Þjóðviljinn - 28.10.1965, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.10.1965, Blaðsíða 8
3 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagar 28. október 1965 • Hinn 23. þ.m. brautskráðust 18 nemendur frá Hjúkrunarskóla Islands. Hinar nýju hjúkrunarkonur sjást hér á myndinni ásamt skólastjóra sínum og aðalkennara. Sitjandi frá vinstri: Helga Ragnansdóttir. Rvík, Þórunn Kolbeinsdóttir, Rvík, Hjördís Bjömsdóttir Rvík. Þorbjörg Jónsdóttir skólastjóri, Sólveig Jóhannsdóttir nðalkennari, Anna Margrét Einarsdóttir, Rvík. Þórunn A. Sveinbjarnar- dóttir Rvík. Ingibjörg H. Júlíusdóttir Rvík, Agústa Sigurðardóttir, Keflavík. Standandi frá vinstri: Lilja Una Óskarsdóttir Rv;k. Sólveig Illugadóttir, Bjargi við Mývatn, Elsa Jónasdóttir, Fagradal, Mýrdal, Fríða R. Þorsteinsdóttir Rvík. Amheiður Ingólfsdóttir, Fomhaga Hörgárdal, Þóra Guðrún Grönfeld Borgamesi, Guðný Armannsdóttir Kópavogi, Inga Teitsdóttir Rvik, Guðrún Áskelsdótt- ir Rvík, Elísabet Stefánsdóttir Skála Seltjamamesi. Á myndina v.antar Borghildi Maack Jónsdóttur frá Vopnafirði. . • Nútíma ferskeytla Nú er kalt í kjallaranum allar mýsnar búnar en djöfull verður gaman að lála Við skvísumar á morgun. (Ókunnur höfundur). sveptingjakona sem lét eins og hún hefði fengið málæðis- sprautu. Hún talaði um dót*ur sína og tengdason, og sagði að þau sætu aldrei á sárshöfði. Og Dona Clara hlustaði á þetta, en engin önnur. Upp á síðkastið hefur verið mjög erfitt að ná í vatn, þvi favelufólkið er orðið helmingi fleira. Og kraninn er ekki nema einn. 13. ágúst. Nú er verið að segja að Zefa hafi flogizt á við norðlenzka kony. Þær höfðu í heitingum. Sárt tekur mig til bamanna, sem verða að hlusta á svona lagað orðbragð. Zefa er múlatti og lagleg. Það er slæmt að hún skuli ekki vera læs. Hún drekkur talsvert. Hún eignaðist tvö böm en gleymdi að gefa þeim að éta. Þau dóu bæði. Ég sendi Joao með bréfsnepil til Hringleikahúss Mello-bræðra ög bað hann að spyrja hvort hann vildi ráða mig til að syngja hjá þeim. Svo fór ég að þvo. Ég var tilbúin að fara til hringleikahússins þegar ég héyrði að Anselmo hefði skotið Johnhy Coque. Þá var ég að skrifa. Ég lagði frá mér stíla- bókina og fór út til að reyna að hafa upp á Johnny. Ég kom að honum þar sem hann sat á knattspymuvellínum og hélt um fætur sína annarri hendi en í hinni hafði hann kúluna. Ég spurði hvort lögreglunni • Félagið Anglia hefur vetrar- starfið • Fyrsti vetrarfundur félagsins Anglia verður haldinn n.k. föstudag hinn 29. okt. í Sigtúni. Að venju em mörg skemmti- atriði á boðstólum. M.a. syngur Savannahtríóið, ungfrú Bára Magnúsdóttir (ungrú Reykjavík 1965) sýnir dans. Eyþór Þor- láksson leikur á gítar. Auk þess verður happdrætti, ný teg- und af Ásadansi, getraun o.fl. Að loknum skemmtiatriðum verður stiginn dans fram eftir nóttu. Reglulegir skemmti- og fræðslufundir em fyrirhugaðir hefði verið gert viðvart. Hann sagði það vera. Það þótti hon- um verst að fóturinn var til- finningarlaus og máttlaus. Hann reyndi að færa sig í skóinn en gat það ekki. Ég lét hann fara í inniskóna mína. Forvitið fólk fór að safnast að. Allir vom á móti Anselmo. Nú skal ég lýsa þessum tveimur mönnum. Fyrst Anselmo, síðan Johnny. Anselmo kom hingað árið 1950 og með honum kona sem var bamshafandi. Þegar hún hafði alið bamið, sem var