Þjóðviljinn - 03.03.1966, Page 2

Þjóðviljinn - 03.03.1966, Page 2
2 SÍÐA ÞJÖÐVILJTNN — Fimmtudagur 3. marz 1966. Gils Guðmundsson mælir fyrir frumvarpi sínu um listamannalaun: Núverandi skipan úthlutunar- mála listamannalauna alóhæl Gils Gudmundsson mælti í gær fyrir frumvarpi sínu um lista-mannalaun og Iistasjóð. Sagði bann í framsöguræðu sinni, að alþingi gæti ekki lengur skot- ið sér undan því að setja fastari og itarlcgri ákvæði um lista- mannalaun. Gerði hann síðan grein fyrir efni frumvarpsins, sem hann kvað bæta nokkuð um frá því scm nú er ef samþykkt yrði. Skýrði hann frá því að hann hefði borið frumvarpið upp fyrir ýmsa listamcnn og hefðu þeir lýst sig fylgjandi meginat- riðunum í frumvarpinu. Helztu atriði frumvarps Gils eru: 1. Úthlutunamefnd verði skipuð fulltrúum þriggja aðila; Háskóla íslands, menntamálaráðs og samtaka listamanna. 2. Til- tekinn fjöldi viðurkenndra lista- manna njóti fastra listamanna- iauna á fjárlögum. 3. Tiltekinn fjöldi listamanna hljóti allríflega starfsstyrki f tvö eða þrjú ár 4. Stofnaður verði listasjóður sem styðji íslenzkt listalíf með ýms- um hætti, svo sem nánar er fyr- ir mælt í frumvarpi þessu. ö. Heildarframlag .ríkisins til stuðn- ir.gs listum og listamönnum verði hækkað verulega. í ræðu sinni benti Gils á, að þser úthlutunaraðferðir, sem tíðk- azt hafa á listamannafé, hefðu yfirleitt ekki gefið góða raun, og væru flestir á einu má’i um 'áð toWundið væri óhcntugra fyr- irkomulag en nú er. HEIÐURSLAUN — FÖST LATIN Vék Giis síðan að efni frum- varpsins og ræddi hverja grein fyrir sig. Þar benti hann á, að í 1. grein er kveðið svo á að fremstu listamenn þjóðarinnar, sem réttmætt þyki að heiðra. njóti allvevulegra launa ævilangt, þannig að þeir séu á engan hátt háðir duttlungum úthlutunar- nefndar. 3. gr. tryggir 25—30 listamönnum föst laun á fjárlög- um; þar af hljóti ailt að 10 heið- urslaun 120 þús. kr. og allt að 20 árleg listamannalaun 80 þús. kr. Skal stjórn Listasjóðs velja þá menn, sem njóta heiðurslauna skv. 3. grein og skal menntamála- ráðuneytið síðan sjá um að nöfn þeirra listamanna verði tekin upp í fjárlagafrumvarp. Loks segir 6 greinin að launin skuli hækka verði almenn hækkun á launum opinberra starfsmanna. LISTASJÓÐUR I 2. kafla frumvarpsins er fjallað um Listasjóð Islands. sem Gils leggur til að stcfnaður verði. Skal það vera verkefni sjóðsins 1. Að veita viðtöku fé, sem Alþingi ákveður á fjárlögum eða með öðrum lögum að renna skuli í sjóðinn, svo og gjafafé og öðru þvf fé, sem honum kann að berast. 2. Að veita viðtöku sérsjóðum, sem einstaklingar fé- lög eða fyrirtæki stofna til stuðnings listum og faldir verða Listasjóði til ávöxtunar og ráð- stöfunar samkvæmt skipulags- skrá. 3. Að úthluta fé úr sjóðn- um til listamanna og eflingar listalífs í landinu samkvæmt því sem fyrir er mælt í lögunum. Segir síðan í 9. gr. að árlega skuli veita á fjárlögum eigi minna fé en 5 milj. kr. í sióð- inn. Um þessi atriði segir Gils svo x greinargerð með frum- varpi sínu að slíkur sjóðurmundi hafa stórum meira svigrúm en núverandi úthlutunarfyrirkomu- lag leyfir til að styðja fslenzka iistsköpun. STARFSSTYRKTR 1 2 EÐA 3 AR I 10, grein er sagt að Lista- sjóður s.kuli veita starfsstyrki. auk listamannaiaunanna, sem áð- ur er á drepið. og segir fiutn- ingsmaður í greinargerðinni að hugmyndin með þessum starfs- styrkjum sé sú að þeir verði veittir starfandi listamönnum og ungum og efnilegum mönnum, sem sýnt hafa góða hæfileika og líklegir þyki til góðra hluta ef þeim gefst kostur á að starfa Gils Guðmundsson. að list sinni. Er gert ráð fyrir því að menn njóti þessara starfs- styrkja í a.m.k. tvö ár, en í mesta lagi þrjú ár samfleytt. VIÐURKENNING 