Þjóðviljinn - 27.01.1966, Síða 3

Þjóðviljinn - 27.01.1966, Síða 3
Fimmí’udagur 27. janúar 1966 — Þ-JÖÐVILJINN — SÍÐA J Súslof talar á þinginu í Róm RÖM 26/1 — Mihail Súslof, full- trúi sovézkra kommúnista á 11. þingi Kommúnistaflokks Italíu, flutti því í dag ávarp og iígddi einkum um Vietnamstríðið. Hann kvað Sovétríkin veita vi- etnömsku þjóðinni fyllsta stuðn- ing í baráttu hennar gegn árás- um bandarískra heimsvaldasinna og dró þann lærdóm af atburð- um síðustu missera að aftur- haldsöflin færðu sig jafnan upp á skaftið þegar uppi væru deil- ur innan alþjóðlegu verkalýðs- hreyfingarinnar. VR 75 óra Framhald af 10. síðu. breyttist eðli félagsins algerlega þegar það varð hreint launþega- félag. — Hver hafa verið stærstu stökkin í kjarabaráttunni? — Það stærsta var náttúrlega í desember 1963 eftir að félagið hafði átt í 4ra daga verkfalli. Þá má segja. að svo til hverri einustu grein gamla samningsins hafi verið breytt til hins betra fyrir verzlunar- og skrifstofufólk. Laun hækkuðu þá að meðaltali um 43%, flokkaskipun var gjör- breytt til mun meira samræmis við ríkjandi starfsaðstæður. Or- lof var lengt og vinnutími stytt- ur. Þá jukust greiðslur í veik- indaforföllum, Vert er einnig að minnast á, að launajöfnuður milli karla og kvenna tókst þá í öllum flokkum nema einum. — Við hverju má svo búast í næstu framtíð? — Það er erfitt að ræða um það nú, því að samningaviðræð- ur standa yfir og eru eiginlega á hástigi núna. En í þeim leggj- um við aðaláherzlu á að okkar fólk fái almenna kauphækkun og vinnutímastyttingu og einnig, að kjör afgreiðslufólks í verzl- unum verði sérstaklega bætt, því segja má að stór hluti þeirrh teljist til láglaunafólks. Þá er eitt af baráttumálum nú, að verzlunarfólk öðlist aðild að atvinnuleysistryggingum og svo finnst okkur sjálfsagt, að launþegar sameinist um stofnun alþýðusparisjóðs eða réttar sagt alþýðubanka. Mér finnst óhæfa hversu lengi þetta mál hefur dregizt og ber að hrinda því í framkvæmd hið fyrsta. — Að lokum. Hvernig hefur verið samstarfið við önnur verk- lýðsfélög í ASl? — Hið faglega og stéttarlega samstarf hefur verið mjög gott og er það mín skoðun að is- lenzk Iaunþegasamtök hafi og geti látið mikið og gott af sér kveða og gegni mikilsverðu for- ystustarfi í íslenzku þjóðfélagi. Franska stjórnin játar loks hlutdeild lögreglu sinnar Fjöldafundur haldinn í París í gær til að mótmæla framkomu stjórnarvalda, krafizt af sagnar de Gaulle PARÍS 26/1 — Ráðuneytisfundur var haldinn í París í dag um Ben Barka-málið og var viðurkennt í tilkynn- ingu sem gefin var út eftir fundinn að starfsmenn úr lögreglu og njósnaþjónustum hennar hefðu átt hlutdeild í brottnámi Ben Barka. Ben Barka, sem var landflótta leiðtogi stjórnarandstöðunnar í. Marokkó, var rænt á götu í París 29. október sl. og hefur hann ekki sézt síðan. Einn þeirra sem stóð að 'brottnámi hans, Georges Figon, hefur skýrt frá því að hann hafi verið myrtur í húsi einu í úthvei;fi Parísar tveimur dögum síðar. (Sú frásögn Figons er birt á 5. síðu blaðsins í dag). 1 tilkynningu frönsku stjórn- arinnar í dag segir að lögreglu- menn hennar hafi ýmist vitandi vits eða óvitað átt þátt í brott- námi Ben Barka. Langt er síðan Framhald af 1. síðu Fulbright, fortnaður utanríkis- málanefndarinnar. Mansfield sagði að fundinum loknum að enn hefði engin end- anleg ákvörðun verið tekin um að hefja aftur loftárásir á Norð- ur-Vietnam, og aðrar leiðir kæmu enn til greina. AFP segir að allhörð átök hafi orðið á þessum fundi og hafi sumir þingmanna beitt sér fast gegn því að loftárá&irnar verði hafnar aftur. Meðal þeirra hef- ur Fulbright vafalaust verið. Hann lagði til á