sveinbam, byrjaði hann að mis- bjóða henni. Hann barði hana og rak hana út úr húsinu. Hún grét þangað til mjólkin í brjóst- unum þomaði. En núna stafaði rimman af þvi að Johnny held- ur við Ircema. Og kofi Ircema er f grennd við kofa Anselmos. Og þau hittast f grennd við húskofa Anselmos, en það Ifk- ar honum ekki. Hann skipaði Johnny að fara til stefnumóia við hana niður við ána. Johnny var heima að drekka kaffi þegar Anselmo kallaði á hann og bað hann að heyra sér út undir vegg. Johnny sagðist vera nýkominn heim frá vinnu og ekki nenna þessu. Þá gerði Anselmo sér lítið fyrir og skaut hann. Hann sá ekki þeg- ar Anselmo dró upp vopnið. Anselmo miðaði á brjóstið en kúlan hitti fótlegginn. Anselmo flýði. Fólkið er að segj a að það hjá félaginu í vetur. Fundir Angliu hafa jafnan verið mjög vel sóttir. Núverandi formaður er Þorsteinn Hannesson. • Setinn Svarfaðardalur • Dr. Jakob Benediktsson og Steingrímur Baldvinsson hafa báðir bent okkur á stöku í sambandi við orðtækið „setinn Sverf aðardalu r“. 1 3. bindi Blöndu hafi Ámi Pálsson vísu eftir Katrínu Einarsdóttur, móður Einars Benediktssonar, á þessa leið: Þegar hittust hrafn og valur hvor varð öðrum feginn. Þá var setinn gvarfaðardalur, sinn bjó hvoru megin. ætli að fara saman í hóp og berja Anselmo. Johnny fór á lögreglustöðina til þess að láta gera að fótarsárinu. Ég hafði tal af honum þegar hann kom aftur. ,Ég spurði hann hvort hann hefði verið svæfður eða deyfður. Hann sagðist aðeins hafa fengið sprautu gegn gin- klofa. Nú hefur lögreglan enn einu sinni fengið verkefni. 14. ágúst. Ditinho, sonurLena, er sá sem lengst hefur dvalizt héma í favelunni. En hann er sköllóttur og hefur eldrei lært neina iðn. Hið eina sem hann lærði, það var að drekka pinga. Lena á sér þokkalegan kofa í Port-stræti. En Tiburcio tældi og sveik vesalings Lena. Hann verzlaði með kofa og hann lét hana hafa vondan kofa í skipt- um fyrir hennar, sem var langt- um betri. Seinna seldi hann þann kofa fyrir 15000 cruzeir- os. Ég fór til skransalans og fékk 15 cruzeiros. Ég kom við hjá skósmiðnum og bað hann að gera við skóna hennar Veru. Ég gekk hratt um götumar. Kona sem var að koma frá markaðnum sagði mér að fara og gæta að pappír í Porto Seguro-stræti, húsinu á hom- inu, fjórðu hæð 44. íbúð. Ég fór upp í lyfturmi, og Vera með mér. En ég var svo óttaslegin og kvíðafull, að mín- útumar virtust mér verða að öldum. Þegar komið var upp á fjórðu hæð, létti mér. Mér fannst ég vera laus úr gröf. Ég hringdi bjöllunni, og frúin og vinnukona hennar komu fram. Frúin fékk mér poka fullan af pappfr. Synir hennar tveir fóru með mér í lyftunni. En lyftao fór upp á við í stað þess að fara niður. En nú hafði ég letð- sögn, svo ég var ekki vitund hrædd. Ég hugsaði: sumir sem hrósa sér af því að þeir séu ekki hræddir við neitt, þeir hræðast svo kannski það sem • Nafngiftir út- varpsins enn • Það fer að verða tími til kominn, að blessað útvarpið geri það upp við guð og sam- engin ástæða er til að hræðast. Á sjöttu hæð kom maður inn í lyftuna. Hann leit á mig með vanþóknun. Ég er orðin svovön þesskonar augnaráði, að mér er orðið sama. Hann spurði mig hversvegna ég væri að fara í lyftunni. Ég sagði honum að ein frú í þessu húsi, móðir tveggja pilta hefði fengið mér þessi dagblöð. Þessvegna væri ég nú stödd héma. Ég spurði