Þjóðviljinn - 27.01.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.01.1966, Blaðsíða 8
g SlÐA *- ÞJÖÐVrt-JINN — Fimmtudasur 27. jarudar 1860. STORM JAMESON: O, BLINDA HJARTA Marta þagði og horfði á hann með ihugandi brosi. — Þú ert voða gáfaður, sagði hún. En sfcundum ertu ekki sér- lega skynsamur. — Hvemig á ég að vera skyn- samur? sagði hann með ofsa. Ég veit ekkert hvað er að gerast heima hjá mér og ég get ekki um annað hugsað. Ég hugsa um bað hverja einustu nótt og all- an daginn. Ég er kannski vitlaus — en ef þú værir nú send íburt á einhvem hræðilegan stað þar sem þú þyrftir að ganga undir öðru nafni og þú gætir ekki tal- að við neinn, enginn gæti sagt þér hvað pabbi þinn væri að gera, hvort hann væri dáinn. hvort húsið væri brunnið til kaldra kola — þú vissir hreint ekki neitt og gætir ekkert gert. Bödd hans brast • allt í einu. Kannski er hún veik núna — og ég fæ ekkert að vita. — Þú sagðir mér — ég hélt þú hefðir sagt — að hún hefði lofað að finna einhverja leið til að láta þig vita ef hún yrði veik eða ef þau flyttu burt, sagði Marta. — Já. Hann gretti sig framan í hana. En hvað veit ég um það, hvort hún stendur við það loforð? — Treystirðu ekki einu sinni henni? Hann kipraði varimar og svip- ur hans varð skuggalegur og eftir andartak sagði hann svo lágt að várla. heyrðist: — Hún lét þau taka mig. — Hvað gat hún annað gert? sagði telpan rólega. — Við hefðum getað strokið Há:g?eiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinunn o«r Dédó. <Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SÍMI 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMI 33-968 DðMUB Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjarnargötu 10 Vonarstræt- ismegin — Sími 14-6-62 Hárgreiðslustofa austurbæjar María Guðmundsdóttir. Laugavegi 13 Sími 14-6-58 Nuddstofan er á sama stað burt saman. Ég — ég bað hana um það. — Þið hefðuð náðst. — Það getur vel verið. En þá er ekki víst að þau hefðu tekið mig af henni, þessi kvikindi. Ég hata þau, ég hata alla héma — — Nema mig, greip hún fram í og brosti. — Já, auðvitað ekki þig, sagði hann óþolinmóðlega. En alla hina og þetta hræðilega ljóta land. Og ég verð að vera hérna í mörg ár — og hver einasti dagur fer til ónýtis, mörg, mörg ár fara til ónýtis, rétt eins og ég væri í fangelsi. Þú getur alls ekki skilið þetta! — Ég skií vel að þér þykir þetta andstyggilegt. En, Jean, þú átt heima héma. Ef þú átt ekki heima hérna, í þorpinu, þá áttu hvergi heima, og þú gætir eins verið hann herra Leighton, of 'gamall til að finna til eins eða neins. Hann sagði hæðnislega: — Þú ert sniðug í dag. — Nei. Ég er bara skynsöm. Það er svo margt sem mig lang- ar til, mig langar til að eiga hjól og ég vildi að mamma væri lifandi og helzt af öllu vildi ég að Agata frænka færi eitthvað burt með langa smettið sitt og prédikanirnar. En hverri mínútu sem ég sóa í að hugsa um hana, er kastað á glæ. — Þetta er tómt bull í þér, sagði hann og nísti tönnum. En hún hræddist ekkert reiði hans. Það getur vel verið, sagði hún glaðlega. En þú hlýtur nú samt að geta verið svoh'tið á- nægðari héma, þótt þú fyrirlítir staðinn og fólkið. — Já, já, ég veit það. Ef þú getur ekki fengið það sem þú vilt, þá látfcu þér lynda það sem þú getur fengið ........ Ég þoli ekki svona fólk, ég þoli ekki fólk sem sættir sig við tíunda flokks hundalíf og segir þakk fyrir. Ég veit'hvað ég vil og hvað ég hafði áður, og enginn, ekki einu sinni þú, skal fá mig til að segja að mér líki þessi staður eða að ég fyrirgefi þess- um föntum sem tóku mig burt. Ég skal — Hann tók andköf: hann var orðin fölur og augun voru galopin. — Jean, sagði hún í skyndi og hörfaði frá honum. Hann leit niður fyrir sig. Fyr- irgefðu. — Allt í lagi. Hún leit á hann og brosti glaðlega. Þú veizt að það er eitt sem þú gætir gert til að gera lífið auðveldara fyr- ir þig. Þú gætir verið í öðru vísi fötum. — Þetta eru fötin sem ég var alltaf í heima. Hvað er athuga- vort við þatt? — Látfcu ekki eins og þú vitir iþað ekki. Þetta eru alltof fín hversdagsföt. — Ég á engin önnur. — Mamma þín gæti látið þig hafa föt eins og allir aðrir eru í. — Ma — Hann beit fast sam- an tönnunum. — Hún er mamma þín. — Ég klæði mig eins og mér sýnist, sagði hann kuldalega. Og ég bið ekki frú Olozel um að kaupa eitt eða neitt handa mér. — Jæja, jæja ....... ég verð ■bráðum að fara. Ætiarðu núna að segja mér frá bóndabænum? Þetta var líka leikur hjá þeim, nema hjá Jean Clozel var það fremur helgiathöfn. Þau höfðu byrjað að