1 11. grein er stjóm Lista- sjóðsins heimilað að veita ár- lega allt að 30 listamönnum við- urkenningu, 40 þús. kr. Að vísu geti sami maður notið viður- kenningarinnar tvö ár í röð eða lengur, en það sé hins vegar háð úthlutun hverju sinni. ÖNNUR VERKEFNI SJÓÐSINS 12. gr. fjallar um þau atriði, sem Listasjóður ætti að sinna umfram það, sem áður er getið, vaxi honum fiskur um hrygg. Ætti sjóðurinn að verja eftir- stöðvum sínum, ef einhverjar Kjara- bætur án verkfalla Ósjaldan hefur Morgun- blaðjð boðað þá kenningu að verklýðsfélög ættu að kjósa Sjálfstæðismenn Ú1 forustu; þá myndi þeim vegna betur ! kjarabaráttunni. Sjálfstæðis- flokksmenn kynnu semsé að tryggja kjarabætur án verk- falla en væru frábitnir þeim hættj illra kommúnista að heyja verkföll án kjarabóta Þyrftu félög sem tryggðu sér svo ákjósanlega forustu ekk- ert fyrir hiutunum að hafa heldur kæmu atvinnurekenri- ur með hækkað kaup og bætt vinnuskilyrði á silfurbakka eins og stimamjúkir þjónar 1 ljósi þessarar kenningar hlýtur framkoma atvinnurek- enda við Verzlunarmannafé- lag Revkjavíkur að vekja sérstaka athygli. Það félag lýtur forustu kunnra Sjálf- stæðisflokksmanna sem sízt verða bendlaðir við vanþókn- anlegar kenningar. Samt er það félag nú valið úr, og at- vinnurekendur sýna því al- veg sérstaka andúð. Flestum öðrum verklýðsfélögum hefur sem kunnugt er tekizt að tryggja kjarabætur án verk- falla á undanförnum mánuð- um — ekki sízt þeim sem lúta forustu margúthrópaðra austrænna agenta — og hjá sumum félögum hafa þær kjarabætur orðið einhverjar þær mestu sem náðst hafa í einu vetfangj. En þegar röð- in kemur að Verzlunarmanna félagi Reykjavíkur bjóða at- vjnnurekendur sannarilega ekkj kjarabætur á silfur bakka — ekki einusinni þær sem aðrir höfðu fengið um- vrðalítið — neldur gerðu at- vjnnurekendur kröfur um að kjörin yrðu skert mjög veru- lega. Síðasta tilbog atvinnu- rekenda mun aðeins nema broti af þeim úrskurð; sem kjaradómur kvað upp í máli opinberra starfsmanna og urðu þó fáir til að telja að sá dómur næði réttlætismáli. Var ekkj annað sjáanlegt í gær en atvinnurekendur væru staðráðnir í þvi að knýja verzlunarmenn til verkfalla. og fyrir þeim vakir auðvitað að þaA verðj verkföll án kjarabóta. Þessj málsmeðferð sýnir glöggt að sú upphaflega kenning Morgunblaðsins að kjarabarátta hyrfi úr sög- unni ef menn með velþókn- anlegar stjómmálaskoðanjr veldust til forustu í stéttar- félögum, var okki hugsað út frá sjónarmjði launamanna Fyrir blaðinu vakt,- auðsjá- anlega það viðhorf eitt að hægt væri að hafa stjórn á 'likiim mönnum og fá þá tjl að leysa málin með því að ’oggja kiarabaráttuna niður Þeir Sjálfstæðisflokksmenn eru að vonum fáir sem láta hafa siig til þvíUkra þjón- ustuverka; hinsvegar hlýtnr ‘'ramkoman við Verzluna’- •nannafélag Reykiavíkur að verða ti‘1 þess að ýmsir 1 Heirra hðpi takí að hugleiða á nýjan hátt viðhorf sitt tjl stjómmála. — Austri. wMNaBasNftMaaaaMBasaMaaaaaaaaaaaaaaMaaaaaaaaaagiaaaaaaaaaBBaaaaaaaaaaBaaaaBaaBaHaaBBaBasaaaaaaaaaaaaaaaaftaaaB.iaaaa'SB Enn harðir bardagar i S- Vietnam SAIGON 1/3 — Eftir fréttum frá Saigon að dæma eru enn háðir harðir bardagar f norður- hluta Suður-Víetnams. Þar seg- ist Saigonherinn hafa unnið mikinn sigur á skæruliðum og fellt 444 þeirra í orustu sem staðið hefur f vikut.