hann hvort hann væri doktor eða þingmaður. Hann sagðist e!ga sæti í öldungadeildinni. Þessi maður var vel til fara. Ég var berfætt. Alls ekki lyftu- hæf í fylgd með slíkum manni. Ég bað blaðasala að lyfta pokanum á bakið á mér, og hét honum því á móti að ef sá dag- ur rynni upp að ég gæti verið hrein og vel til fara, skyldi ég kyssa hann og faðma fyrir þessa aðstoð. Hann hló ogsagði: — Það verður þá líklega bið á þvf. Ég spái að sá dagur renni aldrei upp. Svo hjálpaði hann mér til að koma afgangnum af blöðunum fyrir á hvirflinum á mér. Ég fór f verksmiðjuna og seinna fór ég til Senhor Rodolfo. Ég náði í 20 cruzeiros f viðbót. En þá var ég orðin þreytt. Ég flýtti mér heim. Ég var orðin svo þreytt að ég -gat ekki staðið. Mér fannst ég vera að dauða komin. Ég hugsaði: Ef ég lifi þetta af, skal ég aldrei oftar þreyta mig svona. Mér varð þröngt um andardrátt. En 100 cruzeiros hafði ég upp úr krafstrinum. Ég lagðist út af. En flugurnar fengust ekki til að láta mig í friði. Mikið er ég orðin leið og þreytt á þessu Iíf!. 15. ágúst. Ég var að tina saman kúapentur til að fara með til Ivani þegar ég sá vöru- vagn í „A“-stræti, sem lagt hafði verið við dymar hjá Anselmo. Florentina og Dona Lurdes komu til að segja Johnny, að Anselmo ætti að fara og hann skyldi kalla á löe- vizku sína, hvað þáttur þeirra Inga R. Jóhannssonar og Guð- mundar Arnlaugssonar eigi eig- inlega að heita. Fyrst hét hann einfaldlega Skákþáttur, síðan breyttist hann í Á hvítum reit- um og svörtum og nú er hann svo nefndur Að tafli. Hvað kemur næst? Skák og nát kannski? Eða, ef einhver vill vera langsækinn, Fórnað manni fyrir taflstöðu? Og meðan við munum: Hver er eiginlega ábyrgur fyrir þessu voðalega tilgerðamafni á sára saklausum útvarpsþætti: Á hljóðbergi? Heyrið þið ekki hvemig tilgerðin iðar undir nafninu? •¥• 13.00 Eydís Eyþórsdóttir stjóm- ar óskalagaþætti fyrir sjó- menn. 14.40 Margrét Bjamason ræðir við Kristínu Þórarinsdóttur í Helsinki. 15.00 Miðdegisútvarp: Sigurður Björnsson syngur. Gísli Magn- ússon leikur Enska svítu í d- moll eftir Bach. L. Albanese, F. D. Fomaci og A. M. Rota syngja atriði úr Madame Butterfly, eftir Puccini. 16.00 Síðdegisútvarp: Franco Scarica, Lis Björnholt, H. Zacharias og hljómsveit hans leika. Andre Previn og fé- lagar. Mario Lanza, Ray Martin og hljómsveit hans leika og syngja. 17.20 Þingfréttir. Tónlejkar. 18.00 Segðu mér sögu. Sigríður Gunnlaugsdóttir stjómar þætti fyrir yngstu hlustend- uma. 1 tímanum byrjar Stef- án Sigurðsson á framhalds- sögu, sem heitir Litli bróðir og Stúfur. 18.30 Tónleikar. 20.00 Daglegt mál. Ámi Böðv- arsson cand. mag, flytur þátt- inn. 20.05 Det Norske Solistkor syngur lög eftir Borg, Linde- man, Reissiger, Hovland og Slögedal. Stjómandi: Knut Nystedt. 20.20 Á förnum vegi í Skafta- 'fellssýslu. Jón R. Hjálmars- son skólastjóri í Skógum hitt- ir að máli tvo bændur í Álfta- veri: Hannes Hjartarsson á Herjólfsstöðum og Jón Gísla- son í Norðurhjáleigu. 21.00 Sinfóníuhljómsveit Islands leikur í Háskólabíói. Hljóm- sveitarstjóri: B. Wodiczko. Einsöngvari: Yannula Papp- as frá Bandaríkjunum. a) Til- brigði eftir B. Britten um stef eftir Frank Bridge. bi Kindertotenlieder eftir Gust- av Mahler. 22.10 Kvöldsagan: Örlög manos. eftir Mikhael Sjolokhof. Pét- ur Sumarliðason kennari lés. 22.30 Ólafur Stephensen stjórn- ar djassþætti. 