fundi í utan- ríkismálanefndinni í fyrradag að hléið á loftárásunum yrði fram- lengt, enda hefði það staðið alltof stuttan tíma til að aðilum hefði "gefizt færi til að leita fyrir sér um frið. Fulbright hefur sagt að hefji Bandaríkin aftur loft- árásir á Norður-Vietnam hafi þau endanlega varpað fyrir borð allri von um að hægt verði að leysa Viétnam-deiluna með frid- samlegum hætti. Frumkvæffi Afríkuríkja? Stjórn Sómalíu lagði í dag ti'l að ríki Afríku og Asíu settu á laggimar nefnd til að leita lausn- ar á Vietnam-deilunni. Stefna bæri að því að kalla deiluaðila að samningaborðinu þar sem samið væri um vopnahlé, brott- flutning alls erlends herliðs úr landinu, afnám allra erlendra herstöðva og frjálsar kosningar. vitað var að tveir lögreglumenn, Voitot og Souchon, tóku þátt í brottnáminu, enda hafa þeir verið í haldi vikum saman. Það þykir þó sannað að þeir hafi ekki haft hugboð um hvað til stóð. Hitt er aftur- á móti nýtt, að franska stjórnin viðurkenni að starfsmenn hennar hafi vitandi vits staðið að brottnámi Ben Barka og þá um leið morðinu á h'onum. Engin nöfn eru nefnd, en helzt mun átt við foringja í frönsku leyniþjónustunni, Leroy að nafni, öðru nafni Finville. . Mótmælafuntlur Fjöldafundur var haldinn í París í dag til að mótmæla fram- ferði franskra stjómarvalda, lög- reglunnar, hinna ýmsu dei'lda leyniþjónustunnar og ríkisstjóm- arinnar sjálfrar, í þessu máli. Á fundinum var borin fram krafa um að de Gaulle forseti segði af sér vegna þessa máls, sem er orðið eitt mesta hneyksli sem um getur í franskri sögu. Höfuðkeppinautar de Gaulle í síðustu forsetakosningum, Franco- is Mitterrand, sagði á fundin- um að annaðhvort væri að de Gaulle hefði vitað um brottnám Ben Barka en þó látið það við- gangast eða þá að hann hefði ekki haft minnsta hugboð um það. Ef svo vœri, hvaða vit væri þá í að öll völd væru í hönd- um eins manns, spurði Mitter- and. Bardagar harðna aftur í Vietnam SAIGON 26/1 — Bardagar eru nú aö harðna aftur í Suö- ur-Vietnam eftir vopnahléið um síöustu helgi. Skæruliðar geröu allmörg áhlaup á stöðvar Saigonhersins í nótt og Bandaríkjamenn segjast hafa hafið sóknaraögerðir í Binh Dinh-fylki í miðju landinu. lnkskosningin í er í deg LONDON 26/1 — I dag fer fram aukakosning í kjördæminu Hull North á Englandi og er úrslit- anna beðið með mikilli eftir- væntingu. Verkamannaflokkur- inn hlaut þingsætið 1964 með naumum meirihluta (1181 atkv.), en missi hann það nú hjaðnar meirihluti Wilsons á þingi niður í eitt atkvæði. Það eru sveitir úr fyrstu stór- skotaherdeild Bandaríkjahers sem taka þátt í þeim aðgerðum en þeim virðist ekki hafa orðið mjög ágengt síðan þær hófust á þriðjudag. Sagt er að tólf skæruliðar hafi verið felldir. Skæruliðar náðu í nótt á sitt vald einni útvarðstöð Saigon- hersins og gerðu harða skothríð úr sprengjuvörpum á héraðshöf- uðborg á óshólmum á Mekong- fljóts og hæfðu þar aðalstöðvar Saigonhersins. Skæruliðar hafa einnig haft sig nokkuð í frammi í Quang Ngai héraði norðantil í landinu, en þeir virðast þó hvorki þar né annars staðar tefla fram miklu liði. Sprengju var varpað í dag að bandarískum herjeppa á flug- vellinum í Saigon. Tilræðismað- ; urinn komst undan. Bandaríkjamenn héldu áfram hörðum loftárásum á staði um allt landið þar sem skæruliðar eru taldir hafast við. Pökkunarstúlkur óskast í frystihús. — Fæði og húsnæði. FROST H.F. Hafnarfirði. Sími 50565. NÝTT Belgísk hugkvæmni Vírlásar úr alúmíni 'WtaWmUH ZÖ'dtT Handhægir, léttir, ryðlausir, ódýrir. Margvíslegt notagildi fyrir loftnet, g^rðingar o.fl. BORGAREY h.f. Langholtsvegi 33 — Sími 20880.,

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.