skipulagningu í útgerðinni, fiskverkuninnj og við sölu af- "r ''tiíiðanna. Þá vildi prófessorinn byggja upp sjávarútveg og fiskiðnað Norðmanna sem áætlunarbú- skap, þar sem heildarlínumar væru lagðar fyrirfram i stór- um dráttum og síðan unnið skioulega að framgangi þeirra. Ekki taldi Gerhardsen hægt Ekki liðu nema tveir dagar frá því prófessorinn hélt sína ræðu sem vitnað er í hér að framan, þar til fiskimálaráð- stefna var haldin í Osló, og þar héldu ræður um norskan sjávarútveg fiskimálastjóri Noregs og . ennfremur , Finn Devold, fiskifræðingur og Erik Heen, rektor tækniháskólans. Fiskimálastjórinn og Finn Devold ræddu aðallega um útlit fiskveiða í náinni fram- tíð og töldu þeir að sérstak- lega væri þorskstofninn í Norður-Atlanzhafi nú þegar skattlagður svo mikið, að stofninn mundi ekki þola auk- ið álag án þess að bíða við það skaða. Báðir voru þeir Allt fallið í ljúfa löð Landabréfasérfræðingunum við Yale-hásikóla hefur ekki enn tekizt að fínna Island. Þeir sendu sem kunnugt er le- gáta sína til Noregs til þess að votta konungi landsins, vísindafélagi og háskóla virð- ingu sína, þegar nýjar heim- ildir höfðu fundizt til staðfest- ingar á Vínlandsferðum ts- lendinga, en hérlendum tign- armönnum og sérfræðingum var ekki einusinni sveiað. Var ekki laust við að þykkn- aði í ýmsum út af þessum háttvísisskorti, ekki sízt þar sem hann bar upp á sérstok hátíðahöld sem sett voru á svið hérlendis í tilefni af því að 25 ár 4 mánuðir og 5 dagar voru liðnir síðan banda- riskur ræðismaður fann Is- land. Einkanlega þótti þessi framkoma móðgun við Há- skóla Islands, því hér á landi hafa hinar fornu landafunda- sögur verið kannaðar hvað gaumgæfilegast. og mu.ru ýmsir fyrirmenn háskólans ekki hafa farið neitt dult með gremju sína. En nú er allt fallið í ljúfa löð sem betur fer. Á háskóla- hátíðinni greindi Ármann Snævarr rektor frá gjöfum sem æðstu menntastofnun ts- lendinga hefðu borizt. Hann kvað ekki unnt að telja upp nema stærstu og mikilvæg- ustu gjafimar. og eins og vera bar hafði hann hæfiíega stígandi í frásögninni; siðast en ekki sízt skýrði hann frá því að bandaríski sendiherr- ann á íslandi hefði sjálfur gefið Háskóla íslands eintak af hinni nýju Vínlandsbók Yale-háskólans, og þeirri gjöf mætti sizt gleyma. Hverju máli skiptir það þótt söguleg afrek íslendinga séu vanmetin í Bandaríkjun- um, þótt vesturheimskir fræðimenn virðist ekki hafa hugmynd um tilveru Háskóla Islands? Háskólinn hefur fengið þær miskabætur sem öllu máli skipta, ókeypis ein- tak af bók sem kostar hvorki meira né minm en 15 doíl- ara í verzlunum. sammála um, að nauðsyn bæri til að fá samþykktar víðtækar alþjóðareglur um möskvastærð og fleira, til vemdunar á ýms- um botnfiskum, en þó sérstak- lega þorski. sem þeir töldu vera í mestri hættu. Hins veg- ar sagði Finn Devold það sem sitt álit, að auka mætti síld- veiðar og makrílveiðar frá því sem nú er, án þess að þessum fiskistofnum ætti að stafa hætta af, eins og stæði. Þó tók hann það fram, að ekkj væri hægt að segja um það með neinni öruggri vissu fyrr en að nokkrum árum liðn- um, hvort Norðursjávar síld- arstofninn þyldi þær síldveiðar Framhald á 9. síðu. Skinn- handrit Á laugardaginn birti Morg- unblaðið á fyrstu síðu mynd af átrúnaðargoði sínu, forseta Bandaríkjanna, þeim manni sém stýrir einna mestum völdum í veröldinni um þess- ar mundir. Forsetinn hafði flett sig klæðum á myndinni og var önnum kafinn við að sýna blaðamönnum og ljós- myndurum á sér magann, en þar gat að líta allmikið ör eftir gallblöðruaðgerð, o.g ræddi forsetinn um stærð þess og lögun, lit og saum- för. Er talið vist að kvið- skinn forsetans hafi nú öðl- azt stórpólitískt gildi og tryggt hanum öruggan sigur í næstu kosningum, nema því aðeins að andstæðingunum takist að finna gagnframbjóðanda sem sýnt geti ennþá merkilegra magaflúr í sjónvarpinu. Og fari Bjarni Benediksson í op- inbera heimsókn til Banda- ríkjanna á nýjan leik þarf ekki að leiða getum að því hvað honum verður sýnt auk kjölturakkanna. Vafalaust verður skinn- handritið framan á forseta Bandaríkjanna síðan varðveitt sem helgur dómur og gefið út á sínum tíma í bók á veg- um Yale-háskólans. Þá þarf ekki að óttast að gengið verði fram hjá Islandi; okkur er aldrei gleymt þegar hina merkari þætti í bandarískum þjóðmálum ber á góma. — Austri. Dtgerðarmenn—Skipstjórar FRÁ FAIRBANKS MORSE INTERNATIONAL INC. í BANDA- RÍKJUNUM BJÓÐUM VIÐ YÐUR m Fairbanks síldarckelur FAIRBANKS síldardælur er heimsþekkt gæðavara og hafa verið reyndar við íslenzka staðhætti með mjög góðum árangri. Um borð í m/b Reykjaborg. FAIRBANKS SÍLDARDÆLUR tryggja yður mikil afköst — að jafnaði 340 tonn á klukkutímann. — Leysir háfinn af hólmi. — Sparar viðhald á nótinni. — Sparar menn. — Gefur aukið öryggi. — Geta dælt upp úr lestinni. FAIRBANKS SÍLDARDÆLUR eru með olíu vökvamótor, sem tengist beint inn á olíuvökvakerfið um borð í bát yðar. LEITIÐ VERÐS OG UPPLÝSINGA HJÁ OKKUR. AÐALUMBOÐSMENN FYRIR ÍSLAND: SJÓVER HF. Austurstræti 14, Reykjavík. Sími 22870. SÖLUUMBOÐ: Vélaverkstæái Sig. Sveinbjörnsson Skúlatúni 6, Reykjavík. Símar 15753, 23520.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.