23.00 Bridgeþáttur. Halllur Sím- onarson flytur. 23.25 Dagskrárlok. • Brúðkaup • 16. október voru gefin saman í hjónaband í Hallgrímskirkju af séra Sigurjóni Árnasyni, ung- frú Guðbjörg Þ. Baldursdóttir og Hafsteinn Jensson. (Nýja myndastofan, Laugavegi 43B) regluna. En hann komst ekkert vegna skotsársins í fætinum. Svo ég fór. Ekki vom liðnar fimm min- útur fyrr en sú fregn var kom- in um allt að ég hefði farið í símann að kalla á lögregluna, svo Anselmo kæmist ekki und- an. Ég komst heim áður en lögreglan kom, og fólkið kall- aði til mín óðar en það sá mig: — Hvar er lögreglan, Caro- lina? Ef ég hefði ekki þurft að borga símann, hefði ég getað keypt kiló af kjöti fyrir það sem símtaiið kostaði mig. Fólkið beið eftir Anselmo svo þvi gæfist færi að gera upp reikninginn við hann. Margir voru saman komnir, karlar og konur, og allir í hefndarhug. Mér var sagt að Anselmo hefði stokkið yfir girðingu og komizt þannig undan. Ég sagð- ist óska þess að ég vær karl- maður, svo ég gæti tekið mál eins og þetta í mínar hendur og refsað svo afbrotamannin- um. Þá sagði maður við mig: — Miklu heldur vildi ég vera kona en karl, en ekki nema á daginn. Þá hlógu allir. Lalau og tengdamóðir hans slógust. Hún barði hann með kústskafti. Hún flýði og hann elti hana. Þau voru bæði drukkin. 16. ágúst. Ég kom við hjá skósmiðnum. Senhor Jaco var áhyggjufullur. Hann sagði að ef kommúnismi væri kominn á, mundi okkur vegna betur, en nú sem stendur væri atvinna sín rekin með tapi. Fyrrum voru það verkamenn- imir sem vildu bafa kommún- isma. Nú vilja húsbændumir það. Dýrtíðin veldur því að lýð- ræðinu hverfur fylgi meðal verkamanna Pokinn minn var fjarska þungur og verkamaður nokkur hjálpaði mér til að lyfta hon- 27 um á mig. Ég hef borið svo mikið af pappír upp á síðkast- ið að mér er orðið illt í öxl- inni. Þegar ég var að fara eftir Avenue Tiradentes. komu verkamenn út úr verksmiðju og sögðu við mig: — Carolina, þú sem ert alltaf að skrifa, reyndu að knýja þjóðina til að kjósa aðra stjóm. Einn af þeim sagði við mig: — Er það satt að þú étir það sem þú finnur í sorptunnunum? — Dýrtíðin venur okkur af öllu stærilæti. Við verðum að semja okkur að háttum dýr- anna. 17. ágúst. Nú var matmáls- tími en ekkert átti ég kaffið. Ég ætlaði að fara að æsast af þessu. Ég sá blað með mynd af fulltrúanum Conceicano da Costa Neves. Ég reif hana óg fleýgði í eldinn. Hann segist vinna fyrir okkar málstað þegar kosningabaráttan stendur yfir. 18. ágúst. Mér fellur illa að missa af verki á mánudegi. Þá er ég vön að fara snemma á fætur því þá finn ég svo margt í sorpinu. Ég skildi Veru eftir. Mig tekur sárt til dóttur minn- ar! Ég fór til Dona Julita, og tók hjá henni það sem hún átti af pappír. Fyrir það fékk ég 55 cruzeiros. Hvað get ég nú keypt fyrir þessa upphæð? Ég var óróleg og áhyggjufull. Þegar ég komst heim lagðist ég fyrir því ég var þreytt af að bera þrjátíu kíló af brota- járni og pjáturdósum. Á hðfð- inu. Þegar ég var búin að hvíla mig fór ég til Rosalina til bess að fá lánaðan hjá henni hand- vagn til að aka draslinu til skransalans. Hún varð við bón minni og ég hlóð á vagninn. Mér var kalt Sonhor Manuel ð FAVELUNNI - jtar sem ólíft er Dagbók Carolinu Mariu de Jesus

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.