leika hann daginn sem Marta sagði: — Ef ég væri nú blind og ég væri komin í heimsókn til þín — ég á við áður en þú komst hingað. Hvað myndirðu segja? Þú myndir kannski segja: .Var- aðu þig á tröppunum. Eða: Þarna vinstra megin er dúfnakofinn, heyrirðu ekki kurrið í þeim .. .... Þú skalt þykjast vera að fylgja mér þar heima og segja mér frá öllu. Fyrst var hann ófús, en síðan vaknaði áhugi hans og með sí- vaxandi ánægju leiddi hann hana um bóndabæinn og landið í kring, lýsti hluturn og lands- lagi, sem hún gat ekki séð sjálf vegna þess að hún var blind. Þau opnuðu breiða hliðið og hann sagði henni að standa kyrri til að anda að sér llmin- um og hlusta — hann sagði að það væri júní — og gæti hún ekki heyrt suðið í býflugunum. Þaðan sem þau stóðu voru tvær leiðir sem þau gátu farið inn í sjálft húsið — gegnum húsagarð- inn með hlöðunni og skúrnum inn í l'anga, steinlagða ganginn með mjólkurhúsinu til hægri og eldhúsdyrunum til vinstri: eða þá að þau gætu farið að fram- i hliðinni eftir malarstígnum milli i blómabeðanna og staðið stundar- kom og horft yfir akrana í kring, lækinn og stóru trén — allt er grænt, allir mögulegir grænir og fallegir litir — ekki svona hart og þurrt og skræln- að eins og hér — og síðan opn- aði hann hvítmáluðu dymar með i þunga málmhúninum og þau stigu inn í svalt anddyrið sem ! ilmaði af sápu <?g þurrum viði og síðan irm í setustofuna eða upp hreinþveginn stigann. upp í svefnherbergin og síðan upp á stóra háaloftið fyrir ofan þau... 1 dag ákvað hann að fara með hana inn í svefnherbergi móður sinnar. Hann sagði henni hvar kistumar stóðu í herbergi henn- ar og hvað í þeim væri, opnaði skápa og lét hana handfjatla rekkjuvoðimar á rúmunum og stóra vattteppið. Allt í einu — þau voru að ganga yfir herberg- ið frá glugganum og það voru stólar á leiðinni — stanzaði hann. — Haltu áfram, sagði Marfca. — Bíddu — varaðu þig — þarna ær stóllinn með bogna bak- inu og engum örmum og hinn stóllinn, armstóllinn, er með út- saumuðum púða, gulum og — og — ég.man það ekki. Hann stóð upp og sagði\ aft- ur: — Ég man það ekki. — Það gerir ekkert til, sagði Marta rólega. — Ég — þú — Nú vom augu hans orðin eins og steinar í and- liti hans og hann keyrði fram höfuðið eins og hann vilddi stanga með því. Hann reyndi að hafa taumhald á rödd sinni þeg- ar hann sagði: Farðu heim. — Ætlar þú ekki að koma? Venjulega gengu þau páman niður geitatroðninginn, síðan hélt Marta áfram og hann varð eftir dálitla stund áður en hann kom á eftir, svo að þau ættu það ekki á hættu að sjást saman á götunni niður í þorpið. Þau töl- uðu aldrei um þessa varúðarráð- stöfun; þau höfðu gert hana af eðlisávísun, í þögulli vissu um bað að ekki væri hægt að treysta hinum fullorðnu. — Nei. Ekki strax. — Allt í lagi. Hún horfði á hann útundan sér meðan hún burstaði strá af pilsinu sínu og þegar hann veitti henni athygli og sagði ekkert, sneri hún sér við og gekk burt í skyndi án þess að líta við. Er hún reið? hugsaði hann. I svipinn var honum alveg sama hvort hún var reið eða ekki. Hún fjarlægðist og hvarf og hann gleymdi henni. Það var eins og hringiða þyrlaðist íhöfði hans, sem minnti á dökka ólg- una í vatninu undir yfirborðinu. Hann var ringlaður og hann steig áfram og síðan annað skref án þess að hugsa og eftir stund- arkorn uppgötvaði hann, að hann var kominn ,að geitaslóð- anum. I stað þess að ganga eftir honum, beygði hann til vinstri eftir enn þrengri og 'grýttari slóð sem lá beint upp hæðina sem SKOTTA 1 Skipholti 21 simar 21190-21185 I eftir lokun 1 sima 2T037 4666 — Síðar talar Þórður um áætlunina við Eddy, sem einnig yrði velkominn á Al-Makdis, ein,s og snekkjan heitir. Eddy vill óður og uppvægur fara með. Þeir hafa hvort sem er ekki um neitt annað að velja sem ster.dur. Þórður kinkar kolli og þeir fara saman til hótelsins þar "m Hassan býr til að segja honum frá ákvörðun sinni. Prinsinn hefur á réttu að standa þegar hann grunar, að hann sé umkringdur njósnurum. Tbn Sakkras fær að vita um hvert spor hans og hann les af áhuga skýrslurnar frá Italíu sem eru sendar honum reglulega. Hann veit, að snekkjan er komin og hann veit einnig um samingana við Þórð. — Hafðu ekki áhyggjur. Þeir gleyma henni um leið og þeir sjá matarkörfuna okkar. Plaslmo Plast þakrennur og niðurfallsprpur fyrírliggjandi PLASTMO Ryðgar ekki þolir seltu og s’ót þarf aldrei að méla KLAPPARSTÍG 2 0 SÍMI 173 73 « BILLINN Rent an Icecar Sími 1 8 8 3 3 <r ' ' ■, Auglýsið / Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.