íma. Skammt þar fyrir sunnan halda áfram harðir bardagar milli skæruliða og bandarískra lanrigönguliða. Randaríkjamenn "pgjast hafa fellt 115 skæruliða. Randarfskur taismaður sagði í ~aigon f dag að fundizt hefði 91 ckotpallur fyrir sovézk loft- varnaskeyti f Norður-Víetnam. en ekki héfði verið vitað um nema 65 í lok janúar og um 50 um jólaleytið. Frá Sjúkrasamiagi Reykjavikur Kjartan Magnússon læknir, hættir störfum sem heimilislæknir hinn 1. apríl n.k. — Þeir samlags- menn, sem hafa hann sem heimilislækni, þurfa því að koma í afgreiðslu samlagsins í þessum mánuði og velja heimilislækni í hans stað. — Samlags- skírteinið óskast sýnt þegar læknir er valinn. Sjúkrasamlag: Reykjavíkur. ÚTBOÐ væru, til eftirtalinna verkefna: 1 Með því að reisa, kaupa eða taka á leigu hús á hentugum stöðum, þar sem listamönnum yrði boðið að dveljast um skeið við listsköpun. 2. Með því að skipuleggja og kosta eða styðja með fjárframlögum kynningu og túlkun góðrar listar sem víðast um landið. 3. Með stuðningi við fslenzkar mvndlistarsýningar er- lendis. 4. Með stuðningi við listahátíð, sem haldin yrði á nokkurra ára fresti. 5. Með því að greiða höfundarlaun og út- gáfustyrk vegna allt að fjögurra bóka á ári, sem valdar yrðu úr íslenzkum samtíðarbókmenntum og gefnar út f ódýrum almenn- ingsútgófum með sérstöku tilliti til æskufólks. 6. Með öðrum stuðningi við fslenzka listsköpun og listtúlkun samkv. reglum, er stjórn Listasjóðs setur þar um og menntamálaráðherra stað- festir. I 13. gr. er sagt að stjórn sjóðs- ins skuli heimilt að leggja til “ hliðar allt að 20% af árlegum tekjum sjóðsins. eða að verja þeim til þeirra verkefna, sem að ofan greinir. S.TÖ MANNA STJÓRN TIU 4RA ARA Þá er kveðið á um stjóm sjóðsins, sem skipuð skal sjö mönnum, tveimur kosnum af há- skólaráði Háskólans, tveimur kosnum a.f menntamálaráði og bremur frá stjórn Bandalags ís- lenzkra listamanna. Skal jafn- heimilt að kjósa fulltrúa utan sem innan raða nefndra aðila. Sjóðstjómin skal kosin til fjög- urra ára. Þá er í Í4. gr. ákvæði um að ekki megi kjósa í sðal- eða varastjórn mann, sem lík- legt er að kunni að hafa hags- muna að gæta við úthlutun listamannalauna. Segir flutnings- maður í greinargerð að t.a.m. mætti telja líklegt að stjórn Bandalags íslenzkra hstamanna teldi hentara að velia til þessa starfa listfróða menn utan síns hÓDS. Loks er ákvæði um reiknfngs- haldsjóðsins og laun til stjóm- armanna. Að lokinni ræðu Gils var frumvarpinu vísað til 2. umræðu og menntamálanefndar. Tilþoð óskast í að byggja undirstöður, stokka o.fl. fyrir tvo vatnsgeyma Hitaveitu Reykjavíkur, sem reistir verða á Öskjuhlíð. Utboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri, Vonar- stræti 8, gegn 2000 króna skilatryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Borgarspitalinn / Reykjavík óskar að ráða tvo sérmenntaða iðjuþjálfa fOccu- pational Terapists. Laun samkv. 16. launaflokki opinberra starfsmanna. Umsóknir um störf þessi, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu Sjúkrahúsnefndar Reykjavíkur, Heilsuverndarstöðinni, Barónsstíg 47, Reykjavík. Reykjavík 2. marz 1966, Sjúkrahusnefnd Reykjavíkur. Vélstjóri Áburðarverksmiðjan h.f. þarf að ráða vélstjóra vegna sumarfría-afleysinga frá 1. júní til 15. sept- ember 1966. Það skilyrði er sett um menntun að viðkomandi hafi próf úr Rafmagnsdeild Vélskólans í Reykjavík. Laun samkvæmt kjarasamningi við Vélstjórafélag íslands. Umsóknir ásamt upplýsing- um um fyrri störf sendist Áburðarverksmiðjunni h.f., Gufunesi, fyrir 20. marz 1966. ÁBURÐARVERKSMIÐJAN h.f. Laust starf Síldarútvegsnefnd hefur ákveðið að ráða fulltrúa til skrifsíofustarfa með aðsetri á Austurlandi. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist skrifstofu Síldarútvegsnefndar á Siglufirði eða Reykjavík fyrir 10. marz 1966. Síldarútvegsnefnd. Sjómem vantar ó netabát JÓN GÍSLASON s.f. Sími 50865 eða 50524. Herrapeysur - Nylonúlpur Skyrtur — Leðurjakkar o.m.fl. Góðar ódýrar vörur. Verzlunin Ó.L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu)'.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.